Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 26
26 E LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SUMARBUSTAÐUR í GEGNUM LEIGUMIÐLUN SUMAR^Á ÍSLANDI Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞÓRSMÖRKIN HEILLAR ÓRSMERKURFERÐIR hafa lengi verið með vin- sælustu ferðum Ferðafé- lags íslands. Þangað eru famar helgarferðir um hveija helgi og dagsferðir á sunnu- dögum og miðvikudögum, auk þess sem boðið er upp á sér- staka sumardvöl fyrir þá sem vUja eyða nokkrum sumarleyf- isdögum í faðmi náttúmnnar í Þórsmörkinni. í Þórsmerkurferðum Ferða- félagsins er gist í Langadal. Þeir sem ekki vitfa tjalda geta gist í Skagfjörðsskála. Þar er gistipláss fyrir að minnsta kosti 80 manns, tvö eldhús og setustofa. Stór útigrill em á staðnum. Hjá Ferðafélaginu fengust upplýsingar um að sífellt væri unnið í því að bæta gistiaðstöð- una bæði í skálanum og á tjald- stæðum. Þannig væri nýverið búið að útbúa stóra tjaldflöt við mynni Langadals. Þar væri hús ætlað Ijaldgestum ogþeim sem væm í dagsferðum. í Litla- og Stóraenda, dalverp- um innar í Þórsmörkinni, væri verið að taka í notkun vatnssal- emi og vaska. Á þessum tjald- stæðum er fjöldi gesta tak- markaður þannig að ráðlegt er að panta fyrirfram á skrif- stofu Ferðafélagsins. Fjölskylduferð Helgina 30. júní til 2. júlí næstkomandi er fyrirhuguð fjölskylduhelgi í Langadal í Þórsmörk, annað árið í röð. Þar verður dagskrá jafnt fyrir unga sem aldna með göngu- ferðum, leikjum, kvöldvöku og grillveislu svo eitthvað sé nefnt. Miðað við fjöldann sem tók þátt í fjölskylduhelginni í fyrra er ráðlegt að panta tímanlega í ár. HJÁ fyrirtækinu Suðurgarði hf. á Selfossi er unnið að því að koma á fót leigumiðl- un fyrir sumarhús hér á landi. Þetta kemur fram í nýjasta fréttablaði Landssambands sumar- húsaeigenda, Sumarhúsaíréttum, þar sem segir ennfremur að slík miðlun sé vaxandi þáttur innan ferðaþjónustu víða í Evrópu. 700 þúsund króna kostnaður Það er áætlað að sumarbústaða- eigandi hafi um 700.000 króna kostnað á ári af sumarhúsi sínu ef eignin er um 5 milljóna króna virði. Þá eru taldir með vextir af fjárfest- ingunni, viðhald og ýmis gjöld. Þetta er töluverður kostnaður og ekki óeðlilegt að hann vaxi fólki í augum - ekki síst ef eignin er að- eins nýtt stuttan tíma á ári hveiju. í Sumarhúsafréttum segir að í Noregi hafi verið seldar um 600.000 gistinætur í sumarhúsum á síðasta ári og á þriðju milljón í Danmörku. Víða annars staðar í Evrópu, t.d. í Þýskalandi og Hollandi, njóti slík gisting vaxandi vinsælda meðal ferðamanna. í stórum dráttum snýst leigu- miðlunin um að koma á sambandi á milli viðskiptavina og sumarhúsa- eigenda og leigja út húsin á þeim tíma sem eigendumir nýta þau ekki. í Sumarhúsafréttum kemur fram að hér er um er að ræða leigu í minnst vikutíma þar sem nýir leigj- endur taka við húsunum á föstudög- um. Vandlega verður fylgst með sumarhúsunum og reglulegt eftirlit haft með þeim. Allur búnaður verð- ur skráður niður og fylgst með því að allt sé eins þegar gestimir fara og var þegar þeir komu. Undanfarið hafa starfsmenn Suðurgarðs kynnt sér hvernig stað- ið er að leigumiðlun erlendis, eink- um í Noregi og Danmörku. Meðal annars hafa þeir kynnt sér alla