Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 8
fd®r@MmMaí>íiíö Nicklaus eins og hann gerist verstur... GOLF / OPNA BANDARISKA Corey Pavin losaði sig við næstum því“-stimpilinn 99 Bandaríkjamaðurinn Corey Pavin hafði sigrað á 12 golfmótum í bandarísku mótaröðinni og var kjör- inn kylfingur ársins í Bandaríkj- unum 1991 en sigur á stórmóti varð fyrst að veruleika þegar hann fór á fæstum höggum á Opna bandaríska meistaramótinu um helgina. „Það er gott við að vera laus við að vera aðeins meistari minni móta,“ sagði Pavin. „Meistari á Opna bandaríska. Það hljómar hræðilega." Pavin fór síðasta hringinn á Shinnecock Hills vellinum í Sout- hampton í New York á 68 höggum, tveimur undir pari, og lauk keppni á pari, 280 höggum samtals, sem færði honum 350.000 dollara í verð- l_aun — ríflega 22 milljónir króna. Astralinn Greg Norman kom næstur á 282 höggum. Bandaríkjamaðurinn tryggði sér sigur með frábæru höggi af 18. braut inn á flöt en boltinn stöðvað- ist rétt við holuna og þar með átti Norman ekki möguleika. „Ég hef aldrei verið undir eins miklum þrýst- ingi og þarna,“ sagði kappinn sem sveiflaði höndunum upp og brosti þegar hann sá hvar boltinn stöðvað- ist. Norman og Tom Lehman voru efstir og jafnir að loknum þriðja degi en Norman fór á þremur yfir á sunnudag og Lehman á fjórum yfir pari. Phil Mickelson og Davis Love, sem voru með í baráttunni um sigurinn þar til á síðustu holunum, fóru á ijórum -yfir pari og luku keppni á 284 höggum eins og nokkr- ir aðrir, þar á meðal Neal Lancaster sem fór upp um 42 sæti á síðasta degi. Hann jafnaði vallarmetið í keppninni, fór einn hringinn á 65 höggum og seinni níu á 29 sem er lægsta skor á níu holum í sögu keppninnar. Pavin var þremur höggum á eftir Norman og Lehman fyrir síðasta dag og munurinn var fimm högg eftir þriðju holu en síðan fór Pavin að saxa á forskotið — eftir fugl á 12. og 15. holu tók hann forystuna og hélt henni það sem eftir var. „Ég hef verið á ferðinni í 11 eða 12 ár og það var kominn tími á sigur í s.tórkeppni,“ sagði sigurvegarinn sem sigraði á Opna Los Angelesmót- inu fyrr á árinu. Greg Norman varð í öðru sæti í ' sjöunda sinn á stórmóti en tók ósigr- inum vel að vanda. „Ég óskaði hon- um til hamingju og bauð hann vel- kominn í hópinn," sagði kappinn um viðræðumar við hinn 35 ára sigur- vegara. „Við vitum hveijir eru í hópi fimm eða sex bestu kylfinga heims og Corey bættist í hópinn núna en hann hefur alltaf verið frábær leik- maður. Hann stjómar golfboltanum og hefur hæfileika til að gera það sem þarf til að komast nálægt flagg- inu.“ Norman sagði að tap bryti sig ekki niður, hann svæfi vel og héldi áfram að vinna eins og ekkert hefði í skorist. „Ég vorkenni ekki sjálfum mér heldur segi: „Þú hefur staðið þig vel, gamli“ því oftar en aðrir hef ég komið mér í þá stöðu að eiga möguleika á sigri og það er eins erfitt eins og að sigra.“ Reuter COREY Pavln, brosandl út að eyrum eftlr að slgurlnn á opna bandaríska mótlnu var í höfn. Með honum eru börn hans Ryan, níu ára, og Austln, tveggja ára. JACK Nicklaus, frægasti kylf- ingur allra tíma, sem fjórum sinnum hefur sigrað á opna bandan'ska meistaramótinu og tók nú þátt í mótinu 39. árið í röð, lék á 81 höggi ann- an keppnisdaginn, aðfarar- nótt laugardags að íslenskum tima. Það er 11 höggum yfir pari og Nicklaus, sem er 55 ára, jafnaði þar með versta árangur sinn á mótinu — hann fór einnig hring á 81 höggi 1970 í Hazeltine, á velli sem þá var sagður líkari beitar- haga en golfvelli. 