Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 1
ff^o^jfmiífUú^ MEIXIIMIIMC LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 17. JUNI 1995 BLAÐ c Óskynsamlegt að hafa kvikmynda- iðnaðinn í svelti DAG Alvberg, nýr framkvæmda- stjóri Norræna kvikmynda- og sjón- varpssjóðsins, var hér á landi í vik- unni að kynna íslenskum kvik- myndagerðarmönnum áherslubreyt- ingar í stjórnun sjóðsins og um leið að kynna sér íslenska kvikmynda- gerð. Að sögn Bryndisar Schram, fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs ís- lands, eru breytingar Alvebergs á starfsemi norræna sjóðsins einkum fólgnar í því að færri fá styrki en hingað til hefur tíðkast en hærri upphæðir koma hins vegar í hlut hvers styrkþega. „Þannig er ætlunin að reyna að leggja meira upp úr gæðum en magni í framleiðslu nor- rænna kvikmynda en hingað til hef- ur verið gert. Nú verða styrkirnir heldur ekki veittir samkvæmt kvóta Framkvæmda- stjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins í heimsókn til hvers aðildarlands sjóðsins; bestu verkin verða styrkt burt séð frá því hvaða landi þau tilheyra. Einnig verða styrkir sjóðsins ekki eingöngu veittir til framleiðslu á verkum held- ur í sumum tilfellum til markaðs- setningar og dreifingar. í haust verður svo ráðinn markaðsfulltrúi á vegum sjóðsins til að aðstoða nor- ræna kvikmyndagerðarmenn við að koma verkum sínum á framfæri." Bryndís segir að Alvberg hafí fundist mikið til um íslenska kvik- myndagerð. „Hann var heillaður af atorkunni og frumkvæðinu sem ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn hafa þrátt fyrir að þeir hafi litla peninga úr að moða. Sagði hann þennan kraft einnig einkenna danska kvikmynda- gerðarmenn en af öðrum Norður- löndum hafði hann lítið að segja, sennilega vegna þess að þar fá menn fulla styrki frá ríkinu til framleiðslu á kvikmyndum. í ljósi þessa var Alvberg mjög hissa á afstöðu ís- lenskra stjórnvalda til kvikmynda- iðnaðarins hérna og taldi mjög óskynsamlegt að hafa hann í svelti larígtímum saman, þau ættu miklu frekar að reyna að virkja þennan kraft því þar lægi vaxtarbroddur- inn." Ballettstjórar koma og fara Kaupmannahðfn. Morgunblaðið, SAMA DAG og Peter Schaufuss ballett- stjóri Konunglega danska ballettsins var leystur frá störfum var tilkynnt um ráðn- ingu Frank Andersens, forvera hans í Kaupmannahöfn, að ballett Konunglegu sænsku óperunnar. Báðir ballettstjórarnir eru fyrrverandi dansarar heima og heiman og meðan Schaufuss hefur átt storma- saman feril erlendis sem ballettstjóri hefur Frank Andersen átt öllu farsælli en minna áberandi feril. Það kemur fæstum á óvart að Peter Schaufuss lætur nú af störfum, tæpu ári eftir að hann tók við Konunglega balletin- um, því undanfarna mánuði hefur ekki skort á fréttir um samstarfsörðugleika hans bæði við Michael Christiansen leik- hússtjóra og við ballettflokkinn. Dansar- arnir kvarta yfir skyndiákvörðunum og breytingum á verkefnaskrá, sem gefi þeim ónóg tækifæri. Leikhús- stjórinn hefur verið fátalaður um samstarfið, en í vor birtist ljósmynd í einu dagblaðanna frá blaðamanna- fundi leikhússtjórans og ballettstjórans, þar sem þeir sneru nánast baki hvor í annan. Hún þótti bera vitni um litla kærleika þeirra í milli. Það vantaði þó ekki fyrirheitin og væntingarnar, þegar Schaufuss tók við. Hann ætlaði að taka upp meira samstarf við aðra dansflokka í Danmörku og PETER Schaufuss efla nútímayfirbragð flokksins, eins og hann sagði