Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 12
G. Ólafsfjarðar Lónkot Skaga- ! strandar 7SG. Húsavíkur Hamar G.Ós, Blönduósi Sauðárkróks G. Mývatns- sveitar G. Akureyrar Húsafell G. Borgarness £. Gfundartanga / /ó.Dalbúa, Laugarvatni . Rvíkur 4r;t|Q- Flúðir M*. \ öK'-G-Óndverðargess l0rk/ [JTG. Kiðjabergs/Í''' G. Leynir, Akranesi G;Selfoss Listilega góður matur úti á landi REGNBOGA HÖTEI. HóPe( SEIFOSS Sími 482-2500 12 E LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____________SUMAB^Á ÍSLANPI___ GOLFVELLIR UM ALLT LAND * IGOLFHANDBÓKINNI 1995 er að finna upplýsingar og teikningar af öllum golfvöllum á íslandi, ásamt mótaskrá. í bókinni eru taldir upp 49 golfklúbbar og upplýsingar er að finna um öll opin golfmót sumars- ins. Þá eru kylfingum gefin ýmis góð ráð um hvemig eigi að leika golf með skynsemi og ástæða er til að glugga nánar í þau heilræði. Fyrst er kylfingum og öðrum vallar- gestum bent á, að geysilegur kraftur er í kylfuhausnum og fljúgandi golf- bolta. Krafturinn nægir til að valda dauðaslysi eða alvarlegum áverka, ef óhappið á sér stað nærri kylfíngi þeg- ar hann slær. Golfboltinn er um 46 grömm og 42,7 sm í þvermál. Upp- hafshraði hans í högginu er 260 kíló- metrar á klukkstund, eða 65 metrar á sekúndu. í framhaldi af þessu gefur Golf- handbókin nokkur góð ráð: ►Varaðu þig á kylfunni á fyrsta teig. Slys af völdum golfkylfu eru fátíð, en þegar þau hafa gerst hefur það nær alltaf verið á fýrsta teig. ►Á þeim tíma, sem flestir vilja spila, síðdegis og á laugardögum og sunnu- dögum, myndast oft biðraðir af kylf- ingum. Meðan þeir bíða tilheyrir það oft að hita sig upp, taka æfíngahögg eða sveifla kylfunni, kannski aðeins í hugsunarleysi. Ef menn eru óvarkárir getur slysið orðið. Sá 'sem ætlar að taka æfingahögg eða sveifla kylfunni á að ganga afsíðis og fullvissa sig um að enginn sé nálægt. Aðrir leikmenn ættu ekki að standa aftan við þann eða þá sem hafa kylfu í hendi og ætla að sveifla henni. ►Golfboltinn er hættulegastur og allt svæðið framan við leikmann sem ætl- ar að slá er hættulegt. Hann getur jafnvel hitt boltann svo skakkt að hann fljúgi nær homrétt út til hliðar og í alit aðra átt en hann ætlaði sér að slá. Ef leikmaður freistast til að reyna að slá bolta sem liggur nálægt tré eða grjóti verður hann að hafa hættuna á endurkasti í huga. ►Þá verða kylfíngar að gæta v^rúðar þar sem útsýni er skert vegna hóla, hæða og tijáa. Leikmenn sem fara um slík svæði verða að hugsa til baka. Einn úr flokknum ætti að taka sér Op/ð allt árið Hestaleigan Reykjakoti / dalnum fyrir ofan Hveragerði. Sími 483 4462, fax 483 4911. Hugtök í golfinu ÍSLENSKIR golfarar hafa íslenskað ýmis hugtök í golfíþróttinni. Fjöldi þessara hug- taka er mikill, en hér birtist listi yfir þau algengustu: Birdie: Fugl, fálki, eitt högg undir pari holu. Bogey: Skolli, eitt högg yfir pari holu. Bunker: Glompa, sandglompa annað hvort við flatir eða á brautum. Talað er þá um brautarglompur eða flatarglompur. Caddie: