Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 B 3 KNATTSPYRNA Ingi Björn Albertsson leysturfrá störfum í Keflavík Ekki lögbrot - sagði Jóhannes Ellertsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur „VIÐ gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það voru mis- tök þegar við réðum Inga Björn Albertsson sem þjálfara," sagði Jóhannes Ellertsson, for- maður knattspyrnudeildar Keflavíkur, þegar hann sagði frá því, á fundi með frétta- mönnum í gær, hvað hefði orð- ið til þess að Ingi Björn var látinn hætta störfum sem þjálf- ari 1. deildarliðs Kef lavíkur. Tveir fyrrum leikmenn Kefla- víkur taka við þjálf un liðsins, Þórir Sigfússon, sem var að- stoðarmaður Inga Björns og Þorsteinn Bjarnason, fyrrum landsliðsmarkvörður. MT Afundinum kom fram að Keflvík- ingar voru ekki ánægðir með undirbúning liðsins og leik þess und- ir stjóm Inga Bjöms. „Svo ég út- skýri þetta nánar, verðum við að fara í forsögu málsins. Sfðastliðið haust fórum við stjórnarmenn knattspymu- deildarinnar á fund Inga Bjöms Al- bertssonar og ræddum við hann, hvort hann væri tilbúinn að taka við þjálfun liðsins. Á þeim fundi ræddum við hvaða markmið og hugmyndir við hefðum í huga. Við höfðum það að leiðarljósi, þar sem ljóst var að um- talsverðar breytingar yrðu á leik- mannahópi okkar, að framundan væri uppbyggingartímabil — upp- bygging liðsins yrði sett í fyrsta sæti, árangurinn kæmi í öðru sæti. Við sögðum Inga Bimi að við værum ekki að gera mjög háar hugmyndir um árangur, þó svo að góðum ár- angri yrði fagnað. Það var uppbygg- ing liðsins sem við lögðum aðaláhersl- una á. Ingi Bjöm tók heilshugar und- ir þetta og voru menn sammála um að tveggja ára samningur væri lág- mark í sambandi við þessa uppbygg- ingu, þegar við höfðum heyrt svör þjálfarans. Þá var annar hlutur ræddur sér- staklega við Inga Björn, þar sem við höfðum heyrt frá þeim liðum sem hann hafði áður þjálfað, ákveðna gagnrýni á hans undirbúningsþjálfun, sem væri mörgum árum á eftir sam- tíðinni. Undirbúningur sem einkennd- ist fyrst og fremst af hlaupaæfingum. Hans svar við þessu var að hjá Breiðabliki, sem hann var þjálfari hjá sfðast, hafi þannig aðstaða verið fyr- ir hendi, að honum var nauðugur kostur einn, að láta leikmennina hlaupa sem mest. Þegar við fórum í gegnum þá æfingaaðstöðu sem við buðum upp á, sem voru gervigras- tímar í Hafnarfirði tvisvar í viku, æfíngar í íþróttahúsi Keflavíkur, stóra salnum, tvisvar í viku og síðan fijáls aðgangur að æfíngastúdfói í Keflavík, var Ingi Björn ánægður og sagði að þetta væri allt annað en hann hefði kynnst áður og undirbún- ingur liðsins yrði miðaður við þessar aðstæður. Þegar líða tók á undirbún- ingstímabilið fórum við að heyra ýmsar óánægjuraddir meðal leik- manna, og íjjós kom að æfingar samanstóðu enn sem fyrr af hlaupum. Við vorum að leigja gervigrasvöll í Hafnarfirði til að láta leikmennina hlaupa. Við gerðum engar athugasemdir við æfingar Inga Bjöms, en þegar fór að líða fram á vor komu fram meiðsli hjá leikmönnum. Þá fóru menn að velta fyrir sér ýmsum spum- ingum um undirbúninginn og fram kom hjá mörgum þjálfurum innan okkar vébanda og leikmanna, að sum af þessum meiðslum væri hægt að rekja til undirbúningsins. Þegar kom fram á keppnistímabilið kom það í ljós á leik liðsins, að það virkaði mjög þungt. Það var samdóma álit allra, að leikmenn liðsins voru þungir og þreyttir. Leikgleði og kraftur, sem Keflvíkingar hafa verið þekktir fyrir, voru ekki til staðar. Menn leituðu ástæðna og við ræddum við þá sem við töldum hafa reynslu og þekkingu á þessu. Það var álit flestra að þetta