Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 8
VmSHPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 Erla Rafnsdóttir tekur við stöðu framkvæmda- stjóra hjá Ortho Supplies í Englandi Frá Ossuri hf. til Oxford ERLA Rafnsdóttir, markaðsstjóri hjá stoðtækja- fyrirtækinu Össuri hf., er á leiðinni til Oxford í Englandi þar sem hún mun taka við starfi framkvæmdasljóra Ortho Supplies. Það er inn- flutnings- og sölufyrirtæki í eigu írans Michael O’Byrne sem er að færa út kvíamar í stoðtækja- framleiðslu og umboðssölu. Erla hefur starfað hjá Össuri frá ársbyrjun 1991. „Ég byrjaði aðallega í markaðsmálum á innanlandsmarkaði, en eftir þvi sem útflutningi fyrirtækisins fleygði fram varð áherslan eðli- lega meiri á utanlandsmarkaði," segir Erla, sem var fyrsti markaðssljóri Össurar hf. Aðspurð um aðdragandann að því að henni bauðst starfið hjá Ortho Supplies segir Erla að Michael O’Byrne, eða öllu heldur stoðtækja- verkstæði hans, Orthopaedic Services, sé við- skiptaaðili Össurar í Bretlandi. „Bretland var eina landið þar sem við hjá Össuri vorum með beina markaðssetningu. O’Byrne var oftar en einu sinni búinn að falast eftir þvi að fá umboð fyrir framleiðslu okkar, en við héldum fast við beinu markaðssetninguna. Hann fékk þó að selja til smærri fyrirtækja og var þess vegna með smá lager frá okkur.“ Mikil áskorun Erla sagði að O’Byrne hefði áhuga á að færa út kvíarnar og hefði meðal annars nýlega stofn- að framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki. „Hann hafði samband við mig til þess að athuga hvort ég hefði áhuga á að taka að mér framkvæmda- stjórastöðu hjá Ortho Supplies sem sér um inn- flutning og sölu stoðtækja í Bretlandi. Þetta er mikil áskorun fyrir mig og ekki verra að ég þekki þennan markað vel. Það hafði líka Morgunblaðið/ Þorkell mikil áhrif á þá ákvörðun mína að þiggja þessa stöðu að ég verð ekki í samkeppni við Ossur.“ „Þessi 5 ár mín hjá Össuri hafa verið góður og skemmtilegur timi og ég hef fengið góð tækifæri þar. Það er í fullu samráði við þá sem ég þáði þessa stöðu ojg ég mun vonandi verða í góðu sambandi við Ossur. Ég stefni að því að auka kaup Ortho Supplies á Iceross," segir Erla, og vísar þar til sílikon hosu sem er ein helsta framleiðsluvara Össurar, notuð til þess að festa gervilimi á stúfa. Fyrirtækjasamsteypan sem Michael O’Byrne rekur heitir Ortho Group og samtals vinna 110 starfsmenn þar hjá þremur fyrirtækjum. Hjá Ortho Supplies eru 15 starfsmenn. „Fyrsta verkefnið verður að markaðssetja og samræma stefnu fyrirtækjanna í Ortho Group. Það er ýmislegt á döfinni þar og langt frá því að ég segi skilið við markaðsmálin á næstunni," segir Erla, sem flytur til Oxford í júlí ásamt eigin- manni sínum Magnúsi Teitssyni. Starfsemi Lyngholts hf. flutt á Selfoss Pakkar kryddi og bökunarvörum Selfossi. Morgunblaöiö. Lyngholt hf. hóf nýlega starfsemi á Gagnheiði 51 á Selfossi eftir að hjónin Gísli Á Jónsson og Emma Granz keyptu fyrirtækið sem áður starfaði í Kópavogi. Hjá fyrirtækinu er kryddvörum frá Nordfalks í Svíþjóð pakkað fyrir stofnanir og í neytendaum- búðir. Kryddið er síðan selt til dreifmgaraðila og umboðsmanna sem sjá um dreifingu í verslanir um land allt undir heitunum Okk- ar og Rekord. Fyrirtækið Nord- falks hefur fengið gæðaviðurkenn- ingu fyrir kryddvörur, en það sendir vörur frá sér undir gæða- staðlinum ISO 9001. Um 100 vöruheiti Auk kryddvaranna pakkar Lyngholt ýmiss konar bökunar- vöru svo sem kakói, kartöflumjöli, hnetum, hnetuspænum, kanil, hjartasalti og skrautsykri. Einnig vörum til matargerðar, sósulit, lárviðarlaufi, súpujurtum svo eitt- hvað sé nefnt. Alls býður fyrirtæk- ið upp á um 100 vöruheiti. Lyngholt hf. starfar í nýinnrétt- uðu húsnæði þar sem komið hefur verið fyrir pökkunarvélum og lag- er. Þau Emma og Gísli létu vel af viðtökunum eftir flutninginn á Selfoss. Samkeppni væri mikil í sölu á kryddvörum en þau kváðust leggja áherslu á að þau væru með gæðavöru sem fengið hefði viður- kenningu. Þá sögðu þau ánægju- legt hvað vörur frá þeim hefðu Morgunblaðið/Sig. Jóns. GISLI Á. Jónsson og Emma Granz í Lyngholti við eina pökkunarvélina. fengið góðar viðtökur hjá mat- reiðslumönnum og öðrum sem ynnu við matargerð og matvæla- vinnslu. \ SUMARID? Vortilboö ó