Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Mikilvægur sigur hjá Fram „ÞETTA var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og ég er ánægður og tel okkur á réttri leið," sagði Magnús Jónsson þjálfari Fram eftir að lið hans hafði sigrað Breiðablik 1:0 í fjórðu umferð 1. deildar. Þetta var fyrsti sigur Fram, og má segja að heppnin hafi verið fylgifiskur liðsins að þessu sinni því Blikar áttu að minnsta kosti annað stigið skilið. Leikurinn var ekki vel leikinn, en þó sáust nokkrir ágætir kaflar. Atli Einarsson fékk fyrsta færi leiks- gBm ins eftir 20 mínútur, Skúli Unnar og frekar tvö en eitt. Sveinsson Fyrst var varið frá skrifar honum og svo hitti hann ekki boltann. Þetta var eina færi Fram í fyrri hálf- leik en Blikar fengu fjögur færi og skoruðu úr einu, en dæmd var rang- stæða, sem virtist vægast sagt vafa- söm. Blikar voru heldur sprækari síðari hluta fyrri hálfleiks en jafnræði var framan af leiknum. Magnús gerði breytingar í leikhléi, Pétur Marteins- son fór af leikvelli, enda veikur, og Valur Fannar Gíslason fór í vörnina í hans stað. Nökkvi Sveinsson kom inná og fór á miðjuna og Þorbjörn Atli færði sig framar þannig að þrír voru í sókninni. Við þetta urðu mikl- ar breytingar á leik Fram, Nökkvi vann vel á miðjunni og vörn Fram virkaði traustari. „Pétur var veikur og þess vegna varð ég að taka hann útaf. Mér fannst við leika betri bolta í fyrri hálfleik en þeim síðari, en það varð hugarfarsbreyting hjá okkur og það skilaði sér í betra spili," sagði Magnús. Hvort lið fékk þrjú umtalsverð marktækifæri í síðari hálfleik, Fram- arar fyrstu þrjú og skoruðu úr einu, því síðasta, og Blikar næstu þrjú en tókst ekki að skora. Besta færið fékk Þórhallur Hinriksson er hann fékk fallega sendingu frá Arnari Grétars- syni inn fyrir vörn Fram. Birkir hik- aði og bakkaði svo í stað þess að koma út fyrir teiginn og sparka frá. Þórhallur komst einn gegn honun en Birkir gerði vel að verja skot hans. Bæði lið eiga að geta leikið miklu betur, alla vega þannig að boltinn gangi oftar en tvisvar milli sam- herja. Birkir stóð fyrir sínu í mark- inu, Valur Fannar var traustur, sér- staklega í síðari hálfleik, Þorbjörn Atli var sprækur, Ríkharður dugleg- ur og Nökkvi hleypti lífí og fjöri í leik liðsins. Hjá Blikum stóð Card- aklija sig vel, en markið var klaufa- legt, Kjartan er ungur og bráðefni- legur og stóð sig vel ásamt Gústafi í vörninni. Arnar var ágætur, en hafði sig of lítið í frammi í sókninni í fyrri hálfleik og Antony Karl vann vel frammi. 1-0 JFramarar fengu aukaspymu á 67. mínútu, utan við miðjan vitateig BMka, tæplega 25 metra frá marki. Ath' Helgason og Kflt- harður Ðaðason stöðu yfir boltanum. Ríkharður spyrnti knettinum í gegnum vamar- vegginn og beint f fang Card- aklija markvarðar, sem hálf- greip knöttinn en missti hann síðan klaufalega inn fyrir markl- ínuna. Fram - Breiðablik 1:0 Morgunblaðið/Golli RATISLAV Lazorik og Kristján Jónsson kljást um boltann í leiknum í gær. Magnús Jónsson þjálfarl Fram, og fyrrum aðstoðarþjálfari hjá Bllkum, var að vonum ánægður með slgurinn. Ekki upp á marga fiska í Keflavík ÞAÐ var rislítill leikur sem leikmenn Keflavíkur og IBV buðu um 600 áhorfendum upp á í Keflvík í gærkvöldi og er til efs að áhorf- endum hafi verið