Morgunblaðið - 20.06.1995, Page 1

Morgunblaðið - 20.06.1995, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANIMA I Morgunblaðið/RAX Gudmundur með þrennu KR-INGURINN Guðmundur Benedlktsson hefur ekkert leikið síðan í byrjun maí vegna melðsla en byrjaðl vel í fyrrakvöld, var með þrennu og lagði upp eitt mark þegar KR hóf blkarvörnlna gegn Víði í Garði en bíkarmeistararnir unnu 5:0 í 32 liða-úrslitum keppninnar. Mlhajlo Blberclc, tll hægrl, gerði eitt mark eftir sendíngu frá Guðmundi og hér fagna félagarnir marklnu. ■ Úrslit / B6 1995 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ BLAD Bergkamp til Arsenal Arsenal er að ganga frá kaupum á hollenska landsliðsmannin- um Dennis Bergkamp, 27 ára, frá Inter Mílanó. Bergkamp á aðeins eftir að skrifa undir samning við Arsenal, sem mun borga Inter 7 millj. punda fyrir hann. Inter keypti þennan snjalla sóknarleikmann frá Ajax fyrir 12 millj. punda fyrir tveimur árum. Bergkamp mun verða launahæsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni — fær 4,5 millj. pund fyrir þriggja ára samning, 25 þús. pund í vikulaun, sem er um 2,5 millj. ísl. kr. Bergkamp fór til Inter frá Ajax ásamt Wim Jonk, sem nú hefur gengið til liðs við PSV Eindhoven. Þess má tii gamans geta að for- eldrar Dennis skýrðu hann eftir uppáhaldsleikmanni sínum, Denis Law hjá Manchester United, en þeim urðu á ein mistök þegar hann var skirður, að það er aðeins eitt n í nafni Denis Law. Forráðamenn Inter halda í dag til Englands til að ganga frá sölunni til Arsenal og um leið ganga þeir frá kaupum Paul Ince frá Manchest- er United á 6,5 millj. pund. Vésteinn kastaði 63,14 m VÉSTEINN Hafsteinsson sigraði í kringlukasti á móti í Svíþjóð á sunnudaginn og náði um leið lengsta kasti sinu á árinu, 63,14 metrar. Annar varð Svíinn Dal Sol- haug, kastaði 61,56 metra. Olaf Jensen frá Noregi hafnaði í þriðja sæti með 61,06 metra og besti kringlukastari Dana, Jan Cordius varð að gera sér fjórða sætið að góðu, kastaði 57,58 metra. Vé- steinn keppti einnig í Svíþjóð á laug- ardaginn á móti sem kallast Discu- perlan. Þar varð hann þriðji með kast upp á 60,40 metra. Þá sigraði Norðmaðurinn Olaf Jensen, kastaði 63,36 metra og Svíinn Cristina Pettersen náði öðru sætinu með 61,08 metra. Vésteinn kemur heim í vikunni og tekur þátt í Meistara- móti Íslands sem fram á Laugar- dalsvelli um næstu helgi. Halldór fær styrk Alþjóðaólympíu- nefndarinnar HALLDÓR Hafsteinsson júdókappi hlaut styrk Aiþjóðaóiympíunefndarinnar til að fara í æfinga- búðir I Barcelona á Spáni í 6 mánuði. Halidór, sem er nú í 20. sæti styrkleikalista Evrópu í -86 kg. flokki, fer utan í júlí ásamtfjölskyidu sinni þar sem styrkurinn tekur til allrar fjölskyldunn- ar. En eftir fund Afreksmannasjóðs ÍSÍ í gær var yóst að Halidór fengi ekki fullan styrk þar. „Eg átti frekar von á að fá þetta fyrir síðustu áramót. Styrkurinn kom uppá að frumkvæði ís- lenska og alþjóða júdósambandsins og gekk hratt fyrir sig. Ég er þakklátur fyrir það og það er gott að geta einbeitt mér að greininni,“ sagði Halldór. í gær var einnig birtur listi yfir hverjir fá úthlutað úr Afreksmannasjóði ÍSÍ og þar var Haildór á lista en ekki með fullan styrk frá sjóðn- um, sem Halldór taldi nauðsynlegan til að fram- fleyta sér og fjölskyldunni ytra enda sé gert ráð fyrir að menn séu á launum að heiman. „Mér kemur það ekki á óvart. Þeir miða við heims- lista sem er ekki til en við tökum 10 stærstu mótin sem gefa stig og höfiun verið að reyna fá það metið á sama hátt og heimslista. Júdósam- bandið ætlar að finna lausn vegna mín. Ég hef iagt mikið á mig fyrir íþróttina og tekið þátt í yfirlOO alþjóðlegum mótum. Ég gefst ekki upp þó á móti biási og ég og Júdósambandið þurfum að vinna okkur út úr þessu.