Morgunblaðið - 16.06.1995, Page 7

Morgunblaðið - 16.06.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 B 7 FERÐALÖG Sýrlendingar eignast brátt Móðleikhús í MÁNAÐARRITINU The Middle East segir að nú sé allt útlit fyrir að Sýrlendingar eignist sitt þjóðleik- hús á næsta ári. A annan áratug er síðan hafist var handa við bygging- una og til verksins ráðið breskt ráð- gjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í leikhúsbyggingum. Mælst var til að reynt yrði að sam- ræma arabíska hefð nútímalegri hönnun og útbúnaði. Miðausturlönd státa nú á tímum ekki af mörgom leikhúsum ef frá er talið Óperuhúsið í Kairó sem reist var af Japönum. Vegna innanlandsástands, af- skipta Sýrlendinga af málefnum Lí- banons, ásakana Breta um aðstoð Sýrlendinga við hryðjuverkasamtök og fleira í þeim dúr, dróst verkið á langinn og byggingin hefur staðið hálfköruð i nokkur ár. Nú hefur flest snúist á þokkalegri veg og er að hefjast vinna á ný af fullum krafti við leikhúsið og stefnt að vígslu þess í október 1996. í húsinu verður einnig sérstök óperuálma, ráðstefnusalir, veitinga- hús og fleira. Sýrlensk menningaryf- irvöld segja að þetta muni verða merk lyftistöng öllu listalífi og von- andi muni útlendir leikhópar gera sér tíðförult til landsins. í Sýrlandi eru minjar eða rústir margra útileikhúsa frá tímum Róm- veija og hið stærsta er í hinni fornu borg Fönikíumanna Jebleh. ■ BJARNI Páll Vilhjálmsson í nýju reiðskemmunni 7 daga ferðir um Þingeyjarsýslur og leiðin liggur m.a. að Mývatni og austur í Ásbyrgi. Sl. sumar fóru Bjarni og félagar hans fyrstir með skipulagða ferð inn á Sprengi- sand og síðan niður Gnúpveija- afrétt að sunnan og enduðu í Fossanesi. Þetta sumar fóru 90 manns í sex ferðir og bókanir hafa verið mjög góðar í Sprengi- sandsferðirnar. Þá var gist á sum- arhótelum, í bændagistingu og ÁGÆT aðstaða er fyrir hesta á básum sæluhúsum og voru hestar leigðir af bændum og hestamönnum í nágrenninu. I Saltvík er einnig hægt að kom- ast í stuttan reiðtúr með leiðsögn, t.d. í 1-2 klst. í samvinnu við ferða- þjónustumenn á Húsavík verða í boði dagsferðir til Húsavíkur, Ak- ureyrar og Mývatnssveitar þar sem gefst m.a. kostur á bátsferð um Skjálfandaflóa, skoðun í safna- hús Húsavíkur og kynningu á ís- lenska hestinum í Saltvík. í mörg ár hefur verið starfræktur reiðskóli í Saltvík fyrir börn og byijendur í hestamennsku. Yfir- leitt hafa verið 4-6 námskeið yfir sumarið og aðsókn sávallt verið mjög góð. Bjami hefur stundað tamningar í vetur og hefur reið- skemman komið að góðum notum þar sem mikill snjór var langt fram eftir vori. ■ Atli Vigfússon Nyidalur - fannst slðastur firæfadala VIÐ mynni Nýjadals á Sprengiandi standa tvö af sæluhúsum FÍ. Gisti- rými og eldunaraðstaða er fyrir 120 manns í notalegum húsum og þeir sem vilja geta gist í tjöldum. Varsla er í júlí og ágúst en húsin eru opin allan ársins hring fyrir þá sem eiga leið um svæðið. Mun fleiri kalla dalinn Nýjadal en Jökuldal. Þessi dalur fannst lík- lega síðastur allra öræfadala. Eng- inn annar ber nafnið Nýidalur en nokkrir Jökuldalur eða Jökuldalir. Það nafn á vel við enda dalurinn greinilega myndaður eftir fram- skrið jökuls. Á uppdráttum eru nöfnin Nýidalur og Jökuldalur bæði merkt. Það var ekki fyrr en um miðja 19. öld að bændur úr Bárðardal fundu dalinn. Hann var nýr í vit- und manna og nefndu þeir hann Nýjadal. Sumir segja að vitað hafi verið um hann fyrr á öldum en sú vitneskja hafi síðan fallið í gleymsku. Fyrir því eru þó ekki til neinar áreiðanlegar heimildir. Dalurinn er í um 20 km fjarlægð frá hinni fornu Sprengisandsleið. Séð úr fjarlægð er mynni hans að mestu lokað og suðvesturhliðin fellur svo að segja saman við norð- austurhliðina. Þetta er talin ástæða þess hve seint hann fannst. Sagt er að Tómas Sæmundsson Fjölnismaður hafi fengið veður af dalnum 10 árum áður en hann