boðið upp á lakari leik á þessu vori. Mestan hluta leiksins gekk boltinn á milli liðanna sitt á hvað án þess að vitrænn leikur væri sýnilegur og marktækifæri voru sárafá. Keflvíkingar skoruðu eina mark leiksins ífyrri hálfleik og gerðu Eyjamenn fátt til þess að ógna sigri þeirra. hýrna yfir leiknum í síðari hálfleik eftir að þjálfarar liðanna höfðu Eins og í leiknum gegn Val í þriðju umferð hófu leikmenn Ivar Benediktsson skrifar Keffavíkur ieikinn af krafti, gerðu nokkurn usla í vörn ÍBV og voru nálægt því að skora í tví- eða þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Síð- an leystist leikurinn meira og minna upp í háloftaspyrnur. Leikmenn sendu liða á milli og oft á tíðum leit út fyrir að leikurinn væri í ein- hverri neðri deild. Eyjamenn léku ómarkvissan sóknarleik og miðju- mennirnir voru mjög staðir. Kefl- víkingar sem stilltu upp liði sínu með þremur sóknarmönnum tókst ekki að fylgja því eftir vegna þess hversu miðjumenn þeirra voru áhugalausir. Þeir sem vonuðu að heldur myndi messað yfír ieikmönnum í hálfleik urðu eflaust fyrir vonbrigðum. Marktækifæri voru fá og hægt að telja þau á fingrum annarrar hand- ar og allt hungur vantaði. Ef eitt- hvað var vérsnaði leikurinn frekar en hitt. Eyjamenn reyndu að byggja upp pressu en það var meira af vilja en mætti. Rútur Snorrason átti langskot yfir mark Keflavíkur á 63. mínútu og var það eina veru- lega ógnun við Ólaf og Keflavíkur- markið. Keflvíkingar fengu eitt færi sem talist gat hættulegt og það var þegar Ragnar Margeirsson lék í gegnum vörn ÍBV á 76. min., sendi á Óla Þór sem framlengdi á Róbert Sigurðsson og hann skaut fast að markinu frá markteig, en Friðrik Friðriksson varði snilldar- lega í marki ÍBV. ¦ Keflvíkingar geta hrósað happi með þennan sigur því þeir léku illa, en happ þeirra var að andstæðing- urinn var alveg út á þekju. Því voru þessi stig mjög ódýrt fengin en eflaust þeim mun dýrmætari. Óskandi er hins vegar að bæði lið hafi nú tekið út lélega leikinn sinn í sumar og þau veiti sjálfum sér og áhorfendum meiri skemmtun í næstu umferðum. Vert er fyrir Eyjamenn að hafa áhyggjur því leikgleði og vilja vantar til þetri verka meðal leikmanna. 1>^\Kjartan- Einarsson ¦ Utók aukaspyrnu fyrir Kefkwík á 28. mínútu vinstra megin á miðjum vallarhelmmgi ÍBV. Hann sendi lága og fasta sendingu inn í miðjan vítateig ÍBV þar sem Marico Tanasic var einn og övaldaður og skall- aði í fjærhornið framhjá Friðriki Friðrikssyni markverði ÍBV. Laugardalsvöllur, Islandsmótið í knatt- spyrnu, 4. umíerð í 1. deild karla, fimmtu- daginn 15. júní 1995. Aðstæður: Logn, þungbúið og nlu gráðu hiti. Laugardalsvöllur ljótur. Mark Fram: Rfkharður Daðason (67.). Gult spjald: Framararnir Valur Fannar Gíslason (72.) og Ágúst Ólafsson (89.) báð- ir fyrir_ brot. Blikarnir Kjartan Antonsson (41.), Ásgeir Halldórsson (55.) og Willum Þór Þórsson (75.) allir fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 713. Dómari: Gísli Guðmundsson. Góður. Línuverðir: Egill Már Markússon og Sig- urður Friðjónsson. Fram: Birkir Kristinsson - Ágúst Ólafsson, Pétur H. Marteinsson (Nökkvi Sveinsson 46.), Kristján Jónsson, Gauti Laxdal - Þor- björn Atli Sveinsson, Valur Fannar Gísla- son, Atli Helgason, Steinar Guðgeirsson (Hólmsteinn Jónasson 