Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 C SIGLTINN í SÓLARLAGIÐ Bonn. Morgunblaðið. Tunglskinseyjan, ný ópera eftir Atla Heimi Sveinsson og Sigurð Pálsson, verður flutt í Bonn í kvöld í tengslum við íslensku menn- ingarhátíðina í Þýskalandi. Orri Páll Orm- arsson kom að máli við Atla Heimi ytra en tónskáldið er flestum hnútum kunnugt á þessum slóðum. „ÞETTA er ástarsaga og fjallar um elskendur sem hafið skilur að en ná saman að lokum á tunglskins-' eyju, Íslandi, bak við mikinn jökul á breiðum firði og sigla inn í sólar- lagið þar sem er enginn dauði og engin sorg, einungis eilíf ást,“ segir Atli Heimir Sveinsson tónskáld en Tunglsk- inseyjan, glæný ópera eftir hann, við texta Sigurðar Pálssonar, er einn af stærstu við- burðum íslensku menn- ingarhátíðarinnar í Nordrhein-Westfalen. Óperan hefur þegar verið flutt við góðar undirtektir í borgunum Bielfeld og Köln en í kvöld, á sjálfan þjóðhá- tíðardaginn, verður hún flutt í Bonn. Sagan gerist á 8. öid og íjallar um nokkra eyjarskeggja sem sigla á milli fjög- urra eylanda í Norðvestur-Atlants- hafi, Islands, írlands, Orkneyja og Suðureyja. „Sagan hefst einhvers staðar á Suðureyjum en endar á Breiðafirði. írar voru komnir til ís- lands á undan Norðmönnum; ekki bara papar heldur kristnir landn- ámsmenn. Sagan gæti því alveg eins verið sönn en auðvitað er þetta skáldskapur," segir tónskáldið. Atli Heimir og Sigurður sáu sér leik á borði þegar skipuleggjendur menningarhátiðarinnar í Nordr- hein-Westfalen óskuðu eftir fram- lagi frá þeim. Höfðu þeir þá um hríð unnið að óperu og þótti tilvalið að hún yrði frumflutt á hátíðinni. Reyndar bætir Atli Heimir við að dr. Guðmundur Emilsson tónlistar- ráðunautur Ríkisútvarpsins hafi lagt gjörva hönd á plóginn. „Guð- mundur hefur verið helsti hvata- maðurinn að þessu. Hann er vanur maður úr tónlistinni og hefur haft hönd í bagga með gerð verksins auk þess sem hann stjómar hljómsveit- inni. Það að gera óperu er eins og að gera kvikmynd; það hræra marg- ir kokkar í grautnum áður en yfir lýkur. Þannig er reynd- ar öi! leikhúsvinna og í sameiningu hefur okkur tekist að koma þessu í farveg." Falleg ljóð og lýrísk Atli Heimir lætur vel af samstarfinu við Sig- urð. „Hann orti ákaf- lega falleg og lýrísk ljóð og var að auki ein- staklega þolinmóður, sveigjanlegur og gö- fuglyndur. Eg fékk því að hnika til og gera breytingar eftir því sem mér þótti hæfa tónlistinni. Það er nefnilega erfitt að segja til um það fyrir fram hvernig hlutimir eiga að vera.“ Atii Heimir segir að Tunglskins- eyjan sé lítil ópera; samin fyrir fáa söngvara og fáa hljóðfæraleikara auk þess sem ekki sé gert ráð fyrir mikilli umgjörð. „Þessi ópera er ein- hverskonar millistig á milli kamm- ertónleika og leikhúsverks og það á því að vera hægt að flytja hana hvar sem er. Sagan er sögð hægt og rólega eins og tíðkaðist í gamla daga í lítilli baðstofu á löngu vetrar- kvöldi. Frásögnin er ljóðræn og lítið um dramatíska hápunkta." Þrír söngvarar og einn sögumað- ur koma við sögu í sýningunni. Signý Sæmundsdóttir sópran, Ing- veldur Ólafsdóttir mezzosópran og Sigurður Bragason baritón sjá um sönginn en textahöfundurinn sjálf- ur, Sigurður Pálsson, fer með hlut- verk sögumannsins. „Það fengust úrvalssöngvarar og undirbúningur- inn gekk ægilega