Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 E 17 því sem nú er. „Já, þetta var al- vöru sveit og heilmikið mál til dæmis að labba út í kaupfélag," bætir Þórunn við. Hún segir líka að þó breytingin hafi verið mikil á þeim tíma sem liðinn er, kalli þau þetta alltaf sveitina. „Það segja líka margir undrandi „Kallið þið þetta sveit?“, þegar við tölum um bústaðinn okkar,“ segir Þór- unn. „Það er rétt,“ segir Ragnheið- ur. „Fólk heldur stundum að því misheyrist þegar maður segist eiga sumarbústað í Mosfellsbæ.“ Urð, melur og grjót „Þetta er nú vel einangrað í gróðri þannig að við verðum ekki svo mikið vör við byggðina hér allt í kring,“ segir Lárus. „Garður- inn er stór og góður, enda pössuð- um við vel upp á,að gróðursetja í brekkunum, en ekki á flötinni fyr- ir framan húsið.“ Fallega rauða sumarhúsið er lítið breytt frá því fyrir 46 árum. Meira að segja litur- inn er sá sami. Húsið var vel byggt og segir Lárus að viðhaldið á því í gegnum tíðina hafi verið óhemju lítið. En þó húsið sé óbreytt muna Lárus og Þórunn þá tíma þegar fallegur og vel gróinn garður var ekki umhverfis húsið, heldur urð, melur og gijót. Og það er ekki laust við að þau gretti sig við minninguna. Heita vatnið kom strax í bústað Lárusar og Þórunnar. „Afgangs- vatnið fer í að hita upp gróðurhús- ið hér,“ segir Lárus um leið og við göngum út um bakdyrnar, sem endurnar leitast við sleppa inn um inn í eldhús í von um brauðbita. Leiðin liggur út í gróðurhús. í enda þess er lítið herbergi sem þjónar hlutverki búnipgsklefa við hina hefðbundnu morgunsturtu. SUMAR^ Á ÍSLANDI „Við höfum haldið þeim sið að fara í útisturtu kl. 7 á morgn- ' ana.Viðhöf- um líka pass- að okkurá því að vera ekki með síma og það eru bara nokkur ár síðan Lárus og Þórunn fengu sér einn.“ inn. Þannig hefur verið haldið upp á 17. júní svo lengi sem flest þeirra muna. Og það er líflegt og glatt á hjalla þegar fjölskyldan kemur öll saman í sumarhúsi ömmu og afa „í sveitinni." Morgunblaðið/Þorkell Sturtan er á palli aftan við gróðurbúsið. í „bún- ingsklefanum" bendir Lár- us okkur á maríuerlu- hreiður í einu horninu. Þar lá fuglinn á eggjum sínum og skeytti ekkert um mannaferðir. Við hlið gróðurhússins er pottur sem fjölskyldan steypti. Þangað er hægt að hleypa vatninu eftir að það hefur hitað gróðurhúsið á leið sinni frá bústaðnum. Það er því hægt að segja að heita vatnið sé vel nýtt á þessum stað. Barnabörnin eru farin að keppast um að fá að koma til afa og ömmu upp í Mosfellsbæ, í hádeginu á þjóðhátíðardaginn hittist öll fjölskyldan í sumarhús- inu. Þá koma þangað börnin fimm ásamt sínum börnum og eitt barna- barnabarn er komið í hóp- GOLFBAKTERÍAN hefur sett strik í reikninginn hjá Ragnheiði og Sig- urði, en þau dvöldu síð- ast sumarlangt í sum- arbústað sínum í Mos- fellsbænum árið 1993. nttérfyrir anstan" TONLIST, DANS OG LEIKLIST YMISLEGT verður í sumar á döfinni hjá útileikhúsinu „Hér fyrir austan“, sem rekið er í Selskógi við Egilsstaði. Þar verða leiksýningar, haldnir tón- leikar, harmoniku- og fiðlu- dansleikir, sýndir þjóðdansar og gamalt handverk kennt, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrst skal tíundað, að alla miðvikudaga kl. 20.30 