fannst. Einu sinni þegar hann var á leið yfír Sprengisand villtist hann af hinni fornu Sprengisandsleið í vondu veðri. Honum að óvörum fóru hestarnir hans að krafsa í snjóinn og bíta gras. Talið er að fundur Tómasar á þessum haga- bletti hafi orðið hestum hans til lífs. Það fylgdi sögunni að Tómas hafi fengið grun um dal nokkru inn með jöklinum en sökum tímaskorts og veðurs varð nánari athugun ekki við komið. Gróðurblettur þessi var nefndur Tómasarhagi og erv hann um 5 km norðan við mynni dalsins. í Nýjadal mætast andstæðurnar VEGIR liggja til allra átta. eyðimörk, skriðjöklar og jarðhiti. Allir ættu að finna gönguleið við sitt hæfi, langa eða stutta, auð- velda eða erfiða. Frá sæluhúsunum er 5 klst. gangur upp á Tungnafell- sjökul ogtil baka. Ofan af jöklinum er tilkomumikil hálendissýn og á björtum sumarkvöldum gyllir sólin jökulinn. Fyrir þá sem ekki treysta sér að ganga alla leið en vilja kom- ast í snertingu við jökul er tiltölu- lega létt ganga upp að jökultung- um sem auðveldar eru uppgöngu. Dalbotn Nýjadals (Jökuldals) er sléttar áreyrar og þar er auðvelt að ganga. í neðanverðum hlíðum dalsins er furðumikill og fjölbreytt- ur gróður sem teygir sig í átt til jökulsins. Þeir sem hafa lítinn tíma á Nýjadal en vilja virða svæðið fyrir sér ganga oft á Mjóháls eða Þvermóð, fell sem eru nærri sælu- húsunum. Gangan er auðveld og útsýnið þaðan er ágætt. Fyrir þá sem vilja lengri göngu er upplagt að ganga Nýjadal á enda og er þá komið á eitt mesta háhitasvæði Islands. Þar skartar náttúran sín- um fegurstu litum í óendanlegum fjölbreytileik. Hvernig er hœgt að komast í Nýjadal? Komast má í Nýjadal allan árs- ins hring og þeim hefur fjölgað sem leggja leið sína þangað að vetrar- SÉÐ INN í Nýjadal-Jökuldal. Á SUMARDEGI í Nýjadal. lagi. Er komið á snjósleðum, vel útbúnum jeppum eða á gönguskíð- um. Flestir koma þó á sumrin þeg- ar vegurinn er opinn. Á Sprengi- sandi er yfir nokkur óbrúuð vatns- föll að fara. Þau ber alltaf að var- ast, einkum í leysingum og miklum rigningum þegar þau geta vaxið fljótt og vöðin breyst. Ekki er ráð- legt að fara yfir Sprengisand á fólksbíl því vegurinn getur verið grýttur og árnar erfiðar. Áætlun- arferðir eru í júlí og ágúst og einn- ig hefur FI ferðir sem koma við í Nýjadal. íslenskir jafnt sem er- lendir ferðamenn leggja á Sprengi- sand á reiðhjólum og bifhjólum og einnig er nokkuð um það að fólk komi gangandi. Ekki má gleyma að flugvöllur er í Nýjadal sem er þó nokkuð notaður á góðviðrisdög- um. Leiðir úr Nýjadal Nýidalur er oft áningastaður þeirra sem fara um Gæsavatnaleið 5 Öskju og Herðubreiðarlindir. Sé Gæsavatnaleið farin er beygt inn á hana 5 km norðan Nýjadals. Leiðin liggur meðfram norðurbrún Vatnajökuls. Hún er seinfarin og oft varasöm. Fyrir kemur að hún er lokuð allt sumarið vegna snjóa. í góðu veðri er útsýnið stórfeng- legt. Norður frá Nýjadal eru 60 km í Laugafell en þar er sæluhús FA og þar er heit laug sem má baða sig í. Frá Laugafelli er hægt að fara niður í Skagafjörð eða Eyja- fjörð, en einnig aftur inn á Sprengisandsleið og koma niður í Bárðardal. Það er leið flestra sem um Sprengisand fara og skoða þá gjarnan tvo af fossum Skjálfanda- fljóts í leiðinni, Goðafoss og Aldeyj- arfoss. Ef haldið í suður frá Nýjadal eru 100 km niður í Sigöldustöð. í góðu skyggni má sjá Hofsjökul í öllu sínu veldi og er sunnar dregur blasa við Kerlingafjöll. Ekki má gleyma öllum öldunum sem birtast hver af annarri og bera nöfn eins og Kistualda og Hnöttóttaalda. Þeir sem fara yfir Sprengisand ættu að gefa sér tíma til að stoppa í Nýjadal þó ekki væri nema til að borða nesti sitt og virða fyrir sér umhverfíð á meðan. Sitja má bæði inni og úti og er gestum sem stoppa aðeins stutta stund velkom- ið að nýta aðstöðuna á staðnum. Helena Ólafsdóttir Höfundur er landvörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.