Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 E 29. SUMAR^Á ÍSLANPI VIÐEY - VTN Á KOLLAFIRÐI VIÐEY á Kollafirði er steinsnar frá Reykjavík' og þangað ganga feijur allt árið. Sigling út í Viðey tekur aðeins 7 mínútur, svo ekki ætti ferðalagið að vefjast fyrir neinum. Þegar út í eyju er komið er ýmis- legt fróðlegt að sjá, göngustígar skera eyna og hestaleiga er þar á sumrin. Viðey hefur orðið æ fyölsóttari útivistarstaður á síðustu árum. Á sumrin er efnt til reglulegra göngu- ferða um eyna undir leiðsögn stað- arhaldara. Þar er ýmislegt fróðlegt að sjá og nægir að nefna mannvist- arleifar, en fomleifarannsóknir hafa leitt í ljós að búið var í Viðey þegar á 10. öld. Svokallað Viðeyjamaust, skáli við Áttæringsvör, er leigt út fyrir hópa, sem geta t.d. borðað þar nest- ið sitt, eða notað myndarlegt úti- grillið sem þar er að finna. í Viðeyjarstofu, sem er elsta hús á íslandi sem enn stendur í upp- mnalegri mynd, er rekið veitinga- hús. I Viðeyjarkirkju er messað annan hvern sunnudag yfir sumar- ið, en kirkjan sjálf er merkileg bygging, næstelsta kirkja landsins og geymir elstu uppmnalegu kirkju- innréttinguna. FRIÐ- LANDIÐ í HEIÐMÖRK HEIÐMÖRK, friðland Reykvíkinga, er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur. Öllum er frjálst að dveljast þar og fara um, enda hlíti þeir reglum um góða umgengni og umferð. Fjölskyldan öll ætti að una sér vel í Heiðmörkinni. Heiðmörk var fram eftir þéssari öld að mestu örfoka melar og hraun, með dálitlum kjarrleifum og strjálum út- hagagróðri. Arið 1949 hófst gróðursetning og Heiðmörk var vígð ári síðar. Nú er Heið- mörk skóglendi og fjölbreytt vistkerfi hefur tekið við af auðninni. Fjölskyldan getur átt fróð- legar stundir í Heiðmörk. Þar er hægt að tjalda í Hjalladal og nota þar grill til að steikja ofan í alla ættina ef svo ber undir. Syðst í Vifilsstaðahlíð er trjásýnireitur. Þar hefur verið safnað saman mörgum tijáteg- undum og þær merktarnafni, aldri og uppruna. Vilji menn finna andblæ liðinna tíma geta þeir lagt leið sína í Þingnes við sunnanvert Elliðavatn. Þar hafa fundist mannvistarleifar og búðarústir frá því um 900 og er talið að þarna hafi verið háð fyrsta héraðsþing landsins. Hafi menn meiri áhuga á líð- andi stund og ef til vill kom- andi matartíma, þá skal bent á að veiði er leyfð í Elliðavatni og þar veiðist urriði, bleikja og stöku Iax. Veiðileyfin fást á Elliðavatni og Vatnsenda, en lífeyrisþegar og unglingar fá þau ókeypis. Fuglaáhugamönnum þarf ekki að leiðast í Heiðmörk, því óvíða í nágrenni Reykjavíkur er kjörlendi jafn margra fugla- tegunda á jafn litlum bletti. Má búast við að sjá þar auðveldlega einar 30 tegundir fugla og auk þess árvissa flækinga og aðra gesti. SUMARBÚSTAÐÆIOENDUR AE5RIR HUSBYOOJENDUR VATNSGEYMAR staölaöir og sérsmíöaöir, 100- 10.000 lítrar aö stærö. Leitið upplýsinga hjá sölunnðnnum ROTÞRÆR úr polyethylene, viöurkenndar af Hollustuvernd 1.500 - 10.000 lítrar að stærð. ÞARSEMGÆÐINGANGAFYRIR Sefgörðum 3, 170, Seltjamarnesi. Sími 561 2211. Fax 561 4185. Helena Rubinstein FERÐATILBOÐ Komdu til okkar og verslaðu áður en þú ferð í ferðalagið. Við bjóðum takmarkað magn af Skin Life T.P.A. kremi í 30 ml túpum á frábæru tilboðsverði. Andora, Hafnarfirði; Ársól, Efstalandi; Bylgjan, Kópavogi; Brá, Laugavegi; Clara, Kringlunni; Snyrtivöruv. Glæsibæ; Hygea, Austurstræti; Libia, Mjódd; Nana, Hólagarði; Sara, Bankastræti; Spes, Háaleitisbraut; Amaró, Akureyri; Apótek Olafsvíkur; Bjarg, Akranesi; Hilma, Húsavík; Krisma, ísafirði; fyMosfellsapótek; Ninja, Vestmannaeyjum. SKIN LIFE T.P.A. Heilsustofnun NLFÍ íHveragerði HEILSUFÆÐl ER SELT ALMENNINGl Megna fjölmargra fyrirspurna vill Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði upplýsa að almenningur getur keypt hádegis- eða kvöldverð í nýrri og glœsilegri borðstofu stof- nunarinnar. Matur er á hlaðborði og er hann allur framleiddur úr grœnmeti, dvöxtum, kornmeti, mjólk og mjólkura- furðum. Fiskur er á boðstólum einu sinni í viku. Yfirmaður íeldhúsi er franski matreiðslumeistarinn Francois Louis Fohs. Þeir, sem hyggjast kaupa mat, þurfa að hafa samband við starfsfólk í borðstofu. Heilsustofnun NLFÍ, Grænumörk 10, Hveragerði * Æ GOLFER EKKI BARA GRÍN Regnbogahótelin bjóða þér að taka þátt í einföldu og skemmtilegu punktamóti um allt land í sumar £ Þú gistir á Regnbogahóteli og spilar einn goliliring frítt, lætur stimpla skorkortið og færð kvittun hótelsins. íV Síðan gistír þú á að minnsta kosti tveimur öðrum Regnbogahótelum, spilar golf og færð stimpil og kvittun eins og áður. $f| Tveir vinningshafar verða fundnir út eftir innsendum skorkortum 6. október og auk punktahæsta keppandans. Verðlaunin eru gisting fyrir tvo á Regnbogahóteli að eigin vali í tvær nætur, morgunverður er innifalinn og þríréttaður kvöldverður. Regnbogahótelin bjóða upp á herbergi með baði og morgunverði sem er innifalinn í gistiverðinu. REGNBOGAHÓTEL - FYRIR GOLEARA Hótel Línd, Reykjavík s: 562 3350 1/7*) Hótcl Rcynihlíð. Mývatni, s: 464 4170 Hótel Kcllavík, s: 421 4377 -• 'f\ Hótel Valaskjálf. Egilsstöðum. s: 471 1500 Hótel Borgarnes, s: 437 1119 rpKinrt -> Hótel Bláfell, Breiðdalsvík, s: 475 6770 Hótcl Stykkishólmur s: 438 1330 REGNBOGA Hótel Höln. HornaPtrði, s: 478 1240 Hótcl Ísaíjörður. s: 456 411 1 H OTEL Hótel Selfoss. s: 482 2500 Regnbogahótel • Pósthólf 653 • 124 Reykjavík • sími: 562 0160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.