Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 4
FRJALSIÞROTTIR Þráinn Hafsteinsson ánægðureftir Evrópubikarkeppnina Líki árangrinum við frammi- stöðu „Gullaldaiiiðsins“ ’51 „VIÐ « frjálsíþróttahreyfing- unni eru afskaplega stolt yfir árangri landsliða okkar í Evr- ópubikarkeppninni um síð- ustu heigi. Nú er það komið á hreint að kvennasveitin keppir í fyrstu deild að ári og mér er óhætt að fullyrða að sigur þeirra sé stærsti sigur íslensks kvennaliðs í frjálsum frá upphafi," sagði Þráinn Hafsteinsson, landsliðsþjálf- ari við Morgunblaðið í gær. Kvennasveitin hefur aldrei áður sigrað fimm þjóðir í lands- keppni og' okkur að óvörum vorum við í toppbaráttunni við Dani. Markvisst uppbyggingarstarf síð- astliðinna ára er að hluta til farið að skila sér og það tel ég vera megin skýringuna fyrir þessari frá- bæru frammistöðu. Við erum sí- fiellt að eignast fleiri efnilega fijáls- íþróttamenn. Kvennaliðið sem náði þessum glæsilega árangri er góð blanda af yngri stúlkum og þeim eldri sem hafa verið í þessu í mörg ár,“ bætti Þráinn við. Undanfarin ár hefur landsliðum íslands í frjálsíþróttum ekki gengið sem best í Evrópkeppninni og kvennasveitin hefur aðeins í tvisvar sigrað eina þjóð í hvort skipti. Árið 1977 vann kvennasveitin Grikki og árið 1993 voru Eistlendingar á eft- ir íslendingum. í keppninni í Du- blm i tyrra fékk sveitm 2 silfur og 2 brons, en nú 4 gull, 4 silfur og 2 brons og af 17 greinum náðist betri árangur en í fyrra í 13 grein- um. Alls settu íslensku keppend- umir tiu persónuleg met í keppn- inni um helgina. „Nú kom stóra stökkið," sagði Þráinn og hann þakkaði líka góðri samstöðu liðs- manna beggja sveitanna og auknu sjálfstrausti sem hefði gert vart við sig þegar góður árangur náðist strax í fýrstu greinum. „Fyrir utan árangurinn í heild, sem mér finnst standa upp úr, þá er frammistaða Guðrúnar Am- ardóttur og Jóns Amars Magnús- sonar það sem ber hæst hjá ein- staklingunum. Guðrún sigraði í þremur greinum og vakti mikla athygli á mótinu fyrir frábæra frammistöðu. Hún tryggði íslensku sveitinni sigur í fjómm sinnum fjögurhundruð metra boðhlaupi með frábæmm endaspretti þar sem hún fór fram úr dönsku stúlkunni GUÐRÚN Amardóttlr slgr aAi í þremur greinum vakti mlklf athygll ad sögn landsllósþjálfarans. JÓN Arnar Magnússon hljóp 110 metra grlnda- hlauplft glaesliega I Elst- landi og settl íslandsmet. á síðustu metmnum og kom í mark á nýju íslandsmeti [3:40,59 mín.]. Þá var, sprettur Jóns Amars í hundrað og tíu metra grindahlaupi þar sem hann stakk sér framúr írska kepþandanum á lokametmn- um ög kom fyrstur í mark á nýju íslandsmeti [14,19 sek.], frábær, ekki síst af því Irinn var í úrslitum í þessari grein á Evrópumeistara- mótinu í fyrra.“ Þrátt fyrir að karlaliðið næði ekki eins langt og kvennaliðið þá er árangur þess eigi að síður mjög góður og sá besti í mörg ár, að sögn Þráins. Frá því að Evrópubik- arkeppni landsliða hófst árið 1970 þá hefur karlasveitinni aldrei tekist að sigra fleiri en eina þjóð, en nú vom tvær sveitir lagðar að velli í fyrsta skipti. Áður en lagt var af stað í síðustu viku vora línur liðsins lagðar og reiknaður út hugsanlegur stigafjöldi liðanna miðað við árang- ur einstaklinga í greinum. Þráinn sagði að karlasveitin hefði farið 17 stigum framúr spánni. „Fyrir keppnina sögðum við að kvennaliðið væri það besta sem við hefðum átt í mörg ár og það hefði burði til að ná