Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Eínn listamaður á íbúa Morgunblaðið/Jón Özur ALDA Signrðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir Ævisögur listamanna Gullkistan er heiti á 16 daga listahátíð sem hefst í dag, 17. júní, á Laugarvatni, með ræðu- höldum, skrúðgöngu og gjörningum. Jón Ozur Snorrason kynnti sér dagskrá hátíðarinnar og hitti hugmyndasmiðina Öldu Sigurðardóttur og Kristveigu Halldórs- dóttur að máli. í GULLKISTUNNI verða sýnd myndverk af ýmsu tagi eftir 104 myndlistarmenn: málverk, skúlp- túrar, verk unnin í rými og vídeó- verk, svo nokkuð sé nefnt. Einnig verða fernir tónleikar á hátíðinni, þijú leikrit verða sýnd og ljóðadag- skrá með skáidum sem búið hafa og starfað á Laugarvatni. Sýning á sögu skólasetursins Laugarvatns verður opin alla daga og herbergi tileinkað Halldóri Laxness. Aðspurðar segja þær Alda og Kristveig að það hafi fyrst og fremst verið áhugi á myndlist, sem rak þær af stað, en báðar eru þær menntaðar á því sviði. „Við byrjuð- um með þá hugmynd að fá kannski tuttugu myndlistarmenn 'til að halda sýningu í gamla Héraðs- skólahúsinu, en smátt og smátt óx sú hugmynd í höndum okkar. Nú er svo komið að fjöldi listamanna sem tekur beinan þátt í listadögun- um er jafnhár íbúatölu Laugar- vatns, þannig að það má segja að það sé einn listamaður á hvern íbúa. Héraðsskólahúsið sem Guðjón Samúelsson teiknaði á sínum tíma er í senn reisulegt og mjög merki- legt í íslenskri byggingarlistasögu en samt er húsinu mjög illa við haldið. Okkur fannst þörf á því að „lífga“ húsið við og finna því verð- ugt verkefni. Við höldum að list- sköpun, í hvaða mynd sem er, sé leið til þess.“ En eitthvað hlýtur svona við- burður að kosta í peningum, Hvern- ig hafið þið fjármagnað dæmið? Við höfum leitað til fyrirtækja og stofnana um stuðning og á því byggjum við fjárhagslega afkomu þessara daga, ef svo mætti að orði komast. Við höfum lagt metnað okkar í vandaða sýningarskrá og veggspjald og erum þeirrar skoðun- ar að það hafí tekist. Svo höfum við starfað eftir þeirri meginreglu að þeir listamenn sem taka hér þátt fá ekkert greitt nema það sem þeir afla sjálfir. Ef um aðgangs- eyri er að ræða rennur hann til listamannanna sjálfra. Þetta er ekkert gróðafyrirtæki ef þú ert að fiska eftir því, nema hægt sé að mæla gróða á annan veg, í list- rænni sköpun. Þannig að áhugi listamanna og vilji til að gera eitthvað er sá gróði sem þið byggið á? Já, áhuginn virðist vera marg- faldur miðað við það sem við áttum von á. Laugarvatn er reyndar eng- inn höfuðstaður lista í landinu en samt vel í sveit sett. Hingað kem- ur fjöldi fólks á sumrin, enda er sveitin hérna í kring undirlögð af sumarbústöðum og stutt á Þing- velli, Geysi og Gullfoss. Það sem hefur vantað er að fólk geri sér nákvæmlega erindi hingað, á Laugarvatn og njóti þess sem stað- urinn hefur upp á að bjóða. Þörfin á fijálsri listsköpun virðist líka vera ríkulega fyrir hendi. Lista- menn eiga oft erfitt með að útvega sér húsnæði í Reykjavík án mikils kostnaðar, þannig að þessi hug- mynd hefur svo sannarlega sannað gildi sitt. MARGAR athyglisverðar ævisög- ur hafa komið út á undanförnum vikum í Bretlandi. Þær hafa vissu- lega