Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 4
4 E LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 SUMAI^ Á ÍSLANDI MORGUNBLAÐIÐ Falleg Sterk Regnheld \Margar stærdir Tjaldleigan Skemmtilegt hf. Bildshöfða 8- 587 6777& Skamper ferðahús Til á alla pallbíla Verð með öllum fáanlegum aukahlutum, þ. á m. toppgrlnd (báta) 6 feta á 585.000 kr. 7 feta á 595.000 kr. 8 feta á 616.000 kr. 77. Skemmtilegt hf, Bildshöfða 8 - 587 6777 DELUXB 5000 KR. 15.900 "iTM'mhhM V S/ kr. 22.800 m/gashellu kr. 25.900 Yfirbreiðsla......834 kr. Ferðagasgrill ....3.490 kr. Koparbursti.......306 kr. Hamborgarakarfa ..996 kr. Grillsteinar......591 kr. Viðarkubbar.......402 kr. Juní tilboð Við setjum gríllið saman fyrír þig. 11 þjónarþér. -kjarni málsim! GRILL Á GÓÐUM DEGI GRILLIÐ er ómissandi Lsumarfríinu, hvort sem það er stóra gasgrillið heima eða við sumarbústaðinn, eða litla ferðakolagrillið í skottinu á bílnum. Til að allir geti notið grillmáltíðarinnar eins og best verður á kosið er vert að ítreka mikilvægi þess að fyllsta öryggis sé gætt. Gas og grillvökvi eru afar eldfim efni og Jítið.þarf út af að bera. Á fróðleiksspjaldi, sem fylgdi uppskriftum matar- klúbbs Vöku Helgafells, Nýir eftirlætisréttir, fyrir skömmu eru gefin góð ráð fyrir grill- meistara. Þær upplýsingar og tafla með upplýsingum um steikingartíma á grilli, er birt með leyfi útgáfufé- lagsins. Undirbúningair Kolagrill. Setjið álpappír í botninn, kolin ofan á og hellið griilvökva yfir. Kveikið í og látið kolin bíða, um 15-20 mínútur, þar til kolin hafa tekið gráan lit. Gasgrill. Hitið upp í tíu mínútur fyrir glóðun. Hreins- ið grindur ávallt eftir notkun. Kjöt grillað ►Þerrið kryddlög af fyrir glóðun, en penslið kryddleg- inum á matinn þegar glóðað er. ►Pakkið stórum stykkjum, t.d. læri, inn í álpappír. Tak- ið úr pappímum við lok grill- tímans og glóðið áfram á grillinu. ►Skerið ekki umframfítu af fyrir glóðun, fítan gefur kjötinu mýkt og gott bragð, skerið hana heldur frá eftir glóðun. ►Fyigist ávallt vel með grillinu. Hafíð slökkvitæki við höndina. í uppskriftum Nýrra eftirlætis- rétta rákumst við á þessar tvær, annars vegar að lambahryggjar- sneiðum og hins vegar nautasteik. Hryggjarsneiðar með grænmeti og hvítlaukssósu Hráefni: 8 lambahryggjarsneiðar 2 msk ólífuolía salt pipar Steikið hryggjarsneiðarnar í ólífuolíu í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið, eða glóðið þær á vel heitu grilli. Kryddið með salti og pipar. Grænmeti 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 græn paprika 2 litlir iaukar 2 msk smjör salt pipar Hreinsið kjarna úr paprikum og skerið í litla teninga. Smásax- ið laukinn. Léttsteikið lauk og paprikur í smjöri. Kryddið með salti og pipar. Sósa 1 14 dl kjötsoð 1 dl hvítvín 3 eggjarauður 3 hvítlauksrif 200 g smjör, brætt salt og pipar Setjið kjötsoð, hvítvín, eggja- rauður og pressaðan hvítlauk í skál. Setjið skálina í vel heitt (sjóðandi) vatnsbað og þeytið vel þar til eggjarauðurnar freyða. Hellið bræddu smjöri saman við eggjahræruna í mjórri bunu. Þeytið áfram þar til sósan er orðin eins og krem. Athugið að sósan má ekki sjóða í vatnsbaðinu því þá skilur hún sig. Bragðbætið með salti og pipar. Berið fram með litlum, smjörsteiktum kartöflum. Glóðuð nautasteik með sveppasósu Hráefni: 4T-bone steikur salt og pipar Glóðið steikurnar í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Krydd- ið með salti og pipar. Meðlæti 4 stórar bökunarkartöflur 100 g beikon 100 g nýirsveppir smjörtil steikingar 4 meðalstórirtómatar Pakkið kartöflum í ál- pappír og bakið í 200 gráðu heitum ofni í 50-60 mínútur. Skerið beikonið í bita og steikið á pönnu eða í ofni (á bökunarpappír við 200 gráður) þar til það er stökkt. Sneiðið sveppina og steikið í smjöri. Blandið saman sveppum og beikoni. Setjið tómatana augna- blik á grillið. Sósa 100gsveppir 2 msk smjör ______karrí á hnífsoddi___ 2 dl rjómi eða kaffirjómi 4 msk hvítvín eða sérrí (má sleppa) Sneiðið sveppina og steikið í smjörinu. Kryddið með karríi. Bæt- ið rjóma, hvítvíni eða sérrríi út í og hitið þar til sósan þykknar. Berið fram með salati. Svínalundir Við látum loks fylgja hér með eina heimatilbúna uppskrift að kryddlegnum, fylltum svínalundum. Hráefni 2 svínalundir Kryddlögur Dijon-sinnep hunang soja-sósa Fylling sveskjur epli apríkósur gráðostur Blandið saman efninu í krydd- löginn og leggið svínalundirnar í hann í nokkra tíma. Rekið sleifarskaft inn eftir endi- löngum svínalundunum. Saxið sveskjur og epli og stappið saman aprikósur og gráðost. Þessu er öllu blandað saman og sett inn í svínalundirnar. Gerið ríflegan skammt af fyllingunni, svo hægt sé að nota hana út í sósu. Lokið svínalundunum með tann- stönglum eða saumið fyrir. Grillið á vel heitu grilli. Gott er að bera þetta fram með bökuðum kartöflum og sósu, sem er búin til þannig að kryddlögurinn er settur í pott, rjóma bætt út í og loks afgangnum af fyllingunni rétt áður en borið er fram. Steilcingartími á grilli Nautakjöt „T-bone" steik: Mínútusteik: Hamborgarar: Smábitar þykkt 1 !/2 sm '/2 sm 1 sm 3x3 sm mín. á hverri hlið 2-3 mínútur 2 mínútur 2 mínútur 4-5 mínútur Svínakjöt Kótilettur/hnakki Rif Filé 1 /2 sm 3-4 sm 2-3 sm 3- 4 mínútur 4- 5 mínútur 3-4 mínútur Lambakjöt Kótilettur Bógsteik Læri (innpakkað) 1V2 sm 1 V2 sm meðalstórt 3-4 mínútur 3-4 mínútur 30-40 mínútur Kjúklingur Bringur Læri 3- 4 sm 4- 5 sm 6-8 minútur 8-10 mínútur Pylsur Grillpyslur Vínarpylsur 3-4 sm 2V2 sm 2-3 mínútur 2 mínútur Fiskur Sneiðar eða bitar Heill fiskur 1 kg ““ . 2-3 mínútur 10-15 mínútur i I I l I jl I ( I ( I I I il < i i( i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.