Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Fiðla og gítar í Grindavík- urkirkju í SUMAR verða haldnir tón- leikar í Grindavíkurkirkju á tímabilinu júní-ágúst. Sam- tals verða þetta um þrettán tónleikar þar sem þekktir söngvarar og hljóðfæraleik- arar flytja íjölbreytta tónlist. Næstkomandi sunnudag munu þau Laufey Sigurðar- dóttir fíðluleikari og Páll Eyj- ólfsson gítarleikari halda tón- leika kl. 18. Tónleikar einu sinni í viku Nú þegar hafa borist um- sóknir fyrir allt tímabilið, en tónleikarnir verða einu sinni í viku, á sunnudögum kl. 18. Lengd hverra tónleika er áætluð um 30-45 mínútur og verður stílað upp á að ferða- hópar eða aðrir ferðagestir, svo og bæjarbúar, geti staldr- að við í kirkjunni og notið tónlistar. Fyrstu tónleikamir voru á sjómannadaginn, þá söng Acapella-kvintettinn frá Keflavík, einnig sungu þeir Steinn Erlingsson og Davíð ólafsson nokkra dúetta. Und- irleikari var Ester Ólafsdóttir. Kaffileikhúsið „Stígðu ófeimin stúlka upp“ 19. JÚNÍ eru 80 ár frá því konur fengu kosningarétt til Alþingis á Islandi. Konan sem mest barðist fyrir þessum réttindum var Bríet Bjarn- héðinsdóttir. Dagskrá um Bríeti Mánudagskvöldið 19. júní i verður dagskrá um Bríeti í Kaffíleikhúsinu. Bæði um baráttukonuna Bríeti og per- sónuna Bríeti, áhugamál hennar, sem náðu til menn- ingarmála og fatatísku, og samband hennar við böm sín. 1 Dagskráin er byggð á verkum Bríetar og bréfum frá henni í bókinni Strá í hreiðrið eftir Bríeti Héðinsdóttur. Umsjón með dagskránni hef- ur Silja Aðalsteinsdóttir og lesari með henni er Margrét Ákadóttir. Húsið verður opnað kl. 19 á mánudagskvöldið og gestir eiga þess kost að borða kvöld- , verð fyrir sýningu. Dagskráin hefst svo klukkan 21. Miða- verð með mat er 1600 krónur og án matar 800 krónur. „Vorkomu“ að ljúka SÝNINGU Gríms Marinós | Steindórssonar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, og ber yfirskriftina „Vorkoma" lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni em skúlptúr- ar og veggmyndir, 61 verk þar af sjö útiverk. Grímur hefur haldið milli 20 og 30 einkasýningar og verið þátt- í takandi í samsýningum hér heima og erlendis. BÓKMENNTIR Barnabök EPLASNEPLAR íslensku bamabókaverðlaunin 1995 Þórey Friðbjömsdóttur. Vaka- Helgafell, 1995.136 síður. ÍSLENSKU bamabókaverðlaun- in eru tíu ára á þessu ári. Til þeirra var stofnað af fjölskyldu Ármanns Kr. Einarssonar og forlaginu Vöku- Helgafelli í tilefni af 70 ára af- mæli Ámanns árið 1985. Allt frá fyrsta ári hafa verðlaun verið veitt fyrir besta handritið í samkeppni og um leið og verðlaunin era til- kynnt kemur bókin út. Tilgangur verðlaunanna er fyrst og fremst að örva fólk til að skrifa bækur fyrir böm og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði á góðu lestrarefni fyrir íslensk böm. Sú hefð hefur skapast við valið á verðlaunahandritinu að ungir lesendur taka þátt í leitinni. Á hveiju ári eru fengin tvö börn eða unglingar sem segja sitt álit á þeim handritum sem til umfjöllun- ar eru. Þetta er þekkt sums staðar erlendis og er talið mjög æskilegt því þarna fær markhópurinn sjálf- ur að koma með sínar tillögur. Jafnvel þekkist sums staðar að börn hafi sín eigin bókmenntaverð- laun, þ.e. þau greiði sjálf atkvæði um sínar eftirlætisbækur og koma þar til verðlauna bækur sem höfða sérstaklega til þeirra. Þetta hefur þó ekki mér