Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KIMATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 D 3 Fyrsti sigur Vals Morgunblaðið/Bjami Eiríksson mark Valsmanna gegn FH og var elnn bestl maður llðslns. Hér er lun Helgason. Stefan Toth, FH-lngl, líst hins vegar ekkl á bllkuna. Dýrkeypt virðing nýliðanna gegn meisturum IA Steinþór Guðbjartsson skrifar frá Ólafsfirði Nýliðar Leifturs léku vel í einn og hálfan hálfleik gegn ís- landsmeisturum Skagamanna, vörðust, voru bar- áttuglaðir og sköp- uðu sér ágæt mark- tækifæri en virðing þeirra fyrir mótherj- unum fyrsta fjórðung leiksins reyndist þeim dýrkeypt. Þeir vökn- uðu upp við vondan draum í stöð- unni 2:0 á Ólafsfirði í gærkvöldi en þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst þeim ekki að minnka muninn. Skagamenn eru því áfram á toppn- um í 1. deild, hafa ekki tapað stigi og verða sjálfir erfiðustu móther- jarnir í baráttunni um titilinn. Gestirnir fengu óskabyijun, skor- uðu eftir varnarmistök, og bættu öðru marki við um miðjan fyrri hálfleik. Á þessum kafla fengu þeir að gera það sem þeir vildu og óáreittir sóttu þeir stíft. Eftir mörk- in létu Leiftursmenn loks finna fyr- ir sér og þeir sköpuðu sér færi en tókst ekki að skora. Sérstaklega voru þeir aðgangsharðir upp vinstri kantinn með Matthías Sigvaldason og Baldur Bragason í aðalhlutverk- um. í seinni hálfleik héldu heima- menn uppteknum hætti. Þeir gáfu Skagamönnum aldrei frið og þegar þeir voru með boltann beittu þeir snöggum gagnsóknum. Færin voru til staðar en lánleysið var algjört upp við mark ÍA og eins var Þórður markvörður Þórðarson þeim erfiður með öruggri markvörslu. Svo var sem Skagamenn sættu sig við orðinn hlut; spil þeirra var KR-sigur gegn Grindvíkingum Fáttsem gladdi augað „ÞAÐ eina sem stendur upp úr eftir leikinn eru þessi þrjú stig sem við fengum. Það var ekki mikið um knattspyrnu í þessum leik,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR-inga, eftir að KR hafði unnið Grindvíkinga 2:1 á KR-velli í gær. Þetta eru orð að sönnu hjá þjálfaranum því leikurinn var slakur og lítið um spil, en sigur KR-inga var sanngjarn því þeir stjórnuðu leiknum lengst af. Morgunblaðið/Golli þó ákveðin tllþrlf elns og Zoran I sáttir vlð þessa tilburði Ljublclc. KR-ingar voru betri í fyrri hálf- leik enda var mótspyrna Grind- víkinga lítil út á vellinum. Grindvík- ingar spiluðu stífan VaíurB. varnarleik og náðu Jónatansson að stöðva flestar skrifar sóknir KR en áttu erfitt með að spila boltanum á samheija út úr vörninni og fengu því KR-inga jafn óðum á sig til baka. Það var því þvert á gang leiksins er Grindavík náði for- ystu í fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu. KR-ingar þyngdu sóknina enn meira og uppsk- áru jöfnunarmark fimm mínútum síðar og þannig var staðan í Ieik- hléi. Besta færi hálfleiksins fékk Heimir Porca er hann stóð einn fyrir opnu marki eftir sendipgu Hilmars, en á óskiljanlegan hátt hitti hann ekki boltann. Grindvíkingar voru óheppnir að skora ekki úr eina alvöru færi sínu í síðari hálfleik og kom það strax á annarri mínútu. Zoran Ljubicic komst þá einn innfyrir vörn KR en ágætt skot hans smaug rétt framhjá utanverðri stönginni. Þar sluppu ómarkvisst oft á tíðum, jafnvel áhugaleysi virtist ríkjandi og var sem þeir biðu aðeins eftir því að flautað yrði til leiksloka. Það vant- aði kraft og vilja til að gera betur en aðeins lifnaði yfír mönnum við innáskiptingarnar. Leiftursmenn eiga hrós skilið fyrir góða baráttu, þor og kraft lengst af. Þegar sá gállinn var á þeim spiluðu þeir vel en þeir geta engum kennt um nema sjálfum sér hvernig fór. Þorvaldur var góður í markinu, vörnin var sterk með Slobodan Milisic sem besta mann, miðjumennirnir gerðu vel og Baldur var ógnandi. „Við þui-ftum þennan tíma til að átta okkur á því að við áttum mögu- leika,“ sagði Óskar Ingimundarson, þjálfari Leifturs, við Morgunblaðið. „Það var heppnisstimpill yfír báðum mörkunum en ég er ánægður með baráttuna. Við gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði erfitt hjá okkur í fyrstu umferðunum en fyrir liggur að ná í fleiri stig.