Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bann við löndunum síldveiðiskipa Evrópusambandsins hér á landi Staðfesting á ágreiningi um rétt ESB til síldveiða RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að tillögu Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra að Evrópusam- bandinu yrði gerð grein fyrir rök- um íslendinga fyrir að banna skip- um frá ESB-ríkjum að landa síid hér á landi. Ráðherra segir bannið eiga sér stoð í íslenzkum lögum og í EES-samningnum og það sé til- komið vegna ágreinings við ESB um stjómun veiða á norsk-íslenzka síldarstofninum. Er samkomulag var gert við Færeyinga um veiðar úr síldar- stofninum var jafnframt samþykkt að ekki mættu skip annarra landa en íslands og Færeyja landa sfldar- afla úr Sfldarsmugunni svokölluðu hér á landi. „Við höfum orðið varir við óánægju Evrópusambandsins með þetta og sérstaklega hafa dönsk sijómvöld knúið á um að þessari afstöðu yrði breytt,“ segir Þorsteinn Pálsson. „Þess vegna þótti mér rétt að Evrópusambandinu yrði gerð sérstaklega grein fyrir okkar af- stöðu í þessu deilumáli og ástæðun- um fyrir þessu löndunarbanni." Löndunarbann vegna deilna um nýtingu Að sögn Þorsteins mun físki- málafulltrúinn í sendiráði íslands í Bmssel, Kristján Skarphéðinsson, gera sjávarútvegsdeild ESB grein fyrir sjónarmiðum íslands. í lögum um rétt til veiða í efna- hagslögsögu íslands er kveðið á um að erlendum skipum sé ekki heim- ilt að landa afla eða leita sér þjón- ustu í íslenzkum höfnum þegar um sé að ræða veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum, sem veiðist bæði inn- an og utan íslenzkrar lögsögu, hafi íslenzk stjómvöld ekki gert samn- ing um nýtingu viðkomandi stofns við stjómvöld hlutaðeigandi ríkja. Sjávarútvegsráðherra er þó heimilt að víkja frá þessu banni, ef sérstak- lega stendur á. í bókun 9 við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði segir að aðildarríkin skuli tryggja aðgang fískiskjpa hver annars að höfnum og markaðsmannvirkjum. Hins vegar megi aðildarríki „hafna lönd- un á físki úr fiskstofnum sem báð- ir aðilar hafa hagsmuni af að nýta og sem alvarlegur ágreiningur er um stjómun á.“ ESB hefur hvorki rétt né reynslu „Það er alvarlegur ágreiningur við Evrópusambandið um stjómun á sfldarstofninum og við emm að staðfesta það,“ segir Þorsteinn Pálsson. „Ágreiningurinn felst í því að skip ESB era að veiða úr stofninum, en við köllum til rétt- inda til að stjóma sem ein af strandþjóðunum. Evrópusamband- ið á ekki strandveiðiréttindi á stofninum og hefur enga sögulega veiðireynslu." Hæsta- réttarhús fullsteypt HÚS HÆSTARÉTTAR er full- steypt á grunni sínum við Lindar- götu mitt á milli Arnarhváls, Þjóðleikhússins og gamla Lands- bókasafnsins. Að sögn Konráðs Sigurðssonar byggingarstjóra hefur verið hafist handa við að steinklæða húsið en það er klætt grásteini, léttslípuðu gabbrói, söguðu og hoggnu grágrýti og síðast en ekki síst forveðruðum eir í grænum lit. Konráð sagði að búast megi við að húsið taki lit um miðjan næsta mánuð en fullbúin verður byggingin með innréttingum um mitt næsta ár. Hæstaréttarhúsið verður að líkindum orðið fokhelt upp úr miðjum júlímánuði. Konráð segir að þá taki við framkvæmdir inni í húsinu. Enn eigi eftir að semja um þann verkþátt en áætlun geri ráð fyrir að inniframkvæmdir hefjist í ágúst. Konráð sagði að byggingar- framkvæmdir væru nokkurn veginn á tímaáætlun eftir nokkr- ar taf ir á verkinu um síðustu áramót. „Veturinn var bygging- armönnum mjög erfiður. Við notuðum fleiri þúsund lítra af olíu til kyndingar á meðan á framkvæmdum stóð,“ sagði hann. Byggingarstjórinn kvaðst telja víst að verkið stæðist kostnaðar- áætlun gagnvart verkkaupa. Engar teljandi breytingar hafi átt sér stað. