Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 C 7 Mozart-iðnaðurinn er einn sá blómlegasti í Tékklandi Gróðavonin Mozart WOLFGANG Amadeus Mozart dvaldi tæpa þrjá mánuði í Prag af þeim 35 árum sem hann lifði. Engu að síður virðast íbúar höfuðborgar Tékklands líta á hana sem heimaborg tónskálds- ins. Á hverju götuhorni er eitt- hvað sem minnir á Mozart, aug- lýsingar um alls kyns uppsetn- ingar á óperum hans og öðrum verkum, kynntar skoðunarferð- ir i höllina þar sem Mozart lauk við að semja „Don Gio- vanni“ auk þess að brot úr verkum hans berast frá hljóðfær- um götulistamanna. Öllu þessu geta menn svo skolað niður með kaffisopa á Mozart Café, Amadeus-veit- ingahúsinu eða Fíg- aró- kaffibarnum. I nýjasta hefti Newsweek segir að Mozart-iðnaðurinn sé orðinn einn sá blómlegasti og stærsti í Tékklandi. Brúðuleikhússút- gáfa af Don Giovanni hefur verið sýnd 900 sinnum fyrir fullu húsi. Miðar á uppfærslur á verkum Mozarts í Hástéttar- leikhúsinu, þar sem óperan „Don Giovanni“ var sett upp fyrsta sinni, eru seldir á sem svarar 2.500 kr., sem er himin- hátt verð í augum venjulegra Tékka. Þá hefur útgáfufyrir- tækið MozArts gefið út fjölda ópera tónskáldsins. ímestum metum íPrag íbúar Bæheims hafa ætíð ver- ið stoltir af tengslum sínum við Mozart. Þrátt fyrir að tónskáld- ið hafi fæðst í Salzburg og búið lengst af í Vín, fullyrða Tékkar að hann hafi verið í mestum metum í Bæheimi. „Brottnámið úr kvennabúrinu“ og „Brúðkaup Fígarós“ sem flutt voru í Prag 1783 og 1786, hafi tryllt íbúa Prag. Þegar Vínarbúar hafi verið farnir að þreytast á uppfærsl- um verka Mozarts, hafi Prag tekið frumsýningu á „Don Giovanni" fagnandi. „Mínir kæru Pragbú- ar skilja mig,“ var eitt sinn haft eftir Mozart. Þeir héldu raunar tryggð við hann allt fram á miðja þessa öld er kommúnismi og þjóðernishyggja grófu und- an stöðu tónskáldsins en tékk- nesk tónskáld á borð við Smet- ana, voru hafin enn frekar til vegs og virðingar. Misjöfn meðferð í kjölfar flauelsbyltingarinn- ar, falls kommúnista, hefur ferðamönnum fjölgað gífurlega Tónskáldið í Prag. Ferðamenn sem komu vegna byltingarinnar sneru aft- ur vegna menningarinnar og yfirvöld í Prag voru ekki lengi að bregðast við, heldur komu á fót ráði hefur hefur það verk- efni með höndum að kynna Mozart á allan hugsanlegan hátt. Ekki eru allir sáttir við þá meðferð sem verk Mozarts hafa fengið í meðförum tékkneskra listamanna, sem sumir hverjir leitast við að nálgast verkin á nýstárlegan hátt, stytta þau og breyta þeim. Dæmi um þetta er „Leikum Töfraflautuna“ þar sem grínleikarinn Vladimir Marek er í hlutverki kynskipt- ings og kabarett-sljörnu, nokk- urs konar karlkyns Marlene Dietrich sem fer með öll hlut- verkin í einni þekktustu óperu Mozarts, „Töfraflautunni". Þá féll sýning á lítt þekktri óperu hans, „Bastien og Basti- enne“ í grýttan jarðveg, þrátt fyrir, eða vegna þess að allir söngvararnir komu fram alls- naktir. En þetta virðist ekki draga úr áhuga tónlistarunnenda á Prag, um 5 milljónir manna heimsóttu Prag á síðasta ári og þeir vilja sinn Mozart, í hvaða mynd sem er. BÓKMENNTIR Endurminningar MEÐ ÍSLENDINGUM Erwin Koeppen: Endurminningar þýsks hljómllstarmanns. Þýð. Dag- mar Koeppen. 