langt, en árangurinn fór langt fram úr þeim vonum. Ég líki árangri þeirra við frammistöðu íslenska „Gullaldarliðsins“ í lands- keppninni við Dani og Svía árið nítján hundmð fimmtíu og eitt,“ sagði Þráinn Hafsteinsson, lands- liðsþjálfari í frjálsíþróttum. ■ LIVERPOOL og Everton slást nú um framheijann Stan Colly- more hjá Nottingham Forest, eft- ir að hann sagði forráðamönnum félagsins að hann vildi fara. Kapp- inn er verðlagður á um 850 milljón- ir og hefur Frank Clark fram- kvæmdastjóri gefið félögunum leyfi til að ræða við hann og vill ganga frá málinu strax. Collymore er sagður langa meira til Liverpool en Everton býður samt betur, vill borga út í hönd á meðan Liverpool vill borga um 700 milljónir út og afgang síðar. ■ PAUL Ince spilar ömgglega með Inter á Italíu næsta vetur að sögn talsmanna liðsins. Ince er þar í landi og fregnir herma að hann verði kynntur blaðamönnum á fundi í dag en Inter og Manchester United hafa þegar komist að sam- komulagi um verð fyrir kappann. ■ GEORGE Graham, sem rekinn var frá Arsenal vegna vafasamra viðskiptahátta og á yfir höfði sér kæm, er sannfærður um hann verði sýknaður. Hann þvertekur ekki fyr- ir að hann snúi sér aftur að knatt- spymunni að málaferlum loknum. „Fótboltinn hefur gefið mér mikið og ég á enn mikið að gefa til baka,“ sagði Graham, sem segist hafa fengið fjölmörg tilboð. ■ GABRIEL Batistuta endumýj- aði samning sinn við ítalska liðið Fiorentina. Argentínumaðurinn sem varð markahæstur í ítölsku deildinni í vetur er samningsbundinn til 1999 og fær tæpar 100 milljónir fyrir hvert tímabil og verður fyrir- liði. „Ég er ánægður með að hafa bundið mig hjá Fiorentina yfír bestu ár mín. Nú vil ég fara að vinna og markmið liðsins hlýtur að vera Evrópusæti," sagði Batistuta, sem er 26 ára. ■ RODOLFO Cardoso, argent- ínski leikmaðurinn hjá Freiburg í Þýskalandi, skrifaði undir þriggja ára samning við Werder Bremen, þar sem hann mun fylla skarð Andreasar Herzog sem er á leið- inni til Bayern MUnchen. Werder Bremen er í efsta sæti deildarinnar með eins stigs forystu þegar ein umferð er eftir. ■ HELGA Halldórsdóttír frjáls- íþróttakona var í sveit íslands sem setti íslandsmet í 4 x 400 metra boðhlaupi í Evrópubikarkeppni landsliða í Eistlandi um sl. helgi. Með henni í sveitinni vom Snjólaug Vilhjálmsdóttir, Sunna Gestsdótt- ir og Guðrún Arnardóttir. Svo skemmtilega vill til að Helga var einnig í sveitinni sem átti gamla metið, 3.43,05 mín, en það var sett í Reykjavík 18. júlí 1982. ■ DUNGA, fyrirliði brasilíska landsliðsins á HM í knattspyrnu Bandaríkjunum, lét sig hverfa frá Stuttgart fyrir síðastu umferð þýsku deildarinnar en hann hefur átt í samskiptaörðugleikum við þjálfara Stuttgart. Dunga hélt til Japan þar sem hann hefur gert tveggja ára samning við Jubilo Iwata í japönsku deildinni. ■ JEAN Tigana, fyrram landsliðs- maður Frakka, hætti í vikunni sem þjálfari fyrstudeildarliðs Lyon til að taka við Mónakó í frönsku deild- inni og er samningur hans til eins árs. Tigana, sem lék 52 leiki fyrir Frakka, tekur við af Gerard Ba- nide. HANDKNATTLEIKUR Þorbjörn Jensson eftir 15 marka tap landsliðs 21 árs og yngri Vantar líkamlegan styrk ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir árangur landsliðs leikmanna 21 árs og yngri í Portúgal um helg- ina mikið áfall fyrir íslenskan handknattleik, en liðið tapaði fyrir Portúgal með 15 marka mun og þar með var sæti í