Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 D 3 URSLIT Hjólreiðar Svissneska keppnin Staðan eftir fjórar Ieiðir: 1. Alex Zuelle (Sviss)..... 17:2.18 2. Tony Rominger (Sviss).1 sek. á eftir 3. Pascal Richard (Sviss).sex sek. á eftir 4. Lance Armstrong (Bandar.)l 1 sek. á eftir 5..ZenonJask.ula.(P.ólLmdi)_15 sek. á eftir 6. V. Ekimov (Rússlandi).16 sek. á eftir Knattspyrna Portúgal Benfica - Sporting...............2:0 Edilson Ferreira (12., 81.) ■Endurtekinn leikur frá því í vetur. Eftir 2:1 sigur Sporting þá kærði Benfica til knattspyrnusambandsins að dómarinn gleymdi að sýna Claudio Caniggia gula spjaldið áður en hann sýndi honum það rauða — sem kom vegna annarrar áminn- ingar hans. Lokastaða efstu liða: 34 Sporting 34 34 Guimaraes 34 .34 22 5 7 61:28 49 Golf Opna Clarins kvennamótið Án forgjafar: 1. Krictín Pálsdóttir 2. Jóhanna Ingólfsdóttir GK GR 3. Sigrún Ragnarsdóttir ....GKG Með forgjöf: 1. UnnurSæmundsdóttir 2. Sigrún Ragnarsdóttir ....GKG ....GKG 3. Jóhanna Ingólfsdóttir GR Næst holu á 2. braut: Jóhanna Ingólfsdóttir GR Næst holu á 16. braut: Þóra Eggertsdóttir. ....GKG UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur Hinn árlegi minningarleikur um Daða Sig- urvinsson verður leikinn á Kópavogsvelli kl. 17. í dag, 17. júní. Það eru lið HK og Breiðabliks í 4. flokki sem spila. Sunnudagvr Bikarkeppni KSÍ - 32ja liða úrslit: Karlar:............................kl. Fáskrúðsfi.: KBS-Valur..............14 Kópavogur: Breiðabl. U23 - Keflavík.14 Grenivík: Magni - Grindavík.........14 Garður: Víðir-KR....................17 Valsv.: Valur U23 - Breiðablik......20 Húsavík: Völsungur - FH.............16 Grindavík: GG-ÞrótturR..............20 Keflavík: Keflavík U23 - ÍA.........20 Reyðarfj.: KVA-ÍBV..................20 Bikarkeppni KSÍ - 16 liða úrslit: Konur: Höfn: Sindri - KBS..................20 2. deild kvenna: Egilsstaðav.: Höttur - KVA..........16 Vopnafjarðarv.: Einheiji - Neisti D.16 4. deild: Ármannsv.: TBR - Afturelding........17 Mánudagur Bikarkeppni KSÍ Akranesv.: ÍA U23 - Vfkingur........20 Vestm.: ÍBVU23-Fram.................20 Selfossv.: Selfoss - Fylkir.........20 KR-völlur: KR U23 - Leiftur.........20 Höfn: Sindri - Stjaman..............20 Leiknisv.: Leiknir - Þór Ak.........20 Hlaup Kvennahlaup ÍSÍ verður 18. júní og fer fram á 82 stöðum á landinu. Hlaupið á Reykjavík- ursvæðinu fer fram í Garðabæ. Sund Hið árlega alþjóðamót Sundfélagsins Ægis, sem hóft í gær í Laugardalslaug, heldur áfram um helgina þegar keppt verður í 100 og 200 metra greinum. 1 dag hefst mótið kl. 11 en á sunnudag kl. 13. 50 ára afmælishátíð SH Mánudaginn 19. júní klukkan 18 verður 50 ára afmælishátíð Sundfélags Hafnarfjarðar haldin í salnum Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti, saga félagsins rifjuð upp ogfélags- menn heiðraðir. Golf Opið mót hjá Oddi Golfklúbburinn Oddur í Heiðmörk, Kjósar- sýs'u, heldur opið 18 holu mót með og án forgjafar í dag. Opið mót í Borgarnesi Opið mót verður í Borgamesi á sunnudag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Opið mót hjá Kili Golfklúbburinn Kjölur i Mosfellsbæ heldur opið mót á sunnudag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Opna Sandgerðismótið Golfklúbbur Sandgerðis heldur á sunnudag opið mót þar sem leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Opið háforgjafarmót hjá Leyni Opið háforgjafarmót (forgjöf 20 og yfír) verður hjá Leyni á Akranesi i dag og verð- ur ræst út frá kl. 10. