Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STÖÐ 2 hefur að undan- förnu boðið uppá þá ágætu nýbreytni að hafa einstaka mánuði tileinkaða ákveðnum leikurum eða tegund bíómynda. Þannig var einn mánuður tileinkaður myndum meistara spennumyndanna, Alfred Hitchcocks, annar gamanleikaran- um Peter Sellers og James Bond átti sinn mánuð. Júní er mánuður stórslysamyndanna sem áttu sitt blómaskeið á áttunda áratugnum áður en þær lognuðust útaf eftir því sem þær urðu æ lélegri. Einn af sönnum meisturum stórslysamyndanna var Irwin Al- len, sem stóð að baki voðaverkum eins og Logandi víti eða „The Towering Inferno" og Póseidon- slysinu („Thwe Posedeon Advent- ure") en lauk ferlinum sem eins- konar Ed Wood stórslysamynd- anna sem framleiðandi og leik- stjóri lélegustu stórslysamyndir allra tíma eins og „The Swarm" og „When Time Ran Out". Það eimir enn eftir af stórslysamynd- um í Hollwyood. Veirumynd eins og í bráðri hættu („Ourbreak") er dæmi um það en eins og risaeðl urnar endur fyrir löngu urðu þær útdauðar og gott ef það var ekki einmitt loftsteinn sem grandaði þeim. Jarðskjálftar, flugslys, skips- skaðar, eldgos, býflugur, eldsvoð- ar, loftsteinar allt varð þetta Hollywoodmaskínunni tilefni til að gera hetjur úr kvikmyndastjörnun- um sínum á árunum 1970 til 1980 og drepa þúsundir í leiðinni auk þess sem tæknibrelludeildirnar höfðu nóg að starfa. Stórslysasög- ur eru í sjálfu sér spennandi kvik- myndaefni og myndirnar gerðu út á ótta fólks við tækniframfarir í samgöngum og óbeislaða náttúru, hvort sem hættan kom úr iðrum jarðar eða af himnum ofan eða lék lausum hala í skýjaklúfi. Nokkrar myndanna nutu mikilla vinsælda enda höfðu þær mikið aðdráttarafl því fyrir kvikmyndahúsagesti er ekkert eins skemmtilegt og að láta hræða úr sér líftóruna í öruggu umhverfi. Æðið hefst Æðið byrjaði með Flugstöðinni eða „Airport" árið 1970. Burt Lancaster Iék ískaldan flugstöðv- arstjóra sem reyndi að hafa tak á hlutunum á meðan tilraunir voru gerðar til að ná laskaðri flugvél niður á jörðina. Dean Martin og Jean Seberg voru á meðal leikenda á leið í gröfina, einnig George Kennedy, sem sérhæfði sig í stór- slysamyndum á tímabilinu, og Jacqueline Bisset. Myndin byggði á metsölubók eftir Arthur Hailey og fleiri fylgdu í kjölfarið: „Air- port '75" skartaði Charlton Hes- ton, öðrum traustum stórslysa- myndaleikara, í aðalhlutverki flug- stjóra, sem fékk litla einkaflugvél inn um gluggann hjá sér í stjórn- klefanum, „Airport '77" var með Jack Lemmon flugstjórasætinu um borð í lúxusþotu á bólakafi í Atl- antshafinu og „Airport '79", var með Alan Delon um borð í nýrri Concordþotu. George Kennedy fékk sér einnig far með henni. Flugstöðvarmyndimar settu mark sitt á slysamyndirnar því uppbygging þeirra var notuð í flestar stórslysamyndir áratugar-. ins. Stór hópur frægra Hollywood- leikara er kynntur til sðgunnar í fyrri hlutanum, sem er einskonar inngangskafli, og svo skemmta áhorfendur sér við að geta hverjir fá að lifa af. Flugstöðvarmyndirn- ar gátu einnig af sér einhverjar bestu gamanmyndir seinni ára, „Airplane!" 6g „Airplane II: The Sequel", sem gerðu óspart grín að stórslysamyndum. Tveimur árum eftir að fyrsta Flugstöðvarmyndin var gerð fram- leiddi Irwin Allen sína fyrstu stór- slysamynd, Póseidonslysið. Gene Hackman fór með aðalhlutverkið ásamt Ernest Borgnine, Leslie Nielsen og Shelley Winters, sem öll voru um borð í skemmtiferða- skipinu Póseidon þegar fjallhá alda Konungur stórslysamyndanna; Irwln Allen brást aðdáendum hrikalega þegar hann gerði „The Swarm" en hér sést hann með nokkrum lelkurum myndarinnar. Stórslysa- myndirnar Júní er mánuður stórslysamyndanna á Stöð 2 en þær áttu blómaskeið sitt á áttunda áratugnum samkvæmt úttekt Arnalds Ind- ríðasonar. Þær skörtuðu stórstjörnum í aðalhlutverkum og buðu uppá heilmiklar tæknibrellur en urðu lélegri með árunum Á bólakafi; Jack Lemmon í „Alrport '77". og ómerkilegri og liðu undir lok í kringum 1980. Meistari stórslysamyndanna var Irwin Allen, sem gerði þær stærstu og þær verstu Logandi vítl; Newman og McQueen. Skjálftinn mikll; Heston bjargar sér. Skelfileg mynd; Henry Fonda í „The Swarm". Síðasta stórslysamyndin; Newman