Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 4
URSLIT HANDKNATTLEIKUR Þorbjöm valdi þijá nýliða í 20 manna landsliðshóp orbjöm Jensson landsliðs- þjálfari karla í handknatt- leik tilkynnti í gær fyrsta landsl- iðshóp sinn sem kemur saman eftir helgi. í hópnum era þrír leikmenn sem ekki hafa leikið A-landsleik, þeir Hallgrímur Jón- asson markvörður frá Selfossi, Ingi Rafn Jónsson úr Vai og Ein- ar Baldvin Ámason úr KR en þar er ekki að fínna leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum. Hópurinn mun æfa frá 19. júní til 7. júlí og er það liður í undir- búningi fyrir þátttöku í forkeppni Evrópukeppninnar, sem fram fer í haust. í liðinu era eftirtaldir leik- menn: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val, Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu, Bjarni Frostason, Haukum, og Hailgrímur Jónasson, Selfossi. Homamenn: Valdimar Grímsson, KA, Bjarki Sigurðsson, Víkingi, Sigurður Sveinsson, FH, Páll Þóróifsson, Aftureldingu og Gunnar Beinteinsson, FH. Línu- menn: Róbert Sighvatsson, Aft- ureldingu, Gústaf Bjamason, Haukum, Einar Baldvin Ámason, KR, og Geir Sveinsson, Val. Oti- spilarar: Einar Gunnar Sigurðs- son, Selfossi, Jón Kristjánsson, Val, Dagur Sigurðsson, Val, Pat- rekur Jóhannesson, KA, Ingi Rafn Jónsson, Val, Ólafur Stef- ánsson, Val og Jason Ólafsson, Aftureldingu. Frjálsíþróttir Bandaríska meistaramótið Mótið fer fram f Sacramento í Kalifomíu. Annar keppnisdagur af fimm var í gær. Sjöþraut (Röð greina er: 100 m grindahlaup, há- stökk, kúluvarp, 200 m hlaup, langstökk, spjótkast, 800 m hlaup) 1. Jackie Joyner-Kersee 6.375 stig (13,06 sek., 1,83 m, 13,48 m, 24,36 sek., 6,78 m, 41,74 m, 2 mín., 26,39 sek.) 2. Kym Carter 6.354 stig (13,48 sek., 1,80 m, 14,50 m, 24,24 sek., 6,29 qi, 37,70 m, 2.09,30) 3. Kelly Blair 6.364 stig (13,40 sek., 1,77 m, 12,77 m, 24,49 sek., 6,57 m, 46,72 m, 2.16,29) 5.000 m hlaup kvenna mín. 1. Gina Procaccio.............15.26,34 2. LauraMykytok............. 15.27,52 3. Libbie Johnson.............15.28,27 10.000 m hlaup karla 1. Todd Williams..............28.01,84 2. Chris Fox..................28.23,94 3. Tom Ansberry...............28.27,85 Tugþraut (Röð greina: 100 metra hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 400 metra hlaup, 110 metra grindahlaup, kringlukast, stangar- stökk, spjótkast og 1.500 metra hlaup) 1. Dan O’Brien 8.682 stig (10,36 sek., 7,82 m, 15,28 m, 2,09 m, 47,96 sek., 13,84 sek., 51,18 m, 4,80 m, 61,56 m, 5 mín., 01.02 sek.) 2. Chris Huffins 8.351 stig (10,33 sek., 7,93 m, 15,69 m, 2,00 m, 48,61 sek., 14,33 sek„ 51,16 m, 4,60 m, 54,54 m, 5.09,86) 3. Brian Brophy 8.257 stig (11,13 sek., 7,20 m, 16,57 m, 2,09 m, 49,97 sek., 15,09 sek., 52,96 m, 4,80 m, 55,72 m, 4.40,07) KNATTSPYRNA || ISHOKKÍ / NHL DEILDIN Joslp Dullc Dulic með í Grindavík JOSIP Dulic frá Júgóslavíu, sem hefur æft með Fram í vikunni, verður löglegxir með liðinu nk. fimmtudag, þegar Fram sækir Grindvík heim í 1. deild en samn- ingar hafa tekist um að hann leiki með Frömurum í sumar. Dulic fer áleiðis til Júgóslavíu árla í dag til að ganga frá nauðsynlegum pappírum vegna félagaskiptanna en kemur aftur með eiginkonu sinni á þriðjudag. Hann verður fyrsti erlendi leikmaðurinn sem spilar með Fram í knattspyrnu. ÚRSLIT Knattspyrna Bikarkeppni kvenna: FH - Haukar......................1:3 3. deild: Leiknir - Höttur.................3:1 Róbert Amþórsson 2, Gústaf Amarson - Hilmar Gunnlaugsson. Ægir - Dalvik....................2:2 Guðmundur Valur Sigurðsson, Guðmundur Gunnarsson - Bjami Sveinbjömsson, Örvar Eiríksson. Haukar - Fjölnir.................0:5 Þorvaldur Logason 3, Magnús Bjamason, Sigurður Sighvatsson. 4. deild Ármann - VfkingurÓ...............2:4 Huginn - UMFL....................3:4 Detroit virðist vera besta liðið LOKAÚRSLITIN um bikar Stanleys lávarðar í NHL íshokkídeild- inni hefst í kvöld í Joe Louis Arena í Detroit. Það verða lið Detro- it Red Wings og New Jersey Devils sem berjast um titiiinn í ár. Keppnin í NHL deildinni í vetur einkennndist af stuttu keppn- istímabili vegna verkfalls leikmanna. Þegar samningur milli leikmanna og Valg&rsson eigenda liðanna náð- oi-nfar ust loks i bynun vetrar varð ljóst að stytta þurfti deildarkeppnina, en ákveðið að hafa venjulega lengd á úrslitakeppninni. í henni hefur kom- ið í ljós að Detroit Red Wings virð- ist