Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUMAR^Á ÍSLAMPI UNGLINGAGANGA Á HORN STRANDIR VESTURFERÐIR á ísafirði í samvinnu við Jón Björns- son leiðsögumann bjóða í sumar gönguferðir fyrir unglinga á Hornstrandir. Ferðirnar eru ætlaðar 13-16 ára unglingum sem hafa áhuga á útiveru og góðri hreyfingu., Um er að ræða 5 daga ferðir. A fyrsta degi er siglt frá Isafirði til Hornvíkur. Þar er slegið upp tjöldum, sameiginlegur búnaður yfirfarinn ogsvæðið og ferðaá- ætlunin yfirfarin. Fyrstu dagana er dvalið í Hornvík og farið í gönguferðir þaðan, m.a. á Horn- bjarg og út í hlíðar Hælavíkur- bjargs. Frá Hornvík verður gengið yfir til Hesteyrar á tveim- ur dögum með allan búnað. Þar verður slegið upp grillveislu og dvalið eina nótt áður en haldið er með bát aftur til ísafjarðar. Sameiginlegar máltíðir eru all- an tímann og hjálpast allir að við undirbúning og frágang. Kynnt verður notkun áttavita og landa- korts, ár eru vaðnar, tvær af stærri sjófuglabyggðum landsins skoðaðar, kvöldvökur við varð- eld og ótal margt fleira. Þá læra þátttakendur ýmislegt um bak- pokaferðalög og undirbúning þeirra og einnig um náttúru landsins og hvemig á að um- gangast hana. Þátttakendur þurfa að koma með eigin búnað, þ.e. tjald, svefn- poka, bakpoka og fatnað, en nán- ari búnaðarlisti er sendur til þátttakenda við skráningu. Verð ferðanna er 23.000 krónur. Inni- falið í því er flug til og frá ísafirði með Flugleiðum, báts- ferðir, ferðir til og frá flugvelli á Isafirði, leiðsögn og matur all- an tímann. Leiðsögumaður er Jón Björns- son, forstöðumaður félagsmið- stöðvarinnar á ísafirði. Nánari upplýsingar um unglingaferðir á Hornstrandir eru veittar hjá Vesturferðum á ísafirði. MANNAMÓT OG DÆGRA- DVÖL Á VESTFJÖRÐUM VESTFIRÐINGAR hafa gefið út upplýsingabækling sem nefnist Á döfinni á Vest- fjörðum sumarið 1995. Þar eru fjölbreyttar upplýsingar um mannamót og dægradvöl. Sem dæmi má nefna, að 15.-18. júní eru Dýrafjarðardagar, þar sem fagnað er 90 ára afmæli Iþróttafé- lagsins Höfrungs. Boðið er upp á gönguferðir, bátsferðir og söngv- arakeppni. Þá verður farið um sögu- slóðir Gísla Súrssonar í Haukadal með leiðsögn. Þann 24. júní verður Jónsmessuferð fyrir Svalvoga, und- ir leiðsögn Þóris Arnar Guðmunds- sonar. Oshlíðarhlaupið er 24. júní, fuglaskoðunarferð um Holtsengi í Önundarfiði verður 25. júní og skemmtikvöld í Neðstakaupstað á ísafirði þann 29. júní, 6. júlí, 13. júlí, 16. júlí, 20. júlí, 27. júlí og 3. ágúst. Dagskrá kvöldanna byggist upp' á fyrirlestrum og tónlist sem tengist viðfangsefninu, en á hveiju kvöldi verður tekinn fyrir einn hlut- ur úr Byggðasafninu og sagt frá hlutverki hans fyrr á dögum. I sum- ar verður á kvöldum þessum fjallað um baráttuna við náttúruna á Vest- fjörðum, álfa, tröll og aðrar vættir, konur í sögu Vestfjarða, menningu og mannlíf á Hornströndum, galdra á Vestfjörðum, ísafjörð sem versl- unar- og menningarbæ og rakin saga fiskveiða, hvalstöðva og síld- arstöðva á Vestfjörðum. Af bæklingi Vestfirðinganna má glöggt sjá að þeim og gestum þeirra ætti ekki að leiðast í sumar. Nán- ari upplýsingar um atburði á ein- stökum stöðum eru veittar á upplýs- ingamiðstöðvum viðkomandi byggðarlaga eða hjá ferðamálafull- trúa Vestfjarða. }~I / 14erjól$ur Áætlunin getur breyst 4.-7. ágúst vegna Þjóöhátíöar Vestmannaeyja Leitið nánari upplýsinga í síma 481 -2800 eða fax 481 -2991 í Vestmannaeyjum. Rútuferðir eru frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 552-2300. HERJÓLFUR brúar bilið Frá Vestm.: Frá Þorlákshöfn: Alla daga 08.15 12.00 Auk þess: Fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga 15.30 19.00 Afsláttarkort Fjölskylduafsláttur Hópafsláttur LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 E 27 Varmahlíð - Si.qlufjörður Akureyri - Mývatn COMBI-CAMP D XO L. :° uT 4-* o i— X i > E '0 x TJALÐAÐ Á 15 SEKÚNDUM Fjölskyldur úr Garðinum í Ásbyrgi, náttúruparadís norðurlands. Combi Camp tjaldvagnar fyrir þá sem njóta vilja útiveru og ferðalaga. Þá sem vilja komast 3 o L_ :0 D E 'O sz V) to í náinn kynni við náttúru landsins og geta á skömmum tíma slegið upp náttstað að eigin vali með alvöru þægindum. LÁGMÚLA 7 SÍMi 581 4077 TITANhf Laugardalur - Þingvellir - Laugarvatn - Þjórsárdalur Bæklingurinn okkar er ómissandi á ferðalaginu Gæðaþjónusta á góðu verði Ferðaþjónusta bænda Feröaþjónusta BændahölUnni v/Hagatörg, bænda slmar 562 3640/42/43. Frábær uppskrift að fríinu í ár Margs konar gistimöguleikar I nýja bæklingnum eru upplýsingar sem hjálpa þér að finna það rétta fyrri þig! Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Evrópa - Hallormstaður - Djúpivogur - Hðfn - Skaftafell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.