Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 C 3 ÍÞRÓTTIR _ m Reuter stir fyrir kæti eftir að hafa varið meist- knattleik í fyrrinótt en þá sigruðu >rgum viðureignum í keppni um titil- liug slnn og að ofan fagnar Hakeem na kjörinn besti leikmaðurinn. igraði á sdaginn bílahönnuða, liðið er með 41 stig, en Benetton 38. Williams-liðið hrósaði ekki happi í þessari keppni. Hill féll út vegna bilunar í gírkassa og Coult- hard missti bíl sinn út af í öðrum hring eftir að hafa snarsnúist á málaðri línu í jaðri brautarinnar. Mika Hakkinen á McLaren og Jhonny Herbert á Benetton hættu keppni eftir árekstur í byijun keppni. Þá varð Gerhard Berger á Ferrari að hætta keppni vegna bensínleysis. Alesi var kátur með sigurinn, en hann hefur ekið í 90 mótum án sigurs og Ferrari- liðið hefur ekki verið sigursælt undan- farin ár. Engu að síður hefur liðið unn- ið 105 sigra í Formula 1. „Ég vona að þessi sigur vísi okkur á beinu brautina og þetta mun örugglega verða til að efla liðið. Við munum beijast um titil- anatvo,“ sagði Alesi eftir keppni. TT Héraðssýningar kynbótahrossa Fáni og Andvari hæst dæmdu stóð- hestamir á árinu j Reuter í sigurvímu FRAKKINN Jean Alesi var í sigurvímu eftir fyrsta sigurinn í Formula 1 kappakstri en hann slgraöi í kanadíska mótinu. Tveir stóðhestar, Fáni frá Haf- steinsstöðum og Andvari frá Ey vöktu óskipta athygli þegar þeir komu fyrir dóm um síðustu helgi. Hlutu þeir báðir háar ein- kunnir og eru þeir nú hæst dæmdu stóðhestarnir á þessu ári. Fáni sem mætti á héraðssýningu á Vindheimamelum hlaut 8,93 fyrir hæfileika og 7,90 fyrir byggingu og 8,41 trónir á toppnum en Andvari er skammt undan með 8,36, með 8,33 fyrir byggingu og 8,40 fyrir hæfileika. Ekki verður annað sagt en ein- kunnir þessara hesta fyrir hæfi- leika séu ævintýralegar. Fáni er með 9,5 fyrir skeið, 9 fyrir tölt, brokk og vilja, 8,5 fyrir stökk, geðslag og fegurð í reið. Andvari sem hinsvegar var sýndur á Gadd- staðaflötum er skeiðlaus og hlýtur því ekki einkunn fyrir það fékk aftur 9,5 fyrir tölt, 9 fyrir brokk og fegurð í reið, 8,5 fyrir stökk, vilja og geðslag. Ekki dregur það úr ræktunarverðmæti hestsins að hann fær 8,5 fyrir fótagerð sem hefur verið veikur punktur í ís- lenskri hrossarækt. Er það gleði- efni að fá svo jafngóðan hest með fótgerðina í góðu lagi. Sýningin og dómurinn á Andvara var tví- mælalaust hápunktur héraðssýn- ingarinnar á Gaddstaðaflötum um helgina sem var að öðru leyti prýðilega heppnuð sýning. Por- maður dómnefndar Þorkell Bjarnason sagðist alveg eins hafa átt von á lítilfjörlegri sýningu svona í skugga glæsilegs lands- móts en útkoman sé mun betri en hann vænti. Sérstaklega fannst honum ánægjulegt að sjá hversu margir stóðhestar komu fram og það sem væri athyglivert er að allir hestarnir í flokki hesta sex -———.—---—í-------------- Ræktunarverðmæti ANDVARI frá Ey undan Orra frá Þúfu og Leiru Dreyradóttur er nú annar hæst dæmdi kynbótahesturinn það sem af er ári. Skelðlaus gæðingur með góða fótagerð, verðmætur hest- ur í ræktunarstarfinu. Knapi er Vignir Siggeirsson. vetra og eldri hafi náð gömlu ætt- bókarmörkunum 7,75. Taldi hann það merki um að menn væru farn- ir að grisja sjálfir það sem leitt væri fyrir dóm og væri það út af fyrir sig ágætt. Þá sagði Þorkell að margar hryssurnar hafi staðið ágætlega fyrir sínu en vissulega væri hann óhress með það hversu margar væru með lágar einkunn- ir. Það væri svo sem í lagi þótt lakari hlutinn kæmi fram það gæfi ákveðna þverskurðarmynd af stofninum en mikilvægt væri að menn hlypu ekki til strax að lokinni sýningu með þessar lágt dæmdu hryssur í stóðhest heldur nýttu þær frekar sem reiðhross í einhverri mynd. Alls komu fyrir dóm 229 hross og þar af 41 stóðhestur og hlutu 36 þeirra fullnaðardóm, 22 náðu gömlu ættbókarmörkum eða 61%. 