1957 fór Nicklaus tvívegis hring á 80 höggum, en þá var hann 17 ára áhugamaður í greininni. „Ég get ekki mikið sagt. Ég lék hræðilega," sagði Nicklaus. „Ef ég fer ekki að spila svolítið betur, held ég þessu ekki áfram. Það er ekk- ert gaman að þessu þegar maður stendur sig ekki betur en þetta.“ Hann lék á 71 höggi fyrsta daginn, einu yfir pari, en hroðaleg spila- mennska annan daginn varð þess valdandi að hann fékk ekki að halda áfram. Þetta var aðeins í sjötta sinn í 39 mótum sem Nickiaus er í hópi þeirra sem falla úr keppni þegar fækkað er. Nicklaus hefur tvö síðustu árin keppt á opna bandaríska mótinu sem sérstakur gestur bandaríska golfsambandsins, vegna stórbrotins keppnisfer- iis; hann sigraði sex sinnum á bandaríska Masters mótinu, varð fimm sinnunv PGA meistari og sigraði þrívegis á opna breska meistaramótinu. Þá sigraði hann fjórum sinn- um á opna bandaríska eins og áður er getið. En nú er svo komið að jafn- vel Nicklaus sjáifur veltir því fyrir sér hve lengi honum verði boðið að vera með. Hann segist þó hafa áhuga á að vera með næsta ár í Oakland Hills í Michigan. „Ef þeir vijja bjóða mér til Oakland Hills myndi ég líklega mæta,“ sagði hann. „Þá næði ég 40 sldptum og það væri ágætt að ná því áður en ég hætti.“ Og bætti við: „Ég vil ógjaman láta hringinn í dag verða minn síð- asta á opna bandaríska." ALÞJOÐAOLYMPIUNEFNDIIM Samaranch sigurvegari JUAN Antonio Samaranch, for- seti Alþjóðaólympíunefndar- innar (IOC), hefur enn mögu- leika á að sitja áfram í forseta- stóli fram yfir næstu aldamót, eftir að nefndarmenn skiptu snarlega um skoðun og ákváðu um helgina að hækka aldurs- takmörk nefndarmanna í 80 ár, þremur dögum eftir að þeir ákváðu að halda sig við 75 ára regluna. Aðeins þremur dögum eftir að IOC hafði fellt, með leyni- legri atkvæðagreiðslu á fundi í Búdapest, tillögu um að aflétta 75 ára aldurstakmörkum nefnd- armanna, söfnuðu stuðnings- menn Samaranch undirskriftum 75 af 90 nefndarmanna þar sem þeir studdu að kosið yrði aftur og þá um 80 ára aldurstakmark. Þá var ekki farið út í Ieynilega atkvæðagreiðslu, heldur réttu menn upp hönd ef þeir studdu tillöguna um 75 ára aldurinn og það gerðu aðeins 10 manns, aðallega Evrópubúar og Banda- ríkjamenn. Samaranch sagði að það hefðu verið mistök að leggja fram nokkra kosti í fyrri um- ferðinni, í framtíðinni skyldi aðeins kosið um einn kost. Sam- kvæmt gömlu aldursreglunni átti Samaranch, sem er 74 ára, ekki möguleika á að halda stóln- um þegar kosið yrði á ný 1997. Samaranch hefur þó ekki sagt að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri og tilkynnir ákvörðun sína eftir ólympíu- leikana í Atlanta svo að væntan- legir keppinautar hans hafa sjö mánuði til að undirbúa mót- framboð. Því hefur einnig verið haldið fram að Samaranch hefði viljað hætta þannig að hann byðist undan heiðrinum en ekki með því að vera látinn fara vegna aldurs. Sjálfur hef- ur hann oft gefið í skyn að sig langi til að vera fram yfir alda- mót og nú er möguleiki á því. Nefndarmenn vildu þó ekki gera mikið úr málinu og sögðu sumir að þetta væri í raun smá- mál. Ólympíunefndarmenn eiga Samaranch margt að þakka því hann hefur breytt Ólympiuleik- unum úr íþróttakeppni í millj- arða viðskiptaveldi á þeim 15 árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn, fyrst og fremst með snilli í málamiðlunum. Einn nefndarmanna komst svo að orði: „Hann hefur séð um þetta allt, hann útvegar fjármagn og skapar gróða svo að við hljóturn að vera þakklátir. Hann getur því rukkað okkur um greiða hvenær sem hann vill.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.