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Háforgjafarmót í Bakkakoti Golfklúbbur Bakkakots ! Mosfellsdal heldur háforgjafarmót (forgjöf 20 og yfir) á sunnu- dag og verða leiknar 18 holur. LEK móti frestað LEK-móti sem átti að fara fram á Akra- nesi á morgun, sunnudag 18. júní, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. IÞROTTIR IÞROTTIR KNATTSPYRNA Emilio Butragueno hættur hjá Real Madrid Ég vil faðma alla stuðningsmennina David Pleat aftur f rá Luton David Pleat gekk út frá Luton, eftir að hafa aðeins lokið fyrri hluta af tveggja ára samningi, til að taka við stjórntaumunum hjá Sheffíeld Wed- nesday. Það er að draga dilk á eftir sér þar sem ekki var búið að ákveða bætur til Luton og stjómarmenn þar hóta málaferlum, segja að Pleat hafi gengið á bak orða sinna. Formaður Luton, David Kohler, er sagður vilja um 3 milljónir í bæt- ur en talið er að Sheffield hafí boðið þriðjung þeirrar upphæðar og eru forsprakkar Luton ekki sáttir. „Ég er mjög svekktur yfír þróun mála,“ sagði Kohler. „Það síðasta sem ég sagði við Pleat var að ef hann færi til Sheffield, myndi ég kæra hann og hann lofaði mér því að fara ekki þangað fyrr en búið væri að ganga frá greiðslum. Við hjá Luton emm að kanna lagalega stöðu okkar en mér sýnist að Sheffíeld Wednesday hafi brotið lög. Þar segir að ekkert lið megi reyna að tæla starfsmann yfir til sín en það hefur félagið ein- mitt gert. Það bauð fyrst 500 þús- und og hefur síðan hækkað sig en það er ekki nóg. Ætli þetta endi ekki í réttarsal." Pleat er ekki að velta sér upp úr því. „Þetta er gott tækifæri, félagið lítur fram á veg og hefur orð á sér fyrir að gera vel við sína menn.“ Hann hefur boðið leikmanninum Chris Waddle að vera jafnframt þjálfari en Waddle hefur ekki ákveð- ið sig. Þetta er reyndar í annað sinn sem Pleat yfirgefur Luton í skyndi. Hann leiddi liðið upp í úrvalsdeildina 1982 en fór til Tottenham fjórum árum seinna og fékk Luton þá rúma millj- ón í bætur. Pleat kom síðan aftur til Luton 1991. í október síðastliðn- um neitaði Pieat tilboði um að taka við Tottenham á ný þegar Ossie Ardiles var rekinn. Rehhagel fær ekki titilinn á silfurfati Bayem Múnchen er í óvenju- legri stöðu fyrir síðustu umferð þýsku knattspyrnunnar sem verður í dag. Meistararnir eru í sjötta sæti og geta ekki færst ofar en tapi þeir fyrir Werd- er Bremen verður Bremen meist- ari. Otto Rehhagel, þjálfari Werd- er Bremen, tekur við Bayern fyr- ir næsta tímabil en Lothar Matt- háus, sem verður í hópnum hjá Bayern í fyrsta sinn í fímm mán- uði, sagði í bréfi í dagblaðinu Bild í gær að Rehhagel fengi ekki titilinn á silfurfati og lofaði baráttuúrslitaleik. Sigri Bayern Bremen tryggir Dortmund sér titilinn í fyrsta sinn í 32 ár með sigri gegn Hamburg á heimavelli. „Deildin á skilið að fá alvöru úrslitaleik,“ skrifaði Mattháus. „Við lofum að beijast í 90 mínút- ur og enginn þarf að efast um skuldbindingar okkar. Við lofum því að við ætlum ekki að færa Otto Rehhagel titilinn á silfur- fati. Hann verður ekki þjálfari okkar fyrr en á næsta tímabili." LOTHAR Mattháus Bayem hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu og eini mögnleiki liðsins á UEFA-sæti felst í því að Gladbach sigri Wolfsburg í úrslitum bikarkeppn- innar og fari í Evrópukeppni