Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR16.JÚNÍ1995 B 3 DAGLEGT LIF Hattastandur, apagríma og fatahengi á hönnunarsýningu Iðnskólans í Hafnafirði 2 VIÐ Iðnskólann í Hafnarfírði 9 hefur verið boðið upp á nám Z í hönnun síðastliðin fjögur ár. Z Nemendur á hönnunarbraut •O 'æra meðal annars málm- og SE trésmíði, steinaslípun, logsuðu og einfalda rafvirkjun auk bóklegra greina, listasögu, efnis- fræði, tölvufræði og einnig hef- bundinna framhaldsskólagreinar. Námstími er að meðaltali 4-5 annir að loknu grunnskólaprófi, en 3 ann- ir ef nemandi hefur þegar lokið stúdentsprófi. Nemendur með ólíkan bakgrunn Fjórir útskrifuðust af brautinni í vor en nemendur voru alls um 80 talsins og hefur þeim farið fjölg- andi ár frá ári. Að sögn Þorkels Guðmundssonar, sviðsstjóra hönn- unarbrautarinnar, koma nemendur úr ýmsum áttum og hafa mismun- andi menntun að baki. „Sífellt stærri hluti af nemendum okkar hefur lokið námi í framhaldsskóla, þó að stúdentspróf sé alls ekki skil- yrði fyrir inngöngu. Það gæti verið að menntunarkröfur yrðu auknar, en mér finnst varasamt að útiloka alveg þá sem eru minna menntaðir, því í þeim hópi geta rétt eins leynst snillingar í greininni." Meðalaldur nemenda hefur hækkað og nú eru flestir þeirra fjöl- skyldumenn á þrítugsaldri eða jafn- vel eldri. Margir nota námið til undirbúnings fyrir hönnunar- og arkitektanám í háskólum erlendis, aðrir stefna á nám í gull- og silfur- smíði, leikmyndagerð og fleiri greinum þar sem hönnunarnámið nýtist. Þorkell segir að nemendum hafi gengið vel að komast í skóla erlendis og hefur hönnunarnámið hér stundum verið metið að hluta. Búa til mlnjagrlpi Próf af hönnunarbrautinnni stendur samt vel fyrir sínu þó ekki sé bætt ofan á það annarri mennt- un. „Nemendur okkar hafa til dæm- is verið að framleiða minjagripi úr beini, horni og steini. Sérstaklega erþað fólk sem kemur utan af landi. Þessi framleiðsla þeirra er ágæt leið til að auka fjölbreytni í atvinnu- lífí í sveitum svo að ekki séu allir að selja bændagistingu." Frá og með næstu önn verður nám á hönnunarbraut í fyrsta skipti viðurkennt af menntamálaráðu- neytinu og þar með lánshæft hjá EGGLAGA skápur eftir Sess- elju Hrönn Guðmundsdóttur hlaut þríðju verðlaun í sam- keppni nemenda. Morgunblaðið/Sverrir ARLEGA í lok vorannar er haldin sýning á verkum nemenda hðnnunarbrautarinnar og í tengslum við hana velur dómnefnd bestu hðnnun nemenda. Þessi hattastandur eftir Pálma Einarsson fékk fyrstu verðlaun í vor. JÓHANNA Lind Einarsdóttir er hðfundur fatahengis í for- stofu sem hiaut ðnnur verð- laun í hðnnunarkeppninnni. ÞORKELL Guðmundsson hef- ur verið sviðssljóri hðnnunar- brautarinnar frá byrjun og vann að undirbúningi náms- ins. Hann vonast til að það verði komið á háskólastig inn- an nokkurra ára. ?ÞESSI skuggalega apa- gríma er eftir Stefán Jörgen Ágústsson. Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Ég vonast til þess að innan nokk- urra ára verði hönnunarnámið hér komið á háskólastig. Það er í sam- ræmi við þá stefnu sem ráðamenn hafa verið að boða, að verkgreinum verði gert hærra undir höfði en verið hefur í skólakerfinu." ¦ Helgi Þorsteinsson INNFYLLINGU er smeygt undir húðina til að slétta úr hrukkum. Ný aðferð til að vinna bug á hlátur- og broshrukkum HRUKKUR frá nefi niður að munni er algengt vandamál og dýpka með aldrinum. Sagt er að fegrunarsérfræðingar eigi erfiðast með að vinna bug á þessum hlát- ur-_ og broshrukkum. í júníhefti Allure segir að nú sé lausn í sjónmáli fyrir þá sem eru langþreyttir á hrukkum sínum þar sem lýtalæknar séu að finna nýja aðferð til þess að leysa þetta vandamál. Þróuð hafa verið gúmmíkennd innfyllingarefni úr sílikoni sem smeygt er undir húðina og á að slétta úr djúpum hrukkum. Sagt er að notað sé sama efhi og lengi hefur verið notað við lýta- lækningar t.d. við að hækka kinn- bein og laga hökur. Reynsla sé á aðferðinni og hún eigi því ekki að hafa alvarlegar aukaverkanir í för með sér. ¦ Nýttfrá MARBERT SUN MAKE UP sumarlinan SUN SPIRIT sumarilmur Via seljum MARBERT: Libia, Mjódd; Spes, Háaleitisbraut; Brá, Laugavegi; Sandra, Laugavegi; Bylgjan, Kópavogi; Snyrtihöllin, Garöabæ; Qallery Föröun, Keflavik; Krisma, feafirði; Vðru- húsið Akureyri; Apótekið yestmannaayjum Svefnleysi veikir ónæmiskerfið OFT HEFUR verið talið að streita og þunglyndi valdi svefnleysi og saman veiki það ónæmiskerfið. Nýjar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Kaliforníuháskólanum í San Diego benda til þess að aðeins ein svefnlaus nótt nægi til þess að veikja ónæmiskerfið og að líkam- inn verði móttækilegri fyrir sýk- ingu. Þetta kemur fram í júníhefti Allure-tímaritsins. í rannsókninni var haldið vöku fyrir tuttugu og þremur hraustum sjálfboðaliðum milli kl 3 og 7 að nóttu til. Um morguninn kom í ljós að varnar- frumur líkamans höfðu slappast verulega í 18 sjálfboðaliðanna. Sem betur fer nær líkaminn sér fljótt aftur og eftir góða hvfld næstu nótt höfðu varnarfrumurnar náð sér á strik. Rannsóknarmennirnir ályktuðu sem svo að ástæðan fyrir aukinni svefnþörf í veikindum sé eitt af varnarviðbrögðum líkamans. ¦ sjáHwn Veist þú hvers vegna skorið epli verður brúnt? Það er súrefnið í andrúmsloftinu sem veldur oxun í sárinu. Þegar súrefnið umbreytist í líkamanum getur svipað átt sér stað af völdum svonefndra sindurefna. Hver fruma líkamans er varin með himnu sem inniheldur m.a. hátt fituhlutfall. Sindurefnin valda því að þessi fita oxar, sem veikir vörn frumunnar og gerir hana viðkvæma fyrir árásum. Þetta getur gerst vegná utanaðkomandi áhrifa, t.d. reykinga, streytu og mengunar. Rannsóknir vísindamanna benda til að slíkar frumuskemmdir geti skaðað heilsuna. Líkaminn getur varist sindurefnum með svonefnd- um andoxunarefinum. Sum andoxunarefni fáum við úr faeðunni. Andox inniheldur valin andoxunarefni í einu öflugu hylki. Eitt hylki á dag getur hjálpað líkama þínum að verjast sindurefnum. i€ilsuhúsið Skólavörðustíg &Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.