mætti rekja til rangs undirbúnings og rangrar þjálfunar þegar keppnis- tímabilið var hafíð. Menn töldu að það væri ekkert sem benti til þess að Ingi Björ/i væri að bregðast við þessum hlutum á réttan hátt. Þetta eru ástæðumar fyrir því að ákveðið var að leysa Inga Björn frá verkefni sínu. Uppbyggingarstarfíð sem Ingi Bjöm var ráðinn til að vinna, var ekki til staðar. Því væri það félaginu fyrir bestu, á þessum tímapunkti, að gera breytingar," sagði Jóhannes Ellertsson, sem ræddi síðan um hvemig var staðið að því að leysa Inga Bjöm frá starfi. „Þegar ákvörðunin lá fyrir eftir fund knattspyrnudeildar klukkan sextán þijátíu, var ákveðið að fram- kvæmdastjóri félagsins hringdi í Inga Björn til að tjá honum, að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu — og tilkynna honum jafnframt að staðið yrði við samning sem Ingi Björn skrifaði undir. Einnig tilkynnti hann Inga Birni að stjórnarmenn félagsins myndu setja sig í samband við hann eftir helgi. Hvers vegna við tókum þá ákvörðun að láta hann fara, án þess að ræða við hann, skal upplýst, að skömmu eftir að Ingi Björn kom til starfa hjá okkur, kom hann til fundar við stjórn knattspymudeild- arinnar og tilkynnti okkur, að hann hefði engan áhuga fyrir því, að sitja fundi með stjórn deildarinnar, þar sem hans störf væru gagnrýnd. Við spurðum hvers vegna og svar hans var orðrétt: „Eg nenni ekki að sitja þennan krísufund.“ Samt sam áður ákvað stjórn deildarinnar að ræða við hann í vor, þegar okkur fannst óeðlilega margir leikmenn meiddir, mest ellefu samtímis — og menn voru með ýmsar spurningar um þau meiðsli. Á þeim fundi frábað Ingi Björn sér alla slíka fundi og óskaði eftir því að knattspyrnudeildin væri ekki að ræða þessa hluti; að ekki ætti að lepja upp óánægju leik- manna, eins og hann orðaði það. Ingi Björn segir í greinargerð, sem hann sendi frá sér á sunnudaginn, að hann hafí haft það fyrir reglu að koma á skrifstofu knattspyrnudeild- arinnar fyrir og eftir æfíngar. Það er hárrétt hjá Inga Birni, því að það gerði hann svo sannarlega. Hann gerði það hins vegar ekki í þeim til- gangi að ræða við okkur um hluti sem snertu knattspyrnu — hann gerði það í þeim tilgangi einum, að fá í nefíð, að biðja um neftóbak. í sambandi við ákvörðunina að leysa Inga Björn frá störfum, töldum við ekki til neins að kalla Inga Bjöm á fund, þar sem hann hafði lýst yfír að hann hefði engan áhuga að mæta á fundi með okkur til að ræða hans störf. Stjórnin taldi sig því knúna til að segja honum upp, á þann hátt sem gert var.“ Jóhannes sagði að Keflavík væri í þriðja sæti „og Ingi Björn kemst að þeirri niðurstöðu að við séum taugaveiklaðir og ekki starfi okkur vaxnir. Það er ekkert nýtt fyrir okk- ur að vera í þriðja sæti — við höfnuð- um í þriðja sæti tvö síðastliðin keppnistímabil og erum nú með einu stigi meira en við vomm á sama tíma í fyrra. Sæti segir ekki alla söguna, því að markmiðið með ráðningu Inga Bjarnar var í fyrsta lagi uppbygg- ing, árangur að sjálfsögðu velkom- inn. Við töldum á þessum tíma- punkti að frámtíðin, með sama áframhaldi, væri ekki björt. Það vantaði alla leikgleði og ánægju í leik liðsins, sem þarf til þess að áhorfendur skemmtu sér á vellinum. Við gátum ekki haft þjálfara við störf, sem vildi engar umræður um málið. Þessi ákvörðun var alls ekki auðveld, en við tókum hana, þar sem við töldum hana félagi okkar fyrir bestu. Við gerðum mistök, þegar við réðum Inga Björn sem þjálfara. Það var einhugur með ákvörðunina á meðal stjórnarmanna og leikmenn hafa þjappað sér saman á bak við okkur. Tímapunkturinn er hárréttur, við urðum að