Morgunblaðið - 16.06.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.06.1995, Qupperneq 8
8 B FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FÍ TVÆR helgarferðir eru hjá FÍ. 17.júní til Þórsmerkur. Gönguferð um Mörkina. Góð gistiaðstaða. 17. júní er einnig ganga yfir Fimm- vörðuháls um 8 klst. Gengið frá Skógum. Brottför í ferðir kl. 08 laug- ardag. Gist í Þórsmörk og komið til baka á sunnudag. Dagsferðir á sunnud. 18. júní eru. Kl. 10.30Syðstasúla-Botnsdalur. Botnssúlur eru taldar gamalt eldfjall og tindamir rústir af gömlum gíg. Þær liggja á mörkum þriggja sýslna. Kl. 10.30 er Leggjabrjótur, gömúl þjóðleið frá Þingvöllum tii Hvalfjarð- ar. Farinn var Langistígur upp úr Almannagjá, framhjá Svartagili og vestur Öxarárdal. Síðan var haldið upp með Súlná og komið í Biskup- skeldu. Kl. 13 er ferð að Glym hæsta fossi landsins 198 m á hæð. hann er í Botnsá og kemur úr Hvalvatni og fellur í hrikalegu gljúfri niður undir dalbotn og eftir dalnum og út í Botns- vog. Brottför er frá Umferðarmið- stöðinni og Mörkinni 6. ■ VINSÆLT er að leika sér á grasigrónum svæðum milli sumarhúsanna. Stór baðströnd Skammt frá sumarhúsa- byggðinni, eða um 200 metra, er góð baðströnd. Á mesta anna- tíma er hún mjög vinsæl. En þeir sem ekki vilja liggja á ströndinni geta' eytt deginum í stórglæsilegri yfirbyggðri sund- laug, Badaland, sem svo sannar- lega er stolt Lalandina. Þessi sundlaug er í einu orði sagt stór- kostleg. Mikið glerþak er yfír lauginni og þar. er ailtaf bjart, jafnvel þótt sólin skíni ekki. Hita- stigið er 30 gráður þarna inni. Sundlaugin sjálf er með útbúnaði sem framkallar öldur og verður mikið fjör þegar sá búnaður er settur í gang. Margar minni laugar eru þarna, sérstök barna- iaug, og fjölmargir heitir pottar. Þá eru í lauginni tvær vatns- rennibrautir, 35 og 76 metra langar. Tveir veitingastaðir eru í lauginni og voru þeir óspart notaðir. Gestir Lalandia geta dvalið í sundmiðstöðinni eins og þá lystir án aukagjalds. Eins og að líkum lætur eru það fyrst og fremst fjölskyldur sem koma til Lalandia. Því er mikið lagt upp úr allri aðstöðu fyrir börnin bæði innanhúss og utan. Þau hafa sitt eigið leik- svæði, Monky Tonky Land, með leiktækjum margs konar og boð- ið er uppá dagskrá fyrir börnin alla daga. Fyrir þá sem leigja bíia er sjálfsagt að aka um Láland og heimsækja markverða staði. Bílasafn heillar suma og aðrir kunna að hafa áhuga á því að heimsækja Aalholm-höll. En heimsókn í Knuthenborg Safari Park má enginn sleppa. Þetta er stærsti dýragarður sinnar teg- undar í Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að dýrin ganga villt um svæðið en fólk ekur um á bílum sínum. Þarna eru mjög margar tegundir dýra og sumar hættulegar og er harðbannað að hafa opna glugga á sumum svæðum. Það er ógnvænlegt að stoppa bílinn aðeins 10 metra frá flóðhesti eða tígrisdýri. En skemmtilegast er að fara á sér- stökum vagni um svæði apanna og fylgjast með hamaganginum þegar þeir eru fóðraðir á spag- hettíi. Full ástæða er til að mæla með því við fólk sem ætlar til Lalandia að eyða nokkrum dög- um í Kaupmannahöfn. Ég dvaldi í tvær nætur í Kaupmannahöfn í ferð minni á dögunum og naut þess að labba um söguslóðir í miðbænum. Við þá sögufrægu göngugötu Strikið eru óteljandi verzlanir og verðlag virtist mér hagstætt. Ekki spillir fjölskrúð- ugt mannlífið á Strikinu fyrir. Og laugardagskvöld í Tívolií var hápunktur ferðarinnar fyrir mig og ferðafélaga mína. Verödæmi Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum kostar flugfar til Kaupmannahafnar og bíll í eina viku (Opel Astra) fyrir fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, 124.780 krónur. Það gerir 31.200 krónur á mann. Ein vika í Lalandia kostar 43.890 krónur miðað við fjóra í húsi, eða tæp- lega 11 þúsund á mann. Er þá innifalin ýmis þjónusta, svo sem sundlaugin og aðstaðan fyrir börnin. Þetta er meðalverð, því verð er mismunandi eftir því á hvaða tíma sumars er farið út. ■ Sigtryggur Sigtryggsson. VINNINGSHAFARNIR með fulltrúum ferðaskrifstofanna og starfsmönnum frá Eurocard. Sumarhus í Danmörku Sundlaugin er stolt Lalandia LALANDIA heitir stærsta sumarhúsabyggð Danmerkur. Flugleiðir