“ Sem fyrr segir er Halldór nú í 20. sæti yfir sterkustu júdómenn í sinum þyngdarflokki í Evrópu en 14. til 15. sæti gefa öruggt sæti á ólympíuleikum. „Miðað er við árangur á 10 sterk- ustu mótunum og í vetur prófaði ég að taka þátt í þessum mótum, ekki bara á þeim sem liggja vel við ódýrustu flugfargjöldin. Það er mikil streita hér heima en ég á nóg inni og hef trú á það takist ef ég helli mér út í þetta,“ bætti Halldór við. Jón Arnar Magn- ússon er kominn á A-styrk SAMÞYKKT var á fundi hjá Afreksmannasjóði ÍSÍ fyrir skömmu að Fijálsíþróttasamband ís- lands fengi A—styrk, sem nemur 80.000 krónur á mánuði, vegna Jóns Arnars Magnússonar, ís- landsmethafa í tugþraut. Verður styrkurinn veittur frá 1. júlí og út þetta ár. Sambandið fékk einnig sömu upphæð á mánuði vegna kringlu- kastarans Vésteins Hafsteinssonar. Onnur sérsambönd sem fengu úthlutuðum styrk voru; Skiðasamband íslands, B—styrk, kr. 40.000 á mánuði vegna Kristins Björnssonar, Júdósamband íslands B—styrk vegna Vernharðs Þorleifssonar og eingreiðslu kr. 200.000 vegna Halldórs Hafsteinssonar og Eiríks Inga Kristins- sonar til standa straum að kostnaði þeirra vegna æfínga og keppni frá 1. júní i ár og til ársloka. Sundsamband íslands fékk samskonar ein- greiðslu vegna Arnars Freys Ólafssonar og Ey- disar Konráðsdóttur. Þá veitti Framkvæmdasijórn ÍSÍ Afreks- mannasjóði ÍSI heimild tii að veita Afreksmanna- sjóði íþróttasambands fatlaðra allt að 5% af ráð- stöfunarfé sínu og fær ÍF nú afhentar krónur 260.000. Þorbergur til Eyja? Verulegar líkur eru á því að Þor- bergur Aðalsteinsson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari í handknatt- leik, verði næsti þjálfari nýliða ÍBV í 1. deild, samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins. A sl. dögum hefur hann átt í viðræðum við forráðamenn ÍBV þess efnis og dvaldi hann m.a. í Eyjum um síð- ustu helgi í því sambandi. Eftir á að hnýta nokkra enda sem enn eru lausir en menn vonast til þess að hægt verði að hnýta þá fyrir næstu helgi og undirrita samning í beinu framhaldi. Gert er ráð fyrir því að ef af verður hafi Þorbergur yfirum- sjón með þjálfun allra yngri karla- flokka ÍBV auk þess að þjálfa meistaraflokkinn. Þorbergur er ekki með öllu ókunnugur í Eyjum því hann hóf þjálfaraferil sinn hjá Þór fyrir rúmum áratug. Sigurður Gunnarsson sem þjálfaði IBV í fyrravetur er aftur á móti á förum til Bodö/Glimt í Noregi. Hann var þjálfari þar fyrir tveimur árum en kom heim í fyrrasumar og tók við Eyjamönnum. Sigurður staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann færi til Noregs 1. ágúst nk. Ætlar liann að setjast á skólabekk jafnhliða þjálfuninni. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR FRJALSAR KNATTSPYRNA: INGIBJÖRN LEYSTUR FRÁ STARFI í KEFLAVÍK / B3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.