samningagerð og lagalegar hliðar slíkrar starfsemi og tryggingar. Suðurgarður hefur samið við Tryggingu hf. um sérstaka trygg- ingu fyrir fólk sem vill leigja sumar- hús sín og tekur tryggingin til hugs- anlega óhappa sem geta komið fyr- ir. Áhugi á leigumiðlun Þorsteinn S. Ásmundsson, einn af stofnendum Suðurgarðs hf. , segir í Sumarhúsafréttum að sum- arhúsamiðlun henti mjög vel þeirri starfsemi fýrirtækisins sem fyrir er, en Suðurgarður hf. var stofnað árið 1974. í mars sl. vora send út bréf til sumarhúsaeigenda í Gríms- nesi þar sem leigumiðlunin var kynnt og að sögn Þorsteins hafa margir haft samband við sta'rfs- menn Suðurgarðs til þess að kynna sér málið. Þorsteinn sagði ennfrem- ur að leigumiðlunin væri rökrétt framhald örrar þróunar íslenskrar ferðaþjónustu og stóraukinnar að- sóknar erlendra ferðamanna til landsins. GRÍSAVEISLA 1995 Séáæðinpiúr segja að það þafi enga Grillsérfrœðingarnir óskar Finnsson og Ingvar Sigurðsson áArgentinu kynna grisakjöt i vcrslunum í allt sumar séifræðinga tíl að giiDa giísakjöt L mati sérfræðinga er grísakjöt góður kostur á grillið. Það er einfalt að grilla grísakjöt, það er alltaf ferskt, verðið er mjög hagstætt og svo er það bara svo gott. Grísahnakki, grísarif, grísakótilettur, grisalœrisneiðar og grísalundir eru tvímælalaust grillmatur sumarsins. Helsti kostur grísakjötsins er þó sá að þú þarft ekki að vera sérfræðingurtil aðgrillaþað,þvígrísakjöt svínvirkar án sérfræðinga. Grísakjöí r • ■ svmvirkar án sérfrœðinga J SIGLT MEÐ ÁRNESI UM SUNDIN ORGARBÚ- AR þurfa ekki að fara langt til að komast í sjóstanga- veiði. Eitt þeirra skipa, sem fara reglulega með ferðalanga í sjó- stangaveiði, er skemmtiferðaskip- ið Ámes, sem gert er út frá Reykjavík. í sumar býður Ámesið upp á sigl- ingar um helgar og í miðri viku, en ferðirnar eru nánar auglýstar í dagblöðum. Siglingar skipsins eru þó ekki bundnar við sjóstangaveiði, heldur era einnig famar hvalaskoðunarferðir og hægt er að leigja skipið fyrir einkasamkvæmi, eins og afmælis- eða brúðkaupsveislur. Þegar farið er til sjóstangaveiða geta 30 manns veitt í einu og útgerðin leggur til stangir, fiskikassa og annað, sem þarf til. Pyrir hópa sem þess óska stendur til boða grill, matreiðslumenn og hljóðfæraleikarar. Um borð í Ár- nesi eru þrír salir, sem henta fyrir ýmis konar uppá- komur. Sá fyrsti rúmar 50 manns í rúmgóðum básum og þar er einnig bar. Annar rúmar 40 manns, en þessa tvo sali er hægt að nýta saman. Þriðji salurinn rúmar 40 manns og er aftast í skipinu. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skemmtiferðaskipsins Árness. Lítið systurskip Árnessins er Skúlaskeið, sem tekur 24 farþega í sjóstangaveiði og geta 12 veitt í einu. Hægt er að grilla um borð. Skúlaskeið vitjar gjaman um krabbagildrur og hafa þær ferðir verið mjög vinsælar hjá bamahóp- um. Upplýsingar um ferðir Skúla- skeiðs er að finna á skrifstofu Viðeyjarfeija. wwwwwwwvt'wwvwvwv. V/RKA MÖRKINNI 3 (VIÐ SUÐURl.ANDSBR AUT), SÍMl 568 7477 Sumarbiístaðaeigendttr Bómullarefni. köflótt og munstruö, í OPIÐ gardínur, dúka o.fl. mán. - fös. KL. 10-18 Athugið úrvalíð og mísmunandí verð. ' Wm4444Wl/VM44Wm/m4/t'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.