Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 6
6 E LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐ ÍÞRÓTT FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUHA SUND SUHDSTAÐIRNIR f REYKJÁVÍK ERU OPNIR í SUMAR SEM HÉR SEGIR: LAUGARDALSLAUG mánudaga 07.00 - 22.00 þriðjudaga 07.00 - 22.00 miðvikudaga 07.00 - 22.00 fimmtudaga 07.00 - 22.00 föstudaga 07.00 - 22.00 laugardaga 08.00 - 20.00 sunnudaga 08.00 - 20.00 sími 553 4039 ÁRBÆJARLAUG mánudaga 07.00 - 22.30 þriðjudaga 07.00 - 22.30 miðvikudaga 07.00 - 22.30 fimmtudaga 07.00 - 22.30 föstudaga 07.00 - 22.30 laugardaga 08.00 - 20.30 sunnudaga 08.00 - 20.30 sími 567 3933 SUNDHÖLLIN mánudaga 07.00 - 22.00 þriðjudaga 07.00 - 22.00 mióvikudaga 07.00 - 22.00 fimmtudaga 07.00 - 22.00 föstudaga 07.00 - 22.00 laugardaga 08.00 - 20.00 sunnudaga 08.00 - 20.00 sími 551 4059 BREIÐHOLTSLAUG mánudaga 07.00 - 22.00 þriðjudaga 07.00 - 22.00 mióvikudaga 07.00 - 22.00 fimmtudaga 07.00 - 22.00 föstudaga 07.00 - 22.00 laugardaga 08.00 - 20.00 sunnudaga 08.00 - 20.00 simi 557 5547 VESTURBÆJARLAUG mánudaga 07.00 - 22.00 þriðjudaga 07.00 - 22.00 miðvikudaga 07.00 - 22.00 fimmtudaga 07.00 - 22.00 föstudaga 07.00 - 22.00 laugardaga 08.00 - 20.00 sunnudaga 08.00 - 20.00 simi 561 5004 SUMAR^ Á ÍSLAPJDI ÞAÐ er mikilvægt að hafa réttan búnað til útivistar. GOÐIR SKOR ERU LYKILATRIÐI GÓÐIR gönguskór eru það langmikilvægasta," segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Skátabúðinni, þegar hann var inntur eftir því hvað fólk ætti að byija á að fá sér þegar það væri að koma sér upp búnaði til útivistar. „Allt of margir leggja af stað í langar og erfiðar gönguferðir án þess að vera með góða skó, en, flestir gera það reynd- ar bara einu sinni!“ Flestir starfsmanna1 Skátabúðarinnar eru' meðlimir í Hjálparsveit skáta, annað hvort í Reykjavík eða Kópa-1 vogi. Jón Ingi er í Reykjavík. Hann segir að mikill hluti starfsins í Skátabúðinni felist í ráðgjöf ýmis konar, enda séu menn þar yfírleitt með mjög mikla reynslu sem fólk sækist eftir að njóta góðs af. Góður bakpoki var það sem Jón Ingi taldi skipta mestu næst á eftir gönguskónum. „Það eiga flestir hlýjan fatnað inni í skáp sem hægt er að nota til að byrja með,“ sagði hann. „Bakpoki er hins vegar mikil- vægur strax frá upphafi." Jón Ingi sagði að stillanlegt bak á bakpoka væri ákjósanlegt, enda þyrfti það að falla vel að þeim sem bæri pok- ann. Þá væri það kostur að fleiri en einn gætu notað slíkan bakpoka með stillanlegu baki. Þegar talið barst að fatnaði al- mennt sagðist Jón Ingi ráðleggja fólki að kaupa fyrst utanyfírfatnað, til dæmis úr Gori-tex eða öðrum vel vatnsheldum efnum sem hleyptu út raka. Síðan væru hlý nærföt mikilvæg. Þar mælti Jón Ingi með nærfötum úr tvíofnu efni þar sem gerviefni væri næst líkamanum og ull ytra. Gerviefnin héldu engum raka og hleyptu honum því öllum í gegnum sig þar sem ullin tæki við og drægi hann í sig. Þannig ■héldist líkaminn alltaf þurr þrátt fyrir að hann svitnaði. Flísið vinsælt Svo eru það flísfötin sem hafa verið að ryðja sér mjög til rúms hér á landi síðustu árin. Margir eiga flís- peysur eða -jakka og flísbuxumar verða sífellt almennari eign. Að sögn Jóns Inga hafa þær orðið vinsælar upp á síðkastið á kostnað hnébuxn- anna sem hafa verið algengar hjá útivistarfólki. „í raun má segja að flísfatnaður sé kominn í stað ullarfatnaðar þegar fólk ætlar að klæða sig ) hlýlega," sagði hann, og ' ennfremur að flísfatnað væri líka hægt að fá með ' vindvöm. Aðspurður sagðist Jón I Ingi almennt ekki mæla r með því að fólk keypti rsvefnpoka með minna frost- þol en 18 gráður. „Það þýðir að fólk getur lifað af í pokunum við 18 stiga frost, en ekki að þá sé hlýtt og notalegt í þeim. Jón Ingi sagði líka algengt að byijendur keyptu svefnpoka með minna frostþoli því þeir sæju ekki fyrir sér að þurfa að nota aðra poka. Stuttu síðar kæmi svo sú aðstaða upp og þá þyrfti að fjár- festa í öðrum poka þó sá fyrri væri lítið notaður. Aðspurður um verð- muninn