vel. Ég æfði söngvarana og Guðmundur náði í mjög góða hljóðfæraleikara. Báðir hópar hafa unnið þetta hratt og vel og sýnt mikinn áhuga,“ segir Atli Heimir. Tunglskinseyjan er í tónleikaupp- færslu í Þýskalandi en vegna kostn- aðar var ekki hægt að koma sviðs- uppfærslu á ópemnni í kring. Hljóm- sveitin er hins vegar á sínum stað en hana skipa Auður Hafsteinsdótt- ir, Lin Wei, Herdís Jónsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Guðríður Sig- urðardóttir og Þorsteinn Gauti Sig- urðsson. Vonandi sýnd í Reykjavík „Þetta er dálítið stytt útgáfa af verkinu þar sem hið sýnilega fellur að miklu leyti út. Vignir Jóhannes- son hefur hins vegar sett upp nokk- ur ljós og skreytingar sem gefa þessu skemmtilegan blæ og um leið hugmynd um að þetta er ekki bara konsertverk heldur einnig leikhús- verk,“ segir Atli Heimir. Hann vonar að hægt verði að sýna Tunglskinseyjuna sem fyrst á sviði í Reykjavík en segir að engar ákvarðanir hafí verið teknar þar um. Þá útilokar hann ekki að óperan eigi eftir að verða flutt víðar. Tunglskinseyjan er þriðja ópera Atla Heimis. Aður hefur hann sam- ið Silkitrommuna sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu og Vikivaka sem sýndur var í sjónvarpi á öllum Norð- urlöndunum. Nú um stundir vinnur hann síðan að þeirri fjórðu sem verð- ur væntanlega tilbúin í haust. Sú er samin við texta eftir norskt skáld en Atli Heimir telur of snemmt að fara nánar út í þá sálma. Tónskáldið lýkur lofsorði á fram- lag yfírvalda í Nordrhein-Westfalen til kynningar á íslenskri menningu og fullyrðir að hátíðin hafi mikla þýðingu fyrir ísland. „Þjóðveijar hafa alltaf haft mikinn áhuga á ís- lenskri menningu og reyndar menn- ingu allra þjóðanna fyrir norðan þá. Það er mjög gamalt og upprunalegt og því eðliiegt að við leitum hingað. Þjóðveijar hafa yfírleitt verið fyrstir að uppgötva þá menningu og listir sem komið hafa að norðan og það má eiginlega segja að Þýskaland sé hliðið að meginlandi Evrópu fyrir Norðurlandaþjóðimar." Atli Heimir Sveinsson HÖFUNDAR óperunnar og flytjendur Tunglskinseyj an í Þýskalandi Mótaðist í Þýskalandi Atla Heimi þykir reyndar sérstak- lega ánægjulegt að yfírvöld í Nordr- hein-Westfalen skuli gera íslenskri menningu svo hátt undir höfði en hann lagði á árum áður stund á nám við Tónlistarháskólann í Köln. Segir hann að tilraunir Þjóðveija með raf- tónlist hafí laðað sig að landinu árið 1959 en tónskáldið sótti visku sína á þessum árum meðal annars í brunn Stockhausens, eins helsta brautryðjandans á því sviði. Tónskáldið segir að tónlistin hafí staðið í miklum blóma í Köln á þess- um tíma. „Menn voru að gera merki- lega og nýja hluti sem áttu eftir að móta alla öldina. Ég mótaðist mikið hér og Leifur Þórárinsson, gott tón- skáld og mjög klár maður, skrifaði einhvern tímann að það sem ég hefði fram að færa væri meðal ann- ars mjög sterkur þýskur expressjón- ismi. Þótt ég taki aldrei mark á gagnrýni held ég að þetta hafi ver- ið nokkuð rétt athugað hjá Leifi.