bik- arhafa en ekki UEFA-keppnina sem yrði þá hlutskipti Bayern. Emilio Butragueno kvaddi Real Madrid að viðstöddum 75.000 stuðningsmönnum í sérstökum ágóðaleik í fyrrakvöld og loka- stundin var við hæfi. Real vann Roma frá Ítalíu 4:0 og lagði Butragueno upp fyrstu þrjú mörkin en lauk leiknum með því að skora úr vítaspyrnu á síðustu sekúndun- um. Eftir leikinn voru ljósin slökkt og geisla í stjömuformi beint að hetjunni sem hljóp hring fyrir áhorfendur. Butragueno, sem er 31s árs, lék fyrst fyrir Real 1983 eftir að hafa verið í unglingaliðinu og hefur ver- ið hjá félaginu allan ferilinn en óvfst er hvað nú tekur við. Hann vill ekki staðfesta að hann sé á leiðinni í japönsku deildina en sagði að öruggt væri að hann léki ekki fyrir annað félag á Spáni. Hann varð Spánarmeistari með Real fimm ár í röð, 1985 til 1990, og vakti mikla athygli þegar hann gerði fjögur mörk í 5:1 sigri Spán- ar gegn Danmörku í HM 1996 en alls gerði hann 26 mörk í 69 land- sleikjum. Hann missti stöðu sína í liði Real á liðnu tímabili en Jorge Valdano, þjálfari, sagði að sú ákvörðun hefði verið erfiðust og fengið mest á sig á þjálfaraferlin- um. „En í mínu starfí verð ég að taka ákvarðanir miðað við aðstæð- ur hveiju sinni en ekki byggðar á því liðna.“ Butragueno átti síðasta orðið. „Þetta hefur verið ógleyman- legur dagur. Það er ótrúlegt að sjá fólk mæta á völlinn til þess eins að vera með mér og ég vil faðma alla stuðningsmenn Madrid." Takk fyrir Reuter EMILIO Butragueno hefur leikið síðasta ieik sinn fyrlr Real Madrid. Á myndinni er hann í góðum félagsskap fyrrum samherja sinna í síðasta leiknum en Rafael Gordilio til vinstri og Hugo Sanchez komu og léku með Real gegn Roma í fyrrakvöld. ísland niður um sjö sæti á FIFA-listanum Islenska landsliðið féli niður um sjö sæti á styrkleikalista alþjóða knattspymu- sambandsins, FIFA — fór úr 42 sæti í það 49. Listinn var tekinn saman fyrir 2:1 sigurleik Islands gegn Ungveijalandi. Búlgarar eru í fyrsta skipti komnir inn á topp tíu á listanum eftir 3:2 sigur þeirra gegn Þjóðveijum á dögunum — þeir færð- ust upp um fjögur sæti og eru nú í átt- unda sæti. Það sem háir íslenska Jandsliðinu, er hvað liðið leikur fáa leiki. Island sem var í 39. sæti á listanum um áramót, hafði aðeins leikið tvo leiki síðan þá — 1:1 gegn Chile og 1:1 gegn Svíþjóð — þegar listinn var tekinn saman. Svíar sem léku sjö leiki á sama tíma — unnu engan, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu fjórum — færðust nið- ur um þijú sæti frá áramótum, úr þriðja sæti í það sjötta. Þær þjóðir sem fóru nú upp fyrir ísland voru: Kamerún, Chile, Senegal, Israel, Sameinuðu arabísku fur- stadæmin, Kína og Litháen, sem færðist upp um fjórtán sæti. Færeyingar tóku mesta stökkið frá því listinn var gefínn út í maí — þeir stukku upp um sextán sæti og um tuttugu sæti frá áramótum, eru nú í 121. sæti. Næsti styrkleikalisti verður gefín út 25. júlí, en þá verða íslendingar búnir að leika einn landsleik, gegn Færeyingum á Neskaup- stað 2. júlí. ALÞJOÐA SUMARLEIKAR ÞROSKAHEFTRA 28 hédan á stærsta íþróttaviðburð heims Iþróttasambandfatlaðra hefur til- kynnt hveijir verða sendir á Al- þjóðasumarleika þroskaheftra, sem fram fara í New Haven í Bandaríkjun- um í byijun júlí. Það er stærsti íþrótta- viðburður í heiminum með rúmlega 7.200 þátttakendur og verða sendir 28 keppendur frá íslandi. „Við