gera breytingar þar sem við erum að fara í gegnum geysilega erfitt tímabil — fyrir utan deildarkeppni eru framundan fjórir leikir í Evrópukeppni. Jóhannes kom síðan inn á um- mæli Inga Bjamar um stjómarmann- inn Birgi Þór Runólfsson, í yfírlýsing- unni sem birt er hér á síðunni. „Það er hans mál að ráðast að stjómar- mönnum. Við höfum verið í stjóm knattspymudeildarinnar í fímm ár. Á þeim tíma höfum við aldrei þurft að grípa til þess úrræðis að segja upp þjálfara, þó svo að það hafí gengið á ýmsu hjá okkur. Þrátt fyrir óánægjuöldur á timum, hefur stjómin ávallt staðið þétt bak við sína þjálf- ara, þar sem við höfum haft trú á því sem þeir vora að gera. Trú okkar og traust var ekki fyrir hendi lengur. Ingi Bjöm hefur haldið því fram að við höfum framið einhverskonar lög- brbt — brotið samninga. Það er rangt og framþróun þessa máls mun sýna, að það er rétt hjá okkur. Rétturinn, samkvæmt hans samningi, er sá að fá greitt. Það verður staðið við það. Hann hefur hins vegar ekki rétt frek- ar en aðrir íslenskir launþegar, að inna af hendi starf sem atvinnurek- andinn vill ekki að hann vinni." Þegar Jóhannes var spurður, hvort að það hafí komið honum á óvart, að Ingi Bjöm hafí vegið að einum stjórnarmanni á ósmekklegan hátt, sagði hann: „Það hryggir mig vera- lega að sjá hvemig fyrram alþingis- maður brást við — hvernig hann ræðst að einum mætasta manni deildarinnar. Blandar saman atvinnu hans og starfi hans hans sem gjald- kera knattspymudeildarinnar. Það er mjög sárt fyrir alla aðila, að svo ódrengilega sé vegið að einum okkar. Það er mál sem við munum ræða sérstaklega þegar við fáum fund með Inga Birni og lögmanni hans.“ Þegar Jóhannes var spurður um hvað þessi uppsögn kostaði Keflavík, sagði hann að viðbótarkostnaðurinn yrði enginn, þar sem þeir sem tækju við þjálfun liðsins, era starfsmenn knattspymudeildarinnar. Jóhannes sagðist hafa reynt að hafa samband við Inga Bjöm í gær kl. 13. „Ingi Bjöm kaus ekki að ræða við mig — sagði að samskipti okkar við hann færa í gegnum lögfræðing. Það er ljóst að Ingi Bjöm hefur hlaupið á sig í þessu máli, með því að fara með það til lögfræðings. Hann hefur engan lagalegan grand- völl og það á lögmaður hans að vita mætavel. Það hefur ekkert lögbrot átt sér stað,“ sagði Jóhannes Ellerts- son. Yfirlýsing frá Inga Bimi Reykjavík 18. júní 1995 Vegna fyrirvaralausrar brottvikn- ingar úr starfi þjálfara 1. deildar liðs ÍBK í knattspymu vill undirrit- aður láta eftirfarandi koma fram: Klukkan að ganga 17 síðastliðinn föstudag, um það leyti sem ég var að undirbúa brottför mína til Kefla- víkur á æfíngu, hringdi starfsmaður knattspymudeildar ÍBK f mig. Hann tjáði mér að honum hefði verið falið að tilkynna mér að ekki væri óskað eftir frekari störfum af minni hálfu. Hann minntist ekkert á að sér þætti leitt að þurfa að til- kynna mér þetta. Hann nefndi ekki að þakkað væri fyrir samstarfið eða að gefin væri skýring á ákvörðun- inni. Eg hins vegar innti hann eftir því hver ástæðan væri, hún var sögð undirbúningur liðsins og gengi þess. Fleira fór okkur ekki á milli enda ekki hans að færa rök fyrir ákvörðun stjórnarinnar. En ósköp era nú stjórnarmenn knattspyrnu- deildar litlir menn að geta ekki eða þora ekki að gera sín skítverk sjálf- ir. Nú þegar liðnir eru tveir sólar- hringar frá því að mér bárust þessi skilaboð frá stjórninni, sem réð mig í starfíð, hef ég ekki enn heyrt í nokkrum stjómarmanni knatt- spymudeildar. Þeir hafa hvorki haft kjark né manndóm í sér til þess að horfast í augu við mig og tilkynna mér ákvörðun sína og enn síður fært rök fyrir henni. Nú er það svo að undirritaður hefur gert og undirritað samning við knattspymudeildina þar sem segir eftirfarandi í niðurlagi hans: „Samningnum má aðeins segja upp, með 4 vikna fyrirvara, á tímabilinu 1. október til 1. desember 1995.