Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 1

Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 1
Feröaþjónusta hænda nýtnr vaxandi vinsælda ng talsveit um að greiðslumiðar sóu nutaðir Konur syngja ættjarðarsöngva á Austurvelli í þetta sinn Morgunblaðið/Kristinn GRENITRÉ eru víða illa farin eftir veturinn. Grenitré víða illa farin eftir síðasta vetur MARGIR garðaeigendur hafa eflaust tekið eftir að mörg grenitré bera nú rautt barr og eru illa farin eftir veturinn. Sigvaldi Ásgeirs- son skógfræðingur hjá Rannsóknastöð Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá segir að grenitré séu brúnni en venjulega, en það sé ekki eins- dæmi. Reyndar séu sígræn tré yfirleitt ljót- ust á þessum árstíma, en líklegt að þau jafni sig þegar líður á sumarið. Garðaeigendur ættu bíða og sjá til áður en þeir dæmdu trén úr leik. Skemmdirnar eru afleiðing vetrarins, mik- ils frosts og skafrennings. Óvæntar frost- hörkur í byijun september í fyrra fóru illa með plönturnar. Þó að barrtré þoli mikið frost, eru þau ekki undir veturinn búin svo snemma. Ungar plöntur verða verst úti á veturna, enda næðir frost og veður mest næst jörðu. Mesti sökudólgurinn er þó líklega skaraveð- ur, sem nokkuð var um í vetur, en það er hvass vindur sem rífur upp harðan snjó. Slíkt veður getur skafið börk af lauftijám og er afar slæmt fyrir grenitré. Á meðan vetrarkuldi ríkir koma skemmdir á grenittjám ekki í ljós. Þá eru trén frosin og skemmdir lítt áberandi, segir Sigvaldi. Það er ekki fyrr en að hlýna fer í veðri og sól hækkar á lofti og trén fara að starfa að rauði liturinn kemui' fram og skemmdir sjást. Einnig gera ýmis samverkandi atriði trén ljót. Á vorin þegar þau byija ljóstillífun þurfa þau vatn. Þá er oft frost í jörðu og erfitt fyrir þau að ná upp vatni. Þá er hætt við að þau þorni upp. Víða er enn frost í jörðu og er það slæmt fyrir gróðurinn. Einnig var maí- mánuður sólríkur á Suðvesturlandi og líklega hefur það sitt að segja. Mest er um skemmdir í litlum tijáreitum og útjaðri stærri skóga. Innan skóga eru trén frekar hólpin. Þar njóta þau skjóls hvert af öðru og snjór fellur jafnt yfir og varnar því að frost komist í jörðu, þannig að minna ber á vatnsþurrð. Er þetta vandamál sem fylgir uppræktun á skóglausu landi, segir Sigvaldi. Það kemur í ljós á næstu dögum og vikum hvort trén nái sér og brumi nýju barri eða ekki og Sigvaldi ráðleggur garðaeigendum að vera þolinmóðir á meðan. ■ „FIMM greiðslumiðar eru seldir saman og er hver gistinótt þá að jafnaði um 5% ódýr- ari en ef komið er beint á bæina. Flestir ferðaþjónustubæir taka við greiðslumiðum, en þær takmarkanir gilda að ekki er hægt að panta gistipláss með meira en 24 klukkustunda fyrirvara," segir Oddný B. Halldórsdóttir, ferðafræðingur hjá Ferða- þjónustu bænda. - Eru einhverjir ferðaþjónustubæir vin- sælii en aðrir? „Réttara væri að segja að ákveðin svæði væru vinsælli en önnur. Til dæmis er meira um pantanir á bæjum á svæðinu kringum Mývatn, Höfn í Hornafirði og Skaftafell en á öðrum stöðum.“ Skipt f gæðaflokka Fyrir nokkrum árum ákváðu samtök Ferðaþjónustu bænda að skipta gististöð- um í þijá gæðaflokka. í lægsta gæða- flokki er algengt að gisting kosti 1.950 kr. á mann í tveggja manna herbergi. Oddný segir að gerðar séu ákveðnar kröf- ur og á gististöðum í lægsta gæðaflokki sé m.a. krafa um gott herbergi og ekki fleiri en 8 manns um hverja snyrtingu. Þá bergi, en þá fylgir snyrting herberginu. Algengasta verð á morgunverði er 680 krónur, en börn undir sex ára aldri geta fengið ókeypis gistingu og morgunverð. 