Morgunblaðið - 21.06.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 21.06.1995, Síða 1
f 72 SÍÐUR B/C/D/E 137. TBL. 83.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Shell í Bretlandi lætur undan mótmælum evrópskra ríkisstjórna og Grænfriðunga Hætt við að sökkva Brent Sparí London. Reuter. SHELL-olíufélagið í Bretlandi til- kynnti í gær, að það hefði hætt við áform um að sökkva olíupallinum Brent Spar í sjó á tveggja km dýpi vestur af Skotlandi. Þess í stað yrði farið fram á leyfi breskra stjórnvalda til að draga hann að landi og taka hann þar í sundur. Var tekið fram í tilkynningunni, að ástæðan fyrir sinnaskiptunum væri mótmæli margra ríkisstjóma í Evr- ópu. Tíðindunum var vel tekið víða í Evrópu, einkum í Þýskalandi þar sem þingmenn jafnaðarmanna, er sátu á fundi, spruttu upp úr sætum sínum og fögnuðu ákaft. I tilkynningu Shells sagði, að þótt reynt hefði verið að sýna fram á, að engin hætta stafaði af því að sökkva borpallinum þar sem dýpi sjóinn væri nægilega mikið, hefðu margar evrópskar ríkisstjórnir ekki fallist á það og því hefði þessi ákvörðun verið tekin. Viðskiptin við Shell hafa dregist mikið saman í Þýskalandi og Svend Auken, umhverfisráðherra Dan- merkur, og Anna Lindh, starfssyst- ir hans í Svíþjóð, höfðu skorað á landa sína að hætta að kaupa Shell-vörur. Sams konar áróður var einnig uppi víðar um Evrópu. Það stefndi því í mikið fjártjón hjá fyrir- tækinu fyrir utan álitshnekkinn, sem það hefur þegar beðið. Hættuleg lífríkinu Grænfriðungar voru í sjöunda himni í gærkvöldi þótt stjórnarfor- maður breska Shell gerði lítið úr þætti þeirra í málalyktum. Þeir ^ Reuter FJORIR liðsmenn samtaka Grænfriðunga veifa áhöfn þyrlu sem flaug að Brent Spar í gærkvöldi eftir að fulltrúar breska Shell skýrðu frá því að pallinum yrði ekki sökkt í hafið. komu tveimur mönnum um borð í Brent Spar sl. föstudag og tveimur í gær og þá birtu þeir einnig tveggja ára gamla skýrslu þar sem segir, að úrgangsefnin í pallinum geti verið mjög hættuleg lífríki sjávar- ins. Gerði Shell þó lítið úr skýrsl- unni og höfundur hennar sagði, að hann hefði aðeins verið að vara við, að pallinum yrði sökkt á grunn- sævi. Dagblaðið Scotsman hafði það ■einnig eftir gömlum starfsmanni Shell, að 1980 hefðu þúsundir lítra af eiturefnum verið steyptar inni í pallinum. Basajev sleppir öllum gíslum við komuna til Tsjetsjníju Ótti í Rússlandi við frekari hryðjuverk Kasavjúrt, Moskvu. Reuter. Heitt í kolunum RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj sést hér skvetta appelsinusafa yfir Borís Nemtsov, æðsta embættismann sjálfstjórnarsvæðisins Nísní Novgorod en hann er með þekkt- ustu umbótasinnum landsins. Nemtsov galt Zhírínovskjj þegar í sömu mynt. Atvikið gerðist í beinni útsendingu á sjónvarps- þætti. Nemtsov hafði brosandi gefið í skyn að Zhírínovskíj væri með sárasótt og vitnað til viðtals við sfjórnmálaleiðtogann í bandariska tímaritinu Playboy þar sem hann hreykti sér af þvi að hafa sængað hjá 200 konum. Stjórnandi reyndi árangurslaust að stilla til friðar, útsendingu var hætt en andstæðingarnir héldu uppteknum hætti og fleygðu nú