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir átta síðna auglýsinga- biað frá Kringlunni, Kringlu- kast. L'.. . ... Morgunblaðið/Kristinn Von á fyrstu vísbendingum um áhrif friðunar Hvalatalning að hefj- ast á N-Atlantshafi HVALATALNING fer fram á norðanverðu Norður-Atlantshafi í sumar með þátttöku íslendinga, Norðmanna og Færeyinga. Tvö skip og ein flugvél á vegum Haf- rannsóknastofnunar munu taka þátt í talningunni, skipin á djúpslóð og flugvélin við strandlengjuna. Annað skipanna, Strákur, fer út í kvöld og verður sex vikur í allt. Leiðangrinum lýkur 4. ágúst og er búist við að niðurstöður liggi fyrir í vetur eða næsta vor. Vísbendingar um áhrif friðunar Hafrannsóknaskipið Ámi Frið- riksson fer út 3. júlí og munu sjö starfsmenn Hafrannsóknastofnun- ar verða um borð í skipunum í hveij- um túr, auk áhafnar. Búist er við að Ámi verði fjórar vikur úti til samans. Þrír starfsmenn telja úr lofti.og er gert ráð fyrir að flugvél- in leggi af stað um mánaðamótin og verði notuð í þijár vikur. Samsvarandi talningar á hvala- stofninum hafa ekki farið fram síðan 1987 og 1989 og verður því um að ræða fyrstu vísbendingar um áhrif fríðunar á langreyði, sandreyði og hrefnu. Gísli Víkings- son sjávarlíffræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun segir að talið verði. á landgranninu umhverfis ísland og talsvert norður af því, til Austur-Grænlands og suður að 57. breiddargráðu. Norðmenn og Færeyingar telja síðan á tilteknum svæðum í eigin lögsögu á sama tíma og verður unnið úr upplýsing- unum í sameiningu að hans sögn. Aðaláherslan verður lögð á stofnstærðir hrefnu og langreyðar að sögn Gísla þótt allar tegundir verði taldar. Aðferðin er þannig að teiknaðar eru leitarlínur innan hvers svæðis og síðan siglt eftir þeim og flogið. „Allt sem sést er talið og skráð eftir sérstökum að- ferðum og ákveðnu reiknilíkani beitt til þess að yfirfæra á allt svæðið," segir Gísli. Að sögn hans hefur orðið 10-15% fjölgun í hnúfubaksstofn- inum árlega frá síðustu rannsókn- um. Sumar hvalategundir éta físk, svo sem búrhvalur og hrefna, en aðrar átu og segir Gísli að verið sé að gera rannsókn á þætti hvala- stofnsins í lífríki sjávar en of snemmt að segja fyrir um niður- stöður hennar. Minni upplýsingar liggi fyrir um ónýttar tegundir og hafí hnísur og höfrangar verið til athugunar að undanfömu í þessu sambandi. Kostar 35-40 milljónir Leiðangurinn er skipulagður að frumkvæði vísindanefndar Norður- Atlantshafs-sjávarspendýraráðsins, NAMMCO, og segir Jóhann Sigur- jónsson aðstoðarforstöðmaður Haf- rannsóknastofnunar að ráðið veiti íslendingum tveggja milljóna króna styrk en átta milljónir til verkefnis- ins í heild. Jóhann gerir ráð fyrir að kostnaður Hafrannsóknastofn- unar vegna hvalatalningarinnar verði 35-40 milljónir króna. ÍSLENSKA liðið ber saman bækur sínar eftir leikinn við Slóvena á Evrópumótinu. Island í miðjum hópnum Viiamoura. Morgunblaðið. ÍSLAND er í 17. sæti eftir sex fyrstu umferðimar í opna flokknum á Evópumótinu í brids. í gær vann ísland Slóveníu, 21-9, en tapaði síð- an fyrir Belgum, 11-19. íslenska liðið er með 96 stig en efstir eru Hollendingar með 114 stig. Svíar koma næstir með 111,5 stig og þeim fylgja Bretar, Finnar og ísraelsmenn með 107 stig. Þar á eftir koma Austurríkismenn með 106 stig og Frakkar með 105 stig. Eins og sést þurfa íslendingar ekki að bæta miklu við í næstu umferðum til að komast í hóp efstu þjóða. í dag spilar íslenska liðið við ítal- íu, Úkraínu og Grikkland. Úkra- ínumenn eru í neðstu sætunum en hin liðin í miðjum hópi. ------+-*-$----- Maður handtekinn eftir eltingaleik Þýfi fannst í bifreið mannsins LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í fyrrinótt mann sem gerði víðreist um vesturhluta borgarinnar á rauðri Peugeot-bifreið og síðar á hlaupum. Er hann grunaður um að hafa brot- ist inn í skip við Ægisgarð, hús við Lágholtsveg, Toyota-bifreið og fyr- irtæki við Grandagarð. Lögreglan í Reykjavík fékk til- kynningu um kl. 1.10 að vart hefði orði mannaferða í Islensku skipi sem lá við Ægisgarð. Flúði maðurinna af vettvangi í rauðri Peugeot-bifreið þegar hann varð vaktmanns um borð var. Næst fréttist af ferðum mannsins kl. 1.40, þegar tilkynnt var um mann sem væri að brjótast inn í Toyota-bifreið við Grandagarð. Síð- ar kom í ljós að þar braust hann einnig inn I fyrirtæki og hafði á brott með sér þijá síma, ljósritunar- vél og ritvél. Eltur á hlaupum Maðurinn skildi bifreið sína eftir við hús við Hringbrautina, en I henni fannst fyrmefnt þýfi auk mynd- bandstækis. Hélt hann flótta fjínum áfram á hlaupum og fór inn í hús við Lágholtsveg. Vöknuðu húsráð- endur við ferðir mannsins og gerðu íögreglu viðvart, þar sem hún var stödd hjá bifreið mannsins við Hringbraut. Lögreglan elti manninn á hlaup- um frá Lágholtsvegi og hafði hend- ur í hári hans á Hofsvallagötu um tvö-leytið. Var hann handtekinn og sendur í blóðprafu, en að sögn lögreglunnar var maðurinn í annarlegu ástandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.