á svefnpokum með 18 gráðu frostþol og til dæmis 10 gráðu frostþol sagði Jón Ingi að hjá sér fengust 18 gráðu pokar á um 13 þúsund og ágætis 10 gráðu pokar á um níu þúsund. Þá er líka gott að fá sér dýnu undir svefnpok- ann sem heldur kuldanum frá,“ sagði hann, en þessar dýnur kosta frá tæplega eitt þúsund krónum. Sérvitringar með göngustafi Jón Ingi sagði einnig að göngu- stafir væru nokkuð að ryðja sér til rúms hér á landi, en þeir eru vinsæl- ir víða erlendis. „Göngustafir minnka álag á hné til muna. Áður þótti það mjög undarlegt að sjá fólk með slíka stafi. Það má segja að annað hvort hafi það verið sér- vitringar eða Þjóðveijar sem nota svona stafí mikið.Nú notar til dæm- is mikið af leiðsögufólki hjá Útivist og Ferðafélaginu svona stafí.“ Hjá Skátabúðinni kostar parið af göngustöfum um 4.000 krónur. Jón Ingi mælir með því að nota báða stafina. Einn sé að vísu betri en enginn, en tveir að sama skapi betri en einn. Eftir þessa upptaln- ingu má segja að þeir sem hafi komið sér upp viðlíka útbúnaði séu vel í stakk búnir til þess að demba sér í útileguna, gönguferðirnar og aðra almenna útivist. Nokkrir smá- hlutir eru þó ótaldir. Sumir þeirra eru eingöngu til þægindaauka og flokkast ekki undir nauðsyn, en aðrir þykja óneitanlega nauðsynleg- ir. Þar má nefna áttavita sem kosta á bilinu 800-2.600 krónur. Eins og Jón Ingi bendir á er ekki nóg að eiga áttavita, það þarf að læra á hann. Grundvallaratriði er hægt að læra af áttavitabókum sem kosta nokkur hundruð krónur. Þá eru reglulega haldin námskeið í notkun áttavita, en eins og Jón Ingi segir þá er það reynslan og æfingin sem hefur þama mest að segja. HVAÐA AÐ SETJA ÍBAK- POKANN? Regngallinn þarf að vera með í för. YIISLEGT þarf að hafa í huga þegar lagt er upp í langa bakpokaferð að sumarlagi. Óvönum hættir til að taka alls konar óþarfa með sér og ef að kreppir vantar jafnvel nauðsynlegustu hluti. I bæklingi, sem hefur að geyma ferðaáætluo Útivistar, eru veittar leiðbeiningar um út- búnað í lengri bakpokaferðum. Þar er mælt með léttu og fyrir- ferðarlitlu tjaldi, 50-701 bak- poka með góðri mittisól, léttum, fyrirferðarlitlum en hlýjum svefnpoka, léttum ogfyrirferð- arlitlum eldunartækjum (potta og pönnu), hnífapörum, góðum hitabrúsa, drykkjarílátum, ein- angrunardýnu, landakorti og áttavita, ljós- færum (vasa- ljósi og eld- spýtum) og gott er ef einn út hópnum ber neyðar- blys og e.t.v. ferðaútvarp, vegna veður- frétta. Þá mælir Útivist með sjúkrakassa, sem í þurfa að vera plástrar, blöðruplástrar, skæri, sárabindi, verkjatöflur, spritt o.fl. Loks þarf svo að taka með hreinlætis- vörur. Fatnaður Útivist mælir með góðum gönguskóm, hálfstífum og upp- háum og varareimum. Þá þarf að taka með hosur, bæði þunnar og þykkar og legghlífar. Buxur þurfa að vera úr efni sem þorna vel og halda vel hita og gallabux- ur því ekki æskilegar. Góð nær- föt úr ull eru nauðsyn og góð peysa, létt ullarhúfa, vindþéttur stakkur og regngalli. Varafatnaður Æskilegt er að hafa með auka- peysu, auka hosur, vettlinga og íþróttabuxur. Þá geta stuttbuxur komið í góðar þarfir. Ef þarf að vaða er nauðsynlegt að hafa létta vaðskó eða laxapoka. Matur Frostþurrkaður matur hentar best, en forðast ber niðursuðu- vörur og mat sem inniheldur mikinn vökva. Beikon er gott til að bragðbæta þurrmatinn. Þá er mælt með flatkökum og súr- deigsbrauði, smjöri, kæfum, mysuosti, harðfisk, músli, þurrk- uðum ávöxtum, hnetum og súkk- ulaði, djúsdufti, kakódufti, tei eða kaffidufti og pakkasúpum. Góur neyðarmatur er súkkulaði, þrúgusykur, þurrdjús og frost- þurrkaður matur. Útsýnisflug alla virka daga frá ísafirði kl. 10.00 vitt um Vestfirði. Daglegar ferðir til Reykjafjarðar á Hornströndunr yfir sumartímann.* Leiguflug hvert á land sem er. Nánari upplýsingar i afgreiðslu og kynningarbæklingi okkar. Sími: 456 4200 • Fax 456 4688. Elsta áætlunarflugfélag FLUGFÉLAGIÐ á landinu. *Ath: Hóp- og fjölskylduafslættir. ERNIR ÍSAFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.