er leik- sýning og þjóðdansasýning. Fluttir eru nýsamdir leikþættir frá Austurlandi og auk þjóð- dansasýningarinnar eru dans- arnir einnig kenndir. Skógartónar Ef næst er litið á tónleikana, sem fluttir eru undir yfirskrift- inni Skógartónar, þá verða þeir fyrstu þann 24. júní. Þá flytur Bjarni Þór lög úr ýmsum áttum. órafmögnuð tónlist er flutt 2. júlí, Samkór Vopnfirðinga syngur 7. júlí, Djammhópurinn frá Seyðisfirði leikur tónlist síð- ustu áratuga 14. júlí, Söng- kvartett frá Seyðisfirði syngur 16. júlí, Héraðsmenn flytja ís- lenska tónlist 23. júlí, Djamm- hópurinn kemur aftur fram 28. júlí og síðustu Skógartónana flytur Bjarni Þór þann 13. ág- úst. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Jónsmessugleði verður í skóginum 23. júní og hefst hún kl. 21. Flutt verður þjóðleg dag- skrá, leikið, sungið og dansað við varðeld. Þann 8. júlí verður gamalt og nýtt handverk kynnt. Gestir sjá verkfæri og handtök við bátsmíði, verkun selskinns o.fl. Þessi dagskrá er frá kl. 14-17. 25. júní, 21. júlí og 6. ágúst, kl. 20. 30 alla dagana, leiðir Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri, gesti um skóginn, kennir þeim að kveikja varðeld og stjórnar samsöng. Loks má svo nefna að 30. júní, 9. júlí og 4. ágúst eru harmoniku- og fiðludansleikir í Selskógi og hefjast þeir kl. 21.30. Aðgöngumiðar í útileikhúsið í Selskógi kosta kr. 1.100 fyrir fullorðna á leiksýningar, kf. 400 fyrir börn, 800 fyrir fatlaða og eldri borgara og 800 á mann fyrir hópa með fleiri en 12 full- orðnum. Á aðrar sýningar kost- ar 500 fyrir fullorðna, 200 fyrir börn, 350 fyrir fatlaða og eldri borgara og 350 á mann fyrir 12 eða fleiri. Þá er boðið upp á afsláttar- miða, sem nefnist Vinur útileik- hússins. Fyrir fullorðna kostar miðinn 2.500 og 900 fyrir börn. Miðinn veitir aðgang að öllum sýningum. Forsala miða er m.a. í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Hvammsvík í Kjós Veiði - golf - útreiðar - grill í Hvammsvík er boðið upp á veiði í veiðitjörn með regnbogasilungi, 9 holu golfvöll, hestaleigu, veitingar, útigrill, hlöðugrill, tjaldstæði, leiktæki, sparkvöll með tveimur mörkum. Fallegar gönguleiðir. Utivistarparadísin Hvammsvik HVAMMSVÍK FerdaféLig íslands er fyrir alla I sem ferðast um ísland. i> í' árbókum þess ersaman komin | viðamesta íslandslýsing sem völ er á. f Sœluhús Ferðafélagsins eru öUum | opin. Árlega skipu- leggur félagið hátt á ,****""* 1 |Éj þriðja hundrað ferðir jKI um landiðþar sem allir geta Júndið eitthvað við sitt hœfi. f Ferðirnar eru m.a. kynntar iferðaáœtlun. ESSUMHB siður gLesilegen árbókin í jyrra, Ystu strandir norðan Djúps er vakti mikla athygli. Á Hekluslóðum sem rituð er af Áma Hjartarssynijarðfrœðingi jjallar á skemmtilegan ogfróðlegan hátt um eldfjallið Heklu og nágrenni. Arbókin 1995 Allir geta gerst félagar fyrir 3.200 kr. drgjald. Félagarfd afildtt afgistingu í sœluhúsum, afhelgar- og lengri ferðum sem gildir einnig fyrir maka og böm. Árgjaldinu fylgir gUsileg drbók sem að pessu sinni kallastÁ Hekluslóðwn. Er hún ekki FERBAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 108 Reykjavík sími 568 2533 fax 568 2535

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.