Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Faxafen 10 - lagerhúsnæði Gott 335 fm lagerhúsnæði með innkeyrsluaðstöðu. Mögulegt að skipta í smærri einingar. Laust nú þegar. Áhvílandi 5 millj. Verð 10,3 millj. Faste ig n a sa la n KJÖRBÝLI NÝBÝLAVEQUR 14 F« ««oToou" ‘S‘564 1400 Öldugata 4 Vorum að fá í sölu neðri hæðina í þessu virðulega og glæsilega steinhúsi í hjarta borg- arinnar. Um er aö ræða um 166 fm eign í einu af fallegri húsum borgarinnar. 4596. Hamraborg. Falleg og vel umgengin um 77 fm íb. á 3. hæð í lyftuhúsi. Stórar svalir. Bílgeymsla í kj. Húsiö er nýmálaö. Stutt í alla þjónustu. 3320. Stóragerði. Vorum aö fá í sölu glæsilega 2ja herb. íb. á jaröhæö í þríbhúsi. Sérinng. Ib. hefur öll veriö standsett. Parket. V. 5,6 m. 4597. Timburhús í Hafnarfirði Nýkomið í einkasölu húsið nr. 6B við Hverfisgötu með tveimur 5 herb. íbúðum, alls 140 fm, auk rúmgóðs kjall- ara undir öllu húsinu. Þarfnast endurbóta. Sérinngang- ur fyrir hvora íbúð. Byggt 1908, en stækkað 1960. Ekkert áhvílandi. Laust strax. Rólegur staður. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555-0764. ÍÍ9 llíll ÍÍ9 19711 l-ÁRUS VALDIMARSSON, framkvæmdasuori l)l)b I luU'UUb lu/U KRISTJÁN KRISTJANSSON, tOGGIlTUR FASItlGNASAtl Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Álfheimar - þríbýli - allt sér Neðri hæð, 5 herb., um 125 fm. Sólrík. Nýtt gler. Sér þvottahús við eldhús. Nýl. sér hitalögn. Vinsæll staður. Góð lán fylgja. Skipti mögul. Tilboð óskast. í Suðurhlíðum Kópavogs Með frábæru útsýni einbýlish., hæð og kj. að hluta, um 140 fm með 5 herb. endurn. íbúð. Nýtt þak og nýklætt utanhúss. Lóð um 1000 fm með háum trjám. Tilboö óskast. Grafarvogur - austurborgin Einbýlish. eða gott raðh. með rúmg. bílsk. óskast í skiptum fyrir sérh. ( austurborginni. Nánar á skrifstofunni. Á lækkuðu verði í Vogunum Góð 2ja herb. kjíb. á vinsælum stað í þríbýli. Tilboð óskast. Skammt frá Landspítalanum 3ja herb. jarðh. Öll eins og ný. 40 ára húsnæöislán kr. 3,1 millj. Tilboð óskást. Góðar eignir í vesturborginni Höfum á skrá sólríkar 4ra herb. íbúöir með útsýni á vinsælum stöðum. Góð lán. Hagkvæm skipti. Vinsaml. leitið nánari upplýsinga. Á söluskrá óskast m.a.: Einbýlish. eða raðh. í Seljahverfi með rúmg. bílsk. Góð sérh. eða raðh. í vesturborginni. 2ja herb. íbúð í Seljahverfi í skiptum fyrir 4ra herb. úrvalsíb. í hverfinu. Opið á laugardaginn. Munið laugardagsaugl. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 14. júlí1944. LftUBflVEB118 S. 552 115B-552 1370 ALMENMA FASTEIGNASALAN FRÉTTIR HÓPURINN sem lauk nýlega prófi frá Endurmenntunarstofnun HÍ í rekstrar- og viðskiptagrein- um, en námið hófst í ársbyrjun 1994. Fremst fyrir miðju sitja Sveinbjörn Björnsson, rektor Há- skóla íslands, Margrét S. Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri og Valdimar K. Jónsson stj órnarformaður Endurmenntunarstofnunar. Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands Tuttugn og einn lauk prófi í rekstrar- og viðskiptagreinum ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands brautskráði 10. júní sl. tuttugu og einn nemanda úr þriggja missera námi í rekstrar- og viðskiptagreinum. Endurmenntunarstofnunin hefur frá áramótum 1990 boðið upp á þriggja missera nám í rekstrar- og viðskiptagreinum, og þegar hafa á þriðja hundrað stjórnendur úr einka- fyrirtækjum og stofnunum lokið prófi. Námið er skipulagt þannig að hægt er að stunda það með vinnu og samsvarar það 18 eininga námi á háskólastigi. Helstu þættir námsins eru rekstr- arhagfræði, reikningshald og skatt- skil, fjármálastjórn, stjórnun og skipulag, starfsmannastjómun, upp- lýsingatækni í rekstri og stjómun, framleiðslustjómun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskipta- réttur, þjóðhagfræði, haglýsing og stefnumótun. Tveggja missera fram- haldsnám stendur til boða annað hvert ár. Þeir sem luku prófi nú eru Auður Eir