“ ÍSLENSKIR tónlistarmenn munu flytja nýja kammeróperu Atla Heimis Sveinssonar og Sigurðar Pálssonar í þrem borgum í Þýska- landi í Bielfeld, Köln og Bonn, dag- ana 14-17 júní. Óperan sem nefnist Tunglskinseyjan er samin í ár. Aðal- sögusvið hennar er eyjarnar írland, Orkneyjar og ísland á 8. öld. Óp- eran fjallar um ástir írsku prinsess- unnar Auðar og Kalmans prins. Einsöngvarar eru Signý Sæ- mundsdóttir, Sigurður Bragason og Ingveldur G. Ólafsdóttir, en Sigurð- ur Pálsson er sögumaður. Verkið er skrifað fyrir einleikskvartett strengjahljóðfæra og þijá hljóm- borðsleikara. Guðmundur Emils- son stjórnar flutningi og Vignir Jóhannsson hannar sviðsbúnað. Óperan er að þessu sinni flutt í styttri og einfaldaðri mynd og ekki sviðsett nema að hluta. Þýska útvarpið í Köln hyggst hljóðrita konsertuppfærslu óp- erunnar og útvarpa henni um Þýskaland. Tunglskinseyjan verð- ur sviðsett síðar í fuilri lengd und- ir stjórn Kristínar Jóhannesdóttir. Lokatónleikar íslenska hópsins verða í þinghúsinu í Bonn 17. júní. Flutningur óperunnar er hluti af viðamikilli Isiandskynningu, sem nú stendur yfir í Þýskalandi. VERK Gauguins, „Ia Orana Maria“ og sjálfsmynd listamannsins. GAUGUIN í RÚSSLANDI í FERRARA á Ítalíu stendur nú yfír sýning á verkum Pauls Gauguins, sem fæst hafa komið fyrir almenningssjón- ir. Verkin eru frá Heritage-safninu í Pétursborg og Pús- hkín-safninu í Moskvu en voru áður í eigu þriggja aðdá- enda málarans. Þrátt fyrir að Gauguin nyti ákveðinnar virðingar fyrir verk sín frá Kyrrahafseyjunum síðustu árin sem hann lifði, barðist hann í bökkum fjárhagslega. Fá verka hans seld- ust og hann lést árið 1903 í sárri fátækt á Marchesas-eyjum. En þrátt fyrir að franskir kaupendur héldu að sér hönd- um, eignaðist Gauguin aðdáenda, vellauðugan Rússa sem safnaði málverkum. Hann hét Míkaíl Morozov og brátt bættist bróðir hans Ivan í hópinn auk listaverkasafnarans Sergeis Sjúkíns. A innan við einum áratug keyptu þeir svo mörg verk að safn verka Gauguins í Rússlandi á sér enga hliðstæðu, að því er segir í Intemational Herald Tribune. Eru mörg verkanna lítið sem ekkert þekkt á Vesturlöndum. Ævintýramaður Míkaíl Morozov var ákafur unnandi franskrar myndlistar og átti gott safn mynda eftir Monet, Manet, Degas og Renoir. Er hann leit verk Gauguins augum, hvarf allt ann- að í skuggann. Hann var fyrsti erlendi kaupandi verka Gauguins, og flutti þau með sér til Rússlands, þar sem hann hugðist koma listunnendum rækilega á óvart. En Morozov var ævintýramaður sem lifði hátt á fjöl- skylduauðnum og lést sama ár og Gauguin, 33 ára að aldri. Yngri bróðir hans Ivan, hreifst af málverkasafni bróður síns, ekki síst verkum Gauguins. Á einu ári,1907, keypti hann alls átta olíumálverk eftir hann. Sjúkín var af öðrum toga, aðhylltist gönguferðir og heilsufæði en deildi áhuganum á frönsku impressjónistun- um, sér í lagi Gauguin, með Morozov- bræðrum. Keypti hann alls 16 verka hans. Áhrif á rússneska myndlist Á sýningunni í Ferrara kemur fram að hinn skyndilegi fjöldi Gauguin- málverka í Rússlandi, hafði töluverð áhrif á unga listamenn á fyrri hluta aldarinnar. Meðal þeirra má nefna Natalíju Gontsjarovu, sem hreifst af myndum Gauguins af ávaxtatínslu, og Míkaíl Laijonov sem tók sér kyrralífsmyndir hans til fyrirmyndar. Að Morozov-bræðrunum og Sjúkín látnum hugðust fjöl- skyldur þeirra gefa málverkasöfnin til listasafna en eftir valdatöku bolsévika, lentu söfnin á hrakhólum. Þau kom- ust að endingu í hendur safnvarða á Hermitage- og Pús- hkín- söfnunum en komu ekki fyrir almenningssjónir svo áratugum skiptir. Fyrir fáeinum árum gafst