6-11 ára börn greiða víðast hálft gjald. Bændagisting í 25 ár Árið 1970 hóf Flugfélag íslands að gefa erlendum ferðamönnum kost á gistingu á sveitabæjum gegn gjaldi. Þá buðu fimm bæir þessa þjónustu og fyrsta árið voru gistinætur 330 talsins. Ári síðar höfðu 9 bæir bæst í hópinn og gistinóttum fjölgaði í 550. f febrúar 1980 voru stofnuð Samtök ferðaþjónustu bænda og buðu um 30 bæir gistingu á þeim tíma. Þeim hefur síðan fjölgað verulega og síðustu fimm ár hafa þeir að meðaltali verið um 125, víðs vegar um landið. „Gistinóttum fjölgar með hveiju ári,“ segir Oddný. „Sömuleiðis fjölbreytnin. Afþreyingarmöguleikar eru misjafnir eftir bæjum, en algengast er að boðið sé upp á hestaleigu og silungaveiði. Gististaðir eru afar misjafnir. í sumum bæjum eru aðeins tvö herbergi leigð út, en annars staðar hefur hlaða eða fjárhús verið innréttað sem 40-50 manna gististaður. ■ HÁTÍÐARHÖLD verða verða 'pl að mestu með hefðbundnum hætti í Reykjavík á morgun gg og veðurspá fyrir þjóðhátíð- ^ ina er hóflega bjartsýn. Að lokinni heimsókn að leiði Jóns ■I Sigurðssonar í fyrramálið J[L hefst athöfn á Austurvelli, 20 mínútum fyrir 10. Þar verður rofm áratuga hefð með söng Kvennakórs Reykjavíkur. Karla- kór Reykjavíkur eða Fóstbræður hafa lengi flutt þjóðsönginn og önnur ættjarðarlög við þetta tæki- færi en fyrrnefndi kórinn fær raunar sitt tækifæri í Tjamarsal Ráðhússins síðdegis. Þar verður Öperusmiðjan einnig og KK-band- ið. Skrúðgöngur fara eftir hádegi frá Hlemmi og Hagatorgi að Lækj- artorgi, en skemmtidagskrá hefst klukkan 2 á þrem leiksviðum í miðbænum. Þar að auki verða leik- tæki í Hljómskálagarðinum, bátar á Tjörninni og brúðubíll verður á sínum stað að ógleymdum fornbíl- um. Götuleikhúsið verður glæsilegt í ár, að sögn Gísla Árna Eggerts- sonar hjá Iþrótta- og tómstundar- áði. Það verður á ferðinni um miðbæinn með fjölmargt óvenju- legt fyrir augað, enda taka 50 til 100 manns þátt. Gúmmídýr, eld- gleypar og brúðir hafa undirbúið sig síðustu vikur í Hinu húsinu, menningarmiðstöð ungs fólks, og SMYRLABJÖRG í Suðursveit er einn af 125 ferðaþjónustubæjum. á hreint handklæði að fylgja hveiju rúmi. Gisting í næsta gæðaflokki kostar yfir- leitt í kringum 2.200 kr. á mann í tveggja manna herbergi. Þar er vaskur í hveiju herbergi og gestir hafa yfirleitt aðgang að setustofu, auk þess sem í boði er á ódýrari stöðum. Þeir sem gista á bæjum í hæsta gæðaflokki geta gert ráð fyrir að borga um 2.950 kr. á mann í tveggja manna her- GALVASKT Götuleikhúsfólk mætti í Sund- höiiina í vikunni og undirbjó þjóðhátíð. Benóný Ægisson, einn að- standenda leikhússins, segir stultuher eflaust verða áber- andi. Götuleikhúsið heidur áfram starfsemi í sumar og treður næst upp í Húsdýra- garðinum á Jónsmessunni. Teiknimyndasýning barna úr Vesturbænum verður í Austurstræti og vonast er til að þessi nýjung festist í sessi. Gísli Árni segir að þá skiptist skólahverfi á um að skreyta svona borgina á þjóðhátíðinni. Myndlist „með stóru emmi“ verður síðan á Kjarvalsstöð- um, þar sem opnuð verður yfírlitssýningin íslensk mynd- list. Morgunbladið/Sverrir Og þeir sem enn iða af fögn- uði annað kvöld geta brugðið sér á ball í bænum; gömlu dansarnir verða á Ingólfstorgi og rokk frá miðnætti en ýmsar hljómsveitir í Lækjargötu til klukkan 2 um nóttina. Strætis- vagnar fara úr miðbænum að herlegheitunum loknum. Gert er ráð fyrir hægviðri suðvestanlands og skýjuðum himni sem þó ætti að hanga þurr. Veðurstofan spáir rign- ingu eða súld austan- og norð- antil á landinu og norðaustan- átt með einhveijum skúrum á Vestfjörðum. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.