Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Olajuwon stigahæsturog kjörinn sá besti Houston þaggaði í efasemdamönnum Houston Rockets varð meistari í NBA-deildinni í fyrra en eftir því sem leið á veturinn sann- færðust æ fleiri um að liðinu tæk- ist ekki að verja titilinn, ekki síst vegna meiðsla lykilmanna og leik- banns Vernon Maxwells. Það var í sjötta sæti í Vesturdeildinni og flestir héldu að liðið kæmist ekki áfram eftir 1. umferð úrslita- keppninnar en annað kom á dag- inn. Houston ruddi hverri hindrun- inni af annarri úr vegi, þrjú efstu lið vetrarins urðu að láta í minni pokann og loks varð Orlando að sætta sig við 4-0 tap í sjálfri úr- slitarimmunni en fimm sinnum áður í sögu NBA hafa úrslit orðið á þann veg. Hakeem Olajuwon gerði 35 stig fyrir Houston í 113:101 sigri í fjórða og síðasta leiknum í fyrrinótt, var þar með stigahæstur í öllum fjórum leikjun- um og var einróma kjörinn besti leikmaður úrslitanna. Einstakt „Þetta var frábært," sagði Clyde Drexler, sem lék tvisvar til úrslita með Portland og varð að sætta sig við tap í bæði skiptin en hann skipti yfir 1 Houston á miðju nýliðnu tímabili. Houston varð fyrst liða án heimaleikjaréttar til að verða meistari eftir fjóra leiki en í fyrra fór rimman í sjö leiki. „Sigurinn í fyrra var sérstak- ur en þetta er nýtt lið," sagði Rudy Tomjanovich, þjálfari sigurl- iðsins, sem hefur verið hjá Hous- ton sem leikmaður og þjálfari allan ferilinn, 22 ár. „Ekkert lið hefur gert það sem við gerðum núna. Sigra eftir að hafa verið í sjötta sæti og eftir að hafa verið 2-1 undir gegn Utah og 3-1 undir gegn Phoenix í úrslitakeppninni. Við sigruðum í níu útileikjum og heyrðum efasemdaraddir allan tímann. En eitt get ég sagt við þessa vantrúuðu: Vanmetið aldrei meistara." Aldrei betri Olajuwon gerði samtals 131 stig í úrslitarimmunni og er það met í fjögurra leikja úrslitum en hann var með 15 fráköst í fyrrinótt, sex stoðsendingar og náði boltanum þrisvar af mótherjunum. „Ég er hissa," sagði hann um kjörið á besta leikmanninum en þegar hann var spurður hvort frammi- staða hans undanfarna tvo mánuði væri ekki það besta sem hann hefði sýnt svaraði hann: „Jú, ég er sammála því." Tomjanovich tók í sama streng. „Ég veit ekki hvort nokkur leikmaður hefur leikið eins frábærlega og Hakeem Olajuwon í allri úrslitakeppninni — hann sló í gegn í leik eftir leik." Mario Elie var með 22 stig fyr- ir Houston og þar af átta í síðasta leikhluta en þá „stal" hann boltan- um tvisvar og fjórum sinnum alls. Robert Horry gerði 21 stig, tók 13 fráköst og átti fimm stoðsend- ingar. „Þetta tímabil er miklu merkilegra fyrir mig en það síð- asta því ég hafði mikilvægara hlut- verki að gegna í sókninni," sagði hann. „Tilfinningin er dásamleg, ekki síst vegna þess að fólk hafði ekki trú á okkur en við héldum settu marki og endurtókum leikinn frá því í fyrra." Um Olajuwon sagði Horry: „Hann er besti leik- maður heims og það er ekki hægt að lýsa honum með orðum. Hann er ótrúlegur. Drexler var með 15 stig og tók níu