sendum aðeins á þessa leika þá sem ekki eiga möguleika á stórmót- um, sem byggð eru upp á hefðbundinn hátt þar sem þeir bestu komast áfram, því þeir keppendur fá sína möguleika á til dæmis heimsleikum fatlaðra og Ólympíuleikum fatlaðra. Hér er því um ræða stórkostlegt tækifæri fyrir hinn almenna íþróttaiðkanda úr röðum þroskaheftra á íslandi enda eru geta keppenda mjög misjöfn á þessu móti,“ sagði Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, annar fararstjóri hópsins. Eftirtaldir voru valdir: Borðtennis: Hreinn Hafliðason, Guðjón A. Ingvason, Gyða K. Guð- mundsdótir og Guðrún Ósk Jónsdóttir. Lyftingar: Magnús Paul Komtop, ÍFR, og Gunnar Örn Erlingsson, Ösp. Keila: Ólafur Ólafsson og Helga Ólafs- dóttir, Ösp. Boccia: Kristbjörn Óskars- son, Völsungi, og Guðný Óskarsdóttir, Nes. Knattspyrna: Sigurður Axels- son, Ottó B. Amar, Svavar Jónsson, Pétur Jóhannesson og Kristján J. Aðal- steinsson, Ösp. Fijálsíþróttir: Halldór B. Pálmason, Gáska, Hjörtur Grétars- son, Þjóti, Sverrir Sigurðsson, Viljan- um, Matthías Haraldsson, Eik, Kristín Þ. Albertsdóttir, Suðra, Erla B. Sig- mundsdóttir, Gný, Nanna Haraldsdótt- ir, Eik, og Hrafnhildur Sverrisdóttir, Snerpu. Sund: Vignir Þór Unnsteins- son, ÍFR, Ármann Eggertsson, Gný, Anna María Bjarnadóttir, Firði, og Sóley Traustadóttir, Gáska. Styrkleika- listi FIFA EFSTU þjóðirnar á styrk- leikalista alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, eru þessar: 1. ( 1) 2. ( 2) 3. ( 3) 4. ( 4) 5. ( 5) 6. ( 6) 7. ( 9) 8. (12) 9. ( 7) 10. ( 8) 11. (11) 12. (14) 13. (15) 14. (13) 15. (10) 16. (16) 17. (17) 18. (20) 19. (18) 20. (23) 21. (31) 22. (21) 23. (19) 24. (25) 25. (30) Brasilía Ítalía Spánn Noregur Þýskaland Sviþjóð Mexíkó Búlgaría Holland Argentína Rúmenía Danmörk Rússland Sviss Irland Portúgal Frakkland Nígería Belgía Egyptaland Skotland Fngland Kólumbía Túnis Tyrkland 46. (48) Kína 47. (61) Litháen 48. (40) Austurríki 49. (42) ÍSLAND BILKROSS Dýrkeypt ákeyrsla SIGMUNDUR Guðnason náði forystu til íslandsmeistara í flokki krónubíla í bílkrossi á sunnudaginn, eftir harða keppni við Garðar Þór Hilmars- son. Bflar þeirra skullu saman í úrslitum og var Garðar talinn eiga sök á árekstrinum, sem kostaði hann dýrmæt stig til íslandsmeistara. Sveinn Sím- onarson varð annará eftir Sig- mundi og Henning Ólafsson á Lada þriðji. Guðbergur Guð- bergsson á Porsche vann flokk rallykross bfla og Ásgeir Örn Rúnarsson teppaflokkinn fyrir stærri bfla. Það var ekki ásetningur hjá mér að aka á Sigmund í úrslitar- iðlinum. Við vorum í hörkukeppni um fyrsta sætið og hann rann til í beygju. Ég ætlaði að nýta tækifærið og skjótast innfyrir hann i beygjuna og þá skullum við sam- an,“ sagði Garðar Þór í samtali við Morgunblaðið. Áreksturinn reyndist honum dýrkeyptur, því hann var dæmdur brotlegur, talinn aka á Sigmund og missir þar með Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar stig til íslandsmeistara. Fyrir keppnina var Garðar með forystu í flokki krónubíla. Áreksturinn var alls ekki harkalegur, en snarsneri hinsvegar bíl Sigmundar, sem tap- aði þar með forystunni í úrslitariðl- inum til Garðars. Mat keppnis- stjórnar var það að Garðar hefði brotið af sér og hagnast fyrir vik- ið. „Mér finnst leiðinlegt að þetta sé dæmt svona núna. Eg hef lent í svipuðum atvikum sjálfur og bíll hefur verið gjöreyðilagður fyrir mér og aldrei neitt