vera lang besta liðið þessa dag- ana og ætti að sigra Devils. Red Wings sló út San Jose Sharks í fjórum leikjum og í undanúrslitum vann liðið Chicago Blackhawks í fímm leikjum (4:1). Liðið hefur ekki unnið Stanley bikarinn síðan 1955 og hefur ekki komist í lokaúrslit síð- an 1966. Á síðasta keppnistímabili varð New York Rangers meistari eftir 41 árs bið og svo virðist sem Detroit ætli að leika sama leikinn í ár, sigra í keppninni eftir langa bið. New Jersey Devils hefur komið á óvart í úrslitakeppninni, en flestir bjuggust við að Philadelphia Flyers myndi vinna Devils í undanúrslitun- um. Það fór á annan veg og Devils vann í sex leikjum (4:2). Styrkleiki Detro.it er öflugur sókn- arleikur þar sem margir leikmenn geta skorað. New Jersey getur fyrst og fremst þakkað frábærri mark- vörslu Martins Brodeur gengi sitt í úrslitakeppninni. Hann hefur lokað markinu í hverjum leiknum á fætur öðrum og hefur önnur eins mar- kvarsla ekki sést um langan tíma í deildinni. Það er því ljóst að eitthvað verður að gefa eftir í lokaúrslitunum. Keuter SCOTTY Bowmann sem stendur fyrlr aftan Steve Yzerman, fyrirllða Detrolt Red Wlngs, á mikla mögulelka á þvf að verða fyrsti þjálfarinn til að stjórna þremur liðum til slgurs í keppn- Innl um Stanleyblkarlnn en Detrolt mætlr New Jersey I kvðld. TENNIS Breyttist úr „6freskju“ í meistara TENNISKAPPINN Tomas Muster, sem sigraði á Opna franska meistaramótinu um síðustu helgi, hefur fengið á sig ýmis viðurnefni í gegnum tíðina fyrir sérstakt útlit, og oft sérstaka framkomu. Nöfn eins og til dæmis „ófreskjan", en uppnefnið breyttist eftir sigur- inn á sunnudaginn í „meistar- inn“. Rússinn Kafelnikov sagði eftir að hafa tapað fyrir Muster í undanúrslitum: „Þetta var eins og í „Rocky“ mynd, þú ert inní hringn- um og líður eins og mús sem mæt- ir fíl. Hann er sá besti á leirvöllum í dag, hann er eins og óklífanlegur veggur. Ég bjóst við að hann myndi vinna mig en hélt að leikurinn myndi standa lengur. I þriðju lotu var ég bara byrjaður að æfa mig fyrir Wimbledon." Líkamsburðir Muster minna meira á lyftingakappa eða vamar- mann í amerískum ruðningi en tennisleikara og hafa fréttamenn átt i erfiðleikum með að lýsa kraftmiklum og áköfum leikstíl hans - Muster leikur hvem bolta eins og hann sé upp á líf og dauða. Þrátt fyrir að Muster segi að hann spili eingöngu ánægjunnar vegna, er ekki hægt að merkja neina ánægju á andliti hans þegar hann stígur inná tennisvöllinn eins og um hnefaleikahring sé að ræða. Muster vinnur marga leiki en hann á ekki marga aðdáendur því eitt af viðumefnum hans, „Ófreskj- an“, lýsir ekki aðeins hve hann er í öðrum heimi á tennisvellinum, heldur einnig kurteisi hans utan vallar þó að hann haldi því stíft fram að utan vallar sé hann misskil- inn maður og fólk rugli saman mik- illi einbeitingu sinni og hroka. „Þetta er tvímælalaust sjálf- elskuíþrótt og þannig á það að vera. Úti á velli stendur maður einn, það er ekkert lið, þetta er eins og hver önnur vinna,“ sagði Muster. Langaði í aðrar íþróttir Muster ólst upp á venjulegu heimili í Leibnitz í Austurríki og ætlaði að verða fótboltamaður en Ronald Leitgeb, sem hefur verið þjálfari hans og umboðsmaður frá upphafí, sá hann spila í yngri flokk- um og sneri áhuga hins 16 ára pilts að tennis. Eftir að hafa unnið 28 titla í einliðaleik ásamt vænum pen- ingasummum, segir Muster að hann spili eftir sínu höfði og engra ann- arra. „Þegar maður er krakki og kemur ekki frá efnaðri íjölskyldu, berst maður fyrir tilveru sinni og kaupir sér efnahagsleg gæði. Það er ekki vandamál fyrir mig lengur og ég spila fyrir ánægjuna,“ sagði Muster sem hefur þénað um 320 milljónir á 9 ára tennisferli sínum. „Þar sem ég var ekki góður á skíðum, varð ég að fara í eitthvað annað. Mig langaði til að verða skíðakappi eins og til dæmis Franz Klammer en ég átti heima of langt frá fjöllunum. Ég dýrkaði líka fót- boltastjömuna Hans Krankl og þeg- ar Austurríki vann Þýskaland 3:2 í heimsmeistarakeppninni 1978 var það frábært en ég gat samt ekki spilað fótbolta. Svo er einnig til einn sem heitir Arnold Schwarzenegger en ég er ekki fyrir líkamsræktina heldur," sagði þessi 27 ára Austur- ríkismaður og bætti við að hann væri ekki leikari heldur svo að hann myndi líklega ekki fylgja Schwarz- enegger landa sínum til Hollywood.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.