90 bls. Útg. Tónlistar- mannatal FÍH. 1995. Prentun: Prent- tækni hf. Bókabúð Lárusar Blöndal. 1.900 kr. »ÞESSARI bók er ætlað að lýsa aðdáun höfundar á íslandi og Ís- lendingum.« Þannig hefst formálinn. Höfund- urinn er Þjóðverji, fæddur í Berlín 1925, fluttist hingað 1950 og starf- aði með sinfóníuhljómsveitinni hér næsta aldarfjórðunginn. Þar að auki lék hann í danshljómsveit og nam í háskóla. Hann hafði því nóg að starfa og þar með yfrin tæki- færi til að kynnast íslendingum. Sem betur fer stendur hann ekki við orð sín, þau sem vitnað var til. íslendingum er annað hollara en að hlusta á fagurgala um sjálfa sig. Skemmst er frá að segja að bók þessi er hvorki skrum né skjal held- ur samantekt svipmynda og dæmi- sagna sem höfundur hefur tínt til úr sínu fjölskrúðuga minningasafni. Langmest tengist frásögn hans þátttöku í íslensku tónlistarlífi þann tíma sem hann dvaldist hér. Bókin er því að meginhluta endurminning- ar tónlistarmanns. Sé hún metin sem slík má strax benda á ann- marka tvo. í fyrsta lagi er hún of stutt og þar af leiðandi of ágrips- kennd. í öðru lagi hefur höfundur sett sér þá meginreglu að nefna ekki nöfn þar sem hann segir frá einstaklingum. Þótt höfundur sé talsvert berorður, segi kost og löst á mönnum og málefnum og geti þar að auki verið dálítið sposkur er ærumeiðandi ummæli, að því er best verður séð, hvergi að finna í bók hans. Honum hefði því verið óhætt að segja til manna. Þar með hefði frásögnin fengið aukið vægi í sögulegum skilningi. Erwin Koeppen er einungis einn þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem hingað hafa flust til lengri eða skemmri dvalar frá meginlandi Evr- ópu. Sú var tíð að íslenskt tónlistar- líf var að verulegu leyti borið uppi af útlendingum. Sumir settust hér að fyrir fullt og allt og eiga hér Glöggt er gests augað afkomendur sem minna á þá með ættar- nöfnum sínum. Aðrir hurfu aftur af landi brott eins og Koeppen sem gerðist háskóla- kennari í heimalandi sínu. Að flytjast milli þjóðríkja á meginland- inu er ekki svo mikið mál. Þar er allt hvað öðru líkt. Öðru máli gegnir um ísland. Fyrir hálfri öld var það jafn- vel sínu stærra stökk en nú. Að koma frá landi með rótgróna tónlistarhefð og setjast að í fimmtíuþúsund manna bæ á mörkum hins byggilega (svo vitnað sé í Julian Huxley) hlaut að reyna á þolinmæðina og taugakerfið. Að skilja ekki tungumálið hafði að vísu þann kost með sér að maðurinn kynntist síðar en ella þrasgimi ís- lendinga. Erfitt hlaut málleysið eigi að síður að vera fyrir þann sem ætlaði að gegna hér vandasömu starfi í samvinnu við heimamenn. Hitt var ef til vill örðugast að laga sig að því framandi umhverfi sem listamannsins beið. Sinfóníuhljómsveitin var þá ný af nálinni. Stofnun hennar kostaði þjóðina stórátak á sínum tíma. Sumir kölluðu að það væri hluti af sjálfstæðinu nýfengna sem mönn- um var þá svo ofarlega í sinni. Slíkt stórfyrirtæki varð að byggja upp frá grunni. Stjórnendur varð að sækja til annarra landa. Og þeir voru misjafnir eins og gerst má ráða af frásögn Koeppens. Jafn- skjótt sem hann steig