Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ * DAGLEGT LIF KRAFTAVERKA eiga í vök að verjast vegna fjölgunar ónæmra sýkla ARIÐ 1928 uppgötvaði Alexander Fleming (1881-1955), sýklafræð- ingur, að myglusveppur (Penicillium notatum), sem komst í sýklarækt hans, myndaði efni sem hindraði vöxt sýkla í ræktinni. Flem- ing nefndi virka efnið penisilín og heimsbyggðin talaði um krafta- verkalyfið eftir að farið var að nota það til lækninga. í aldir hafði mannkynið háð harða hildi við skaðlega sýkla, beitt ýmsum ráðum en yfirleitt beðið lægri hlut. I einstaka skipti sem sjúklingar læknuðust var sú meðferð sem beitt var talin hafa borið árangur. Síðari tíma þekking bendir hins vegar til að engin meðferð fyrir tilkomu sýklalyfj'anna hafi komið að gagni, því batinn hafi einfaldlega ráðist af varnarviðbrögðum líkamans en ekki meðferðinni. Fleming hlaut Nóbelsverðlaun í læknis- og lífeðlisfræði 1945. Þá var penislínið orðið útbreitt læknislyf, sem þótti éins og sending af himnum ofan og olli slíkum straumhvörfum í læknavísindum að talið var að end- anlega hefði tekist að ráða niðurlög- um skaðlegra sýkla; sjúkdómar af þeirra völdum væru úr sögunni og sýklafræðingar yrðu senn útdauð stétt. Vörn snúið í sókn Adam var ekki lengi í Paradís því sýklarnir sneru smám saman vörn í sókn og árið 1946 hafði sumum af Staphylococcus ættkvíslinni tekist að mynda ónæmi fyrir penisilíni. Snjallir lyfjafræðingar höfðu ráð undir rifi hverju og fundu nýja gerð lyfja, sem brutu mótstöðu sýklanna á bak aftur. Sælan varð þó skamm- vinn því vegna stökkbreytinga höfðu sýklarnir um síðir betur í viðureign- inni við nýjasta lyfið. Upp frá þessu upphófst æsilegt kapphlaup manna og sýkla og oft hefur verið mjótt á mununum. Sýklarnir brugðust við nýjum lyfjaflokkum eða afbrigðum með stökkbreytingu. Nú er svo kom- ið að sýklarnir virðast vera að ná yfirhöndinni og læknavísindin eiga í vök að verjast gegn ógnvænlegri þróun. Þegar sýklalyfí, t.d. penisilíni, er beitt gegn ákveðinni gerð sýkla, deyja allir, nema þeir sem gæddir eru þeim eiginleika að mynda stökk- brigði, sem bera ónæmið áfram til afkomendanna. Ein baktería getur getið af sér 16.777.220 afsprengi innan 24 tíma og stökkbrigðin deila ónæmu arfberunum af rausn með allsendis óskyldum örverum. í áranna rás virðast lyfin hafa haft svolítið forskot og plágur eins og berklar, lungnabólga, blóðeitrun, sýfilis, lekandi og aðrar bakteríusýk- ingar voru yfirbugaðar. Fyrr á tím- um dóu menn úr þessum sýkingum og deyja reyndar ennþá, en ekki jafn margir og áður og ekki þeir sem tóku sýklalyf áður en bakteríurnar veiktu líffærakerfið. Endalok sýklalyfjanna? Á sjöunda áratugnum var talið að læknavísindin hefðu sigrast á nær öllum sjúkdómum vegna bakteríu- sýkinga og hægt væri að beina sjón- um í auknum mæli á ný úrræði í lækningu krabbameins, hjartasjúk- dóma og annarra illlæknanlegra sjúkdóma. Trúlega hafa menn verið of fljótir að hrósa sigri yfir sýklun- um, því talið er að glíman við bakter- íusýkingar eigi enn eftir að harðna, endalok sýklalyfja kunni að vera í nánd og nýjar leiðir þurfi að koma til sögunnar eigi læknavísindin