Guðmundsdóttir, Ágústa H. Lárusdóttir, Brynjólfur Gíslason, Garðar Garðarsson, Guðmundur Búason, Guðrún Jórisdóttir, Hallur Páll Jónsson, Hanna Þórunn Skúla- dóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Karl Jensson, Magnús Jónsson, Magnús Waage, Oddur Fjalldal, Ríkharð Sigurðsson, Rósa Björg Ólafsdóttir, Snorri S. Konráðsson, Steingrímur Gunnarsson, Sveinn Ólafsson, Vala Hauksdóttir og Þor- geir Einarsson. Bestum námsárangri náði Oddur Fjalldal læknir en hann hlaut ágæt- iseinkunn, 9,19. Nýr veltubíll notaður til að vekja athygli á bílbeltanotkun Morgunblaðið/ Sverrir VERÐLAUNAHAFAR í slagorðasamkeppni í tilefni bílbelta- átaksins stilltu sér upp ásamt fulltrúum Umferðarráðs fyrir framan veltubílinn nýja. BINDINDISFÉLAG ökumanna og Umferðarráð hafa hrundið af stað átaki fyrir aukinni bílbeltanotkun. Tilefni þess er dvínandi notkun bíl- belta á síðustu misserum, en sú þró- un hefur valdið áhyggjum, þar sem beltin þykja hafa margsannað gildi sitt. Til bílbeltaátaksins nú er því efnt í nafni bætts umferðaröryggis. Nú hefur aðstandendum átaksins, Bind- indisfélagi ökumanna og Umferðar- ráði, áskotnast í samvinnu við Heklu hf. splunkunýr veltubíll, sem frum- sýndur var fyrir helgina. Til stendur að nota hann til að vekja athygli landsmanna á mikilvægi bílbelta- notkunar. Farið verður með bílinn um allt land í sumar og hann sýnd- ur meðal annars samhliða öllum Ökuleiknikeppnunum, sem haldnar eru af sömu aðilum og standa að átakinu. í fréttatilkynningu kemur fram, að auk þess að sýna fólki fram á nauðsyn notkunar bílbelta og barna- bílstóla, verði lögð áherzla á að sýna fólki hvernig eigi að losa sig úr bíl- belti í bíl sem hafnað hefur á hvolfí. Einnig mun björgunarsveitum og fleirum bjóðast að æfa björgun úr oltnum bíl með fulltingi veltubílsins. í tilefni af bílbeltaátakinu var efnt til slagorðasamkeppni, sem vekja skyldi athygli á öryggi barna. Við sama tækifæri og veltubíllinn nýi var kynntur og fyrsta ökuleiknikeppni sumarsins hófst, voru verðlaun af- hent í samkeppninni. Fyrstu verðlaun hlaut Hörður Jón- asson, Reykjavík, fyrir tillögu sína „B = Barnið - Beltið - Bíllinn" (3B). Önnur verðlaun hlaut Hulda Björk Halldórsdóttir, Reykjavík, en hennar tillaga hljómaði svo: „Börnin fest - það er best“. Þriðju verðlaun féllu 'V- skaut Jens Gunnarssonar, Kópavogi, fyrir tillöguna „Brýndu raust ef barn- ið er Iaust - Állir í beltum!“ Fjórðu verðlaun fékk Atli Sturluson, Reykja- vík, fyrir tillöguna „Bjargarlaust er óbundið barn“. Guðmundur Gunn- laugsson, Reykjavík, var fimmti verðlaunahafinn. Tillaga hans var „Bam í bílstól situr traust, sem tíma- sprengja sé það laust.“ Ökuleikni ’95 Ökuleiknikeppnir verða haldnar á 34 stöðum á landinu í sumar. Er þetta 17. árið í röð, sem þessar vin- sælu keppnir eru haldnar. Að jafnaði hafa 1200-1500 manns tekið þátt í þeim hvetju sinni. Fyrsta- keppnin var haldin í Reykjavík á föstudaginn, en næst kemur röðin að Kirkjubæjarklaustri. Þaðan verður svo áfram haldið hring- inn rangsælis i kring um landið; síð- asta undankeppnin fer fram um verzlunarmannahelgina í Galtalæk. Úrslitakeppni ársins fer síðan fram á athafnasvæði Heklu í Reykjavík þann 26. ágúst næstkomandi. Borgarfjörður Til sölu er jörðin Eyri í Flókadal, Borgarfirði. Jörðin er án full- virðisréttar. Veiðihlunnindi í Flókadalsá. Jörðin er ca 800 hekt- arar að stærð. Verð: Tilboð. Tilboð óskast send undirrituðum sem gefur allar nánari upplýsingar. Ennfremur er til sölu 4 ha af kjarri vöxnu landi úr jörðinni Gufá í Borgarfirði (ca 10 mín. akstur frá Borgarnesi) og sumarbú- staðir í landi Stóra-Fjalls, Ferjubakka I, Fitja og Munaðarness í Borgarfirði og Brjánslækjar í Vatnsfirði. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Gísli Kjartansson hdl. lögg. fasteigna- og skipasali, Borgarbraut 61, Borgarnesi, sími 437 1700, fax 437 1017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.