í viðtali sem birtist við hann í Morgunblaðinu síðastliðið haust. Sjálfur er hann dansahöfundur og næsta vetur sýnir Konunglegi ballettinn verk eftir hann. Hann varð ballettstjóri í London Festival Ballet eftir glæsilegan dansferil, en tók síðan við ballett Berlínaróperunnar, auk þess að semja balletta. Hæfni hans á því sviði er þó umdeild og síðustu verk hans hjá Berlínarballetinum hlutu slaka dóma. Einnig hefur stjórnunarstíll hans verið umdeildur. Frank Andersen er einnig fyrrum dans- ari, dansaði mest heima fyrir og var ballett- stjóri í níu ár á undan Schaufuss. Hann var látinn fara, því þó flokkurinn hafi blómstrað undir hans stjórn vildi stjórn leikhússins fá nýjan mann og ferskar hugmyndir. Eft- ir árshlé, þar sem hann hefur sett upp sýningar og lesið viðskiptafræði er hann að vonum í sjöunda himni að fá nú aftur tækifæri til að stjórna ballettflokki. Sænski ballettinn er stór flokkur með 75 dönsurum. Sænski ballettinn er einn af gömlu ballettunum í Evr- ópu, rétt eins og sá danski, og einnig þar starfaði á síðustu öld Bournonville-fjölskyldan, sem hefur sett svo sterkan svip á danska flokkinn. The Royal Shakespeare Company hættir starfsemi í London Verður leikhús allra Breta í FRÆGUM þætti sjónvarps- myndaflokksins „Já, forsætis- ráðherra", leggur ráðherrann til að þjóðleikhúsið breska verði sannkallað þjóðleikhús og flytji aðsetur sitt frá London. Leikhús- ið er á sínum stað en hins vegar bendir allt til þess að The Royal Shakéspeare Company muni hætta að starfa í London og starfa eingöngu í Stratford-on- Avon. Búast má við að þessi ákvörðun muni valda miklu fjaðrafoki, nú þegar hafa stjórn- endur Barbican-Iistamiðstöðvar- innar, harmað ákvörðunina. Það er listrænn stjórnandi leikfélagsins, Adrian Noble, sem stendur að baki ákvörðuninni en hann tók við leikfélaginu fyrir fimm árum. Frá árinu 1959 hef- ur það haft aðsetur sitt á tveim- ur stöðum, í London og Strat- ford-on-Avon. Leikfélagið hefur staðið í áralangri baráttu til að fá bættan húsakost sinn í Lond- on; sviðin í Barbican-listamið- stöðinni voru sérstaklega hónn- uð og byggð með leikhúsið í huga og það hefur hlotið millj- óna punda styrki frá borgarráði London og listaráði borgarinnar. Gert er ráð f yrir að sex mán- uði ársins verði svokölluð vetrar- hátíð í London, þar sem settar verði upp uppsetningar frá Stratford en hinn helming ársins verði ekkert sýnt í höfuðborg- inni. Allt árið verði sýning- ar í Strat- ford, sýnt verði einn mánuð á ári í Newcastle eins og hingað til, auk HVER verða viðbrögð leikara félagsins? Mynd úr sýningu RSC á Hamlet; Kenneth Bran- agh og Joanne Pearce í hlut- verkum Hamlets og Ófelíu. þess sem leikhúsið mun koma sér upp aðsetri í tveimur borgum til viðbótar og ferðast til staða sem hingað til hafa verið afskiptir, svo sem Skotlands og Wales. í The Independent'.segir að þetta sé ákveðnasta yfirlýsingin sem fram hafi komið um að London geti ekki lengur verið miðpunktur alls hins besta í bresku listalifi. Sjálfur segir Noble það mestu máli skipta að leikhúsið sýni að það sé raun- verulega leikhús þjóðarinnar allrar. AUir eigi að hafa jafnan aðgang að því. Næsta skrefið liljóti nú að vera að ná niður miðaverðinu, þar sem kostnað- ur við að sækja leiksýningar muni aukast fyrir m.-irga, t.d. Lund- únabúa. ADRIAN Noble, list- rænn stíórn- andi Royal Shakespeare Company, hefur tekið djarfa akvörðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.