heimsmeist- arakeppninni í Argentínu í haust úr sögunni. „Það gefur auga leið að þetta 21 árs lið á langan veg í að verða gott. Það koma reyndar nokkrir úr þessu liði til greina í landslið framtíðarinnar. Árangur liðsins olli mér vonbrigðum, en þessi úrslit voru ákveð- in skilaboð fyrir mig og staðfesta að við þurfum að fara að taka okkur á í þessum efnum. Þurfum að leggja meiri áherslu á styrkj- andi æfingar og markvissara unglingastarf," sagði Þorbjörn. egar Þorbjöm var spurður álits á því hvort hann teldi að upp- byggingarstarfið í handboltanum hafí mistekist sagði hann: „Við stöndum frammi fyrir því í öllum þessum þremur stóru íþróttagrein- um; handbolta, körfubolta og knatt- spymu, að það er ekki og fer ekki fram nægilega mikið uppbygging- arstarf miðað við það sem gerist hjá öðmm þjóðum. Þetta er mikið áhyggjuefni. Það er verið að einblína of mikið á handboltann og körfubolt- ann en ég sé ekki betur en þetta eigi líka við um knattspymuna. Var ekki íslenska 21s árs liðið í knatt- spymu að fá sitt fyrsta stig í undan- keppni Evrópumótsins og er það ekki í neðsta sæti með aðeins eitt stig í sínum riðli? Þetta er sama vandamálið í öllum þessum greinum. Þetta er eins og þegar byggt er hús, að ef gmnnurinn er lélegur hrynur húsið,“ sagði Þorbjöm. „Við urðum vitni að því í Portúg- al að portúgalska liðið er með minni leikmenn en við tefldum fram, en þeir vom miklu líkamlega sterkari en okkar menn. Það er þessi þróun sem á sér stað þama úti og við þurfum bara að vera grimmari og taka þátt í henni og það þarf að byrja á þessu uppbyggingastarfi í tíma. Við emm ekki með lakari tækni en þeir og handboltalega séð eigum við að geta þetta. Það er fyrst og fremst þessi líkamlegi styrkur sem þeir hafa fram yfir okkur,“ sagði Þorbjörn. „Það er töluverður munur á getu þessa liðs í Portúgal og því sem var [í síðustu heimsmeistarakeppni] í Egyptalandi, það er alveg ljóst. í Egyptalandi vomm við með leik- menn á borð við Patrek Jóhannes- son, Dag Sigurðsson og Ólaf Stef- ánsson. En þessir þrír leikmenn sem ég nefndi þurfa að æfa enn meira styrkjandi æfingar ef þeir ætla ekki að vera á eftir. Eins og kom fram í HM á íslandi þá em flest liðanna með mun meiri líkamlegan styrk á bak við sig en okkar menn. Það er einmitt þetta sem við þjálfarar á Islandi þurfum að vera svolítið meira meðvitaðir um.“ Þorbjörn sagði menn hins vegar ekki fama að örvænta þó liðið hafi ekki staðið sig í Portúgal. „Við eig- um núna gott 18 ára-lið sem er í æfingum og þar em töluvert fleiri efni en í þessu 21 árs-liði. Ég sé það lið alveg fyrir mér sem gott 21 árs-lið þegar upp er staðið. Þetta er eins og alltaf hefur verið að það koma upp misjafnlega sterkir ár- gangar, en það sem maður sér er að það er styrkurinn sem þarf að leggja áherslu á,“ sagði landsliðs- þjálfarinn og bætti við að ef til vill væri um að kenna lélegu fæði ungs fólks í dag. „Hver veit? Það þarf að taka alla þessa þætti í gegn, meðal annars næringu leikmanna.“ Þorbjörn var að endingu spurður hvort hann hygðist beita sér fyrir því að farið verði ofan í þessi mál og lögð meiri áhersla á meiri styrkt- arþjálfun hjá þeim yngri? „Já, alveg eins og ég get. En það geri ég ekki einn með fyrirskipun eins og einhver einvaldur. Þetta er spurning um samvinnu við þjálfara og aðra og þá hefst þetta.“ VIKINGALOTTOIGÆR: 3 10 15 22 35 41 BONUSTOLUR: 11 18 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.