fengið misjafna dóma en vekja án efa forvitni einhverra lesenda hér á landi. Það sem þær eiga sameig- inlegt er að fjalla um listamenn, lif- andi og látna. Fyrstar skal telja ævisögur tveggja látinna stórleikara, þeirra Laurence Olivier og Michael Redgrave. Það eru synir leik- aranna sem skrifa að feðrum sín- um látnum en bækurnar eiga ekki margt annað sameiginlegt að sögn Financial Times. í nýlegum dómi um bækurnar segir að bók Corins Redgrave, „Mic- hael Redgrave: My Father", sé fallega skrifuð til- raun til að út- skýra og aukh þekkingu manna á hinum marg- brotna persónu- leika og mikla listamanni, föður hans. Bók Ric- hards Olivier „Shadow of the Stone Heart: A Search for Manho- od“ sé af öðrum toga spunnin, hún lýsi einkum sjálfsleit höfundarins, sem sé sprottin af því að hann hafi ekki getað syrgt föður sinn, sem hafi látið soninn að mestu afskiptalausan. Rithöfundarnir Kingsley Amis, Jeffrey Archer og Angus Wilson eru einnig teknir fyrir í ævisögum. Bókin um rithöfundinn og stjórn- málamanninn Archer, „Stranger than fiction" þykir of löng (456 síður) og að höfundurinn, Michael Crick, fari silkihönskum um við- fangsefni sitt. Hins vegar virðast gagnrýnendur sammála um að líf Archers eigi vel heima á bók. Sagði gagnrýnandi The Daily Te- legraph að líf Archers væri ævin- týralegra og ótrúlegra og mun læsilegra en bækur hans. Eric Jacobs, sem skrifar ævi- sögu Kingsley Amis, þykir leita á sömu mið og Amis sjálfur í endur- minningum sínum sem komu út árið 1991. Er bók Jacobs sögð dæmi um gott hand- bragð en að fátt bitastætt sé að hafa í henni. Gagnrýnendur segja Margaret Drabble, sem skrifar ævisögu Angusar Wilsons, ekki falla í þessa gryfju. í Observer segir að ólík- legt sé að betur verði gert við Wilson og að ástæðan sé sú áhersla sem lögð sé á ástarsamband hans við Tony Garrett til fjölmargra ára en Garret var bílstjóri Wil- sons, aðstoðaði hann við skriftir og hjúkraði honum síðustu árin. Sú ævisaga sem mesta athygli hefur vakið er þó án efa bók Johns Traills um fornleifafræð- inginn Heinrich Schliemann, sem fullyrti að hann hefði fundið Tróju. Æ fleiri hafa á undanförn- um árum orðið til þess að draga upp ófagra mynd af Schliemann, sagt hann fúskara og lygara, sem hafi látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Bók Traills er þar engin undantekning en hún kallast „Schliemann of Troy: Tre- asure and Deceit". Þar er m.a. fullyrt að í raun hafi það verið Bandaríkjamaður, Frank Calvert, sem hafi fundið Trjóju en Schlie- mann eignað sér heiðurinn. Þá segir Traill að Schliemann hafi fært til fornmuni, smyglað þeim úr landi, logið til um samskipti sín við ýmsa þekkta menn og breytt munum sem hann fann, t.d. dauðagrímu Agamemnons, sem Schliemann hafi bætt yfirva- raskeggi á. Jeffrey Archer. Kingsley Amis. Linnulaus afmælisveisla Fiðluleikarinn Itzhak Periman verður fímm- tugur í ár og af því tilefni heldur hann 100 tónleika á afmælisárinu, víðs vegar um heim. í DAG er miðvikudagur og því hlýtur þetta að vera Holland. Það er einn fremsti fíðluleikari heims, Itzhak Perlman, sem ályktar svo en hann hefur verið á ferð og flugi um heiminn í tilefni fimmtugsaf- mælis síns. Hann bar meðal ann- ars