Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 11 FRÉTTIR Lýðveldissjóður úthlutar til rannsókna á íslenskri tungn og lífríki sjávar Lykilatriðin í lýðveldi þjóðarinnar Morgunblaðið/Kristinn VIÐ athöfn í alþingjshúsinu tilkynnti stjórn Lýðveldissjóðs ákvarðanir sjóðsins. Á myndinni eru Kristján Egilsson formað- ur Fiska- og náttúrugripasafnsins í Vestmannaeyjum, Guðlaug- ur Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsölunnar, Rannveig Rist, formaður stjórnar Lýðveldissjóðs, og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN 17. júní tilkynnti stjórn Lýðveldissjóðs- ins um úthlutanir úr sjóðnum, en sjóðurinn var stofnaður á hátíðar- fundi Alþingis á Þingvöllum 17. júní í fyrra í tilefni af 50 ára af- mæli lýðveldisins, og skal sjóðurinn efla rannsóknir á lífríki sjávar og íslenskri tungu. Fyrir að hafa eflt þekkingu landsmanna á lífríki hafsins hlaut Fiska- og náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum viðurkenningu Lýðveldissjóðs og tók forstöðu- maður þess, Kristján Egilsson, við verðlaunagrip og heiðursskjali við úthlutunina sem fram fór við hátíð- lega athöfn í Alþingishúsinu. Viðurkenningu Lýðveldissjóðs fyrir að hafa sýnt íslenskri tungu sér- staka ræktarsemi hlaut Mjólkurs- amsalan og veitti Guðlaugur Björgvinsson forstjóri viðurkenn- ingunni viðtöku. 100 milljónir árlega til ráðstöfunar Meðal viðstaddra við athöfnina voru forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Ólafur G. Ein- arsson, forseti Alþingis, auk for- stöðumanna þeirra stofnanna sem fá fé frá Lýðveldissjóði. Formaður stjórnar Lýðveldis- sjóðs er Rannveig Rist, en auk hennar sitja í stjórninni dr. Unn- steinn Stefánsson, haffræðingur, og Jón G. Friðjónsson, málfræðing- ur. Sjóðurinn starfar í 5 ár og hefur til ráðstöfunar 100 milljónir króna á ári og skal veija helmingi þess fjár til rannsókna á lífríki sjávar og helmingi til eflingar ís- lenskri tungu. Stjórn sjóðsins hefur unnið að því sl. mánuði að ráð- stafa fénu sefn sjóðnum hefur ver- ið úthlutað, skipa verkefnisstjórnir og veita heiðursviðurkenningar á þeim tveim meginsviðum sem sjóð- urinn starfar á. Grundvallarþættir lýðveldisþjóðar Rannveig Rist segir að Lýð- veldissjóður hafí verið stofnaður af sérstöku tilefni og að mikil sam- staða hafi verið meðal þingmanna um þessa merku afmælisgjöf til þjóðarinnar. „Hér er um tvö lykilatriði í lýð- veldi þjóðarinnar að ræða, annars vegar rannsóknir á hafinu í kring- um okkur sem við að stórum hluta byggjum afkomu okkar á, hins vegar rannsóknir á íslenskri tungu sem okkur ber að efla. Þetta eru því menningarlegir og efnahags- legir grundvallarþættir þeirrar lýð- veldisþjóðar sem Island byggir.“ Áhersla á gerð handbóka „Stjórn Lýðveldissjóðs ákvað að þriðjungi þeirra fjármuna sem ganga til eflingar tungunnar skyldi varið í kennsluefni fyrir skóla, þriðjungur er ætlaður málræktar- sjóði til handa og þriðjungur fer í önnur verkefni,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson en hann situr í verk- efnisstjórn Lýðveldissjóðs fyrir gerð kennsluefnis. Stjórninni var falið að leggja fram áætlun um hvernig þessum peningum yrði best varið og niður- staðan var sú að áherslu bæri að leggja á gerð handbóka um ýmsa þætti íslensks máls, s.s. um ís- lenska beygingarfræði og orð- myndun, íslenska setningafræði og íslenska málsögu. Eiríkur segir að kennslubækur úreldist fyrr en handbækur og því væri skynsam- legast að veija peningunum í handbækur sem gætu nýst kennur- um í kennslu og við gerð kennslu- efnis. Samhliða handbókunum mætti gera styttri kennsluhefti. Rannsóknir á lægri