rússneskum listunnendum tækifæri til að skoða verkin sem nú eru sýnd á Italíu. Sýningin stendur í Palazzo dei Diamanti fram til 2. júlí. Á tímaferðalagi með Stoppard Þetta breska leikskáld öðlaðist alþjóðlega frægð með leikriti sínu Rosencrantz andGuild- enstern Are Dead árið 1967, þegar það var sett upp af The Nati- onal Theatre Company. Tvö nýjustu leikrit Tom Stoppard, Arcadia og Indian Ink eru skoðun- arefni Sveins Haralds- sonar í grein hans í dag, þar sem hann heldur áfram að rýna í breskt leikhúslíf. TOM Stoppard fæddist í Tékkóslóv- akíu árið 1937 og bar þá ættarnafn- ið Straussler. Faðir hans, sem var læknir, var sendur af fyrirtækinu sem hann vann hjá til Singapúr. Fjölskyldan varð innlyksa þegar Jap- anir tóku borgina í heimsstyijöldinni síðari. Faðir Stoppards lét lífið en ekkjunni tókst að flýja með syni sína tvo til Indlands, þar sem hún giftist 1946 yfirmanni í her Breta þar, Kenneth Stoppard að nafni. Þegar Indland fékk sjálfstæði var fjölskyld- an komin til Bretlands þar sem Tom tók upp nafn stjúpföður síns. Árið 1954 hætti hann í skóla og hóf að vinna fyrir sér sem blaðamaður. Stoppard byijaði að skrifa leikrit í upphafí sjöunda áratugarins og öðlaðist frægð árið 1967 þegar Nati- onal Theatre Company, þjóðleikhús- hópurinn breski sem þá var undir stjórn Laurence Oliviers, setti upp Rosencrantz and Guildenstern Are Dead. Leikrit þetta hafði Stoppard skrif- að á árunum 1964-1965 og var það fyrst sett upp af áhugaleikhópi á Edinborgarhátíðinni 1966. Aður hafði eitt leikrit eftir hann verið tek- ið upp fyrir sjónvarp og hann hafði fengið útgefnar smásögur. Síðan hafa ný leikrit komið frá Stoppard á nokkurra ára fresti, auk þess sem hann hefur skrifað kvikmyndahand- rit. Alls hefur hann skrifað um tutt- ugu verk, ýmist fyrir útvarp, sjón- varp eða leiksvið. Leikrit hans Nótt og dagur var sett upp hér í Þjóðleik- húsinu 1980. Það leikrit sem mun sennilega halda nafni Stoppards lengst á lofti er leikritið Rosencrantz and Guild- enstern Are Dead. í verkinu, sem er í anda absúrdleikhússins, setur Stoppard tvær aukapersónur úr Hamlet Shakespeares í þungamiðju atburðarásarinnar og tjáir þannig þá skoðun sína að maðurinn sé leik- soppur örlaganna sem stjórnist af öflum sem séu honum óskiljanleg. Leikritið sló í gegn og gekk lengi á Broadway í New York og var sett upp allt frá Tokýó til Buenos Aires. Leikritið hefur síðan verið kvik- myndað og samdi höfundur sjálfur handritið og leikstýrði myndinni. Leikritið Arcadia er að nokkru leyti byggt á skáldsögunni Headlong Hall eftir Thomas Love Peacock sem kom út í lok Napóleonsstyijaldanna 1815. Einstakar persónur og um- hverfi þeirra og einstakar tilvísanir, eru sóttar beint í þessa skopsögu, þar sem Peacock dregur menn og tísku samtíma síns sundur og saman í háði. Stoppard gaf í skyn þegar árið 1974 að hann langaði mest að skrifa „leikrit sem gerist í hvítkölk- uðu herbergi - engin tónlist - eng- in læti - svo að orkan fari í hina bókmenntalegu hlið þess sem ég fæst við.