niður í Hollandi, þar sem blaða- maður The Daily Telegraph hitti hann skamma stund. Kvöldið sem Perlman hélt tónleika í Amsterd- am, þá fyrstu í tíu ár, var áheyr- endum vissulega ógleymanlegt. I augum Perlmans var hins vegar aðeins um enn eina tónleikana að ræða í yfirfullri dagskrá. Á þessu ári er fyrirhugað að Perlman komi fram á 100 tónleik- um. Hann er gyðingur og kemur því hvorki fram á föstudagskvöld- um né stórhátíðum gyðinga. Niður- staðan er því tónleikahald þriðja hvem dag. Þegar teknar era með í reikninginn æfingar og upptökur, gefst Perlman vart tími til þess að pakka niður í tösku og koma sér á áfangastað. „Ég hef alltaf stært mig af því að hafa vitað hvað ég vildi gera og hvað ekki. I ár mistókst þetta - hrapallega,“ segir hann. Ekki varð hins vegar ráðið við aðdáendur Perlmans, sem kröfðust þess að hann „héldi upp á“ fímm- tugsafmæli sitt. „Fólk spyr: Hvað ætlar þú að gera í tilefni afmælis- ins?, í stað þess að segja: Hvað getum við gert fyrir þig á afmæl- inu,“ tautar fíðluleikarinn. Erfítt að segja nei Dagskráin leit ekki illa út í upphafi árs en svo komu óskir sem ekki var hægt að neita, svo sem frá ísraelsku fílharmóníunni sem hugði á Indlands- og Kínaför, undir stjórn Zubin Methas. Þá gat Perlman ekki neitað því að koma fram á tónleikum í Berlín ásamt Daniel Barenboim og sellóleikar- anum Yo-Yo Ma. „Ef ég hefði beðið þá um að fresta tónleikun- um, hefði það l»ytt töf upp á fjög- ur til fimm ár.“ Og það gekk ekki. En þrátt fyrir að Perlman barmi sér, býr ekki full alvara að baki og þegar boginn snertir strengina virðist það gerast átakalaust, hann leikur af gleði, nákvæmni og ör- yggi. Margir hafa velt því fyrir sér hvemig honum takist að nálgast viðfangsefni sín af áhuga og án þess að finna fyrir leiða. „Það hlýt- ur að vera takmark allra þeirra sem stefna hærra,“ segir hann. „Hættan er sú að menn skipti yfir á sjálfstýringuna og láti þar við sitja. En svo lengi sem menn átta sig á sjálfri tónlistinni, njóta þeir þess að heyra alltaf eitthvað nýtt í verkum sem þeir þekkja vel. Ég sæki innblástur í allt sem ég heyri. Það verður á góðum degi til þess að ég hugsa sem svo; þessi laglína hefur verið leikin eins í hundrað ár en í kvöld ætla ég að breyta örlítið til. Þetta er hins vegar ekki alltaf jafn auðvelt.“ Og þegar innblásturinn er víðs ijarri? „Maður spilar engu að síð- ur. Þetta er starf mitt og það skipt- ir ekki máli hvar ég er, ég verð að standa mig. Stundum gengur samvinnan við manninn á hljóm- sveitarpallinum illa og þá hugsa ég sem svo að ég þurfi aðeins að vinna með honum í þetta eina skipti. Stundum hefur mig langað til að strunsa út af sviðinu. En svo eru þeir stjórnendur til sem gera allt þetta erfiði einhvers virði.