Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 E 31 SUMAI#*£ Á ÍSLANPI Akureyri s .fc S a 5 1 i.| 1 cc s E 6 2 £ 2 1 HRINGMIÐAR OG TIMAMIÐAR MEÐ SÉRLEYFISBIFREIÐUM ATJAN EDDU- HÓTEL ATJÁN Edduhótel eru starf- rækt víðsvegar um landið. Á Edduhótelum er boðið upp á gistingu í herbergjum með handlaug. Á sumum hótelunum er einnig boðið upp á herbergi með baði og mörg hótelanna hafa sundlaug. Á flestum býðst einnig gisting í svefnpokaplássi og öll eru hótelin með veitinga- sali, sem opnir eru frá morgni til kvölds. Edduhótelin eru opin frá júní- byrjun til ágústloka, en auk þess eru Hótel Edda á Kirkjubæjar- klaustri og á Hvolsvelli starfrækt allt árið. Edduhótelin eru í Mennta- skólanum á Laugarvatni og Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni, á Hvolsvelli, Skógum, Kirkjubæj- arklaustri, Nesjaskóla, Hallorms- stað, Eiðum, Stórutjörnum, Ak- ureyri, Þelamörk, Húnavöllum, Laugarbakka, Reykjum, Reykja- nesi, Núpi, Laugum í Sælingsdal og Reykholti. MEÐ BALDRI YFIR BREIÐA- FJÖRÐ Breiðafjarðarfeijan Baldur fer frá Stykkishólmi alla daga kl. 10 og 16.30 og frá Bijánslæk daglega kl. 13 og 19.30. Alltaf er komið við í Flat- ey. Siglingartími yfir Breiðafjörð er 2 klst. og 50 mínútur, en til Flateyjar 1 klukkustund og 40 mínútur. í áætlun feijunnar segir, að fólk með bíla geti sent þá á und- an sér og stoppað í Flatey milli ferða. í Flatey er farþegum Bald- urs boðið upp á skoðunarferðir í úteyjar með farþegabát og veit- ingastofan Vogur selur veitingar og svefnpokapláss. Ferð yfir fjörðinn, með við- komu í Flatey, kostar 1.300 kr. fyrir hvern fullorðinn og 650 kr. fyrir börn 6-12 ára og ellilífeyris- þega. Ferð frá Stykkishólmi út í Flatey kostar 900 fyrir fullorðna en 450 fyrir börn og ellilífeyris- þega og ferð út í Flatey frá Bijánslæk kostar 700 kr. fyrir fullorðna og 350 fyrir börn og ellilífeyrisþega. Flutningur á fólksbifreið yfir Breiðafjörðinn kostar 1.300 krónur og í áætlun Baldurs er bent á að bóka þarf bifreiðir tímanlega. ENGIN ástæða er til að sitja heima og láta sér leiðast í sumarfríinu þótt enginn sé bíllinn. Sérleyfísbifreiðar bjóða upp á ýmsa möguleika til ferðalaga og þeir sem vilja fara víða geta keypt sér Hringmiða eða Tímamiða. Hringmiðinn gefur fólki kost á að ferðast hringveginn um ísland með sérleyfísbifreiðum á eins löng- um tíma og með eins mörgum við- komustöðum og hver og einn vill. Hann gildir á tímabilinu 16. maí til 30. september, svo það getur teygst úr hringferðinni um landið, en auðvitað er það hveijum og einum í sjálfsvald sett hversu löng ferðin er. Hægt er að byija hring- ferðina hvar sem er og fara í hvora átt sem maður kýs. Hringmiðinn er auðveldur í notkun. Aðeins þarf AÐ er vinsælt að ijölskyldur taki sig saman og komi hingað til þess að gera sér glaðan dag,“ segir Bergljót Vilhjálmsdóttir sem rekur Hvammsvík í Kjós ásamt eigin- manni sínum, Haraldi Haralds- syni, Þangað er rúmlega 30 mín- útna akstur frá Reykjavík og ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar. í Hvammsvík er hægt að veiða regnbogasilung í veiðitjörn, spila golf á 9 holu golfvelli, nýta sér hestaleiguna á staðnum til þess að fara í útreiðartúr eða hreinlega fara í góða göngutúra, enda mik- ið um fallegar gönguleiðir í ná- að sýna bílstjóranum miðann, segja hvert ferðinni er heitið og bílstjórinn strikar út þá leið, sem farin er, á miðanum. Hringmiðinn kostar 12.500 krónur. Tímamiði