fráköst. Ungt lið Shaquille O'Neal og Anfernee Hardaway gerðu sín 25 stigin ££60 ££60 OPNA LEGO MÓTIÐ VERÐUR HALDIÐ AÐ HLIÐARVELLI, MOSFELLSBÆ, SUNNUDAGINN 18. JÚNÍ, FRÁ KL. 8:00. KEPPT VERÐUR í KARLA- OG KVENNAFLOKKI. VERÐLAUN ERU VÖRUÚTEKT FRÁ ÚTILÍF, GLÆSIBÆ 1. SÆTI: KR. 10.000 M/ÁN FORGJAFAR 2. SÆTI: KR. 7.000 M/ÁN FORGJAFAR 3. SÆTI: KR. 5.000 M/ÁN FORGJAFAR AUKAVERÐLAUN NÆST HOLU 5/14 OG 9/18 LENGSTATEIGHÖGG Á 1/10 OG 7/16 SKRÁNING í GOLFSKÁLA, SÍMI 566 7415, FYRIR KL 21:00, 17. JÚNÍ ££60 GOLFKLUBBURINN KJÖLUR ££60 hvor fyrir Oriando en O'Neal tók 12 fráköst eins og Horace Grant. Brian Shaw skoraði 17 stig, Denn- is Scott 14 og Nick Anderson fjög- ur. „Við lékum vel með það í huga að við hittum illa," sagði Scott. „Við vitum að við erum ungir og eigum framtíðina fyrir okkur. Út- reiðin er niðurdrepandi en málið er að við hittum ekki þegar á þurfti að halda." „Þetta er einfalt mál," sagði Hardaway, „við töpuðum og lið Houston var betra." Grant sem varð þrisvar meistari með Chicago sagði að lið Orlando hefði verið í hlutverki byrjandans þrátt fyrir reynslu sína. „Lengi vel gerðum við það sem þurfti en í lokin gekk ekkert upp og Houston gerði allt rétt." Brian Hill, þjálfari Orlando, sagði að Olajuwon hefði verið óstöðvandi. „Það gekk ekkert upp gegn honum. Þeir höfðu svar við öllu sem við gerðum." Houston varð fyrst liða til að slá út fjögur lið sem höfðu 50 eða fleiri sigurleiki að baki í deildar- keppninni. Houston var með 10. besta árangurinn í deildinni, 47 sigra og 35 töp, en sló út Utah, Phoenix og San Antonio á leið í úrslitin. „Hvert lið sem við sigruð- um gæti verið meistari," sagði Tomjanovich. 16.611 áhorfendur fögnuðu gíf- urlega í Summithöllinni og gleðin var mikil í borginni eftir leikinn en í dag verður sérstök viðhafnar- dagskrá í tilefni titilsins og hátíðin heldur áfram eftir helgi. „Þetta er alveg eins og í fyrra, allri eru svo glaðir," sagði Olajuwon. ?:>?:' Best LEIKMENN Houston réðu sér ekki fyrl aratltilinn í NBA-delldlnni í körfukna þelr Orlando í f jóröa slnn í jafn mörgu Inn. Til hllöar sýnlr Clyde Drexler hug Olajuwon en hann var elnróma I Kappakstur Alesi si; afmælis Frakkinn, Jean Alesi, á Ferrari sigr- aði í fyrsta skipti í Formula 1 kappakstri á sunnudaginn þegar hann kom fyrstur í mark í kanadíska kapp- akstrinum. Alesi varð 31 árs sama dag. Margir af toppökumönnunum lentu í vandræðum í keppninni og félag- arnir Rubens Barrichello og Eddie Ir- vine náðu silfri og bronsi fyrir Jordan- keppnisliðið Heimsmeistarinn Michael Schumac- her leiddi keppnina frá fyrsta hring til þess 58. af 69, sem eknir voru á kapp- akstursbrautinni í Montreal. Þá bilaði rafstýring í gírkassa Benetton-bílsins, sem festist í þriðja gír. Varð Schumac- her að taka viðgerðarhlé og endaði í fimmta sæti, en heldur engu að síður forystu í heimsmeistaramótinu. Schum- acher er með 36 stig, Damon Hill 29 og Alesi 24. Með sigrinum hefur Alesi hjálpað Ferrari að ná forystu-í keppni "Tf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.