Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 6

Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 6
6 B FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Heillandi þorp í Puerto Plata Morgunblaðið/Sveinn Guðjónsson HÚSIN í hótelþorpinu Puerto Plata Village eru afar sérstök og falleg og minna helst á ævintýraheim Walt Disney. MIÐSVÆÐIS í hótelþorpinu er stórt sundlaugarsvæði og í laug- inni miðri er bar, sem oftast var þéttsetinn. ÉG VAR dtjúga stund að átta mig á hvað hafði vakið mig svo árla morguns. Það var ekki fyrr en ég fór út á veröndina að ég gerði mér grein fyrir að það kyrrðin og frið- sældin, sem umvafði þennan stað. í fjarska mátti þó greina fótatak hita- beltisskógarins og þýðan nið öldunn- ar, sem gjálfraði við sendna strönd- ina spölkom frá. Og eftir því sem nóttin hopaði fyrir deginum jókst lofsöngur fugla himinsins sem að Iokum ómaði eins og himnesk hljóm- kviða á þessum fyrsta dýrðardegi í lýðveldinu Dóminikana. Þorplð í þorpinu Puerto Plata er lítil og heillandi borg á norðurströnd eyjunnar Hi- spaniola í Karíbahafí. Skammt frá er „gullna ströndin", Playa Dorada, sem er eins konar sumarleyfisþorp með fjórtán hótelum. Eitt þeirra er „þorpið í þorpinu", Puerto Plata Vil- lage, sem býður upp á eitt skemmti- legasta gistifyrirkomulag, sem und- irritaður hefur kynnst, og hefur hann þó víða farið. Puerto Plata Village ber nafn með rentu, þetta er þyrping sérkenni- legra og fallegra húsa, sem minna á ævintýraheim Walt Disney. Þama hefur Heimsklúbbur Ingólfs numið land, á stað sem býður upp á flest það, sem gerir sumarleyfið ævintýri líkast. Puerto Plata Village er 4ra stjömu sumarleyfisstaður, þar sem starfræktur er eins konar „fríklúbb- ur“ og allt innifalið í verði svo lifa má í vellystingum praktuglega með- an á dvölinni stendur. Við komuna fá menn armband sem veitir aðgang að allri þjónustu hótelþorpsins, mat, drykk, skemmt- unum og jafnvel tóbaki. Á strönd- inni er veitirigastaður, sem tilheyrir hótelinu, þar er þetta einnig innifal- ið og að auki sólbekkir og sjávar- sport af ýmsu tagi. Segja má að hægt sé að dvelja í Puerto Plata Village án þess að taka nokkurn tíma upp budduna. Og jafnvel þótt menn geri það, fyrir utan þorpið, ætti það ekki að ríða fjárhag manna á slig, því verðlag er með því lægsta sem þekkist á eyjum Karíbahafs. í miðju hótelþorpsins er þjónustu- miðstöð, með stóm sundlaugar- svæði, og umhverfís eru veitinga- staðir og barir þar sem boðið er upp á morgunverðarhlaðborð, hádegis- verð, kvöldverð í hlaðborðsstfl og einnig „a la carte“ svo og miðnæt- ursnarl. Með þessu eru borðvín og ótakmarkað magn af áfengum drykkjum sem og gosdrykkjum og ávaxtasafa. Einnig er innifalið vatnasport og uppákomur við sund- laug, útreiðar og kennsla í köfun, seglbrettum og siglingum. Á svæð- inu eru fimm upplýstir tennisvellir. Þegar upp er staðið hlýtur þetta fyrirkomulag að hafa í för með sér spamað fyrir dvalargesti, fyrir utan þá hagræðingu að þurfa ekki að vera með veskið á lofti í tíma og ótíma með tilheyrandi yfirferð á reikningum og áhyggjum af þjórfé. Á Puerto Plata Village eru rúm- lega 280 gistiherbergi af þremur stærðum, með litasjónvarpi, útvarpi, síma og sérbaðherbergi. Þegar ég kom á mitt herbergi var ekki laust við að ég fengi snert af víðáttubtjál- æði því þar var afar hátt til lofts og vítt til veggja. Það hvarflaði að mér að ég hefði, fyrir einhvern mis- skilning, fengið forsetasvítuna. í sitt hvomm enda vom hjónarúm af kon- ungastærð og svo langt á milli þeirra að við hjónin þurftum að kallast á til að heyra sæmilega hvort í öðm. Veröndin fyrir framan var svo rúmgóð að þar hefði mátt halda samkvæmi og allt um kring vom litskrúðug blóm og tré, þar sem kólibrífuglar stunduðu fæðuöflun af þeirri natni sem þeim einum er lagið og gat maður setið tímunum saman í mggustól á veröndinni og horft á þá flögra á milli blómanna. Ströndin er ein sú fegursta sem ég hef séð. Allt er ósnortið eins og þegar Kólumbus kom þar að 1492. Gróðurinn nær niður í flæðarmál og hnetutré og kókóspálmar vagga blítt við ölduniðinn. Gönguleiðin á strönd- ina er afar