Morgunblaðið - 16.06.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 16.06.1995, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF IMýjar rannsóknir á aðbúnaði aldraðra Líf og tilvera gamals fólks á öldrunarheimilum FLESTALLIR íbúar á öldrunar- stofnunum eru skráðir sjálfráða og fjárráða enda þótt um helming- ur þeirra hafi einhvers konar skerðingu á vitrænni og líkamlegri færni, s.s. sjúkdóma sem hafa heilabilun í för með sér. Einungis fimmtán af hundraði íbúa í hjúkr- unarrými eru taldir fullkomlega sjálfstæðir í ákvörðunum er snerta daglegar athafnir. Þetta kemur fram í nýrri rann- sóknarskýrslu sem ber heitið Dag- legt líf á hjúkrunarheimilum og gerð var á vegum heilbrigðisráðu- neytis, öldrunarlækningadeildar Borgarspítalans og elli- og hjúkr- unarheimila á höfuðborgarsvæð- inu, Akureyri og Kirkjubæjar- klaustri. Greint var frá þessari skýrslu í frétt í Daglegu lífi í sl.viku. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem unnið er í norrænu, evrópsku og alþjóðlegu samstarfi, og gefur kost á beinum samanburði við öldr- unarstofnanir ýmissa landa. Anna Bima Jensdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri á Borgar- spítalanum og einn höfunda skýrsl- unnar segir markmið rannsóknar- innar sé að gefa betri mynd af lífi og líðan íbúa á öidrunarstofnunum. Reynt sé að svara ýmsum spurn- ingum sem vakna þegar langtíma- umönnun er ígrunduð. Hvort þjón- ustan sé í samræmi við óskir og þarfir íbúanna, hvort mönnun sé í samræmi við þarfir þeirra, hvernig íslendingar standa samanborið við aðrar þjóðir varðandi kostnað og umönnun og hvað megi betur fara. Möguleikar ð framtíðarrannsóknum Skýrslan gefur möguleika á framtíðarrannsóknum og þróunar- verkefnum þar sem sömu þáttum er fylgt eftir og einstaka þættir eru skoðaðir nánar. Einnig er hag- kvæmt fyrir einstakar stofnanir sem tóku þátt í rannsókninni, að geta borið eigin skýrslur saman við meðaltalið. Ranrisóknartækið er bandarískt að uppruna og er lagað að íslenskum aðstæðum. í Bandaríkjunum hefur það mælst mjög vel fyrir og er notkun þess lögbundin á öldrunarheimilum. Að upplýsingasöfnun unnu 90 hjúkrunarfræðingar á þeim stofn- unum sem tóku þátt í rannsókn- inni og nær skýrslan til 1.395 vist- manna. Meirihluti íbúa á öldrunarstofn- unum eru konur og eru þær nokkru eldri en karlarnir, en meðalaldur beggja kynja er um 84 ár. Flestir karlar hafa verið verkamenn, sjó- menn eða bændur en konurnar verkakonur og húsmæður. í þeim hópi sem nú er á öldrunarstofnun- um eru margir sem hafa búið við kröpp kjör og má líta á niðurstöð- ur um ýmsa sjúkdóma með tilliti til þess. Meira samneyti við fjölskyldu en t.d. í Danmörku Ýmsar niðurstöður í skýrslunni koma á óvart, segir Anna Birna, og sumar ganga þvert á viðteknar skoðanir um hag aldraðra. Allt bendir til þess að flestir hafi reglu- legt samband við fjölskyldur sínar og að þau tengsl séu sterkari hér á landi en í nágrannalöndunum. Aðeins 1,1% íbúa í þjónusturými hefur engin tengsl við ættingja og vini en til samanburðar eru í Dan- mörku 14,4% íbúa í þjónusturými í þessari aðstöðu. Almannarómur hefur verið að aldraðir heyri illa en nú hefur kom- ið fram að fjórðungur vistmanna á öldrunarstofnunum hafí skerta heyrn sem er mun minna en talið hefur verið. Helsta tómstundagaman aldr- aðra er að hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp. Margir kjósa afþrey- ingu í einrúmi og telja flestir eigið herbergi sinn uppáhaldsstað. Fjórðungur tekur geðdeyfðarlyf Um fjórðungur allra vistmanna á öldrunarheimilum tekur geð- deyfðarlyf og rúmlega 50% taka inn svefnlyf og róandi lyf. Meðal- Ijöldi lyfja á mann er 7 á höfuð- borgarsvæðinu en 6,4 á Akureyri og eru vitamín og húðlyf innifalin. Um þriðjungur einstaklinga í hjúkrunarrými eru á sterkum geð- lyfjum en 14,6% í þjónusturými. 20% íbúa á þjónusturýmum þjást af þunglyndi en 13,5% í hjúkrunar- rýmum. Þegar niðurstöður eru bornar saman milli landa og jafnvel milli stofnana má sjá mismun sem vek- ur ýmsar spurningar. Komið hefur í ljós að hegðunarvandi á öldrunar- stofnunum er lítill hér miðað við t.d. í Svíþjóð, en þar er hegðunar- vandi rúmlega helmingi algengari. Fleiri þjást af kvíða hér Hins vegar virðast aldraðir ís- lendingar kvíðnari en jafnaldrar þeirra erlendis. Hér þjást 13,6% af kvíða en í Danmörku er hlutfall- ið 6 prósent. Þetta getur átt sér ýmsar skýringar. Fólk hefur áhyggjur af heilsufari sínu og ótt- ast framtíðina. Hér býr gamalt fólk heima hjá sér lengur en gerist almennt annarstaðar. Það hefur oft í för með sér minni samskipti við annað fólk og einangrun. At- hyglin beinist þá