að fara með sigur af hólmi. í fyrra birtist grein í Newsweek þar sem fram komu ýmsar uggvæn- legar staðreyndir um hvernig sýkla- lyf eru smám saman að verða gagns- laus í lækningu bakteríusýkinga. Fullyrt erað hver einasta baktería, sem valdi sjúkdðmum, hafi myndað ónæmi fyrir a.m.k. einu af rúmlega eitt hundrað sýklalyfjum og dæmi séu um að sumar hafi ónæmi fyrir ðllum nema einu. í skýrslu CDC (bandaríska sjúkdómsvarnarmið- stöðin) 1994 kom fram að ónæmir pneumókokkar, sem valda eyrna- bólgu, lungnabólgu og einstaka sinn- um heilahimnubólgu, hafi farið eins og eldur um sinu um dagvistarstofn- anir í Kentucky og Memphis. Tíðni ónæmis kostar heilbrigðis- þjónustuna aukið fé. Þrátt fyrir sýklalyfjagjöf létust 13.300 sjúkling- ar á bandarískum spítölum árið 1992 vegna bakteríusýkinga. Þótt sjúkl- ingarnir hefðu ekki ónæmi fyrir öll- um sýklalyfjum höfðu sýklarnir komist í blóð þeirra, lurigu eða önn- ur líffæri áður en læknunum tókst að finna lyf sem virkaði. Tiltrú almennings á sýklalyf er ekki í rénun. Oft krefst fólk þess að fá slík lyf við kvefi eða öðrum veirusýkingum, jafnvel þótt þau séu vita gagnlaus í baráttunni við veirur og inntaka þeirra flýti einungis fyrir útbreiðslu ónæmra sýkla. Bændur og búfé í Newsweek kemur fram að vandamálið sé afar flókið og teygi anga sína víða. Bandarískir bændur ali ekki búfénað sinn á sýklalyfjum eingöngu til að fyrirbyggja og lækna sýkingar heldur til þess að örva vöxt- inn. Ónæmir stofnar breiðist út, rétt eins og hjá mönnum, og hverfi ekki þótt kjötið sé komið á matardiskana. Þótt hár hiti drepi sýklana breiðast þeir frá dýrum til manna með hráu Auðveldari meðferð eyrnabólgu? EYRNABÓLGA hefur löng- um hrjáð íslensk börn öðr- um fremur. Kvillinn virtist landlægur og sýklalyf oft eina ráðið, en ónæmi fyrir þeim jókst jafnt og þétt þar til fyrir tveimur árum, þegar skorin var upp herör gegn óhóflegri notkun þeirra. Áróðurinn bar árangur því á síð- asta ári minnkaði notkunin og jafn- framt tíðni ónæmra Streptococcus pneumoniae, sem venjulega eru nefndir lungnabólgusýklar eða pneumókokkar og eru aðal orsök eyrnabólgu, skútabólgu (bólga í kinnholum og stundum ennisholum, stífluð slímhúð), lungnabólgu og ein- staka sinnum heilahimnubólgu. Erindi, sem Karl G. Kristinsson, sýklafræðingur á sýklafræðideild Landspítalans, flutti nýverið á ráð- stefnu í Stokkhólmi um ónæmi pneumókokka fyrir sýklalyfjum og þróunina hér á landi vakti mikla at- hygli ráðstefnugesta og fjölmiðla, enda slíkt ónæmi vaxandi vandamál í Suður-Svíþjóð. Um 20% pneumókokka ónæmir og 75% þeirra fjölónæmir „Svíunum þótti athyglisvert að okkur hefði tekist að hægja á þróun- inni. Frá því fyrsti íslenski sjúkling- Síðasta ár minnkaði notkun sýklalyfjq hérlendis og jgf nf ramt tíðni ónæmra pneumókokka urinn með penisilín ónæman pne- umókokk fannst í lok árs 1988 varð fjölgun ekki veruleg fyrr en í ársbyrj- un 1991., Þá var mikið um veiruönd- unarfærasýkingar í ungum bömum, sem leiddi til aukinnar sýklalyfjanot- kunnar og hagstæðari skilyrða fyrir ónæmi. Um 20% pneumókokka sem valda sýkingum á íslandi eru orðnir ónæmir fyrir penisilíni og 