Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 24
24 E LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði HEILSUFÆÐI ER SELT ALMENNINGI Megna fjölmargra fyrirspurna vill Heilsustofnun NLFÍ ÍHveragerði upplýsa að almenningur getur keypt hádegis- eða kvöldverð í nýrri og glœsilegri borðstofu stof- nunarinnar. Matur er á Maðborði og er hann allur framleiddur úr grænmeti, ávöxtum, kornmeti, mjólk og mjólkura- furðum. Fiskur er á boðstólum einu sinni í viku. Yfirmaður íeldhúsi er franski matreiðslumeistarinn Francois Louis Fons. Þeir, sem hyggjast kaupa mat, þurfa að hafa samband við starfsfólk íborðstofu. Heilsustofnun NLFÍ, Grænumörk 10, Hveragerði. Tjalddýnur - leikdýnur o.fl. Leikföng í ferðalagið P. Ólafsson hf. Trönuhrauni 6, 220 Hafharfirði, sími 565 1533. Palomino Colt FELLIHÝSI Frábært verð, aðeins kr. 499.000 stgr. Innifalið í verði: m.a. miðstöð, ferðasalerni, gashylki, o.fl., o.fl. Til afgreiðslu strax. Á NÝJUM STAÐ, SKIPH0LTI37, Bolholtsmegin, sími 553 1290 MARKAÐURINN SPORT| Teg. 201 Sportskór m/riflás Stærðir 35-47 Laugard. kl.10-16 30 aðrar tegundir af sportskóm á alla fjölskylduna á frábæru verði. Simi 581 1290. Sendum BORGARKRINGLUNNI í póstkröfu. betur SUMAR/^Á ÍSLANDI ÚR einni af ferðum Jöklaferða hf. á Höfn. Birnudalstindur í baksýn. DAGSFERÐIR Á VATNAJÖKUL RÁTT fyrir að sumarið tákni snjóleysi og sól í hugum flestra, þá nota þó margir tækifærið og bregða sér upp á jökul. Jöklaferðir hf. á Höfn er einn þeirra aðila sem skipuleggur slíkar ferðir, en fyrirtækið býður m.a. dagsferðir á Vatnajökul á sumrin. Vatnajökull er langstærsti jök- ull Evrópu og þekur um 8% ís- lands. Jöklaferðir hf. bjóða ævin- týraferðir um jökulinn þveran og endilangan. Bækistöðvar fyrir- tækisins eru í nýjum skála, Jökla- seli, sem fyrirtækið hefur reist á Hálsaskeri við Skálafellsjökul, um 55 km frá Höfn. Um 16 km eru frá Smyrlabjargavirkjun að Jöklaseli, sem er í 840 metra hæð. Síðustu 6 km eru eingöngu fyrir fjórhjóladrifna bíla. Veitingastaður í Jöklaseli í Jöklaseli er veitingastaður sem tekur um 80 manns í sæti og er með alla almenna veitingasölu. Þar er jafnframt svefnpokagisting fyr- ir um 30 manns í kojum. Ferðir Jöklaferða eru daglega á tímabilinu 1. júní til 7. september. Farið er í stuttar ferðir sem taka 1 'A - 2 klukkustundir á snjóbíl og um 1-2 lh klst. á vélsleðum. Þá er farið í lengri ferðir á vélsleð- um, t.d. að Hvannadalshnjúk, í Kverkfjöll og að Goðahnjúkum. Lengri ferðimar þarf að panta með fyrirvara og er lágmarksfjöldi í hveija ferð sex manns. Auk almennra ferða á Vatna- jökul bjóða Jöklaferðir ráðstefnu- og hvatningarferðir upp á jökul- inn. Meðal annars er boðið upp á sjávarréttahlaðborð á ísborðum á jöklinum, gerð skúlptúrs úr snjó, golf og fleira. Jafnframt býðst gestunum að skoða hvali og reyna fyrir sér í sjóstangaveiði úti fyrir ströndinni. Lágmarksfjöldi í þess- ar ferðir er 15 manns. í dagsferðir á jökulinn er farið á hveijum degi á sumrin frá Höfn kl. 9 að morgni og á sama tíma frá Skaftafelli. Ferðaskrifstofur og Flugleiðir selja ferðir Jöklaferða hf. ORKU STÖÐIN SNÆFELLSJÖKULL SNÆFELLSJÖKULL býr yfir einstakri fegurð og krafti. FRANSKI rithöfund- urinn Jules Verna lýsti í heimsþekktri sögu sinni göngu úr Snæfellsjökli og inn til miðju jarðar. Hvað sem möguleikum á slíkri göngu líður er það stað- reynd að jökullinn er þekktur víða um heim og fjöldi fólks trúir því að hann sé einn af sjö orku- stöðvum jarðar. Jökullinn býr nefnilega yfir magn- þrungnum krafti auk ein- stakrar fegurðar. Það er auðvelt mál fyr- ir ferðalanga að komast í dagsferðir upp á Snæ- fellsjökul. Meðal þeirra sem bjóða ferðir þangað er Ferðaþjónustan Snjó- fell á Arnarstapa á Snæ- fellsnesi. Þeir sem vilja komast frá Reykjavík upp á Snæ- fellsjökul geta meðal ann- ars nýtt sér þjónustu Sér- leyfis- og hópferða Helga Péturssonar hf. Alla virka morgna fer áætlunarbíll frá Reykjavík kl. 9 upp á Snæfellsnes, til Búðavega- móta. Þar skipta jöklafarar yfir í aðra rútu sem ekur að ferðaþjón- ustunni sem er rekin að Arnarstapa. Ferðin upp á Snæfellsjökul frá Arnarstapa tekur 1-2 klukkustund- ir. Farið er á vélsleðum eða með snjótroðara upp á topp jökulsins sem er 1.446 metra hár. Þar er síð- an dvalið í nokkra stund og rétt að ítreka mikilvægi þess að jöklaf- arar séu vel þúnir. Þegar komið er niður af jöklinum gefst farþegum Sérleyfis- og hópferða Helga Pét- urssonar tími til þess að njóta ýmissa möguleika sem Arnarstapi hefur upp á að bjóða, þar til ekið er með þá aftur að Búðavegamótum þar sem áætlunarbíllinn til Reykjavíkur er tekinn um kl. 17.15. Til Reykjavíkur er komið um kl. 20.15. Arnarstapi Amarstapi hefur upp á margt fleira að bjóða en að vera viðkomustaður á leið upp á jökul. Þaðan er meðal annars úrval fallegra gönguleiða. Þá er þar veit- ingastaður í stíl gömlu torf- bæjanna þar sem hægt er að fá allar almennar veit- ingar. Á Amarstapa er líka tjaldstæði með útisalemi, baði og snyrtiaðstöðu ásamt útigrilli og leiktækjum. I félagsheimilinu Snæ- felli á Arnarstapa er svefn- pokapláss þar sem aðstaða er fyrir 50 manns í 3 sölum og boðið er upp á bað, snyrtiaðstöðu og kaffiter- íu. Fyrir þá sem ekki vilja gista í svefnpokaplássi eða tjaldstæði er gistiaðstaða fyrir 17 manns í 9 her- bergjum í Arnarfelli. Frá Ólafsvík Það er líka hægt að fara upp á Snæfellsjökul frá Ólafsvík á norð- anverðu Snæfellsnesinu. Þaðan liggur vegur upp á jökulinn og er hægt að kaupa ferðir ýmist með vélsleðum eða með akstri upp á Jökulháls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.