vitanlega verið reynt hér á landi. Verðlaun af þessu tagi hljóta ætíð að vekja athygli og einkum hefur tekist að gera afhendingu íslensku verðlaunanna spennandi þar sem verðlaunahafínn og bókin era kynnt í einu. Forlagið hefur einnig gert snotra umgjörð um verðlaunin með því að velja þeim Nútímasaga um krakka skemmtilegt umhverfí og hefur fengið til liðs einhvern af þeim glæsilegu bamakórum sem við getum státað af, sem undirstrika verðlauna-afhending- una sem listviðburð fyrir börn. Þegar verðlaunin voru tilkynnt fyrir árið 1995 kom í ljós að verðlaunahafínn var Þórey Friðbjömsdóttir og verðlaunabókin ber það skemmtilega nafn Eplasneplar. Þórey hefur áður skrifað tvær unglingabækur svo hún er enginn nýgræðingur á ritvellinum. Eplasneplar er frásögn Breka Bollasonar af daglegu lífí sínu, uppátækjum og alvöru lífsins frá sjónarhóli hans. Frásögnin er öll í fyrstu persónu því hann skrifar Bjössa afa sínum á Akureyri „snepla" um það sem á daga hans drífur. Bréfín eru mislöng allt eftir því hvernig liggur á honum þegar hann sest við tölvuna. Sumum skiptir hann jafnvel niður í nokkra kafla og sum undirskrifar hann með nafngiftum sem draga dám af efni hvers bréfs. Hann getur verið „svefnleysingi" „bollugleypir“ eða þá bara „piparsveinn að eilífu". Breki á heima í Reykjavík með mömmu sinni sem er heimavinn- andi og pabba sem er á sjó. Hann á eina systur, Eyrúnu, en sjálfur er hann tíu ára. Fjölskyldumunstrið er ósköp venjulegt, en Breka tekst samt að draga fram fjölda- margt sem er skondið og skemmtilegt. Hann segir frá því á sinn opna og bamslega máta og leggur sitt eigið mat á það sem hann sér og heyrir því hann er að reyna að skemmta afa og út- skýra fyrir honum hlutina um leið. Við sjáum því í gegnum frásögn hans ýmislegt sem fullorðið fólk hefur allt aðra skoðun á. í sögunni Eplasneplar er tekið á fjölmörgum viðfangsefnum barna í dag en á einstaklega ljúfan, fynd- inn og einlægan máta. Enginn kemst í gegnum þessa sögu án þess að skella upp úr við að lesa sum afrek bréfritarans. Það er eng- inn vandi að sjá skoplegu hliðamar á Bláfjallaferðinni þegar bíllinn sit- ur fastur og pabbi hefur gleymt skóflunni. Strákarnir fara á ball og reyna að gera sig „kúl“ með því að klína „djellí" í hárið á sér. Breki sendir skólasystur sinni ást- arbréf sem fær heldur óvæntar við- tökur. Hann segir afa sínum frá því hvað honum finnst það hallæris- Þórey Friðbjömsdóttir legt þegar hann uppgötvar að fítan á mömmu kemur af því að hún er ófrísk en ekki af ofáti og ekki batn- ar ástandið þegar krakkinn fæðist og svona mætti lengi telja. í raun er Breka ekki neitt mannlegt óvið- komandi og hann segir afa frá öllu sem í koll hans kemur. Persónusköpun sögunnar er góð svo langt sem hún nær enda sjáum við alla með augum Breka. Mamma hefur mýksta faðm í heimi en hún er líka býsna ströng og vill ala börnin upp við kirkjusókn og góða siði. Pabbi kemur sjaldan heim og er þá eins og gestur. Þegar hann er heima gerist margt skemmtilegt enda þótt það geti líka verið þreyt- andi að reyna að ná athygli mömmu þegar pabbi situr við matborðið. Af skólafélögum Breka er Böije einna litríkastur og þótt við kynn- umst honum ekki mikið sjáum við hvaða vandamál hann á við að stríða. Eyrún litla systir hlýtur mikla viðurkenningu í frásögn Breka og það er augljóst að hann er alveg þokkalegur bróðir. Málfar