171 hryssa hlaut fullnaðardóm og náðu 96 ættbókannörkum eða 56%. Þess má svo geta að á sýn- ingunni fyrir norðan mætti einnig fyrir dóm Prúður frá Neðra Ási og hlaut þar 8,27 í einkunn. OPNA BUNAÐARBANKAMOTIÐ Háforgjafarmót GOLF Sunnudagurinn Mótsstaður : Skráning : Fyrirkomulag : Styrktaraðili 18. iúní 1995 Bakkakotsvöllur Mosfellsdal 16. og 17. júní kl. 17.00 til 21.00 síma 566-8480. 18 holu höggleikur Verðlaun með og án forgjar. Nándarverðlaun á par 3 holum Byrjað að ræsa kl. 8.30 Kylfingar yfir 20 í forgjöf Mótsgjald kr. 1.500 Búnaðarbanki íslands Golfklúbbur Bakkakots Mosfellsdal ÚRSLIT Héraðssýning kynbótahrossa á Gadd- staðaflötum Stóðhestar 6 vetraog eldri 1. Kópur írá Mykjunesi, f: Flosi 966, Brunn- um, m: Kolla, Gerðum, eigendur Hross- ar.s.b. Suðurl. og Bún.s.b. A-Skaft., bygg- ing: 7,85, hæfileikar: 8,46, aðaleink.: 8,15. 2. Teigur. frá Húsatóftum, f: Gáski 920, Hofsstöðum, m: Dáð 5346, Húsatóftum, eigandi Þorsteinn Vigfússon, Húsatóftum, b: 8,30, h: 8,00, a: 8,15. 3. Freyfaxi frá Þóreyjamúpi, f: Mökkur, Þóreyjamúpi, m. Lýsa 6316, Þóreyjarnúpi, eigandi Guðrún Bjamadóttir, Þóreyjarnúpi, b: 7,88, h: 8,31, a: 8,09. Stóðhestar 5 vétra. 1. Andvari frá Ey I, f: Orri, Þúfu, m: Leira, Ey, eigandi Karl Halldórsson, b: 8,33, h: 8,40, a: 8,36. 2. Elri frá Heiði, f. Hrafn 802, m: Selja, , Hreðavatni, eigandi Páll Melsted, b: 8,03, h: 8,8,46, a: 8,24. 3. Faldur frá Tóftum, f: Angi 1035, Laugar- vatni, m: Hrísla, Laugarvatni, eigandi Bjarkar Snorrason, Tóftum, b: 8,28, h: 8,11, a: 8,19. Stóðhestar 4 vetra. 1. Ásaþór frá Feti, f: Kraflar, Miðsitju, m: Ásdís, Neðra-Ási, eigandi Brynjar Vilmund- arson, b: 8,18, h: 7,77, a: 7,97. 2. Ögri frá Sauðárkróki, f: Angi 1035, Laug- arvatni, m: Ösp 5454, Sauðárkróki, eigandi Árni Árnason, Noregi, b: 8,00, h: 7,56, a: 7,78. 3. Nökkvi frá Hafnarnesi, f: Stormur, Bjarnanesi, m: Blökk, Hafnamesi, eigandi Jón Ófeigsson, b: 7,60, h: 7,81, a: 7,71. Hryssur 6 vetra og eldri: 1. Sabína frá Vatnsleysu, f: Hrafn 802, m: Albína 5677, Vatnsl., eigandi Bjöm Frið- rik Jónsson, Vatnsleysu, b: 7,98, h: 8,47, a: 8,22. 2. Hörn frá Glæsibæ, f: Otur 1050, Sauðár- króki, m: Kolfreyja 5231, Glæsibæ II, eig- andi Ólafur Einarsson, Torfastöðum, b: 7,73, h: 8,44, a: 8,08. 3. Halastjama frá Rauðuskriðu, f: Þokki, Kílhrauni, m: Gná 5268, Syðra-Fjalli, b. 7,80, h: 8,36, a: 8,08. Hryssur 5 v. 1. Ófeig frá Þúfu, f: Orri, Þúfu, m: Rák, Þúfu, eigandi Indriði Ólafsson, Þúfu, b. 7,90, h: 8,14, a: 8,02. 2. Embla frá Búðarhóli, f: Flugar, Flugu- mýri, m: Melkorka 6632, S-Heiði, eigandi Fél.búið Búiðarh., b: 7,70, h: 8,34, a: 8,04. 3. Tyrkjasól frá Valþjófsstað II, f: Seimur, Viðivöllum fremri, m: Gletta, Valþjófsstað II, eigandi Helga Vigfúsdóttir, Valþjófsstað II, b: 7,73, h: 8,30, a: 8,01. Hryssur 4 v. 1. Gígja frá Þóroddsstöðum, f: Hrafn 802, m: Gltma 6152, Laugarvatni, eigandi Magn- ús Trausti Svavarsson, Hlemmiskeiði la, b: 8,13, h: 7,76, a: 7,94. 2. Þruma frá Litlu-Sandvík, f: Kjarval 1025, Sauðárkróki, m: Litla-Svört 4216, Reykjum, eigandi Óli Pétur Gunnarsson, Litlu-Sand- vík, b: 7,83, h: 8,03, a: 7,93. 3. Þöll frá Vorsabæ II, f: Hrafn 802, m: Litla-Jörp, Vorsabæ II, eigandi Magnús Trausti Svavarsson, Hlemmiskeiði la, b: 8,03, h: 7,80, a: 7,91. í kvöld Knattspyrna Bikarkeppni kvenna Kaplakriki: FH - Haukar........20 3. deild Leiknisv.: Leiknir - Höttur....20 Neskaupst.: Þróttur - Selfoss..20 Þoriáksh.: Ægir - Dalvík.......20 4. deild Ármannsv.: Ármann - Víkingur Ó.20 Seyðisíj-iHuginiLr.LIMFL.......20 HESTAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.