“ Að sumu leyti er hægt að segja að Stoppard sé að hverfa aftur til upphafsins, til Rosencrantz and Guildenstern Are Dead að því leyti hve rökræður tveggja einstakl- inga gegna stóru hlutverki í báðum nýju verkunum. Að öðru leyti verða leikritin að teljast meðal þeirra verka Stoppards sem eru lengst frá frægasta leikriti hans, því í þeim virðist hann hafa snúið baki við fáránleikanum sem hefur gjarnan vegið þungt í fyrri verkum hans. Leikritin eru hefð- bundin að öllu leyti öðru en því hvað varðar notkun höfundar á tímanum. Stoppard er enn mikið fyrir orðaleiki og tengsl merkingar orðanna við „raunveruleikann" eru alltaf ofar- lega í huga hans. Þetta tvennt veld- ur því að verk hans hljóta að vera mjög erfíð í þýðingu. Eftir á að hyggja er raunar ótrú- legt hve miklu er komið á framfæri í samræðum. Helstu atburðir leik- ritsins gerast ekki á sviðinu, heldur er rætt um þá eða kannski aðeins minnst á þá í framhjáhlaupi. Þær tvær persónur sem mest eru milli tannanna á hinum, Byron lávarður og hin léttúðuga frú Chater, birtast aldrei á sviðinu. Áhrifamesti atburð- ur leikritsins, ótímabær dauði einnar aðalpersónunnar, er eitthvað sem aðeins er tæpt á, rétt eins og allir eigi þegar að vita af honum. í Arcadia ræða persónurnar um íjölskylduna á sveitasetrinu og hveija aðra, um endurskipulagningu lystigarðsins á setrinu, um rithöf- unda og gagnrýnendur, nýlegar vís- indauppgötvanir og framtíð mann- kyns. Fólki er skipað í hóp eftir stöðu þess í þjóðfélaginu. Meðlimir hinnar aðalborna fjölskyldu, hvort sem er hinnar upprunalegu á síðustu öld eða afkomendur þeirra nú til dags, skera sig úr. í Indian Ink er viðfangsefnið tengsl Breta og Bretlands við Ind- veija og Indland. Persónurnar skipt- ast í tvö hom eftir þjóðerni sínu og uppruna en skiptingin er ekki eins afdráttarlaus og ætla má í fyrstu. Ensk menning hefur haft mjög mis- munandi mikil áhrif á hinar ind- versku persónur eins og Indland á Bretana. Ein spurninganna sem leik- ritið vekur er sú hvort ekki sé ógern- ingur að horfa framhjá áhrifum ný- lenduveldis, sem hefur ráðið ríkjum í yfir hundrað ár, á nýlenduna. Hvort bresku áhrifin á indverska menningu séu ekki alveg eins „indversk" og menningarþættir sem eiga rætur sínar að rekja til fýrri valdaræn- ingja? Það ætti að standa okkur ís- lendingum nærri að velta þessari spurningu fyrir okkur. Við voruni undir stjórn Norðmanna og Dana á sjöunda hundrað ára og afneitum enn stórum hluta þeirrar menning- ararfleifðar okkar sem við þáðum frá þeim. Leikritið Indian Ink er byggt á útvarpsleikritinu In the Native State og berþess nokkur merki í sviðsetn- ingu. Á meðan Arcadia gerist allt í einu herbergi, þá getur á að líta á sviðinu í Indian Ink á sama tíma atriði sem gerast í tveimur heimsálf- um og allt að þremur tímaskeiðum. Hreyfmg á leiksviðinu er undarlega lítil og er það í mikilli mótsögn við hin stanslausu stökk í tíma sem áhorfendur verða vitni að. Leikritið gerist á Indlandi á fjórða og níunda áratugnum og í Englandi á tveimur árum á þeim síðarnefnda. Líkja má báðum leikritunum við sakamálasögu þar sem sannleikur- inn er leiddur í ljós eftir að mörgum lögum hefur verið flett ofan af kjarn- anum. í Indian Ink er leikið á lægri nótunum og smám saman fýllt upp í eyðurnar í persónusköpuninni, um leið og málverkið sem verið er að mála á sviðinu verður til. Það er aldrei fullgert en við vitum heldur aldrei allt um sögupersónurnar. í Arcadia er vissulega verið að byggja upp heilsteypta mynd af per- sónunum, en örlög þeirra eru efni í miklu leikrænni sögu en í Indian Ink. Þó