á sögunni er mjög lipurt og litríkt. Þama er ekki farið eftir ströngustu relgum sígildrar ís- lensku, heldur er mál Breka ekta talmál með dálitlu kryddi af erlendu slangri. Þama nýtur höfundur þess að hún er kennari því fáir væru þess umkomnir að skrifa á svona máli nema þeir hafí náin samskipti við böm á þessum aldri. Mér fínnst þetta mjög skemmtileg tilbreytni og það gerir söguna mjög nútíma- lega. En þar sem svona talsmáti breytist mjög hratt er hætt við að sagan kunni að eldast illa fyrir vik- ið - en það gerir kannski ekkert til. Þetta er nútímasaga um krakka sem við þekkjum úr dagiegu lífi og í frásögninni geta hinir fullorðnu líka séð sjálfa sig í spéspegli. Sigrún Klara Hannesdóttir Myndlista- og handíðaskóli Islands 49 nemendur brautskráðust MYNDLISTA- og handíða- skóla Islands var slitið í Há- skólabíói þann 2. júní síðastlið- inn. í ár brautskráðust 49 nemendur. Úr myndlistadeild 30 nemendur, þar af 11 úr málun, ti úr skúlptúr, 6 úr grafík og 7 úr fjöltækni. Úr listiðna- og hönnunardeild brautskráðust 19, þar af 6 úr Ieirlist, 5 úr textíl og 8 úr grafískri hönnun. Útskriftarnemendur Mynd- lista- og handíðaskóla íslands skólaárið 1994-1995 hafa ákveðið að viðurkenningar fyrir góðan námsárangur verði að þessu sinni gefnar gagnasafni skólans með fag- bókum sem tengjast námi I viðkomandi skorum. Vorsýning skólans var hald- in dagana 25.-28. maí í Listaháskólahúsinu í Laugar- nesi. Þar voru að veiyu sýnd lokaverkefni útskriftarnem- enda. Góð aðsókn var að sýn- ingunni. Tónlistarskólinn á Sauðárkróki Afmælistónleikar fyrrum nemenda Sauðárkróki. Morgunblaðið. í TILEFNI af því að Tónlistarskólinn á Sauðárkróki hefur nú starfað í þijátíu ár, voru haldnir tónleikar í hátíðarsal Fjölbrautaskólans á Sauð- árkróki þar sem fram komu fjórir af nemendum skólans sem lokið hafa þaðan burtfararprófi. Þetta voru þau Sigurður Marteinsson píanókennari í Hafnarfírði, Heiðdís Lilja Magnús- dóttir sem stundar framhaldsnám í píanóleik, Svana Berglind Karlsdóttir og Ásgeir Eiríksson sem bæði eru í áframhaldandi söngnámi. Fjöldi gesta sótti afmælistónleik- ana og var hinum ungu listamönnum mjög vel tekið. Áður höfðu farið fram hefðbundin skólaslit ásamt nemenda- tónleikum, þar sem ma. var flutt tónlist eins af kennurum skólans Eiríks Hilmissonar við ljóð Hilmis Jóhannessonar sem samin voru upp úr bamasögunni um Alfinn álfakóng. Voru það nemendur úr söngdeild ásamt nemendunum í hljóðfæraleik og kennurum sem fluttu verkið. Tónlistarskólinn á Sauðárkróki var stofnaður árið 1965 og var fyrsti skólastjóri Eyþór Stefánsson tón- skáld, en núverandi skólastjóri er Eva Snæbjarnardóttir og hefur hún , Morgunblaðið/Bjöm FRÁ afmælistónleikunum. gegnt því starfi sl. tuttugu ár. Stöðug fjölgun þeirra sem sækja skólann hefur kallað á aukin umsvif og nú á liðnum vetri voru nemendur um hundrað og sjötíu og var boðið upp á kennslu á flest hljóðfæri, en nýmæli í starfi skólans er kennsla í dægurlagasöng og popp- og tölvu- tónlistardeild, sem er vinsælt. Þá hefur tónleikahald verið snar þáttur í starfí skólans og reynt hefur verið að fá þekkt tónlistarfólk til þess að flytja list sína fyrir nemend- ur skólans og aðra bæjarbúa nokkr- um sinnum á ári. Auk Evu Snæbjarnardóttur skóla- stjóra starfa við Tónlistarskólann á Sauðárkróki sjö kennarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.