Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Svið EES-samningsins útvíkkað EFTA-ríki aðilar að menningar- samstarfi ESB SAMEIGINLEGA EES-nefndin hefur ákveðið að svið samningsins um Evrópskt efnahagssvæði verði útvíkkað, þannig að það nái til menningarmála. Menningarmálin bætast þá í hóp ýmissa .jaðarmál- efna“ í samningnum, en þau eru nú t.d. menntamál, vísindi og rann- sóknir og umhverfismál. Þetta þýð- ir að EFTA-ríkin í EES, þar á með- al ísland, verða aðilar að sam- starfsáætlunum Evrópusambands- ins á sviði menningarmála. Menningarmál urðu sérstakt samstarfssvið innan Evrópusam- bandsins með gildistöku Maastric- ht-sáttmálans. Lögð er áherzla á að varðveita menningarleg sérkenni þjóða aðildarríkjanna og að lögð sé rækt við ólík menningareinkenni og þróun þeirra. Ekki er stefnt að samræmingu löggjafar aðildarríkj- anna á sviði menningarmála. Framlag íslands 1-2 milljónir Á grundvelli hinnar nýju greinar í Maastricht-sáttmálanum (þeirrar 128.) er unnið að ýmsum nýjum samstarfsáætlunum á sviði menn- ingarmála. Fjárframlag ESB til menningarsamstarfs er á þessu ári rúmlega 1,5 milljarðar íslenzkra króna, en stefnt er að árlegri aukn- ingu þannig að framlagið verði 4,5 milljarðar árið 2000. Noregur og ísland veiða aðilar að þessum áætlunum um næstu ára- mót. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er talið að árlegt framlag íslands vegna þátttöku í menning- aráætlununum gæti orðið á bilinu ein til tvær milljónir króna. Noregur mun greiða um 20 millj. króna. Menningaráætlanir ESB miða meðal annars að því að styrkja sam- starfsverkefni tveggja eða fleiri ríkja á sviði menningarmála, stuðla að gagnkvæmum heimsóknum listamanna og að styðja verkefni til dæmis á sviði þýðinga og vernd- ar menningareinkenna. Norska ríkisstjórnin hefur farið fram á samþykki Stórþingsins við útvíkkun samningssviðs EES, en að sögn Árna Gunnarssonar, skrif- stofustjóra menningarmála í menntamálaráðuneytinu, er slíks ekki talin þörf hér á landi, heldur tekur ákvörðun EES-nefndarinnar þegar gildi. Hláleg land- búnaðarstefna? ÞAÐ VAR glatt á hjalla í fundarhléi á fundi landbúnaðar- ráðherra Evrópusambandsins í Brussel fyrr í vikunni. Frá vinstri eru þeir Henrik Dam Kristensen frá Danmörku, Ivan Yates frá Irlandi og Andre Bo- urgeois frá Belgíu. Varla hefur fundarefnið verið svona skemmtilegt; á dagskránni voru tillögur til málamiðlunar um ákvörðun afurðaverðs fyrir árin 1995 og 1996, umbætur í bómullariðnaðinum og mjólkur- framleiðslukvótar á Ítalíu og í Grikklandi. Fjármálaráðherrar ESB Myntbandalag ekki fyrr en árið 1999 Brusscl, Kaupmannahðfn. Reuter. EFNAHAGS- og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna tóku loks af skarið á fundi sínum í Brussel á mánudag, um að efnahags- og myntbandalag Evrópuríkja (EMU) gæti ekki tekið gildi árið 1997, heldur myndi það gerast árið 1999. Samkvæmt Maastricht-sáttmálan- um getur EMU gengið.