Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG MS. FAGRANES siglir nú í áætlun á Homstrandir, en auk þess eru ýmsar aukaferðir. Til dæmis á Jóns- messu, en á laugardagskvöld kl. 20.30 verður sigit út Isafjarðardjúp. Fjölskylduferð verður á Hesteyri laugardaginn 8. júlí og farið frá ísafirði ki. 14. 23. júlí verður farin kvöldferð inn Jökulfirði og lagt af stað frá ísafírði kl. 18. Þá verður siglt inn í botn á Hrafnsfírði, sem er innstur fjarða í Jökulfjörðum. Síðasta aukaferð Fagranessins er kirkjuferð í Grunnavík, sem farin Vestfirði verður 13. ágúst næstkomandi. Skipið fer áætlunarferðir á mánu- dögum og fímmtudögum í Aðalvík, Fljótavík, Hlöðuvík og Hornvík. Farið er frá ísafirði kl. 8 og komið til ísafjarðar milli kl. 20 og 21. Á föstudögum er einnig farið í Aðal- vík, en þá er brottför frá ísafirði kl. 14. Stundum er komið við á Hesteyri í Jökulfjörðum. 6. júlí verður 14-16 klst. sigling í Fumfjörð og Reykjafjörð. Sams konar sigling verður aftur 20. júlí. 5 klukkustunda siglingar um Isa- fjarðardjúp verða á þriðjudögum og föstudögum og er þá lagt af stað frá ísafirði kl. 8. ■ . *»*» UiU I! > *(»>>(?>(*) *M>(ípm-iMi Morgunblaðið/Rúnar Þór SKEMMTIFERÐASKIPIÐ MV Oriana siglir út Eyjafjörðinn. Stærsla skemmtiferðaskip sem liingað hefur komið ef þíi þarir d ffátel ‘Eddii. cAldt þettw híður þwi d 18 &töðum d landinw - í alfaraleið. Ibð dgi&tingn d mann: í tneggjn mannn uppkúnnfierbergijrdkr. 2.275. Scpfþhpakapldá&jfdkr 850 til 1.350. STÆRSTA skemmti- ferðaskip sem hingað hefur komið lagði að bryggju í Reykjavíkur- höfn í gærmorgun og fór úr höfn á miðnætti á leið sinni til Southampton, en þar hefur útgerðarfé- lagið P & 0 Cruises aðal- stöðvar sínar. MV Or- iana er stærsta og yngsta skemmtiferða- skip félagsins. Reykjavík er síðasti áningarstaður skipsins á 15 daga sigl- ingu þess um norsku firðina, Færeyjar og ís- land. Á sunnudaginn var það á Akureyri og á mánudaginn lagði það þaðan upp og sigldi ró- lega vestur fyrir land. Oriana er eitt stærsta og veglegasta skip sem hingað hefur komið. Það var fyrst sjósett á þessu ári og fór jómfrúarferð- ina í apríl síðastliðnum. Skipið flytur 1.950 gisti- farþega og í áhöfn þess era 760 manns. Ýmis þægindi eru í skipinu, m.a. leikskóli, unglingaskemmti- staður, líkamsræktarstöð og dans- skóli. Þar er leikhús sem tekur 700 manns í sæti og er það stærsta fljótandi leikhús sem gert hefur verið. Skemmtiatriði eru fjölbreytt í ferðinni og er flogið með skemmtikrafta og leikara hverju EINS og sjá má er vítt til veggja í veitingasölum skipsins. sinni til skipsins, að sögn Karls Harðarsonar hjá stórflutninga- deild Eimskips. Einnig státar skip- ið af stærstu sundlaug sem um borð er í skemmtiferðaskipi. Utgerðarfélag skipsins er með fleiri skemmtiferðaskip í rekstri og hefur það siglt sama Norður- landahringinn einu sinni ár hvert, síðastliðin fjögur ár. ■ Fjöiug helgi á Selfossi SUMAR á Selfossi heitir sam- starfsverkefni fyrirtækja og bæjar- félags. Dagana 22.-25. júní næst- komandi verður dagskrá fyrir ferðamenn og bæjarbúa og er ætl- unin að vekja athygli á því sem Selfoss hefur að bjóða. Bíla- og búvélasýning verður á vegum Ing- vars Helgasonar og MBF sýnir mjólkurhús á hjólum. Næstkom- andi laugardag verður aðgangur í sundlaugina ókeypis og börnum boðið á hestbak. Á Jónsmessunótt verður dansað við harmonikkuund- irleik í tjaldi við Gesthús. Örnefna- göngur verða á föstudagskvöld og eftir hádegi á sunnudag. Útitón- leikar verða á laugardagskvöld og börn fá ís og blöðrur víðs vegar í bænum. 24. júní bjóða verslanir og fyrirtæki á Selfossi öllum bæj- arbúum í morgunkaffi í tjaldi við Gesthús. ■ Kvðldpga á sumarsólstaðum HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer annan áfanga Vífilsgöngunnar í kvöld og er lagt að stað frá Mið- bakkatjaldi við Reykjavíkurhöfn. Gengið verður með ströndinni frá ósum Fossvogslækjar að ósum Hraunholtslækjar, eins og kostur er og áfram með læknum að Vífils- stöðum. Þar verður val um að taka Almenningsvagn til baka eða ljúka göngunni um sólarlagsbil á hæð- inni ofan við Vífilsstaðavatn. Göngufólk verður flutt aftur á brottfararstað. Gönguferðin hefst á því að farið verður í ráðhúsið, þar sem göngu- leiðin, sem farin verður í áföngum, verður kynnt á upphleyptu íslands- líkani. Einnig verða sýndar fyrir- hugaðar hafnargöngur í sveitarfé- lögum á Suðvesturlandi. Að kynn- ingu lokinni verður farið með Al- menningsvagni í Fossvog þar sem aðalgangan hefst um kl. 20.50. Frá Bakka í Kópavogshöfn verður farið um kl. 21.30. Jón Jónsson, jarðfræðingur og Guðlaugur Guð- mundsson, cand mag. verða meðal gesta, en þeir er fróðir um hafnar- svæðin. ■ i I i \ i » I > \ i i \ i E í i ! F i i í Þ i ív t i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.