gert. Kannski er verið að skapa eitthvað fordæmi með þessari niðurstöðu, en þetta hefði þá þurft að gerast fyrir löngu síðan og við miklu harðari árekstra og hrein ásetningsbrot," sagði Garðar. „Garðar var klaufskur að taka áhættu í þessari beygju og stjaka við mér á þessum stað. Það kostaði hann of mikið. Ég var samt staðráð- inn í að ná honum aftur, eftir að hann sneri mér. Hinsvegar var leitt að geta ekki keppt við hann um fyrsta sætið í akstri, því hann var flaggaður út,“ sagði Sigmundur, „Ég hef verið kominn með hálstak á meistaratitlinum síðustu ár, en alltaf misst af honum. Núna ætla ég mér að halda forystunni í stiga- keppni til enda mótsins. Bíllinn er erfiður í akstri, en ég náði þó þriðja sæti í fyrstu keppni ársins. Ég á þijár yfirbyggingar, sem eru klárar í keppiii og það er spuming hvort ég mæti á nýjum bíl næst“. Guðbergur Guðbergssonn vann öragglega í flokki rally kross bíla og náði jafnframt besta aksturs- tíma dagsins á brautinni. Guð- mundur F. Pálsson á Ford Escort varð annar og Högni Gunnarsson á Celica þriðji. í jeppaflokknum vann Ásgeir Örn eftir jafna keppni, þar sem Hjálmar Hlöðversson vann tvo undanriðla fýrir úrslit. í úrslit- um fataðist honum hinsvegar flug- ið. „í fyrstu beygju lentu Einar og Ellert Karl Alexandersson í sam- stuði, eftir að hafa náð forystu. Ég komst skömmu síðar í annað sæti á eftir Einari, sem missti bíl- inn útaf og affelgaði dekk. Eftir það hélt ég forystu til enda,“ sagði Ásgeir, sem ók óvenjulega snyrti- legum keppnisbíl. „Þetta er ekki klessukeppni, þó við séum á amer- ískum bílum. Ég vil halda mínum bíl í lagi,“ sagði Ásgeirs, sem ekur tæplega 400 hestafla fagurgulum Ford Mustang. Umdeilt atvik Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GARÐAR Þór Hllmarssonm stingur sér Innfyrlr Sigmund Guðnasson, sem snarsnerist skömmu síðar þegar bílarnir snertust. Garðar náði forystu, en var dæmdur úr leik vegna þessa atviks og tapaði um leið forystunni tll íslandsmelstara tll Sigmundar. KVENNAHLAUP ISI Um 16.000 þátttakendur Hið árlega kvennahlaup ÍSÍ fer fram í sjötta sinn á sunnudag- inn og miðað við skráningu fyrir helgi, má búast við að rúmlega 16.000 konur hlaupi á yfir 80 stöð- um á landinu. Á Reykjavíkursvæð- inu fer hlaupið að venju fram í Garðabæ, þar sem 6.400 konur hlupu í fyrra, og búist er við þátt- töku 1.100 kvenna á Akureyri og svipuðum fjölda á Suðumesjum. Kvennahlaupið var fyrst haldið í tengslum við íþróttahátíð ÍSÍ árið 1990 og var þá haldið á áttá stöðum á landinu. Árið 1993 var samtökun- um íþróttir fyrir alla falið að sjá um framkvæmd hlaupsins og var áhersla lögð á þátttöku kvenna um allt land. Það hefur gengið eftir og á síðasta ári hlupu 13.800 konur um allt land. Konur spretta ekki bara úr spori á íslandi því kvennahlaup verður í Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og á tveimur stöðum í Danmörku. Auk þess ætlar leikhópurinn Perlan, sem SJÓVÁ Almennar er aðalstyrktaraðlll Kvennahlaups ÍSÍ þriðja árið í röð og er myndin frá undirrltun samnlngs þess efnis. Frá vlnstrl: Sigrún Stefánsdóttlr, formaður íþrétta fyrlr alla, Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvá Almennra, og Helga Guðmundsdéttlr, framkvæmdastjérl Kvennahlaups ÍSÍ. er í leikferð í Brussel, að halda sitt hlaup en með þeim fara innlendar hlaup þar og í Namibíu ætla 50 konur, sem eru heillaðar af