í „When Time Ran Out". snéri því á hvolf. Leikstjóri var Bretinn Roland Neame. Eftirminnilegt hörmungarár Mesta stórslysaárið' var 1974. Þá hafði Hollywood tekið við sér svo um munaði og tvær risavaxnar stórslysamyndir voru frumsýndar, Jarðskjálfti eða „Earthquake" og Logandi víti. I Jarðskjálfta sýndi Charlton Heston að hann var ekki dauður úr öllum æðum þegar hrikalegur jarðskjálfti reið yfír Los Angeles, þessi stóri sem menn bíða enn eftir í raunveruleikanum. Með Heston hristust Ava Gardner og Lorne Greene og enn var George Kennedy ekki langt undan. En það var ekki leikaraliðið sem hélt myndinni uppi og tryggði aðsókn frekar en í öðrum stórslysamynd- um heldur brellurnar, sem voru að sönnu mikilfenglegar í Jarð- skjálfta og til að auka enn áhrifin var sérstökum búnaði komið fyrir í kvikmyndahúsum, m.a. í Laugar- ásbíói, til að fólk skynaði enn frek- ar skjálftann mikla. Myndin átti í harðri samkeppni við Logandi víti, sem var frumsýnd um svipað leyti með nokkru sterkara leikaraliði, Steve McQueen, Paul Newman, William Holden og Faye Dunaway. 0. J. Simpson fór einnig með áber- andi hlutverk. Irwin Allen fram- leiddi og leikstýrði ásamt John Guillermin en myndin fjallaði um það þegar eldur kom upp í hæstu byggingu heims og slökkviliðið á jörðu niðri komst ekki upp til hans með góðu móti á meðan minnihátt- ar stjörnur eins og Susan Blakely og Richard Chamberlain fundu fyrir hitanum. Logandi víti var eina stórslysamyndin sem útnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Ed Wood stórslysamyndanna Tvær Flugstöðvarmyndir fylgdu í kjölfar þessarar gósentíð- ar stórslysamyndanna, einnig mynd um Hindenburgslysið, „Av- alanche" og „Gray Lady Down" og árið 1978 reyndi Allen enn á ný að gera út á slysin í þetta sinn með morðóðum býflugum. Hann hafði ekki erindi sem erfiði. Gagn- rýnendur og áhorfendur hlógu af hjartans lyst að „The Swarm". Sjálfur hafði Allen mikla trú á henni og sagði að hún væri líklega „skelfilegasta mynd sem gerð hef- .ur verið." Hún fjallaði um býflug- ur frá Afríku sem stefndu m.a. í að éta upp borgina Houston í Tex- as. Leikaraliðið var ekki af verri endanum, Henry Fonda og Micha- el Cane fóru fremstir í flokki, en gagnrýnendur skemmtu sér við að velja versta leikarann og varð Katharine Ross oftast fyrir valinu. Allen var alla tíð með stórslys og vísindaskáldskap á heilanum. Hann fæddist árið 1916 og var þegar farinn að gera stórslysa- myndir í kringum 1960 en á með- al sjónvarpsþátta sem hann átti þátt í að framleiða má nefna „Voyage to the Bottom of the Sea" og „Lost in Space". Þegar hann varð að athlægi vegna „The Swarm" reyndi hann árið eftir að bæta ráð sitt og gerði framhald Póseidonslyssins, „Beyond the Poseidon Adventure". Enn var Michael Caine í vinnu hjá honum ásamt Sally Field og Telly Savalas og enn var hópur fólks að reyna að komast uppá yfirborðið á með- an áhorfendur skildu hvorki upp né niður í myndinni. Loftsteinninn Það sama ár, 1979, var síðasta Flugstöðvarmyndin frumsýnd og útrýming stórslysamyndanna blasti við þegar Loftsteinninn eða „Meteor" kom í bíóin. Sem fyrr voru leikararnir ekki af verri end- anum, Sean Connery og Natalie Wood ásamt Karl Malden og Henry Fonda. Gríðarlega stór loft- steinn stefndi á jörðina og Rússar og Bandaríkjamenn reyndu í sam- einingu að forðast útrýmingu. Leikstjóri var Roland Neame og myndin fékk afleita dóma og litla aðsókn og markaði í raun endalok stórmyndaskeiðsins í Hollywood. Nema Irwin Allen var ekki bú- inn að gefast upp. Hann hóaði í gamla vini eins og Paul Newman, William Holden og Ernest Borgn- ine og gerði síðustu tilrauh með formið í „When Time Ran Out" árið 1980. í henni gýs eldfjall mikið við sumarleyfisstað á Haw- aii. Tæknibrellurnar, sem stór- slysamyndirnar höfðu löngum þrifist á, voru sérlega vondar og leikurinn sláandi lélegur. Allen gafst upp og gerði ekki fleiri myndir eftir það. Stöð 2 sýnir eftirfarandi myndir í stórslysamánuðinum: Flugstöðin („Airport") frá 1970, Jarðskjálfti („Earthquake") frá 1974, Logandi víti („The Towering Inferno" frá 1974 og „The Big Bus" frá 1976, sem gerir grín að ðllu saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.