Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 1

Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA [£ Plor0wnfefa®<»í> 1995 LAUGARDAGUR 17.JÚNÍ BLAD D GOLF / OPNA BANDARISKA Greg Norman efstur GREG Norman frá Ástralíu fór á 67 höggum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær- kvöldi og er með forystu eftir tvo daga, en hann fór fyrsta daginn á tveimur undir pari. Norman er á 135 höggum en Nick Price sem var efstur eftir fyrsta dag er í öðru sæti á 134 höggum. Norman náði fugli á 18. holu i gær og það gerði gæfumuninn. Japaninn Jumbo Ozaki var líka með fugl á 18. holu og var í þriðja sæti með 137 högg. „Eg var ró- legur,“ sagði Norman, „því allir gera mistök." OL2002 Gleði íSalt Lake Stór hluti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar kaus að Vetrarólympíuleikamir árið 2002 færu fram í Salt Lake City í Bandaríkjunum en val á milli íjögurra borga fór fram í Búdapest í gær. Salt Lake fékk 54 atkvæði af 89 í fyrstu umferð og þar með voru úrslit- in ráðin. Ostersund í Svfþjóð og Sion í Sviss fengu sín 14 atkvæðin hvor en Quebec í Kanada sjö atkvæði. Umsókn Salt Lake var mjög vel undirbúin og ekki skemmdi fyrir að nær öll mannvirki vegna leikanna eru þegar tilbúin. Allt var eins og best verður á kosið og í raun kom valið ekki á óvart þó umsókn- inni hafí verið fylgt eftir af varkámi. Mikil gleði braust út í borginni sem rétt missti af næstu vetrarleikum en for- maður framkvæmdanefndar- innar sagði öruggt að ekki yrði sótt um að halda Vetra- rólympíuleikana árið 2006. Reuter Fuglinn flaug GREG Norman náöl fugll á 18. holu í gærkvöldi en dæmið gekk ekkl upp á annarri holu og var Ástrallnn allt annað en kátur með það elns og sjá má. Engu að síður er hann mað forystu ð Opna bandaríska mótlnu í golfl. Þjálfari Ungverja sektaði sjálfan sig KALMAN Meszoly, þjálfari ungverska landsliðs- ins í knattspymu sem tapaði 2:1 fyrir íslendingum á Laugardalsvelli síðastliðinn sunnudag í Evrópu- keppni landsliða, sektaði sjálfan sig um rúmar 50.000 krónur fyrir að öskra á leikmenn sína í leiknum. Meszoly sagði að öskrin hefðu verið óafsakan- leg þó þau hefðu komið í hita leiksins og Knatt- spyrnusambandið bætti við að ungverskir áhorf- endur hefðu orðið óánægðir. Hann bauðst til að borga upphæðina sem framlag í sjóð til æfínga fyrir næstu Eynslóða ungverskra knattspymu- tnanna. NBC gerir þátt um Miðnæturmót GA „VIÐ erum mjög ánægðir með völlinn — hann er að verða þurr og í ágætu ásigkomulagi,“ sagði Guðbjöra Garðarsson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Akureyrar við Morgunblaðið í gær í til- efni þess að senn styttist í hið árlega Miðnæt- urmót klúbbsins, Arctic Open. Mikill siyór var á Akureyri í vetur og Jaðar- svöUurinn á kafí langt fram á vor. Miklu magni var mokað af vellinum með þar til gerðum vinnu- vélum síðustu dagana í maí, og I góða veðrinu síðustu daga hefur völlurinn gjörbreyst að sögn Guðbjörns. „Það stefnir allt í mjög gott mót,“ sagði hann en skráningu lýkur á þriðjudaginn kl. 16. Dagskráin eftir það verður hefðbundin; kynning á miðvikudagskvöldinu, leikið fimmtu- dags- og föstudagskvöld — fram á nótt báða dag- ana skv. venju — og loks lokaveisla á laugardags- kvöldinu. Guðbjöra segir ekki endanlega ljóst hve marg- ir komi erlendis frá í mótið að þessu sinni, en reiknað sé með allt að 40 manns. Inni í þeirri tölu er eitthvað af blaöa- og fréttamönnum en að auki kemur hópur frá bandarísku sjónvarps- stöðinni NBC. Að sögn Guðbjörns eru fulltrúar stöðvarinnar frá þætti er kallast Today Show, þar sem fjallað er um allt milli himins og jarðar og hyggst sjónvarpsstöðin helga einn þessara þátta Arctic Open. Úrtökumót á Glað- heimum fyrir HM SENN liður að því að valið verði landslið íslands í hestaíþróttum sem keppa mun á heimsmeistara- mótinu sem nú verður haldið í Sviss í byijun ágúst nk. Úrtakan sem haldin verður á Glaðheim- um, vallarsvæði Gusts í Kópavogi, hefst miðviku- daginn 21. júní og lýkur föstudaginn 23. júní. Valdir verða sjö liðsmenn og hestar en tveir íslenskir keppendur, þeir Sigurbjörn Bárðarson og Hinrik Bragason, hafa keppnisrétt þar sem þeir urðu heimsmeistarar á síðasta móti. Sigur- björa má mæta með Höfða frá Húsavík í fímm- gang, gæðingaskeið og tölt en Hinrik má mæta með Eitil frá Akureyri í 250 metra skeið. Ákveði þeir Sigurbjöra og Hinrik að mæta með þessa hesta er ljóst að níu íslendingar muni keppa á mótinu. Keppni hefur verið æsispennandi á úr- tökumótum til þessa fyrir þær sakir að málin eru ekki alltaf eins einföld og þau sýnast við fyrstu sýn. Menn eru að detta út og inn úr liðinu meðan á keppninni stendur og þar ræður ekki alfarið þeirra eigin frammistaða hvar þeir lenda. Keflavík heima gegn Metz frá Frakklandi KEFLVÍKINGAR mæta Metz frá Frakklandi í fyrstu umferð TOTO-keppninnar í knattspyrnu og verður leikurinn í Keflavík sunnudaginn 25. júní kl. 15.1. jálí leika Keflvíkingar við Partick Thistle í Skotlandi og helgina 8. til 9. júlí taka þeir á móti Zagreb frá Króatiu en síðasti leikur- inn verður gegn Linz í Austurríki helgina 15. til 16. júlí. Vegna þátttökunnar hafa verið ákveðnar nýjar dagsetningar á tveimur leikjum Keflavikur í 1. deild. Útileikurinn við Fram í 6. umferð sem átti að vera 25. júní verður 23. júli og útileikurinn gegn Leiftri í 8. umferð sem átti að vera 16. júli verður 9. ágúst. ÍSHOKKÍ: ÚRSLITARIMMAN UM STANLEYBIKARINN / D4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.