förðunartækjum hvor í annan. Til handalögmála mun hafa kom- ið milli stjórnandans og Zhír- ínovskíjs eftir þáttinn. BILALEST tsjetsjensku skærulið- anna, sem réðust inn í rússneska borgina Búdennovsk, gísla þeirra og blaðamanna hélt síðdegis í gær inn í Tsjetsjníju og var gíslunum 123 sleppt við komuna til þorpsins Zand- ak. Farið er að hitna undir forystu- mönnum Rússlands vegna gísla- málsins og óttinn við frekari hryðju- verk magnast jafn og þétt. Samningamenn Rússa og Tsjetsj- ena féllust í gær á að gert yrði þriggja daga vopnahlé, sem hæfíst í dag. Friðarviðræðurnar hófust á mánudag og eru hluti af samkomu- lagi Basajevs og Víktors Tsjerno- mýrdins, forsætisráðherra Rúss- lands, um að láta flesta gíslana lausa í bænum Búdennovsk um helgina. Reiði í Búdennovsk Mikil reiði ríkir í Búdennovsk eft- ir árásina og grunur hefur vaknað meðal borgarbúa um að skærulið- arnir hafi fengið aðstoð manna í borginni sjálfri. Um fímm þúsund Tsjetsjenar bjuggu í Búdennovsk, en að sögn lögreglu eru þeir nú allir á braut. Reiðin nær langt út fyrir Búd- ennovsk. Átökin um Tsjetsjníju hafa nú breiðst út og geta nú „ruðst inn í hvaða bæ, hvaða heimili, hvaða líf, sem er“ svo vitnað sé í dagblaðið Sovétskaja Rossía. Og stjórnvöld virðast ófær um að vernda borgar- ana. Dagblaðið Sevjodnja sagði í gær að Basajev hefði sýnt fram á að vænlegast til árangurs væri að ráð- ast á konur og böm í stað þess að beijast við rússneska herinn og því væru nú erfíðir tímar í vændum. Það eru ekki aðeins Rússar, sem hafa áhyggjur af ástandinu. Banda- rísk yfírvöld hafa nú gefið út viðvör- un um að hættulegt sé að vera að ferðast um Rússland vegna hætt- unnar á hryðjuverkum. ■ Rússnesk blöð/lB • • Ofgamenn verðisnið- gengnir París. Reuter. FYRRUM forsætisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, hvatti í gær fyrirtæki, lista- og íþróttafólk til þess að snið- ganga borgir þar sem öfga- sinnaðir hægrimenn í Þjóðar- fylkingu Jean Marie Le Pens sigruðu í kosningunum sl. sunnudag. Fabius lagði til að söngvar- ar sem ætluðu að taka þátt í árlegri tónlistarhátíð í bæn- um Orange, þar sem Þjóðar- fylkingin sigraði, endurskoð- uðu þátttöku sína ef fulltrúar fylkingarinnar yrðu viðstadd- ir. Fyrirtæki þyrftu heldur ekki að koma sér fyrir á þeim stöðum þar sem fylkingin hefði sigrað. Reuter Kinkel um varnarstefnu ESB og Bandaríkin Vill aukið sjálfstæði París. Reuter. KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, vill að Vestur-Evr- ópusambandið, VES, verði smám saman hluti Evrópusambandsins til þess að sjálfstæði álfunnar í öryggis- og varnarmálum eflist. Hann varaði við því að ákvarðanir á Bandaríkjaþingi gætu ráðið úr- slitum um framtíðarstefnu í vörn- um Evrópu. Kinkel sagði á fundi þingmanna VES í París að Evrópumenn yrðu að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar nauðsyn krefði að þeir beittu herstyrk sínum, m. a. til að gæta friðar á hættusvæð- um. í reynd er það svo að Banda- ríkjamenn geta lagt bann við því að herafli Atlantshafsbandalags- ins sé notaður í aðgerðum sem Evrópuríkin standa að.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.