höfundurinn leiki sér með tímann og fari fram og aftur að vild við að rekja þráðinn er notkun hans á þessu leikbragði meira stillt í hóf. Sex af sjö atriðum leikritsins gerast bæði árið 1809 og nú á dögum. Síð- asta atriðið gerist í nútímanum og 1812. Einungis áhorfendurnir sjá inn í bæði tímaskeiðin og hlusta á leikar- ana túlka aldarfar tvennra tíma, lif- andi persónur dagsins í dag og þær sem hljóta að vera, frá okkar sjónar- hóli séð, komnar undir græna torfu. Flétta verksins minnir um margt á bókina Possession eftir A.S. Byatt, sem hlaut Booker-verðlaunin fyrir 1990. Tveir fræðimenn, annar kenn- ari í háskóla, hinn sjálfmenntaður rithöfundur, hittast á gömlu og virðulegu sveitasetri í Englandi. I bók Byatt eru þau karl og kona að leita upplýsinga hvort um sitt skáld- ið, hvort af sínu kyninu, sem reyn- ast svo hafa átt í ástarsambandi sem endurspeglast í sambandi fræði- mannanna tveggja. í Arcadia eru fræðimennirnir karl og kona sem leita að efni í næstu bækur sínar. Hún hefur seinast skrifað um ást- konu Byrons, lafði Caroline Lamb, hann er að leita upplýsinga um Byr- on, enda skrif um hann öruggt sölu- efni. Þau kljást við viðfangsefni sín hvort á sinn máta, sem er að miklu leyti mótaður af kynhlutverkum þeirra. Því má til gamans skjóta hér inn í að A.S. Byatt lætur annað skálda sinna nota goðsögnina um sköpun Asks og Emblu sem yrkisefni sitt og að Thomas Love Peacock, höf- undur bókarinnar sem Stoppard fær mikið efni úr að láni, þýddi á ensku íslenskt fornkvæði. Þessi tvö leikrit, og þá sérstaklega Arcadia hafa hlotið mikla athygli og fengið frábæra dóma. Þau hafa að vissu leyti treyst Stoppard í sessi sem eitt fremsta leikskáld í hinum enskumælandi heimi. Það að hann kýs að segja söguna á natúralískan hátt en þó með mjög persónulegum hætti hlýtur að teljast til tíðinda í heimi leikbókmenntanna. Hann ferð- ast til og frá í tíma og segir söguna í tímalögum sem leggjast hvert ofan á annað þangað til heildarmynd fæst, ekki ólíkt því þegar mynd er litgreind á glærur, hveija með einum frumtóni, sem saman mynda síðan, þegar búið er að leggja glærurnar hverja ofan á aðra, skýra litmynd. Á báðum þeim verkum sem fjallað hefur verið um hér eru annmarkar sem valda því að erfitt verður að setja þau upp hér á landi. Viðfangs- efni beggja verkanna eru mjög bund- in hinum enskumælandi heimi, í Arcadia enskri stéttaskiptingu og í Indian Ink afleiðingum breskrar heimsvaldastefnu. Arcadia krefst af áhorfendum betri skilnings á stærð- fræði og eðlisfræði en íslenska skóla- kerfið hefur almennt getað miðlað og Indian Ink fjölda þeldökkra leik- ara. Þetta að viðbættu því að mikill hluti textans byggir á tvíræðni og orðaleikjum enskrar tungu getur valdið því að áhorfendur hér á landi gætu þurft að bíða lengi eftir að sjá þessi verk á íslensku sviði. Heímildir: Barton, Anne, Twice Around the Grounds, dómur og grein um Arcadiaí New York Review of Books, XUI bindi, nr. 10, 8. júní, 1995. Stoppard, Tom, Arcadia, London: Faber & Faber, 1993. Stoppard, Tom, Indian Ink, London: Faber & Fab- er, 1995. Sýning á Arcadia í Theatre Royal, Haymarket, 24. maí 1995, og leikskrá þeirrar sýningar. Sýning á Indian Ink í Aldwych Theatre, 25. maí 1995, og leikskrá þeirrar sýningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.