75% þeirra eru eru fjölónæmir, þ.e. ónæmir fyr- ir öllum nothæfum sýklalyfjum til inntöku." Öndunarfærasýkingar af völdum ónæmra pneumókokka eru mun al- gengari hér heldur en annars staðar á Norðurlöndum. Sýklalyfjanotkun hefur jafnframt verið meiri, en ekki er vitað hvernig samanburðurinn er miðað við Bandaríkin, því þar gilda aðrir staðlar, sem að mati WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) eru ekki eins marktækir. Undanfarið hafa lærðir og leikir velt fyrir sér hvort ástæðan fyrir eyrnabólgu sé sú langa hefð fyrir að láta ungbörn fá sér lúr utandyra, sama hvernig veður og vindar blási. Karl segir að áhrif lofts- lags hafi lítið verið rannsökuð með tilliti til pneumókokka, en hins vegar sé ljóst að kuldi skapi hagstæð skilyrði fyrir kvefveirur. 83 gerðir „Heimkynni pneumó- kokka eru einkum í nef- koki manna og þeir breiðast hratt út við hósta og snertingu. Smithættan er mest hjá sex mánaða til fimm ára börnum, enda hafa þau ekki myndað mótefni gegn sýklunum, sem til eru í 83 gerðum, auk þess sem börn- in eru oft mörg saman í hópi á leik- skólum eða dagvistarstofnunum. Niðurstöður rannsókna sýna að sýklarnir eru í um 50% heilbrigðra 2-5 ára barna. Þau geta borið bakter- íurnar í langan tíma án þess að veikj- ast og hugsanlega fengið sýkingu af völdum einnar gerðar þegar þau Karl G. Kristinsson verða fullorðin, þótt þau hafi myndað mótefni gegn þeirri sömu á barnsaldri. Vænlegasta leiðin til að hefta útbreiðlu ónæmra pneumókokka er að vekja lækna og almenning til vitundar um að forðast sýklalyf, nema þegar slíkt er óhjákvæmilegt. Til að draga úr útbreiðslu ónæmis þurfa foreldrar að vera á varðbergi og reyna að halda börnum sínum heima ef þau eru kvefuð eða á sýkla- lyfjakúr. Vitaskuld eru aðstæður oft þannig að slík ráðstöfun getur reynst þrautinni þyngri, báðir foreldrar e.t.v. útivinnandi og eiga því erfitt um vik að fá frí eða koma barninu fyrir á fámennum stað. Nýjustu niðurstöður vekja vonir um að hægt sé að hægja á þróun sýklalyfjaónæmis. Eyrnabólga er sjúkdómur, sem oft læknast af sjálfu sér, en slíkt verður læknir að meta hverju sinni. Til að stemma stigu við að barni með væga eyrnabólgu sé gefið sýklalyf gæti læknir t.d. reynt verkjalyf fyrst, skoðað barnið aftur næsta dag ogþá metið hvort bólgan hafi versnað. Breiðvirk sýklalyf hættulegust Karl segir slíka meðferð geta dregið úr sýklalyfjanotkun, enda stuðli ástæðulaus sýklalyfjameðferð að því að fjölga ónæmum sýklum. Hann varar sérstaklega við breið- virkum sýklalyfjum vegna þess að þau auki hlutfall ónæmra sýkla mun meira en önnur sýklalyf, drepi „góð- ar" bakeríur í leiðinni og raski þann- ig eðlilegu jafnvægi. „Til að fá góð sýni þarf að gera ástungu á hljóðhimnu, en slíkt er vandasamt og yfirleitt ekki gert. Því eiga læknar stundum erfitt með að meta hvaða sýklar valdi eyrna- bólgunni. Þeir þurfa að meðhöndla sjúklinginn blint og treysta á að þekkja einkennin. Einnig eru þeir undir miklum þrýstingi því almenningur hefur ennþá ofurtrú á sýklalyfjum gegn hvers kyns kvillum." Þegar áróðurinn gegn notkun 1*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.