á ísagrund hlutu augu hans að opnast fyrir því að hann var kominn til lands sem var að langflestu leyti öðruvísi en heimaslóðir. Eðlilega verður honum tíðræddast um það sem kom honum einkennilega fyrir sjónir, það er að segja hina margfrægu sérstöðu íslendinga. íslendingum lýsir hann mest með dæmum eins og fyrr segir, en spinn- ur svo kringum þau hugleiðingar sem stöku sinnum leiða til niður- stöðu. Víst eru dæmi þau, sem hann tekur nokk- uð ýkt, að minnsta kosti sum hver. Þar með er ekki sagt að þau séu ekki á sinn hátt lýsandi. Þó lofts- lagið hér um slóðir sé ekki skapað af mannin- um tók útlendingurinn t.d. strax eftir hvernig það markaði svipmót þjóðlífsins, en veðráttan íslenska var eitt hið fyrsta sem kom honum á óvart. Veðrið hér var í raun engu líkt. Að menn skyldu segja gleðilegt sumar dag einn í apríl — hvernig sem viðraði — hljómaði eins og hvert annað grátt gaman í eyrum útlendingsins. Hið sífellda skraf um veðrið vakti ekki síður undrun hans. Gat hugsast að íslendingar hefðu svona mikinn áhuga á veðrinu sem slíku? Þá voru samgöngumar ekki síður athyglisverðar. Malarvegirnir gömlu líktust ekki heldur neinu sem fyrir augu bar í öðrum löndum. Ferðalag um ísland var því reynsla sem útlendingurinn hlaut að festa sér í minni. Farþegaflugið var líka nýhafíð og segir höfundur sögu af flugferð einni. Og það var ekki síð- ur til að reyna á á þolrifin. Meðferð áfengis gat sömuleiðis talist til séríslenskra fyrirbæra. Áfengið var ekki aðeins vandamál, það var líka feimnismál og þá jafn- framt launungarmál. Þess vegna gat því skotið upp á versta stað og tíma þó leynt ætti að fara. Það gat t.d. hent á tónleikum að hljóðfæra- leikari væri allt í einu orðinn ofur- ölvi án þess nokkur hefði orðið þess var að hann hefði haft áfengi um hönd. Sem hljóðfæraleikari í dans- hljómsveit hlaut Koeppen að sjá og heyra hvernig íslendingar skemmtu sér. Og það var að sjálfsögðu kapí- tuli út af fyrir sig. Sveitaböllin voru þá kjörefni þeirra sem fengust við vandamál, en þangað flykktust reykvískir unglingar því þar voru þeir lausir undan foreldravaldinu sem enn mátti sín nokkurs á sjötta og sjöunda áratugnum. Ekkert vakti þó furðu útlendings- ins til jafns við óstundvísi íslend- inga. Því til sönnunar riíjar hann upp nokkur eftirminnileg dæmi. Þau eru að vísu af verri endanum en samt tæpast nokkur einsdæmi. Þótt Koeppen segi það ekki berlega má af orðum hans ráða að hann telji kæruleysi um að kenna. Sú kann og að vera orsökin — en að- eins að hluta. Fremur mun valda almenn tregða Frónbúans að hlíta fyrirmælum. En hvers konar hlýðni við reglur, sem aðrir hafa sett, er sem kunnugt er eitur í beinum ís- lendinga og telst hér jafngilda kúg- un og undirgefni. Klukkuþrældóm- ur sé engum fijálsbomum manni samboðinn því slíkt og þvílíkt bjóði ekki upp á annað en auðsveipni og undirlægjuháttí Persónulegu sjálf- stæði haldi maður svo best að hann þori að bijóta reglur og fyrirmæli og fara sínu fram hvað sem hver segir! Sú má einnig vera orsök þess að íslendingar vinna fremur ein- staklingsafrek en hópafrek, t.d. í íþróttum. Koeppen nefnir skákina réttilega sem dæmi, án þess