76.) - Atli Einarsson (Haukur Pálmason 90.), Ríkharður Daða- son. Breiðablik: Harjudin Cardaklija - Ásgeir Haildórsson, I^jartan Antonsson, Gústaf Ómarsson - Ulfar Óttarsson (Arnaldur Loftsson 88.), Willum Þór Þórsson, Arnar Grétarsson, Gunnlaugur Einarsson (Guð- mundur Guðmundsson 68.), J6n Þ. Stefáns- son (Þórhallur Hinriksson 74.) - Antony Karl Gregory, Rastislav Lazorik. Keflavík-ÍBV 1:0 KeOavík: Aðstæður: Andvari í upphafi leiks og orðið logn undir leikslok, 6 gráðu hiti. Völlurinn all þokkalegur. Mark Keflavíkur: Marko Tanasic (28.). Gult spjald: Róbert Sigurðsson, Keflavík (59.) - fyrir brot, Jón Bragi Arnarson, ÍBV (66.) - fyrir að verjast með hendi, Ragnar Margeirsson (70.) - fyrir að vera of nálægt andstæðingi þegar aukaspyrna var fram- kvæmd. Rautt spjald: Enginn Dómari: Sæmundur Víglundsson átti góðan leik. Línuverðir: Guðmundur J. Jónsson og Kristinn Jakobsson og stóðu þeir sig einnig með prýði. Áhorfendur: 600. Keflavik: Ólafur Gottskálksson - Kristinn Guðbrandsson, Karl Finnbogason, Hjálmar Hallgrímsson, Helgi Björgvinsson - Róbert Sigurðsson, Eysteinn Hauksson, Marko Tanasic - Kjartan Einarsson, (Sverrir Sverr- isson 71.), Oli Þór Magnússon, (Guðmundur Oddsson 89.), Ragnar Margeirsson, (Unnar Sigurðsson 86.). ÍBV: Friðrik Friðriksson - Friðrik Sæbjörns- son, Dragan Monoljovic, Jón Bragi Arnar- son, Hermann Hreiðarsson - Rútur Snorra- son, ívar Bjarklind, (Bjarnólfur Lárusson 45.), Ingi Sigurðsson, Steingrímur Jóhann- esson, (Kristján Georgsson 86.) - Leifur Geir Hafsteinsson, Tryggvi Guðmundsson, (Þórir Ólafsson 69.). Fj. lelkja U J T Mörk Stlg IA 4 4 0 0 8: 1 12 KR KEFLAVIK 4 4 3 0 1 7:4 3: 2 9 7 2 1 1 FH 4 2 0 2 6: 6 6 BREIÐABUK 4 2 0 2 5: 6 6 IBV 4 1 1 2 10: 5 4 FRAM 4 1 1 2 2: 7 4 VALUR 4 1 1 2 5: 12 4 LEIFTUR 4 1 0 3 7: 7 3 GRINDAVIK 4 1 0 3 5: 8 3 Birkir Kristinsson, Valur Fannar Gíslason, Þorbjðrn Atli Sveinsson, Rfkharður Daðason og Nökkvi Sveinsson, Fram. Kjartan Ant- onsson, Gústaf Ómarsson, Arnar Grétars- son og Anthony Karl Gregory, Breiða- bliki.Friðrik Friðriksson, Friðrik Sæbjörns- son, Dragan Monoljovic, Rútur Snorrason, ÍBV. Ólafur Gottskálksson, Róbert Sigurðs- son, Marko Tanasic, Kristinn Guðbrands- son, Kjartan Einarsson, ÍBV. Bikarkeppni kvenna Dalvik - Leiftur........................................1:3 3. deiíd Völsungur-BÍ................................¦......1:1 Ásgeir Baldursson - Rúnar Geir Guðmunds- son. 4. deild Grótta - ÍH..............................................4:2 Njarðvík - Reynir S..................................2:3 Hvöt - Neisti H........................................6:0 Magni - KS..............................................2:4 SM - Þrymur............................................9:0 GG - Léttir...............................................3:4 KBS - Neisti D.........................................5:2 Sindri - KVA...........................................2:1 Smástund - Ökkli..............................frestað HM kvenna - undanúrslit: Noregur - Bandaríkin...........................1:0 Ann Kristin Aarones (11.). 2.893. Þýskaland - Kína.....:............................. 1:0 Bettina Wiegmann (79.). 3.629 ¦Það verða því Þýskaland og Noregur sem leika til úrslita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.