Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JNbtgmMdkib 1995 LAUGARDAGUR 17. JUNÍ BLAÐ D GOLF / OPNA BANDARISKA Greg Norman efstur GREG Norman frá Ástralíu fór á 67 höggum á Opna bandaríska meistaramótínu í golfi í gær- kvöldi og er með forystu eftir tvo daga, en hann fór fyrsta daginn átveimur undir pari. Norman er á 135 höggum en Nick Price sem var efstur eftir fyrsta dag er í öðru sæti á 134 höggum. Norman náði fugli á 18. holu í gær og það gerði gæfumuninn. Japaninn Jumbo Ozaki var líka með fugl á 18. holu og var í þriðja sæti með 137 högg. „Eg var ró- legur," sagði Norman, „því allir gera mistök." OL2002 Gleði íSah Lake Stór hluti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar kaus að Vetrarólympíuleikarnir árið 2002 færu fram í Salt Lake City í Bandaríkjunum en val á milli fjögurra borga fór fram í Búdapest í gær. Salt Lake fékk 54 atkvæði af 89 í fyrstu umferð ogþar með voru úrslit- in ráðin. Ostersund í Svíþjóð og Sion í Sviss fengu sín 14 atkvæðin hvor en Quebec í Kanada sjö atkvæði. Umsókn Salt Lake var mjög vel undirbúin og ekki skemmdi fyrir að nær öll mannvirki vegna leikanna eru þegar tilbúin. Allt var eins og best verður á kosið og í raun kom valið ekki á óvart þó umsókn- inni hafi verið fylgt eftir af varkárni. Mikil gleði braust út í borginni sem rétt missti af næstu vetrarleikum en for- maður framkvæmdanefndar- innar sagði öruggt að ekki yrði sótt um að halda Vetra- rólympíuleikana árið 2006. Reuter Þjálfari Ungverja sektaði sjálfan sig KALMAN Meszoly, þjálfari ungverska landsliðs- ins í knattspyrnu sem tapaði 2:1 fyrir íslendingum á Laugardalsvelii síðastliðinn sunnudag í Evrópu- keppni landsliða, sektaði sjálfan sig um rúmar 50.000 krónur fyrir að öskra á leikmenn sína í leiknum. Meszoly sagði að öskriu hefðu verið óafsakan- leg þó þau hefðu komið í hita Ieiksins og Knatt- sf i y r nusambandið bætti við að ungverskir áhorf- endur hefðu orðið óánægðir. Hann bauðst til að borga upphæðina sem framlag i sjóð til æfinga fyrir næstu Eynslóða ungvcrskra knuttspy mu- mauna. Fuglinn flaug GREG Norman náði fugli é 18. holu í gærkvöldl en dæmiö gekk ekki upp á annarri holu og var Ástrallnn allt annaö en kátur með það elns og sjá má. Engu aö síður er hann með forystu á Opna bandaríska mótinu í golfl. NBCgerirþáttum Miðnæturmót GA „ VID erum mjög ánægðir með vöUinn — hann er að verða þurr og í ágætu ásigkomulagi," sagði Guðbjörn Garðarsson, framkvæmdastjóri GoVf- klúbbs Akureyrar við Morgunblaðið í gær í til- efni þess að senn styttist i h ið árlega Miðnæt- urmót klúbbsins, Arctic Open. Mikill snjór var á Akur cyri í vetur og Jaðar- svölíurinn á kafi langt fram á vor, Miklu magni var mokað af vellinum með þar til gerðum v'uuiu- vélum síðustu dagana í maí, og i góða veðrinu síðustu daga hefur völluriun gjörbreyst að sögn Guðbjðrns. „Það stefnir allt í mjög gott mót," sagði hann en skráningu lýkur áþriðjudaginn kl. 16. Dagskrain eftir það verður hefðbundin; kynning á miðvikudagskvöldinu, leikið fimmtu- dags- og föstudagsk völd — fram á nótt báða dag- ana skv. venju — og loks lokaveisla á laugardags- kvöldinu. Guðbj öra segir ekki endanlega Ijóst hve marg- ir komi crlendis frá i mótið að þessu sinni, en reiknað sé með allt að 40 manns. Inni i þeirri t öi ii er eitthvað af blaða- og f r étt amönnum en að auki kemur hópur frá bandarísku sjónvarps- stöðinni NBC. Að sögn Guðbjörns eru fulltrúar stSðvarinnar frá þættí er kallasl TodayShow, þar sem fjallað er um aUt milli himins og jarðar °g hyggst sjónvarpsstöðin helga einn þessara þátta Arctic Open. Úrtökumót á Glað- heimum fyrir HM SENN líður að því að valið verði landslið íslands í hcstaíþróttum sem keppa mun á heimsmcistara- mótiuu scm nú verður haldið í Sviss í byrjun águst nk. Úrtakan sem haldin verður á Glaðheim- um, vallarsvæði Gusts í Kópavogi, hefst miðviku- daginn 21. júní og lýkur f östudaginn 23. júní. Valdir verða sjö liðsmenn og hestar en tveir íslenskir keppendur, þeir Sigurbjörn Bárðarson og Hinrik Bragason, hafa keppnisrétt þar sem þeir urðu hcimsmeistarar á siðasta móti. Sigur- bjSrn má mæta með Höfða fr á Húsavik i fimm- gang, gæðingaskeið og tSlt en Hinrík má mæta með Eitil frá Akureyrí í 250 metra skeið. Ákveði þeir Sigurbjöru og Hihrik að mæta með þessa hesta er Ijóst að níu íslendingar muni keppa á mótinu. Keppni hefur verið æsispennandi á úr- tökumótum til þessa fyrir þær sakir að málin eru ekki alltaf eins einföld og þau sýnast við fyrstu sýn. Menn eru að dctta út og inn úr liðinu meðan á kcppninni stendur og þar ræður ekki alfarið. þeirra eígin frammistaða hvar þcir lenda. Keflavík heima gegn Metz f rá Frakklandi KEFL V í KIN G AK mæta Mete frá Frakklandi í fyrstu umferð TOTO-keppninnar í knattspyrnu og verður leikurinn í Keflavík sunuudagiim 25. júní kl. 15.1. júlí leika Keflvikingar við Partick Thistle i Skotlandi og helgina 8. tii 9. júlí taka þeir á móti Zagreb frá Króatíu en sf ðasti leikur- inn verður gegn Linz i Austur ríki helgina 15. til 16. júlí. Vegna þátttökunnar hafa veríð ákveðnar nýjar dagsetningar á tveim ur leikjum Keflavíkur í 1. deild. Útileikurinn við Fram í 6. umferð sem átti að vera 25. júni verður 23. jólí og ú tiloiku rinn gegn Leiftrí f 8. u mfcrð sem átti að vera 16. júli verður 9. ágúst. ÍSHOKKÍ: ÚRSLITARIMMAN UM STANLEYBIKARINIM / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.