þrepum fæðukeðjunnar Dr. Olafur S. Ástþórsson situr í verkefnisstjórn fyrir rannsóknir á lifríki sjávar. Hann segir að megináherslan verði lögð á rann- sóknir á lægri þrepum fæðukeðj- unnar í sjónum. Hingað til hafi mest áhersla verið lögð á að rann- saka nytjafisk, stofnstærðir og ráðgjöf um veiðar, en rannsóknir á grunnþrepum vistkerfisins hafi orðið útundan. „Við teljum að mikilvægt sé að rannsaka umhverfí, svif og sáld í hafinu austan og norðaustan landsins. Nú er síldin að ganga inn á þessi mið eftir 25 ára fjarveru. Hingað kemur hún til að éta en snýr svo aftur til Noregs til hrygn- ingar,“ segir Ólafur. „Verkefnisstjórnin leitaði eftir hugmyndum frá sérfræðingum helstu stofnana sem stunda rann- sóknir á sviði sjávarvistfræði og þeir skiluðu inn tillögum að verk- efnum sem þeir töldu bæði brýn og áhugaverð. Stuðlað að samvinnu stofnana Styrkir verða veittir úr Lýð- veldissjóði til rannsókna á þara og botndýrum, vistfræði á rekslóð fisklirfa og seiða, auk annarra rannsókna og verkefna. Rannsókn- ir á lífríki sjávar eru að stærstum hluta í höndum Hafrannsókna- stofnunar en aðrar stofnanir sinna mikilvægu hlutverki, s.s. Líffræði- stofnun HÍ, Háskólinn á Akureyri, Náttúrufræðistofnun, Tilraunastöð HÍ að Keldum og fleiri mætti nefna. „Verkefnisáætlunin mun án efa stuðla að samvinnu þessara stofnana og hvetja til frekari rann- sókna á þessu sviði vistkerfis sjáv- ar“, segir Ólafur að lokum. Evrópusamtökin Ólafur Þ. Stephensen formaður ÓLÁFUR Þ. Stephensen, stjórn- málafræðingur og blaðamaður, var kjörinn formaður Evrópusamtak- anna á stjórnarfundi þeirra fyrir skömmu. Samtökin voru stofnuð 25. maí síðastliðinn og eru stofnfélagar nú orðnir um 200 talsins. Að sögn Ólafs hefur komið í ljós mikill áhugi á starfsemi Evr- ópusamtakanna og hafa nýir fé- lagar gengið í samtökin á hveij- um degi, en frestur til að ger- ast stofnfélagi er til 1. júlí næstkomandi. Hann sagði að þeir sem áhuga hefðu á að kynna sér starfsemi Evrópusamtakanna eða gerast stofnfélagar gætu leitað til stjórnarmanna samtakanna, sem allir eru jafnt talsmenn samtakanna. Stjórnarmenn Evrópusamtakanna eru sjö talsins. Auk Ólafs eru í stjórninni Davíð Stefánsson og Drífa Hrönn Kristjánsdóttir, sem eru vara- formenn, Þórunn Sveinbjarnardóttir ritari, Sign'ður B. Guðjónsdóttir gjaldkeri, Ágúst Þór Árnason rit- stjóri, og Jón Þór Sturluson umsjón- armaður erlendra samsklpta. í vara- stjóm eru Friðrik Jónsson, Magnús M. Norðdahl og Margrét Björnsdótt- ir. -----»■ ----- Slasaðir eft- ir bílveltu BÍLL fór út af veginum norðan við Staðarskála í Hrútafirði síðdegis í gær. Tveir voru í bílnum og voru báðir fluttir með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á Borgarspítalann. Að. sögn lögreglunnar á Blönduósi voru mennimir beinbrotnir, en að öðru leyti ekki taldir alvarlega slasaðir. BESTU KAUPIN -núna! DAEWOO PENTIUM TÖLVUR Úrval aukahluta, frí uppsetning í nýjar tölvur RAÐGREIÐSLUR mor& r/LBU/Ð Uppsetningaþjónusta EJS 60Mhz, 8MB, 420MB, 14" 75Mhz, 8MB, 420MB, 14" 90Mhz, 8MB, 420MB, 14" lOOMhz, 8MB, 420MB, 14" kr. 139.900 stgr m/vsk kr. 159.000 stgr. m/vsk kr. 169.900 stgr. m/vsk kr. 189.000 stgr. m/vsk 8MB vinnsluminni • 420MB diskur E-IDE • 14" SVGA litaskjár PCI • Mús, motta, Dos og Windows. UART 16550 alvöru raölemji lyrir Inlernetiö DAEWOO 486/66 frá kr. 104.900 stgr. m/vsk / Urval margmiðlunarpakka frá kr. 18.600 stgr. m/vsk Hágæöa bleksprautuprentar frá kr. 19.900 stgr. m/vsk Mótöld frá kr. 14.900 stgr. m/vsk EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 563 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.