að fjölmiðlunum sem oft endurspegla miður fallegar myndir af heiminum. Fólk getur orðið hrætt og kvíðið og heimurinn verður smám saman óvinveittur. Algengustu sjúkdómarnir eru 'skv. skýrslunni elliglöp (40,8%), gigt (23,5%), beinþynning (22,3%), háþrýstingur(18,7%), kransæða- sjúkdómar (17,2%), þunglyndi (16,7%), heilaáföll (14,2%), ský á auga (14,1%), kvíðaástand (13,6%), gláka (13,4%) og hjart- sláttartruflanir (12,5%). Algeng- asti heilsufarsvandi er hægða- tregða, svimi og sundl, bjúgur, lið- verkir og verkir. Flestir heilabilaðir sjálfráðir Eitt af því sem helst kom á óvart að mati skýrsluhöfunda er, eins og áður sagði, hversu fáir eru sviptir sjálfræði þrátt fyrir skerta ákvörðunargetu í daglegu lífí, en það fylgir oft í kjölfar heilabilun- ar. Svo virðist sem að ekki sé hefð fyrir formlegri sjálfræðissviptingu og má álykta að sterk fjölskyldu- tengsl ráði því. Úr þessu þurfi að bæta. Oft eiga aldraðir miklar eignir og eru heilabilaðir berskjald- aðir fyrir misnotkun. Stundum hafa komið upp erfið mál um lög- gerninga sem heilabilaðir einstakl- ingar hafa átt þátt í og þurft hef- ur að gera hæfnismat á löngu látnu fólki. Anna Birna telur að skýrslan sé kjörin til að hagnýta í þágu gamals fólks og vel til þess fallin að vera grunnur að áætlanagerð um öldrunarþjónustu framtíðar- innar og við kostnaðarmat. ■ Þórdís Hadda Yngvadóttir Smiðar úr gulli og slekkur elda NEÐARLEGA á Skólavörðustíg í Reykjavík er lítið gullsmíðaverk- stæði og verslun. Þar starfar Ófeig- ur Björnsson að list sinni flesta daga. Tvo daga í viku vinnur hann hins vegar sem slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli. Varla er haegt að hugsa sér ólíkari starfsgreinar, en Ófejgur telur muninn til kosta. Llst og brauðstrit Ófeigur lauk námi í gullsmíði og myndlist_ fyrir rúmum tuttugu árum. “Ég gerði mér grein fyrir því að ég yrði að vinna hörðum höndum til að koma mér fyrir og eignast eigið húsnæði. En það fer illa saman að vinna að gullsmíði sem skapandi list og ætla jafnframt að treysta á hana til að framfleyta sér og fjölskyldunni.“ Ófeigur ákvað því að taka sér aðra vinnu með gullsmíðinni. Slökkviliðisstörf á Keflavíkurflugvelli urðu fyrir val- inu meðal annars vegna þess vakta- fyrirkomulags sem þar tíðkast. Únnið er tvo sólarhringa í viku að Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ófeigur Björnsson í fullum skrúða slökkviliðsmanns á Keflavíkurflugvelli. Listin gagnast í slökkvistörfum í gullsmiðju sinni við Skólavörðu- stíg vinnur Ófeigur skartgripi og listmuni af ýmsu tagi. Hann notar mikið íslenska steina og form úr náttúrunni, sérstaklega fugla. Reynsla hans af iðninni og listinn gagnast honum líka í slökkviliðs- starfínu. Hann hefur meðal annars stundum verið fenginn til að gera uppdrætti af vettvangi bruna en teikningar þurfa að fylgja skýrslum um slíka atburði. Hann hefur líka Morgunblaðið/Sverrir GULLSMIÐURINN að störfum í smiðju sinni við Skólavörðustíg. jafnaði. “Þá hef ég fímm daga til að vinna að gullsmíðinni. En það er ekki mikill tími til annars.“ Vegna vinnuálagsins hefur Ófeigur þurft að hætta að stunda önnur áhugamál sín en hann var meðal annars einn af stofnendum Svif- drekafélags Reykjavíkur. Tvær hliðar á Ófeigi Björnssyni skrautskrifað heiðursskjöl vegna afreka við slökkvistörf. Gagnsemin hefur líka verið á hinn veginn því að slökkvistörfin hafa orðið honum innblástur við listsköpunina. “Það sem mér finnst best við slökkviliðs- störfin er hins vegar það að þegar ég kem aftur að gullsmíðinni er ég búinn að afhlaða mig, ég mæti ferskur til starfa. Ég fæ mikinn félagsskap í starfínu á Keflavíkur- flugvelli en við gullsmíðarnar var ég lengi framan af einn. Nú er að vísu sonur minn kominn í læri hjá mér þannig að félagsskapurinn er rneiri." Slökkvistarfið góður skóli. Margir slökkviliðsmannanna eru jafnframt iðnaðarmenn enda er iðn- menntun eða sambærilegt nám skil- yrði fyrir að fá starf. Sumir hafa jafnframt starfað í slökkviliðinu meðfram námi. Meðal annars var Sævar Karl, sem nú rekur þekktar herrafataverslanir, við vinnu þar meðan hann stundaði nám í klæð- skeraiðn. “Það er góður skóli að vera í slökkviliðinu" segir Ófeigur. “Starfið kennir mönnum að vinna skipulega og sú reynsla dugar mönnum vel á öðrum vettvangi." Gullsmíðarnar og slökkvistörfin eru hvort um sig full vinna. Ófeigur hefur því unnið mikið þessi tuttugu ár sem liðin eru frá því að hann kom úr námi. “Einhvern tíma kem- ur að því að ég dreg saman seglin. Þá yfirgef ég slökkvistarfið og sný mér alfarið að gullsmíðinni." ■ Helgi Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.