Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAMDSMANNA jftgmiUUiM^ 1995 KNATTSPYRNA Bergkamp til Arsenal Arsenal er að ganga frá kaupum á hollenska landsliðsmannin- um Dennis Bergkamp, 27 ára, frá Inter Mílanó. Bergkamp á aðeins eftir að skrifa undir samning við Arsenal, sem mun borga Inter 7 millj. punda fyrir hann. Inter keypti þennan snjalla sóknarleikmann frá Ajax fyrir 12 millj. punda fyrir tveimur árum. Bergkamp mun verða launahæsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni — fær 4,5 millj. pund fyrir þriggja ára samning, 25 þús. pund í vikulaun, sem er um 2,5'millj. ísl. kr. / . Bergkamp fór til Inter frá Ajax ásamt Wim Jonk, sem nú hefur gengið til liðs við PSV Eindhoven. Þess má til gamans geta að for- eldrar Dennis skýrðu hann eftir uppáhaldsleikmanni slnum, Denis Law hjá Manchester United, en þeim urðu á ein mistök þegar hann var skírður, að það er aðeins eitt n í nafni Denis Law. Forráðamenn Inter halda í dag til Englands til að ganga frá sölunni til Arsenal og um leið ganga þeir frá kaupum Paul Ince frá Manchest- er United á 6,5 millj. pund. FRJALSAR Vésteinn kastaði 63,14 m VÉSTEINN Hafsteinsson sigraði í kringlukasti á móti í Svíþjóð á sunnudaginn og náði um leið lengsta kasti sínu á árinu, 63,14 metrar. Annar varð Svíinn Dal Sol- haug, kastaði 61,56 metra. Olaf Jensen frá Noregi hafnaði í þriðja sæti með 61,06 metra og besti kringlukastari Dana, Jan Cordius varð að gera sér fjórða sætið að góðu, kastaði 57,58 metra. Vé- steinn keppti einnig í Svíþjóð á laug- ardaginn á móti sem kallast Discu- perlan. Þar varð hann þriðji með kast upp á 60,40 metra. Þá sigraði Norðmaðurinn Olaf Jensen, kastaði 63,36 metra og Svíinn Cristina Pettersen náði öðru sætinu með 61,08 metra. Vésteinn kemur heim í vikunni og tekur þátt í Meistara- móti íslands sem fram á Laugar- dalsvelli um næstu helgi. ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ BLAÐ B Morgunblaðið/RAX Guðmundur með þrennu KR-INGURINN Guömundur Benediktsson hefur ekkert leikið síöan í byrjun maí vegna melðsla en byrjaðl vel í fyrrakvöld, var með þrennu og lagðl upp eltt mark þegar KR hóf blkarvörnlna gegn Víðl í Garðl en bikarmeistararnlr unnu 5:0 í 32 liða-úrslitum keppninnar. Mlhajlo Blbercic, tll hœgri, gerðl eitt mark eftir sendingu frá Guðmundi og hér fagna félagarnlr marklnu. Urslit / B6 Halldór fær styrk Alþjóðaólympíu- nefndarinnar . 11ALLDÓR Hafsteinsson júdókappi hlaut styrk Alþjóðaólympíunefndarinnar til að fara í æfinga- búðir i Barcelona á Spáni i 6 mánuði. Halidór, sem er nú í 20. sætí styrkleikalista Evrópu í -86 kg. flokki, fer utan í júlí ás.-unt fjölskyldu sinni þar sem styrkurinn tekur til allrar fjölsky ldunn- ar. En eftir f und Afreksmannasjóðs ÍSÍ í gær var Jjóst að Halldór fengi ekki f ullan styrk þar. „Eg átti frekar von á að fá þetta fyrir síðustu áramót. Styrkurinn kom uppá að frumkvæði ís- lenska og alþjóða júdósambandsins og gekk hratt fyrir sig. Ég er þakklátur fyrir það og það er gott að geta einbeitt mér að greininni," sagði Halldór. í gær var einnig birtur listi yfir hverjir fá úthlutað úr Afreksmannasjóði ÍSÍ og þar var Halldór á lista en ekki með fullan styrk frá sjóðn- um, sem Halldór taldi nauðsy nlegan til að fram- fleyta sér og fjölskyldunni