“ Undir þennan samning skrifar Birg- ir Þór Runólfsson fyrir hönd knatt- spymudeildar. Það tók Birgi Þór Runólfsson, sem er lektor, prófessor eða doktor (man ekki titilinn) við Háskóla ís- lands, marga mánuði að setja upp samninginn sem þó er aðeins upp á tvær greinar, og var hann ekki undirritaður fyrr en rétt fyrir fyrsta leik í íslandsmóti. Það tók hann hins vegar ekki nema örfáar vikur að bijóta hann. Það er umhugsunarefni fyrir stjórnendur Háskóla íslands hvort maður, sem nú er vís að kláru samn- ingsbroti og þar með lögbroti, geti talist heppilegur starfsmaður skól- ans með framtíð nemenda og þjóðar í huga. Varla er þetta það siðferði sem Háskóli íslands vill að nemend- um sínum sé kennt. Stjórnin sá heldur enga ástæðu til þess að ræða við mig um samn- inginn og hvort ég væri tilbúinn til þess að leysa þá undan honum. Hún sá reyndar ekki ástæðu til þess að ræða við mig um nokkum skapaðan hlut, hvorki fyrir brottvikningu né að því er virðist eftir hana. Brottvikningin kom mér vissu- lega á óvart, sérstaklega í ljósi þess að aldrei hafði kastast í kekki milli mín og stjómarmanna. Reyndar hafði ég það sem reglu að koma við á skrifstofu þeirra fyrir hveija æfíngu og einnig eftir hveija æf- ingu þannig að tækifærin vora til staðar ef þeir hefðu eitthvað út á mín störf að setja. Svo var eða virt- ist ekki vera. Ekkert hefur heldur komið upp gagnvart leikmanna- hópnum. Þá er því eftir sú áleitna spurning hvað var að. Var það gengi og staða liðsins? Varla. Liðið er nú f 3. sæti í deildinni og á góða möguleika á því að vera komið í 2. sæti eftir næstu umferð. Staða liðsins nú er enda miklu betri en á sama tíma í fyrra. Liðið hefur feng- ið næstfæst mörk á sig í deildinni það sem af er, aðeins íslandsmeist- arar ÍA hafa fengið færri mörk á sig þannig að varnarleikur liðsins hlýtur að teljast viðunandi. Engin óánægja hefur komið upp hjá leikmönnum mér vitanlega eða samkvæmt því sem fyrirliði liðsins tjáir mér. Niðurstaða mín er því sú að um veikgeðja taugaveiklaða stjómarmenn sé að ræða sem fund- ið hafa að þeir réðu ekki við starfið og þyrftu því að leita að blóraböggli. Ég vil óska vini mínum, Þóri Sig- fússyni, sem nú verður aðalþjálfari liðsins, til hamingju með stöðuna og óska honum góðs gengis með liðið. Jafnframt vara ég hann við því að samningar við þessa menn hafa ekkert gildi. Hann ætti að líta oft og títt sér um öxl því þama koma menn ekki framan að fólki heldur aftan frá. Þá vil ég einnig óska Ieik- mönnum góðs gengis og þakka þeim fyrir ánægjulegt samstarf. Liðið er nú í 3. sæti, krafa stjómarinnar hlýt- ur að vera að fara ofar þar sem mér er vikið úr starfí fyrir þetta sæti. Mín næstu skref í þessu máli verða þau að leita réttar míns. Ég hef þegar sett málið í hendur lög- fræðings og einnig mun ég óska eftir því við KSÍ að samtökin fjalli um málið þar sem slíkt starfsóör- yggi sem þjálfurum landsins er boðið upp á getur ekki verið sam- bandinu þóknanlegt. Þá er einnig ástæða til þess að óska eftir því við Þjálfarasambandið að það takið málið upp. I lokin vil ég þakka þeim fjöl- mörgu sem haft hafa samband við mig vegna þessa máls og lýst furðu sinni og hneykslan, en það hafa gert fjölmargir bæjarbúar í Kefla- vík, leikmenn, þjálfarar, formenn knattspymudeilda og svo mætti lengi telja. Ingi Björn Albertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.