Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ftottgm&Mkib 1995 GOLF FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ BLAÐ C Keuter Kvennalandsliðið tapaði fýrir liði Portúgals 1SLENSKA kvennalandsliðið í knattepyrnu er um þessar mundir í Portúgal þar sem það leikur tvo vináttuleiki gegn heúnamönnum. í gærkvðldi var fyrri leikurinn og unnu heimamenn 2:1. Portúgal- ar höfðu yfir 2:0 í leikhléi en Guðrún Sæmunds- dóttir minnkaði muninn með marki úr auka- spyrnu eftir hlé. Síðari leikurinn er á laugardag- inn. I byrjunarlið voru: Sigfríður Sophusdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Auður Skúladóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Helga Hannesdóttir, Sigrún Óttars- dóttir og Olga Færseth. Varamenn voru: Sigriður Pálsdóttir, Jónína Vígluudsdóttir, Ásgerður Ingi- bergsdóttir, HjSrdis Símonardóttir og Katrín Jónsdóttir. Pat Riley hættir að þjálfa NewYork PAT at Riiey sagði upp sem þjálfari kðrfuboltal- iðs New York Knicks í gær vegna lélegs árang- urs liðsins í NBA-deildinni á nýliðnu tímabiii og lætur af störfum 15. júlí. Forseti Knicks, Dave Checketts, vildi gera fimm ára samning við Riley og greiða honum 930 millj. kr. fyrir svo fram- arlega sem samið yrði áður en liðið færi í æfinga- búðir fyrir næsta tímabil. En dæmið gekk ekki upp. Riley náði góðum árangri með Knicks, vann austurdeildin þrívegis en aldrei gekk betur en 1993-1994 þegar liðið komst í úrslit en tapaði fyrir Houston í sjö leikjum. Stefnan alltaf verið að þjálfa úrvalsdeildarlið JÓN Guðmundsson, fyrrum liðsstjór i úrvalsdeild- arliðs Keflvikur, hefur gert munnlegt samkomu- lag við Þórsara frá Akureyri um að þjálfa kðrfu- knattleiksliðið og verður samningurinn að ðllum líkindum til tveggja ára. Hann tekur við af Hrann- ari Hóhn, sem fór til Njarðvikinga. Jón hefur þjálfað ýmsa flokka lijá Kefl víking- um; fyrst yngri flokka i fimm ár og hefur síðan verið liðssí jóri úrvalsdeildarliðs félagsins undan- farin 5 ár, en mun aðeins þjálfa úrvalsdeildarlið Þórs. Hann telur að nú sé tími til kominn að breyta til hjá sér. „Þórsarar hðfðu samband við mig og ég ákvað að slá f,i I, enda tel ég mig tilbú- inn í starfið og stefnan hefur alltaf verið að þjálfa úrvalsdeildarlið. Það er skrýtið að fara frá Kefla- vík og eflaust skrýtin tilfinning þegar við spilum við það, en verkefnið er spennandi." Akurey ringar ætla sér að ná langt í körfubolt- iuiuin næsta vetur og munu reyna að styrkja lið sitt. Jón segir að enn sé ekki biiið að semja við neina innlenda leikmenn en hann sé einnig að leíta að erlendum leikmanni, þar sem Sandy Anderson mun ekki verða með. „Ég hef skoðað mðrg mynd- bðnd og líst vel á. Fleiri myndbðnd eru á leiðinni og ég gef mér góðán tíma, því vanda verður val- ið," sagði J6n sem flytur norður í júlí. Nick Price er efstur áOpna bandaríska NICK Price frá Zimbabwe er efstur á Opna bandariska meist- aramótinu í golfi sem hófst á Shinnecock I lills vellinum í Sout- hampton í New York í gær, er á 66 höggum. Völlurinn, sem er par 70, var mjúkur eftir þriggja daga rigningar, sem gerði það að verkum að skot inná flðt tók- ust vel en að sama skapi rann boltinn ekki vel á brautunum svo að menn þurftu að grípa til járn- ana í löngu skotin. Aðstæður virt- ust henta Price vel og á mynd- inni slær hann upp úr glompu við þriðju flðt. ALÞJOÐA OLYMPIUNEFNDIN Dagar Samaranch sem forseta IOC taldir - í bili JUAN Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinn- ar, (IOC), beið ósigur í atkvæðagreiðlu á fundi IOC í Búdapest í gær, þegar andstæðingum hans tókst að f ella tilllögu um að aflétta aldurstakmörkunum í nefndina en það hefði að öll- um líkindum tryggt setu Samaranch næstu árin. Samaranch, sem sjálfur tók þátt í að setja aldurstak- mörkin á, verður 75 ára í júlí og kjörtímabil hans endar árið 1997 en vitað er um áhuga hans á að sitja fram yfir Ólympíuleikana í Sidney í Ástralíu árið 2000 og leiða þar með ólympíuhreyfinguna inn í næstu öld. Fyrr um daginn samþykkti fundurinn með 62 atkvæðum gegn 27 að taka fyrir tillögu Samaranch um að kjósa um 3 tillögur sem allar lutu að því að halda Samar- anch í stólnum. Þær voru að af- létta algerlega aldurstakmörkun- um, hækka þau úr 75 í 78 ár eða aflétta aðeins aldurstakmörkum forseta IOC. Síðar um daginn völdu þeir að kjósa um að fella aldurstakmörkin ntður og sú til- laga féll í leynilegri atkvæða- greiðslu þar sem munaði 2 atkvæð- um en tvo þriðju atkvæða þurfti til. Niðurstaðan þykir mikill per- sónulegur ósigur fyrir Samaranch ¦ sem aukið hefur hag nefndarinnar gífurlega í forsetatíð sinni. En einnig þykir undarlegt að meðlimir nefndarinnar, sem talin er besta leynifélag í heimi, skyldu um leið henda sjálfum sér út. Hinsvegar er Samaranch ekki þekktur fyrir að láta í minni pokann og ekki er öll nótt úti enn því annar fundur verður haldinn að ári. KNATTSPYRNA: FYRSTISIGUR FRAIUI11. DEILDISUMAR / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.