gefur ferðalöngum kost á að ferðast um allt land með öllum sérleyfísbifreiðum, innan þeirra tímamarka sem miðinn seg- ir til um. Þannig er hægt að kaupa slíka ávísun á ótakmarkaðar ferðir til einnar viku og kostar sá miði 13.500. Ef ferðalangurinn vill flakka í tvær vikur kostar miðinn 19.500, miði sem gildir í þijár vik- ur kostar 25.500 krónur og fjög- urra vikna miði kostar 28.500. Tímamiðinn er því dýrari kostur, en á það ber að líta að þá er ferða- langurinn ekki bundinn við hring- ferð, heldur getur flakkað hvert á land sem er. grenni Hvammsvíkur. Fyrir krakkana er einnig að finna ýmis leiktæki ásamt spark- velli, sem reyndar er ekki siður vinsæll meðal eldri sparkara. „Krakkarnir njóta þess að hafa nóg pláss hér. Þeir geta líka tek- ið þátt í skipulögðum leikjum sem við aðstoðum við að setja upp ef óskað er eftir. Síðan hefur fjaran alltaf ákveðið aðdráttarafl," sagði Bergljót. í Hvammsvík er hreinlætisað- staða fyrir hendi auk aðstöðu til að drekka kaffi og borða mat. „Við höfum sett upp skemmtilega aðstöðu inni í hlöðu þar sem fólk getur grillað og borðað, en auðvit- Fyrir utan þessa ágætu kosti, þá bjóða sérleyfishafar um land allt upp á skipulagðar ferðir. Frá Reykjavík er t.d. hægt að fara til Þingvalla, Þjórsárdals og í Bláa Lónið, eða að Hvítá, þar sem farið verður á gúmbátum niður ána. Ýmsir möguleikar eru á að sam- eina ferðir á þennan hátt, þ.e. fara með rútu út úr bænum og eyða þar deginum við útreiðar eða jafn- vel hjólreiðar! Sérleyfishafar láta sér að sjálf- sögðu ekki láglendið nægja, heldur bjóða upp á margs konar hálendis- ferðir, í Þórsmörk, yfír Kjöl, að Öskju og Herðubreiðarlindum, eða vatnajökli þar sem snjósleðamir taka við. Nánari upplýsingar veita sérleyfíshafar á hveijum stað og þar ættu allir að fínna rútuferðir við sitt hæfí. að er líka hægt að grilla úti. Það má segja að þarna sé allt fyrir hendi sem þörf er á til þess að skipuleggja góðan dag og við erum tilbúin að aðstoða eins og við framast getum,“ sagði Berg- ljót. Að sögn Bergljótar kostar 700 krónur að tjalda í Hvammsvík. Veiðileyfi kosta 2A00 krónur þar sem fjórir fískar eru innifaldir, en hver umframfiskur kostar 500. Vallargjald á golfvöllinn er 800 krónur og það kostar 1.50Ó að leigja hest í eina klukkustund. Fyrir hálfa klukkustund þarf að greiða 900 og 500 fyrir teyming. Hópar geta samið um afslátt. AÐ GERA SÉR GLAÐAN DAG í HVAMMSVÍK Hallveigarstíg 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 18. júní Kl. 10.30 Leggjabrjótur. Kvöldferð föstud. 23. júní Kl. 20.00 Jónsmessunætur- ganga Marardalur-Hengill. Dagsferð laugard. 24. júní Kl. 09.00 Ingólfsfjall. Dagsferð sunnud. 25. júní Kl. 10.30 Kiðjaberg-Skálholt. Valin leið úr Póstg. 1991. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, miöar við rútu. Einnig uppl. í Textavarpi bls. 616. Helgarferðir 23.- 25. júní 1. Jónsmessunæturganga. 2. Básar í Þórsmörk. 3. Fimmvörðuháls. Sumarleyfisferðir 21.-25. júní Sólstöðuferð um Norðurland. 27.- 30. júní Tindfjöll-Básar. Upplýsingar og miðasala á skrif- stofu Útivistar._____Útivist Verslið hjá fagmonninum. BílavörubúÓin fJÖÐRIN Skeifunni 2, sími 581 2944 Við getum þaggað niður í þeim fiestum Sendum í póstkröfu! Gott verð — Gæðaþjónusta ÍSETNiNG Á STAÐNUM I I EYRAR kjöt í lotttæmdum umbúðum .hvass. ..snark... nammmmm ULEGA llúffengt á grillið mn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.