Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ1995 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Nýtt líf í heiða- gæsavarpi MEÐFRAM Jökulsá á Dal er líf- legt heiðagæsavarp og um þessar mundir skríða ungar úr eggi, en í hreiðrunum eru 1-5 egg að jafn- aði. Sigurður Aðalsteinsson bóndi á Vaðbrekku í Jökuldal og frétta- ritari Morgunblaðsins fór á stúf- ana fyrir nokkrum dögum og festi fyrsta lífsmark í einu hreiðrinu á ljósmynd, én hann segir að hreiðr- in skipti eflaust þúsundum á svæðinu. Sigurður segir að gæsirnar séu flestar skapgóðar og amist ekki mjög við mannaferðum umhverfis hreiðurstæði sín, en þó komi fyrir að ein og ein sperri sig og reiðist þegar henni er stjakað í burtu til að komast að eggjunum. Bændur í grenndinni ganga varpið um miðjan maí og nýta egg heiðar- gæsinnar til átu. Eggin eru sögð bragðgóð, ekki ósvipuð svartfugl- seggjum sem þykja herramanns- matur. Þeir skilja yfirleitt eftir tvö egg í hreiðri og líta ungarnir dagsins ljós þremur til fjórum vikum seinna. Þeir fá þó ekki mikinn tíma til að njóta hreiðursins, því að gæsamamma leiðir þá oftast á brott, upp á heiðar, sólarhring eftir að þeir skríða út. Þar er friðsælla og styttra í kyrrlát vötn meðan gæsirnar eru í sárum, sem gerist í júlí, og vígstaðan betri gegn aðskotadýrum sem hyggja á illt eins og tófum eða minkum. -----» ♦ ♦--- Fjölgun at- vinnulausra íjum FRÁ OG MEÐ 1. júní hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur. Þann 14. júní síðastlið- inn voru 3.114 eða 18% fleiri skráð- ir atvinnulausir en miðað við sama dag fyrra. Þá voru 3.137 á skrá þann 16. júni síðastliðinn. Að sögn Oddrúnar Kristjánsdótt- ur, framkvæmdastjóra Vinnumiðl- unar Reykjavíkur, fjölgaði verulega á atvinnuleysisskrá í byijun mánað- arins þegar skólum lauk. Um er að ræða ræstingafólk, gangbrautaverði og þá sem unnu að næringaátaki skólabama. Þá voru um 18% fleiri á atvinnu- leysisskrá um miðjan mánuðinn miða við sama dag í fyrra. Oddrún benti á að tölur um atvinnuleysi breyttust frá degi og dags eins og berlega hefði komið í ljós þegar skólum lauk. „Ein aðalástæða fyrir því að fleiri eru á ská núna er sú að í byijun júní í fyrra var búið að ráð fleiri til starfa við átaksverkefni á vegum borgar- innar,“ sagði hún. „En vegna ýmissa ástæðna méðal annars utanaðkom- andi hefur dregist að fá samþykki fyrir þessum störfum í ár.“ GRILLUPPSKRIFTASAMKEPPNI FERÐ Þl TIL FRANKFIIRT? Matreiðsluklúbbur Vöku-Helgafells, Nýir eftirlædsréttir, efnir til uppskriftasamkeppni þar sem leitað er að besta lambakjötsréttinum á grillið. Það eina sem þú þarft að gera er að senda okkur uppáhalds uppskriftina þína fyrir 29. júní og þú getur unnið ferð til Frankfurt. Misstu ekki af möguleika á glæsilegum vinningum! Fylgist með keppninni á Bylgjunni dagana 19. - 29. júní. Þ.vrrroKijiiŒSiiR ItiWl ll LT 29. |f\í. ÚTAIMASKRIFTIN ER: NÝIR EFTIRLÆTISRÉTTIR „Lamb á grillið“ Síðuinúlu 6 • 108 Reykjavík Bréfasími: 568 9733 Sími: 568 8300 GLÆSILEÚ VERÐLAÚN: l.VERÐLAUN: Helgarferð fyrir tvo ineð Flugleiðum til Frankfurt í Þýskalandi. 2. og 3. VERÐLAUN: 15.000 króna gjafabréf sem nota má í verslunum Ilagkaups um allt land. 1.-10. VERÐLAUN: I Grillréttir, ný og glæsileg matreiðslubók frá Vöku-Helgafelli, full af spennandi uppskriftum. HAGKAUP FLUGLEIÐIR, jNÝ1Rl •araemwÆ mjtm mrm RETTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.