“ Skagamenn voru þó nokkuð frá sínu besta og munaði mest um að landsleikurinn við Ungveija sat greinilega í Sigurði Jónssyni. Kant- spilið hefur yfirleitt gengið vel en að þessu sinni voru vængmennirnir annars hugar og hafði það sín áhrif. Vörnin stóð hins vegar að mestu fyrir sínu, Þórður var öruggur í markinu, Ólafur Þórðarson barðist vel á miðjunni, Kári Steinn gerði ■ 4[ Skagamenn sóttu \M m I upp vinstri kantinn, Júlíus Tryggvason náði boltan- um en missti hann til Kára Steins Reynissonar. Hann gaf stutt á Harald Ingólfsson sem sendi stungusendingu inn fyrir vörn heimamanna og Dejan Stojic átti ekki í erfiðleikum með að renna boltanum í netið af stuttu færi á 9. mínútu. Oa^J^Eftir aukaspyrnu ÍA ■ áCifrá hægri rétt utan teigs barst boltinn út á hinn kantinn. Kári Steinn náði honum og sendi í átt að fjærstöng á Olaf Þórðarson sem var einn og óvaldaður úti í teignum. Hann gaf sér tíma en skaut síð- 'an í nærstöng og inn á 23. mín- útu. Vel að verki staðið eins og í fyrra markinu. góða hluti og Dejan Stjoic ógnaði einn frammi. „Þetta var oft ágætt hjá okkur í fyrri hálfleik en eftir hlé tókst okkur ekki að gera það sem við ætluðum okkur,“ sagði Logi Ólafs- son, þjálfari ÍA. „Það situr þreyta í mönnum og það var geysileg bar- átta í Leiftursmönnum. Þeir sköp- uðu oft hættu en ég var samt ekki sérstaklega hræddur um að þeir skoruðu og aðalatriðið er að við sigruðum, því það eru stigin sem telja.“ 0m 4 Sending kom inn í vítateig KR frá vinstri á Þorstein Jóns- ■ I son, en Brynjar Gunnarsson braut á Þorsteini og réttilega dæmd vítaspyrna á 27. mínútu. Milan Jankovic skoraði af öryggi í vinstra homið en Kristján Finnbogason skutlaði sér í hægra hornið. 4 ■ 4 Izudin Daði Dervic fékk boltann á miðju vallarins vinstra I ■ I megin og lék inn á miðjuna og skoraði með lúmsku þrumu skoti af 20 metra færi sem hafnaði neðst í vinstra horninu á 32. mín- útu. Fallegt mark. 2a 4 KR-ingar sóttu upp hægri vænginn og Þormóður Egilsson ■ | sendi boltann fyrir markið að fjærstöng og þar kom Einar Þór Daníelsson á fullri ferð og skaut boltanum upp í þaknetið frá markteigshorni á 55. mín. KR-ingar með skrekkinn. Sigurmark KR kom síðan á 55. mínútu og var vel að því staðið. Eftir það var eins og KR-ingar settu í hlutlausan gír og bökkuðu, hættu að reyna spil og Grindavíkingar tóku völdin á miðj- unni sem KR-ingar höfðu annars haft allan leikinn. En þessar mínútur sem eftir lifðu dugðu ekki Grindvík- ingum og þeir fóru með skotið á milli lappanna heim. Eins og áður segir var leikurinn ekki mikið fyrir augað og eins og Lúkas Kostic, þjálfari Grindvíkinga, sagði þá var þetta lélegasti leikur liðsins undir hans stjórn. „Ég verð að segja eins og er að það vantaði alla baráttu í mína menn og þeir reyndu ekki einu sinni að spila fót- bolta. Það er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum með svona leik. Það var aðeins síðustu tíu mínúturn- ar sem liðið sýndi sitt rétta andlit og það er ekki nóg gegn liði eins og KR. Við lékum langt undir getu og ég verð að segja að þessi úrslit eru góð fyrir okkur miðað við hvernig við spiluðum,“ sagði Kostic. Opna Budget mótið á golfvellinum Urriðavatnsdölum föstudaginn 16. júní 1995. Mótið hefst kl. 10.00 Höggleikur með og án forgjafar. Kvenna- og karlaflokkar. Góð verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti, með og án forgjarfar, í báðum flokkum. Verðlaun fyrir næst holu á 4/13 braut og lengsta teighögg á 9/18 braut. Aukaverðlaun: Frír bílaleigubíll í hálft ár fyrir holu í höggi á 4/13 braut. Skrásetning í síma 565 9092 eða hjá vallarverði. '' Styrktaraðili: IBudget ®bílaleigan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.