Kylfusveinn. Sá sem dregur keppanda eða heldur á golfpoka hans. Dogleg: Sveigð braut. Braut liggur leika þarf fyrir horn á henni eða yfir Double-Bogey: Skrambi, tvö högg Drive: Teighögg, fyrsta högg á braut. Eagle: Örn, tvö högg undir pari holu. Green: Flöt. Þar endar leikur á hverri holu með því að boltinn fer í holuna. Green fee: Vallargjald. Sérstakt gjald sem innheimt er fyrir að leika á velli. Handicap: Forgjöf. Hver kylfmgur fær forgjöf sem segir til um hæfni hans. MuIIigan: Skessuskot. Oft notað þegar fyrsta högg á fyrsta teigi mistekst. Þá fær maður Skessuskot og má slá annan bolta án vítis. Regulation: Snurðulaus leikur. Menn leika snurðulaust þegar þeir komast inn áflöt í tilteknum fjölda högga miðað við par brautar. Á par þrjú brautum í einu höggi, tveimur höggum á par fjögur og þremur á par fimm. Scratch: Vallarmat, vallargengi. Erfiðleikastuðull hvers vallar. G. Bolungarvikur JjG. Isafjarðar G. Gláma, Þingeyri \ r úL M G. Bíldudals ( ffl , j.pfff, G. Patreksfjarðar, Vestur-Botni G. Mostn, ) (v / Stykkishólmi p*&.. A - r v/1/ G. Jökull, /(' i 0ladsvík L/Örfr.......T .....\ G. Djúpavogs G. Bakkakots G. Kjolur, Mostellsbæ Nesklúbburinn------ G. Hornafjarðar G. Suðurnesja G. Vatnsleysustrandar ——r G. Sandgerðis -«*» 18 holu völlur G. Gnndavikur G. Setbergs L G. Oddur G. Kópavogs og Garðabæjar 9 holu völlur G. Vík G. Vestmannaeyja 6holu völlur stöðu þannig að þeir sem á eftir koma sjái. Þegar allir leikmenn sem eru í hvarfi hafa slegið hraða þeir sér áfram út af hættusvæðinu. Þeir sem á eftir koma bíða í hálfa mínútu og geta síð- an slegið. ►Stundum þurfa kylfingar að bíða eftir vallarstarfsmönnum við slátt eða önnur störf. Þá er skylt að bíða þar til verkinu er lokið og gefið hefur verið merki um að aftur megi leika. Sama regla gildir þegar ókunnugir fara framhjá eða eru staddir innan höggfæris. Kylfíngar eru skyldugir til að fara eftir öryggisreglum á hveijum golf- velli. Ef minnsta hætta er á að bolti geti hitt einhvem verður kylfíngur og þeir sem með honum eru að hrópa FORE (framborið ,,for“) og veifa. Um leið og þú heyrir hrópið skaltu snúa baki við áttinni sem hrópið kom úr, beygja þig í kút, sleppa kylfu, vagni eða poka og taka með höndum og handíeggjum yfír höfuðið. ►Loks bendir Golfhandbókin kylfing- um á ýmsar umgengnisreglur, sem vert er að hafa í heiðri. Þannig eigi kylfingar að vera vingjamlegir við þá sem em á vellinum og spila ekki golf, enda ekki heimsendir þótt bíða þurfí augnablik eftir að gestir eða áhorfend- ur komist úr færi. Þá er bent á að golf geti tekið á þolinmæðina, en ófyr- irgefanlegt sé að hrópa í reiði eða kasta kylfum. Hótel Lind er notalegt hótel með 44 herbergjum. Öll herbergin eru nýuppgerð, með baðherbergi, síma, útvarpi, smábar og sjónvarpi með gervihnattamóttöku. Hótelið er í hjarta borgarinnar, staðsett rétt við strætisvagnastöðina á Hlemmi og Laugaveginn. HÖT€L UHV Rauðarárstíg 18,105 Reykjavík, sími 562 3350, fax 562 3150.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.