uppá- íslenskar konur að hlaupa kvenna- tækinu. FOLK AKRANES verður vettvangur næstu torfærukeppni til Islands- meistara. Keppnin í Grindavík sem síðustu ár hefur gilt til meistara gengur yfir til Akstursíþrótta- félags Vesturlands. Fer keppnin fram í júlí en mótið á Akranesi hef- ur þótt mjög vel skipulagt. Björgun- arsveitin í Grindavík hyggst ekki halda torfærukeppni í haust. DAMON HiII er ekki ánægður með framgang mála hjá Williams þessa dagana. Liðinu hefur ekki tekist að stilla upp bíl fyrir þá Hill og Coulthard, sem er sam- keppnishæfur við Schumacher. Lætur HiII óspart í sér heyra í fjöl- miðlum vegna þess. NIGEL Mansell hætti fyrir skömmu hjá McLaren liðinu eftir að hafa kvartað í sifellu yfír lélegu ökutæki. Fýrst var bíllinn of lítill fyrir hann og var endurbættur. Sleppti Mansell nokkrum mótum vegna þess en ók svo í einni keppni. Að henni lokinni ákvað hann í sam- ráði við Ron Dennis keppnisstjóra McLaren að draga sig í hlé. ■ MICHAEL DOOHAN sigraði í ítalska 500 cc mótorhjólakappakst- urinn á sunnudaginn. Daryll Be- attie varð annar og Alexander Puig þriðji. Doohan missti hjólið út af í 10 hring og var á tímabili í þriðja sæti en náði að vinna sig upp í fyrsta sætið. ■ GUÐBJÖRN Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Ak- ureyrar, hóf sumarið með glæsi- brag; fór holu í höggi á Greifamót- inu, fyrsta móti GA í sumar, í fyrra- kvöld. Guðbjörn náði draumahögg- inu á 14. holu Jaðarsvallar með 7- járni. Brautin er 143 m löng, par 3. ■ MILAN Jankovic, varnarmaður Grindavíkinga, fékk stóran skurð á vinstri augabrún eftir að hafa skallað í hnakka Izudin Daða Dervic um miðjan siðari hálfleik í leik KR og Grindvíkinga á KR- velli miðvikudagskvöldið. Jankovic var borinn af leikvelli og þurfti að sauma átta spor í augabrún hans. Dervic fékk einnig skurð á hnakk- ann við samstuðið, en fór útaf til að láta gera að sárum sínum en kom síðan fljótlega inn á aftur eins og ekkert hafði í skorist. ■ GUÐMUNDUR Benediktsson, framheiji KR-inga, lék ekki með lið- inu. Hann var hins vegar á leik- skýrslu og hitaði upp allan seinni hálfleikinn og var enn að hita upp þegar flautað var til leiksloka. „Eg ætti að vera orðinn vel heitur fyrir næsta leik,“ sagði Guðmundur sem hefur ekki leikið með KR síðan í Reykjavíkurmótinu gegn Víkingi 3. maí. ■ GUÐJÓN Þórðarson sagðist ekki hafa viljað taka þá áhættu að setja Guðmund inná. „Það eru margir leikir framundan hjá okkur á skömmum tíma og Guðmundur fær örugglega tækifæri í þeim,“ sagði þjálfarinn. ■ ANNA Cosser úr ÍR setti per- sónulegt met í maraþonhlaupi í Stokkhólmi um síðustu helgi. Anna hljóp vegalengdina á 2:55.46 klst. og bætti árangur sinn um þrjár mín- útur. ■ LEEDS hefur þegar selt ársmiða fyrir hvorki meira né minna en 2 miljónir punda — um 202 miljónir króna. Aðalástæðan er talin sú að Antony Yeboah skrifaði á dögunum undir samning við félagið. Hann lék um tíma með Leeds í vetur, var lánaður frá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi og gerði þá 13 mörk í 17 leikjum. ■ JIM Smith hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Derby County í stað Roy McFarlands, sem rekinn var fyrir tæpum tveimur mánuðum. Smith hefur víða farið — verið við stjórnvölinn hjá Birmingham, Ox- ford, QPR, Newcastle og Portsmouth, þaðan sem hann var rekinn fyrir nokkrum mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.