ytra enda sé gert rað fyrir að menn séu á launum að heiman. „Mér kemur það ekki á óvart. Þeir miða víð heims- lista sem er ekki tíl en við tðkum 10 stærstu mótin sem gefa stig og höl'uiu verið að reyna fá það metið á sama hátt og heimslista. Júdósam- bandið ætlar að finua lausn vegna min. Ég hef lagt mikið ámigfyrir íþróttina og tekið þáttí yfíraOO alþjéðlegum mótum. Ég gefst ekki upp þó á móti blási og ég og Júdósambandið þurfum að vinna okkur út úr þessu." . Sem fyrr segir er Ilalldór nú i 20. sæti yfir sterkustu júdómenn í sinum þy ngdartlokki í Evrópu en 14. til 15. sæti gefa öruggt. sætí á * ólympíuleikura. „Miðað er við árangur á 10 sterk- ustu mótunum og í vetur prófaði ég að taka þátt i þessum mótum, ekki bara á þeim sem liggja vel við ódýrustu f lugfa rgjöldin. Það er mikil streita hér heima en ég á nóg inni og hef trú á það takist ef ég helli mér út í þetta," bætti Halldór við. Jón Arnar Magn- ússon er kominn áA-styrk SAMÞYKKT var á fundi hjá Afreksmannasjóði ÍSÍ fyrir skömmu að Frjálsíþrottasamband Is- lands fengi A—styrk, sem nemur 80.000 krónur á mánuði, vegna Jóns Arnars Magnússonar, ís- landsmethafa í tugþraut. Verður styrkurinn veittur frá 1. júlí og út þetta ár. Sambandið fékk einnig sömu upphæð á mánuði vegna kringlu- kastarans Vésteins Hafsteinssonar. Onnur sérsambðnd sem fengu uthiutuðum styrk voru; Skíðasamband íslands, B—styrk, kr. 40.000 á manuði vegna Kristíns Bjðrnssonar, Júdósamband Islands B—styrk vegna Vernharðs Þorleifssonar og eingreiðslu kr. 200.000 vegna Halldórs Hafsteinssonar og Eiríks Inga Kristíns- sonar til standa straum að kostnaði þeirra vegna æfinga og kcpmii frá 1. j úní í ár og til ár sloka. Suiidsaniband íslands fékk samskonar ein- greiðslu vegna Arnars Freys Ólafssonar og Ey- disar Konráðsdóttur. Þá veittí Framkvæmdastjórn ÍSÍ Afreks- mannasjóði ÍSI heimild tíl að veita Afreksmanna- sjóði íþróttasambands fatlaðra allt að 5% af ráð- stöfunarfé súiu og fær f F nú afhentar krónur 260.000. HANDKNATTLEIKUR Þorbergur til Eyja? Verulegar líkur eru á því að Þor- bergur Aðalsteinsson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari í handknatt- leik, verði næsti þjálfari nýliða ÍBV í 1. deild, samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins. A sl. dögum hefur hann átt í viðræðum við forráðamenn ÍBV þess efnis og dvaldi hann m.a. í Eyjum um síð- ustu helgi í því sambandi. Eftir á að hnýta nokkra enda sem enn eru lausir en menn vonast til þess að hægt verði að hnýta þá fyrir næstu helgi og undirrita samning í beinu framhaldi. Gert er ráð fyrir því að ef af verður hafi Þorbergur yfirum- sjón með þjálfun allra yngri karla- flokka ÍBV auk þess að þjálfa meistaraflokkinn. Þorbergur er ekki með öllu ókunnugur í Eyjum því hann hóf þjálfaraferil sinn hjá Þór fyrir rúmum áratug. Sigurður Gunnarsson sem þjálfaði IBV í fyrravetur er aftur á móti á förum til Bodö/Glimt í Noregi. Hann var þjálfari þar fyrir tveimur árum en kom heim í fyrrasumar og tók við Eyjamönnum. Sigurður staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann færi til Noregs 1. ágúst nk. Ætlar hann að setjast á skólabekk jafnhliða þjálfuninni. KNATTSPYRIUA: INGIBJÖRIM LEYSTUR FRÁ STARFI í KEFLAVÍK / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.