þó að hann tilgreini frumorsök þá sem hér er bent á. Ef hann hefði áttað sig til fulls á þijóskunni og þvergirð- ingnum í skaphöfn íslendinga hefði hann mátt bæta við kafla — um verkfallslandið ísland! Bók sína mun Koeppen hafa skrifað á þýsku. Þýdd er hún af Dagmar Koeppen. Islenski textinn er látlaus og hversdagslegur. Þar sem samanburður við frumtexta liggur ekki fyrir verður ekki um það dæmt hvort ísmeygileg gaman- semi höfundar kemst að öllu leyti til skila. Áhugaverð er frásögn hans eigi að síður. Og athyglisvert fram- lag til íslenskrar tónlistarsögu. ErlendurJónsson MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir „Islensk myndlist" til 10. septem- ber. Safn Ásgríms Jónssonar Vormenn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Ásmundarsafn Stfllinn í list Ásmundar fram á haust. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýn. Þessir kollóttu fram eftir sumri. Gerðarsafn Grímur Marinó Steindórsson sýnir til 18. júní. Verk Gerðar Helga- dóttur til 16. júlí. Gallerí Stöðlakot Soffía Sæmundsdóttir sýnir til 20. júní. Gallerí Úmbra Ulla-Maija Vikman sýnir til 21. júní. Listhús 39 Margrét Guðmundsdóttir sýnir til 26. júní. Við Hamarinn Þóra Þórisdóttir sýnir til 18. júní. Nýlistasafnið 10 myndlistarmenn sýna til 25. júní. Hafnarhúsið Sjóminjasýning til áramóta. Gallerí Sólon íslandus Myriam Bat-Yosef sýnis til 25. júní. Listhúsið Laugardal Ólafur Oddsson sýnir til 19. júní. Hafnarborg „Stefnumót listar og trúar“ til 26. júní. Þjóðminjasafnið Sýn. á óþekktum ljósmyndum eft- ir Bjarna Kristin Eyjólfsson. Hallgrimskirkja Kirkjulistavika; Myndlistasýning bama úr Myndlistaskólanum f Reykjavík. Sýning textíllistakon- unnar Else Marie Jakobsen. Gallerí Greip Þorri Hringsson sýnir til 2. júlí. Mokka Harpa Árnadóttir sýnir til 20. júní. Gallerí Fold Dósla, Hjördís og Örn Ingi sýna til 25. júní. Tryggvagata 15 Kjartan Guðjónsson sýnir til 30. júní. Norræna húsið Umhverfislist í salarkynnum og umhverfi hússins til 9. júlí. Sýning í anddyrinu er tengist ferð Al- berts Engströms til Islands 1911. Gallerí Sævars Karls Þóra Sigurðardóttir sýnir. Gullkistan - Laugarvatni Samsýning 104 myndlstarmanna til 2. júlí. TONLIST Laugardagur 17. júní Sænskur kórsöngur í Norræna húsinu kl. 16.30. Sunnudagur 18. júní Kirkjulistahátíð; Requiem Olssons í Hallgrímskirkju kl. 20. Orgel- tónleikar í Dómkirkjunni kl. 17, Petrea Óskarsdottir og Ingunn Hildur Hauksdóttir flytja tónlist fyrir þverflautu og píanó í íþrótta- húsi Héraðsskólans á Laugar- vatni kl. 15. Norsk skólalúðra- sveit í Ráðhúsinu kl. 16. Sumar- tónleikar í Grindavíkurkirkju kl. 18. Fimmtudagur 22. júni Ólafur A. Bjamason syngur með Sinfóníníuhljómsveit íslands í Háskólabíói kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið West Side Story sun. 18. júnf. Taktu lagið, Lóa! fös. 23. júnf. Órar frums. fím. 22. júní, lau. Kaffilcikhúsið Herbergi Veroniku fim. 22. júní, fös, lau. „Stígðu ófeimin stúlka upp“ mán. 19. júní kl. 21. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16. á miðviku- dögUm merktar: Morgunblaðið, menning/Iistir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.