“ Vellauðugur Þegar hljóðfæraleikarar era beðnir að nefna besta núlifandi fiðluleikara heims, kemur nafn Perlmans oftast upp. Hann þénar mest allra fiðluleikara, fær um 45.000 dali (2,8 milljónir ísl. kr.) fyrir hveija tónleika. Sé þetta margfaldað með 100 tónleikum á ári og 4 milljónum dala fyrir sölu á geisladiskum, er útkoman vel- lauðugur maður sem á sérhannað íbúðarhús á Manhattan og sveita- setur í Hamptons. Hann berst hins vegar ekki á og leggur á það áherslu að halda tengslunum við upppruna sinn. Perlman er sonur Pólskra gyð- inga sem fluttu með hann ungan til Palestínu sem þá var undir stjórn Breta. Hann hóf að leika á fiðlu þegar hann var þriggja ára en fékk lömunarveiki ári síðar. Hefur hann gengið við hækjur síð- an. Þegar Perlman var þrettán ára kom hann fram með lítilli útvarps- hljómsveit. Umboðsmenn sáu þeg- ar hversu efnilegur piltur var þar á ferð og komu honum á framfæri í bandaríska sjónvarpsþættinum „FÓLK spyr: Hvað ætlar þú að gera í tilefni afmælisins? í stað þess að segja: Hvað get- um við gert fyrir þig á afmæl- inu?“ tautar Itzhak Perlman. Ed Sullivan Show. Hann hóf nám í Juillard-tónlistarskólanum hjá Dorothy DeLay. í skólanum kynnt- ist hann ungri stúlku, Tony Fried- lander og kvæntist henni. Þau hafa nú verið gift í þijá áratugi og eiga fimm börn. Perlman er sagður maður til- finningaríkur og vinur vina sinna. Hann segist hrifnastur af því að koma fram með fólki sem hann hefur þekkt svo áratugum skiptir; svo sem Ashkenazy, Barenboim, Metha og Lynn Harrell. Ekki fjölmiðlamatur Perlman bar gæfu til þess að vera ekki álitinn undrabam. Hann fékk tækifæri til þess að þroskast sem tónlistarmaður og var orðinn nítján ára þegar honum var boðin vinna í fyrsta sinn. „Aðstæður mínar urðu til þess að veita mér vernd, ekki síst fötlun mín. Þeir voru margir sem töldu að ég myndi ekki þola tónleikahaldið og ferða- lögin, þó að þeir treystu mér fylli- lega til að spila. Fyrsta árið mitt eftir skóla varð ég að sanna mig. Þá hélt ég tólf til fimmtán tón- leika, tuttugu það næsta. Þegar maður hefur fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum er fram- haldið undir manni sjálfum komið. Það sem máli skiptir er það sem heyrist á tónleikunum." Perlman komst hjá því að verða fjölmiðlamatur áður en hann náði að sanná sig. Vinir hans og vanda- menn hvöttu fólk til að koma og hlusta á hann og smám saman náði hann eyram tónlistarunnenda. „Þetta gerist ekki lengur. Nú era fjölmiðlamir og útgáfufyrirtækin á höttunum eftir efnilegum tónlistar- mönnum og séu þeir til, þá finnast þeir. Hættan við þetta er sú að það gefist ekki tími til þess að slaka á, þroskast. Það er undir mönnum sjálfum komið hvort að þeir kom- ast af. Sumum tekst það, öðram ekki.“ Fjölskyldumaður Perlman hafnaði fyrsta atvinnutil- boði sínu þar sem það bar upp á áramót gyðinga. Þá kemur hann ekki lengur fram á föstudagskvöld- um, en þá hefst hvíldardagur gyð- inga og stendur fram á laugardag. Perlman segist verða æ meðvitaðri um uppruna sinn og leggur æ meiri áherslu á að halda gyðinglega siði í heiðri. Þá er hann mikill fjölskyldu- maður, dró mjög úr ferðalögum þeg- ar börnin voru ung og segist sakna þeirra óskaplega þegar hann sé á ferðalögum. Elsta dóttirin, Navah, hefur fetað í fótspor foreldranna og leikur á píanó. En frægðin lætur ekki að sér hæða og Perlman þeytist heims- horna á milli til að koma fram á tónleikum. Hann segir lif sitt svo skipulagt, að hann hafi á tilfinning- unni að hann fari fram úr sjálfum sér. En það er erfitt að segja nei, sérstaklega þegar gamlir vinir eru annars vegar og því verður hann að halda áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.