í gildi 1997, uppfylli meirihluti aðildarríkja ESB skilyrði sáttmálans, en í síðasta lagi 1999 og geta ,þá þau ríki, sem eru tilbúin, gengið í EMU. Ákvörðun fjármálaráðherranna var óformleg og hennar var ekki getið I lokayfírlýsingu ráðherra- fundarins. Hún var tekin að loknum löngum umræðum, þar sem Yves- Thibault de Silguy, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, mótmælti því harðlega að gildistöku EMU yrði frestað. Ráð- herrarnir töldu hins vegar að óraunsætt væri að stefna áfram á gildistöku árið 1997. Staða ríkisfjármála vandamál Aðeins þtjú ríki uppfylla nú skil- yrði Maastricht-sáttmálans um vexti, ríkissjóðshalla, opinberar skuldir og verðbólgu. Þetta eru Ir- land, Lúxemborg og Þýzkaland. Alexandre Lamfalussy, forseti Gjaldmiðilsstofnunar Evrópu (EMI), sem er undanfari evrópsks seðlabanka, sagði í viðtali við danska viðskiptablaðið Borsen á mánudag að ekki væri raunhæft að EMU tæki gildi 1997. Meirihluti aðildarríkja ESB væri ekki tilbúinn, einkum ekki að því er varðaði stöðu ríkisfjármála. Lamfalussy sagði að eftir gildis- töku EMU myndu tæplega þijú ár líða þar til sameiginleg mynt og seðlar kæmust í umferð meðal al- mennings í ESB-ríkjunum. Hvað á nýja myntin að heita? Fjármálaráðherrarnir ræddu stuttlega á fundi sínum hvaða nafn ætti að gefa nýju myntinni. Ecu á undir högg að sækja, og mælti Kenneth Clarke, fjármálaráðherra Bretlands, með þvi að myntin yrði kölluð króna eða skildingur. Einnig hefur verið stungið upp á heitunum marki eða franka. Þá var rætt um gerð væntanlegra Evrópuseðla og niðurstaðan varð sú að allt að fímmtungur prentaðra upplýsinga á seðlum mætti vera frá því aðildar- ríki, þar sem þeim væri aðallega ætlað að vera í umferð. VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins ------ Dregið 17. júní 1995. - CHRYSLER NEON: 29786 BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI EÐA GREIÐSLA UPP í ÍBÚÐ. Verðmæti 1.000.000 kr.: 6195 VINNINGAR Á 100.000 KR. HVER: Uttekt hjá verslun eða ferðaskrifstofu: 425 25941 44903 62701 79526 106670 122299 142064 868 27420 45560 62968 83277 107353 124122 142450 1448 27679 45944 65064 85440 108169 124547 142507 4513 27812 46262 65925 87835 110519 125385 143081 4968 27867 47453 67685 91134 110867 125734 144791 5707 27987 47611 69325 92365 110886 126378 145134 6802 31763 50106 69636 92845 111114 127221 145480 8537 31880 50708 69905 94345 112872 127605 145962 9895 31962 50719 70945 97496 114373 128344 146147 10937 32724 51372 70997 98092 114522 135808 152923 15432 35962 51403 73812 98575 116567 136763 153042 15481 38188 51514 75505 100559 117504 138064 153385 16976 39392 52491 75644 101023 118936 139101 153457 17309 40052 53705 77428 101280 119340 139168 154364 18491 40545 54408 77992 103014 120225 139692 18881 41654 58373 78400 103917 120913 140487 21591 43272 58423 79339 104328 121122 140882 25241 43938 61056 79424 105676 121851 140946 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 562 1414. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. Krabbameinsfélagið brér * Skráning á Verðbréfaþing Islands » Hlutdeildarskírteini eftirtaldra sjóða Hávöxtunarfélagsins hf. ✓ hafa verið skráð á Verðbréfaþing Islands: Einingabréf 2 - Hagkvæmnissjóður Einingabréf 5 - Alþjóða skuldabréfasjóður Einingabréf 6 - Alþjóðasjóður Einingabréf 10 - Gengiskörfusjóður Skammtímabréf - Skammtímasjóður Skráningarlýsingar, samþykktir og reikninga Hávöxtunarfélags- ins hf. og önnur gögn um sjóðina má nálgast hjá Kaupþingi hf., Kringlunni 5, 103, Reykjavík Kaupþing hf. löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5 Sími: 515-1500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.