hófu í vor að selja þangað ferðir og hafa þær verið mjög vinsælar að sögn Kristínar Aradóttur fulltrúa í markaðs- deild. Verður framboðið aukið næsta vor vegna þessarar góðu svörunar. Það þarf ekki að koma á óvart að íslendingar kjósi að eyða hluta af sumarleyfínu hjá frændum okkar Dönum, því þeir eru góðir heim sækja. Lalandia er á sunnanverðu Lálandi. Það tekur 2-3 tíma að aka þangað frá Kastrupflugvelli og er virkilega gaman að aka þessa leið. Dæmigert danskt landslag er á Lálandi, allt mar- flatt en landið gróið hvert sem litið er. Góðar merkingar gera það að verkum, að enginn vandi er að fínna Lalandia. Enda er að sögn Kristínar langalgengast að keyptur sé pakki hjá Flugleið- um, flug, bíll og gisting í sumar- húsunum í Lalandia. Flestir kaupi gistingu í eina viku. Nokkrir hafa kosið að hafa þann hátt á að taka rútu frá Kastrup- flugvelli niður á Aðalbrautar- stöðina frá Kastrup og lest þaðan til Rödby, sem er rétt við Lalan- dia. Margir stærðarflokkar Sumarhúsin eru 636 talsins með 3188 rúmum. Húsin eru í nokkrum stærðarflokkum. Þau stærstu eru 77 fermetrar en þau minnstu 50 fermetrar. Ég dvaldi í stóru húsi og var það mjög rúmt. Þarna var allur nauðsyn- legur búnaður, nema hvað leigja þarf sérstaklega sængurfatnað og handklæði. Hins vegar fannst mér að húsgögn hefðu mátt vera íburðarmeiri, en Islendingar eru taldir vera kröfuharðari á gæði húsbúnaðar en íbúar megin- landsEvrópu. Áhugamönnum um sjónvarp leiðist varla í húsunum, því nærri 30 stöðvar nást þar. Sumarhúsin standa þétt og skammt frá er miðstöð svæðis- ins. Þar er hægt að fá alla mögu- lega þjónustu. Matvöruverzlunin er mjög góð og vöruúrval mikið. Veitingastaðir eru af öllum gerð- um. Hægt er að fá allan algeng- an skyndimat, pizzur og svo steikur ef menn vilja. Það eina sem mátti finna að var að mat- sölustaðimir voru aðeins opnir til klukkan 21 þegar ég var þarna á ferðinni í vor en á há- annatíma eru þeir opnir lengur. Þá er þarna næturklúbbur, leik- tækjasalir og önnur afþreying. BÖRN og fullorðnir njóta lífsins í yfirbyggðri sundlauginni. Vinninpshafar Atlasklubbsins Veitingasalan í Skaftafelli hefui opnað VEITINGASALAN í Skaftafelli var opnuð 4. júní sl. Hún er sem fyrr til húsa í austurenda útibús Austur- Skaftfellinga rétt við þjóðveg 1. Árum saman hefur verið rekin þarna þjónustumiðstöð með úrvali veitinga hvort sem er fyrir hópa eða einstaklinga. í fréttatilkynningu segir að lögð verði áhersla á góða þjónustu og notalegt viðmót við gesti og vandað til matar og hrein- lætis. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar sem ættu að verða til hag- ræðis fýrir gesti. Það er Kristín Guðmundsdóttir sem hefur veit- ingasöluna á hendi. Svo sem flestir vita er Skaftafell í Öræfasveit og fegurð er orðlögð og oft mikil veðurblíða. Skaftafell er í tölu þjóðgarða og fegurð og fjölbreytni í landslagi mikil. ■ ATLAS-klúbburinn dregur árlega út 26 korthafa sem fá svonefndar Bónusferðir fyrir tvo fyrir 30 krón- ur. Nýlega voru dregnir út sex korthafar sem fengu vikuferðir til Benidorm og Majorka á Spáni, Algarve í Portúgal og haustferðir til Newcastle á Englandi og Du- blin á Írlandi. Félagar í klúbbnum eru allir handhafar Atlas og gull- korta Eurocard. Klúbburinn hefur samstarf við nokkrar stærstu ferðaskrifstof- urnar sem gefa ferðirnar í út- drættinum. Hinum heppnu kort- höfum var haldið kaffísamsæti og voru þar einnig fulltrúar frá ferða- skrifstofunum. Nöfn vinningshafanna: Sigurð- ur Þór Pálsson fékk vikuferð fyrir tvo til Benidorm á vegum Ferða- skrifstofu Reykjavíkur, Sigurþór Guðmundsson hlaut vikuferð fyrir tvo til Majorka með Úrval/Útsýn, Pétur G. Pétursson vikuferð fyrir tvo til Algarve á vegum Úr- vals/Útsýnar, Hildur Rós Ragn- arsdóttir fékk vikuferð fyrir tvo með Samvinnuferðum-Landsýn, Grétar Már óðinsson hlaut þriggja daga ferð til Dublin í haust með Samvinnuferðum-Landsýn og Gísli S. Eiríksson fékk fjögurra nátta haustferð til Newcastle með J Alís. ■ Ljómsynd/Sigursteinn Guðmundsson í ÞJOÐGARÐINUM í Skafta- felli er víða tignarleg nátt- úrufegurð. Stuðlabergið við Svartafoss í Vestragili. UM HELGINA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.