KEW hobby hóþrýstidælum Verd fró kr. 14.914 staðgreitt EXTRA 3600 Meö allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR Rfi RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5554 Torgið Uppskrift að árangri FLUGFÉLÖG innan IATA, alþjóða- samtaka flugfélaga, skiluðu loks um 1,8 milljarða dollara hagnaði eftir 15,6 milljarða dollara tap- rekstur frá árinu 1990. Á þessu ári er því spáð að hagnaðurinn verði nálægt 5,5 milljörðum doll- ara. Þrátt fyrir batnandi hag verða stjórnendur flugfélaga að bretta upp ermarnar á næstu árum því fullvíst er að samkeppnin í farþega- flugi mun enn fara harðnandi, far- gjöld munu lækka og flugfélögin verða knúin til að lækka kostnað. Chris Avery, sérfræðingur í flug- rekstri frá fyrirtækinu Paribas Cap- ital Markets, fjallaði um þessa þró- uni ífarþegaflugi á námstefnu Flug- leiða fyrir fjárfesta nýverið. Þar kom fram einkar fróðleg samantekt um það umhverfi sem flugfélögin í heiminum hafa búið við og hvaða áherslur í rekstri þeirra séu líklegar til árangurs. Þegar litið er Bandaríkjanna er Ijóst að blóðug samkeppni hefur knúið bandarísku félögin hvert á fætur öðru í gjaldþrot og taprekst- urinn nemur gríðarlegum fjárhæð- um undanfarin ár. Þá hafa félög sem átt hafa í erfiðleikum getað keppt á markaðnum í einhvern tíma með mjög lágum fargjöldum í skjóli gjaldþrotalaganna þar í landi.. Avery telur að þessu verði öðru- vísi farið í Evrópu með auknu frjáls- ræði sem innleitt hefur verið m.a. vegna þess að afnám hafta hafi gengið mjög hægt fyrir sig. Um þessar mundir hafa evrópsk flugfé- lög fullt frelsi til að fljúga milli landa innan EES en innanlandsflug er háð leyfum þar til í apríl 1997. Þá hafa ríkisstyrkir til flugfélaga í ríkiseigu á borð við Air France, Olympus, Sabena, iberia, TAP og Aer Lingus sett mark sitt á þróun- ina. Avery telur ríkisstyrkina þó ekki jafn alvarlega samkeppnis- hindrun og gjaldþrotalöggjöfina í Bandaríkjunum. Þar gátu flugfélög- in farið hvert á land sem er með sína starfsemi en þessu er öfugt farið í Evrópu með sín ólíku þjóð- ríki. British Airways gæti t.d hafið áætlanaflug á milli Milanó og Madríd. Hins vegar yrði kostnaður- inn við að komast inn á þessa markaði svo mikill að auðveldara yrði að bæta við einni Boeing breið- þotu á einhverri leið frá Heathrow þar sem félagið er á heimavelli. Reynsla BA hefur verið bitur af landvinningum í Þýskalandi og Frakklandi þar sem félagið hefur fjárfest í innanlandsflugfélögum. Tapið af þeim nam á síðasta reikn- ingsári um 90 milljónum sterlings- punda. Avery varð aftur á móti tíðrætt um þann einstæða árangur sem BA hefur náð á undanförnum árum í samanburði við önnur evrópsk flugfélög. Félagið hóf að skera nið- ur kostnað strax í kjölfar Persaflóa- stríðsins 1991 og hefur lækkað kostnað um 150 milljónir sterlings- punda á hverju ári eða um 750 milljónir punda frá 1991. „Þetta er ástæðan fyrir því að British Airways hefur sýnt góða afkomu og að hlutabréfaverö hefur hækkað um- fram meðalhækkanir á markaðn- um,“ sagði Avery. Kostnaðarniðurskurður er raun- ar eitt af þremur lykilatriðum sem flugfélög þurfa að leggja höfuð- áherslu á til að ná árangri, að mati Avery. Það er síðan lykilatriði að félögin hafi mjög hæfa stjórnéndur í sínum röðum og eigi sér sam- starf við önnur flugfélög til að tryggja flæði farþega inn á leiðanet- ‘ið. Avery hætti sér ekki út í umræð- ur um stöðu Flugleiða í þessu sam- hengi en taldi athyglisvert að félag- ið hefði markaðssamstarf við USAir samhliða samstarfinu við SAS. Eftir stendur því sú spurning hvort Flugleiðir vinni eftir uppskrift sérfræðingsins. Því má svara ját- andi. Félagið vinnur nú að því að auka samstarf sitt við önnur félög í Evrópu og þreifingar hafa verið í þá átt gagnvart bæði Lufthansa og British Midland. Þessar viðræður eru liður í þeim áformum að þétta leiðanetið beggja vegna Atlants- hafsins og hefja frekara flug innan Evrópu. Hins vegar hafa bandarísk félög ekki sýnt verulegan áhuga á samstarfi við Flugleiðir sem háir félaginu á þeim markaði. Þá hafa Flugleiðamenn fylgt uppskrift Avery að árangri með kostnaðar- niðurskurði því allhart hefur verið gengið fram í að lækka kostnað og auka framleiðni starfsfólks. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.