Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA lllo Cjjun W aírii) D 1995 FIMMTUDAGUR 15.JUNI BLAD KNATTSPYRNA / 1. DEiLD KARLA Línuvörður veitt- ist að þjálfara LEIKUR Snæfells og Stjörnunnar í bikar- keppni 2. flokks karla í knattspyrnu, sem fór fram í Stykkishólmi fyrr í vikunni, var flautað- ur af í stöðunni 3:1 fyrir gestina eftir að ann- ar linuvörðurinn hafði veist að þjálfara Stjörn- unnar og hrint honum með þeim afieiðingum að hann féll á höfuðið og vankaðist. Þegar leikur er flautaður af skal leika hann að nýju en Snæfell ákvað að gefa leikinn og baðst af- sökunar á atvikinu. Full sátt hefur náðst á milli félaganna í málinu en dómaranefnd á eftir að taka það fyrir. Þorbjörn kallar landsliðið saman til æfinga ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, kallar landsliðið saman til æfinga á mánudaginn kemur. Hann segist verða með 17 til 19 leikmenn, sem hann var ekki búinn að velja í gær, í þriggja vikna æfingabúðum. „Ég kem til með að byggja á sama kjarna og var á HM,“ sagði Þorbjörn og vildi ekki gefa upp hvort einhver nýliði yrði í íslenska hópn- um. Þetta verða fyrstu æfingar landsliðsins undir hans sljórn. Liðið mun aftur koma saman í tíu daga fyrir fyrsta leikinn í Evrópukeppn- inni gegn Rúmenum sem fram fer ytra í lok september. Linford Christie hættir í haust Meistarar ÍA enn á sigurbraut SKAGAMENN hafa sigrað í fjór- um fyrstu leikjunum í 1. deild- inni í knattspyrnu í gærkvöldi. Þeir sigruðu Leiftursmenn 2:0 á Ólafsfirði í gærkvöldimeð mörk- um Dejans Stojics og Ólafs Þórð- arsonar og eru einir á toppnum, með 12 stig. Á myndinni stekkur umræddur Stojic hærra en Júlíus Tryggvason, einn varnarmanna Leifturs, og skallar að marki en hefur ekki erindi sem erfiði að þessu sinni. Gunnar Oddsson er til hægri. í hinum leikjum gærkvöldsins urðu úrslit þau að Valsmenn sigr- uðu í fyrsta sinn í fjórum tilraun- um; lögðu FH-inga að velli 3:2 í Hafnarfirði og á KR-velli sigruðu heimamenn lið Grindvíkinga, 2:1. ■ Leikirnir / D2 Morgunblaðið/Björn Gíslason ALÞJOÐA OLYMPIUNEFNDIN Samaranch vill sitja JUAN Antonio Samaranch, forseti alþjóðaólympíunefndar- innar (IOC), ætlar að bera undir atkvæði innan nefndarinn- ar hvort breyta eigi reglum sem kveða á um að hámarksald- ur meðlima nefndarinnar skuli vera 75 ára, þannig að eng- in aldurstakmörk verði fyrir hendi. Það myndi líkleg tryggja að Samaranch gangi inní fjórða kjörtímabil sitt, sem líkur 1997 en þá verður hann 77 ára. Fulltrúi nefndarinnar tilkynnti á þriðjudaginn að reglu- nefndin hefði samþykkt að. taka fyrir tillögu Samaranch hvort af- nema eigi regluna með aldurinn. Reglan var sett fyrir 10 árum, meðal annars af Samaranch sjálf- um, sem sagði nauðsynlegt að færa störf nefndarinnar í nútíma- legra horf. En Spánveijinn, sem verður 75 ára í júlí, virðist ætla sér að vera áfram og sendi fyrir skömmu út til meðlima spuminga- lista til að kanna viðhorf þeirra. Ákveðin hefur verið leynileg atkvæðagreiðsla þegar meðlimir á fundi IOC í Búdapest í vikunni, hvort breyta eigi til og ef svo fer þarf að kjósa um þijár tillögur: sleppa öllum aldurstakmörkunum, setja takmörk á aldur forseta eða setja mörkin við 78 ára aldur. Þegar svo búið er að ákveða það, þarf að leggja tillöguna fram fyr- ir alla alþjóða ólympíunefndina og þarf tvo þriðju hluta til sam- þykktar. „Það er ekkert óvenjulegt við þetta,“ sagði aðalframkvæmda- stjóri IOC, Francois Carrard og þegar hann var spurður um hvort þetta væri ekki eingöngu til að halda Samaranch í stólnum sagði hann að „það sem utanaðkomandi segja er þeirra mál en nefndin samþykkti þetta samhljóða." Heimildir innan Ólympíuhreyf- ingarinnar segjast ekki sjá að til- lagan verði felld, þar sem boðin er lífstíðaraðild að einum besta klúbbi í heimi, hvort sem mönnum líkar við Samaranch eða ekki, en hann hefur ávaxtað sjóð nefndar- innar gífurlega í forsetatíð sinni. ÓLYMPÍUMEISTARINN í 100 metra hlaupi, Bretinn Linford Christie, ætlar ekki að veija titil sinn á næstu leikunum í Atlanta. Christie sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að hann myndi hætta að hlaupa í lok yfirstandandi tímabils, vegna ofsókna breskra fjölmiðla. Christie hefur ekki gengið sem best á hlaupa- brautinni í ár og hefur tapað fjórum af fimm hlaupum en hann hefur einnig átt í erfiðum viðræðum við breska fijálsíþróttasambandið um greiðslur til sín fyrir þátttöku í mótiun. f viðtalinu sagði hann einnig að breskir fjöl- miðlar væru með aldur sinn á heilanum og hefðu einungis áhuga á því hvenær hann drægi sig i hlé. „Breskir fjölmiðlar eru skaðvaldarn- ir, þeir setja of mikla pressu á mann. Nú er svo komið að ég gæti vel hugsað mér að hætta einhvern daginn og iþróttin skiptir mig ekki svo miklu máli meira. Ég mun hætta og fer örugglega ekki á ólvmpíuleikana." Heimsmet Pankratovs DENIS Pankratov frá Rúss- landi sló í gær heimsmetið í 200 metra flugsundi þegar hann synti á 55,22 sek. á al- þjóðlegu móti í Canet í Frakk- landi. Hann bætti þar með fjögurra ára met Melvins Stewart um 0,47 sekúndur. Landi Pankratvos, Alex- ander Popov, tvöfaldur heims- og ólympiumeistari, vann 50 metra skriðsundið á 22,52 sekúndum en það er ekki nóg til að ógna 21,81 meti Tom Jagers frá 1990. Heimsmei8tarinn Vladimir Selkov og félagi hans Andrei Ivanov syntu á bestu tímum ársins þegar Selkov fór 200 metra baksund á 1.59,06 og Ivanvov 200 metra bringu- sund á 2.12,94 mínútum. Clau- dia Poll frá Costa Rica vann 200 metra flugsund kvenna á 1.59,86, sem er besti tíminn á þessu ári. HANDKNATTLEIKUR: ÍSLENDINGA VANTAR MUN MEIRILÍKAMLEGAN STYRK / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.