falleg og tekur um 5 mínútur, með 18 holu golfvöll á aðra hlið og má fá far með hljóðlausum rafknúnum smávögnum ef menn nenna ekki að ganga. Fyrir þá sem vilja stunda skemmt- ana- og næturlíf er af nógu að taka. Diskótek er inni í hótelþorpinu og enginn aðgangseyrir fyrir hótel- gesti. Utan þorpsins er hægt að fara á ýmsa staði og skemmta sér með tmkki og dýfu, en við ströndina eru þijú spilavíti fyrir utan bari og skemmtistaði af ýmsu tagi. Fyrir þá sem þyrstir í ósvikin ævintýri skal þó bent á sjálfa borgina Puerto Plata, þar sem menn geta bmgðið á leik með innfæddum og ekki þurfa menn að hræðast um líf og limi því glæpatíðni í Dóminikanska lýðveld- inu er með því lægsta sem þekkist. Samfelldur aldlngarður Það sem mér fannst þó mest um vert í þessu fagra landi var hlýlegt og glaðlegt viðmót hinna innfæddu, enda í fullkomnu samræmi við þægilegt loftslagið og heillandi náttúrufegurð. Fátækt er að vísu mikil í landinu, en allir hafa nóg að bíta og brenna og fólkið virðist una sælt við sitt, brosandi og afslappað. Værðin var svo mikil yfir hádaginn, að það hvarflaði að mér í fyrstu hvort menn væm þama almennt á róandi lyflum. En þegar húma fór að kveldi tók gleðin völdin með suðrænni salsa-tónlist óg merenque; þjóðardansi innfæddra. Satt að segja duga orð skammt þegar reynt er að lýsa þeim áhrifum, sem menn verða fyrir við dvöl í svo fögru umhverfi. Slíkt verða menn að upplifa og dæma hver fyrir sig. Sjálfur get ég sagt með góðri sam- visku að frá Dóminikana á ég sælar minningar, sem seint munu gleym- ast. ■ Sveinn Guðjónsson Morgunblaðið/Atli Vigfússon ÍBÚÐARHÚSIÐ í Saltvík Hestar og hesta- mennska í Saltvík Á jörðinni Saltvík í Reykjahreppi sem er rétt sunnan Húsavíkur er Bjami Páll Vilhjálmsson kennari að byggja upp margþætta starfs- semi tengda hestum. í Saltvík var áður minkabú en nú hefur Bjarni breytt skálanum í reiðskemmu og hefur einnig 50 bása pláss fyrir hestana. Hann hyggst nota íbúðar- húsið fyrir fólk á ferðalögum og hann kaupir mikla þjónustu af ferðaþjónustufólki í héraðinu fyrir viðskiptavini. Lengri og styttri hestaferðlr í samvinnu við íshesta er farið í Laidið græna KOMIN er út bók um írland í flokki leiðsögurita Fjölva. I Hún er hin áttunda í röðinni og nefnist „Dublin og* hið græna írland". Höfundur er mm Jónas Kristjánsson ritstjóri en hann og Kristín Halldórsdóttir tóku Ijósmyndimar. í bókinni eru upplýsingar og umsagnir um gististaði, krár, sam- göngur, banka og annað það sem snertir íslenska ferðamenn á Irlandi og sérstaklega í Dublin. Fjölmargar ljósmyndir er í bókinni og nokkur kort. í formála segist höfundurinn hafa lagt áherslu á að gefa raun- hæfari mynd en sjá má á „glans- myndum áróðursbæklinga". Utgáfa bókarinnar er í tengslum við ír- landshátíðir sem haldnar verða í haust, bæði á Akureyri og í Reykja- vík. Hvað heitirs^? flugvöllurinn og hvað er langt í bæinn af vellinum? Borg **' ■ * Fjarl. ' frá FlugvöUuT bZ' Aþena Bandar Seri Begwan Brussel Colombo Delhi Dakar Frankfurt Hanoi Istambul Jóhannesarborg Kuala Lumpur Los Angeles Madrid Hellenikon Brunei Int. Zaventem Katunayake Indira Gandhi int. Zia Int Rhine Main Naoi Bai Int. Ataturk Int. Jan Smuts Subang Los Angeles Int. Barajas Int. 12 12 36 17 19 10 45 25 23 23 24 ManchesterManchester Ringway 15 16 Seul Singapore Sydney Vínarborg Zurich Kimpo Changi Kingstord Smith Wien Schwechat Kloten 11 18 12 EVAAIR Flugfelagið Eva Air færir Ot kvíarnar TÆVANSKA flugfélagið Eva Air sem hefur getið sér afar gott orð á skömmum starfstíma hefur enn fært út kvíarnar og talsmaður þess kunngerði að það mundi senn heija flug til tveggja nýrra staða bæði í Indónesíu og Ástralíu. Eva Air er fyrsta flugfélagið á Tævan sem er ekki í ríkiseigu en Evergreen fyrirtækin eiga stærst- an hlut í því. Þegar flug hefst til þessara staða eru áfangastaðirnir alls 25. Frá Bretlandi eru þrjár ferðir vikulega. Sumir hafa líkt Eva Air við flugfélag Dubai, Emir- ates hvað varðar glæsilegan vitnis- burð um þjónustu við farþegana og hefur það veitt ríkisflugfélag- inu CAAL harða samkeppni. -J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.