Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hin mjúka snerting Þóra Einarsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Þóra syngur í Glyndebourne MYNPUST Gallcrí Sævars Karls TEIKNINGAR Þóra Sigurðai’dóttir Opið á verslunartíma til 30. júní. Aðgangur ókeypis. ATHUGUN forms, flatar og rýmis er hin tæknilega forsenda sem allir myndlistarmenn hljóta að ganga út frá við útfærslu verka sinna; það byggist öðru fremur á samspili þessara þátta á hvem hátt listamanninum gengur að koma sinni myndsýn til skila. Aðferðimar sem þessar athugan- ir leiða af sér eru eins margar og fjölbreytilegar og listafólkið sjálft, sem er auðvitað forsenda persónu- legrar listsköpunar. Þóra Sigurðar- dóttir hefur í gegnum tíðina lagt sig mikið fram við þessa vinnu, og í kynningu þessarar sýningar er vísað til verka hennar á einkasýn- ingum í Gallerí einn einn 1992 og í Nýlistasafninu ári síðar um óbeina forsögu sýningarinnar nú. Á þeim sýningum var listakonan m.a. að fást við samspil flatar og áferðar, og líkt og hér var mýkt forma og áferðar í lykilhlutverki í útfærslu verkanna. Hér bætist hins vegar við áhersla á ferninginn sem grunnatriði þess- ara athugana. Galleríið er nánast ferningur að lögun, og tveir and- stæðir veggir bjóða upp á ýmsa möguleika á samhljómi og andstæð- um, sem listakonan nýtir að þessu sinni á einfaldan en skemmtilegan hátt. Annars vegar hefur hún kom- ið fyrir fimm ferningum í röð, en andspænis þeim eru sett fjögur Nýjar bækur • ÚT er komin á ensku matreiðslu- bókin A TASTE OFICELAND eftir UJfar Finnbjörnsson mat- reiðslumeistara. I henni eru upp- skriftir að réttum úr íslenskum hrá- efnum, jafnt af láði sem legi og sumum hverjum óvenjulegum. Bók- in skiptist í fjóra kafla, um for- rétti, fisk, kjöt og ábætisrétti. Úlfar hefur unnið til fjölda verð- launa innanlands sem utan og var kjörinn Matreiðslumaður ársins árið 1994. Hann á og rekur veitingahús- ið Jónatan Livingstone Máv í Reykjavík. Bókina prýða litmyndir af öllum réttunum, ásamt ljósmyndum úr íslenskri náttúru sem Lárus Karl Ingason hefur tekið. Útgefandi er Mál og menning, HilmarB. Jónsson ritar inngangs- orð, Anna Yates þýddi á ensku, Margrét E. Laxness sá um útlit og misstór form, sem saman mynda einn ferning á veggnum. Þetta skapar góðan heildarsvip, þrátt fyr- ir allt, og beinir gestum strax að því að athuga áferð og efni hvers flatar fyrir sig, jafnframt því sem heildin nýtur sín í þessum sam- hljómi. í þessum flötum notar Þóra lím- grunn, blýant, litkrít og blek til að móta sínar ímyndir á strigann. Út- koman er afar fínlegt samspil lína og lita, þar sem stigmögnun daufra litanna er gengur afar vel upp. Áferðin er einkar mjúk, jafnvel svo að sú hugsun læðist að gestinum að hin minnsta snerting kynni að raska hveijum fleti fyrir sig, sem þá hyrfí eins og dögg fyrir sólu. Þóra hefur ekki aðeins unnið að athugunum á formi og flötum held- ur hefur rýmið sjálft einnig verið dijúgur þáttur verka hennar undan- farið. Hún átti verk sem má kenna við könnun rýmisins á sýningunni á íslenskri samtímalist á Kjarvals- stöðum á síðasta ári (Skúlptúr Skúlptúr), og einnig tók hún þátt í tveimur áhugaverðum samsýning- um með dönskum myndhöggvurum þar í landi. Nú er nýlokið í Hol- landi sýningu á verkum hennar, Guðjóns Ketilssonar og Nini Tang, þar sem hún sýndi höggmyndir og innsetningar, svo segja má að það hafi verið nóg að gera hjá listakon- unni. Öll viðleitni Þóra í myndlistinni virðist hverfast um þá könnun rým- is og yfirborðs, sem hér má sjá í sinni einföldustu mynd; mýkt snert- ingarinnar er hér lykilatriði, sem sýningargestir fá best notið í þeirri nánd, sem rýmið skapar. Eiríkur Þorláksson kápu og Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bókin er 90 bls. ogkostar 2.490 kr. • NÝLEGA kom út Handbók læknaritara eftir Boga Ingimars- son líffræðing, Eirík Pál Eiríks- son cand. mag. og GerðiHelga- dóttur læknaritara. Efni bókarinn- ar er þríþætt: Gerður Helgadóttir ritar um starfsumhverfi læknarit- ara og lög og reglugerðir. Bogi Ingimarsson skrifar lengsta kafla bókarinnar, um líffærafræði mannslíkamans og meinafræði. Loks er latnesk málfræði í sjúk- dómsgreiningum og ítarlegt lat- neskt íslenskt orðasafn. Bókin hefur hagnýtt gildi fyrir þá sem læra líffæra- og lífeðlis- fræði, sjúkdómafræði og skyldar greinar, auk þess sem hún er nauð- synleg handbók í læknaritun. Útgefandi er Fjöibrautaskólinn við Ármúla. Bókin er 184 síðurí stóru broti og kostar 3.900 kr. ÞÓRA Einarsdóttir er ung óperusöngkona sem hefur nýlok- ið prófi í söng frá óperudeild Guildhall School of Music and Drama í London. Þangað fór hún eftir að hafa lokið 8. stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík undir sljórn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, árið 1992. Hún hefur nú þegar sungið sitt fyrsta aðalsópranhlutverk, í Glynde- bourne óperuhúsinu sem hún er samningsbundin út þetta ár. Glyndebourne óperuhúsið er staðsett í East Sussex i Englandi og er vinsælt og þekkt ekki hvað síst fyrir það að þangað fer fólk í kjólfötum og síðkjólum, horfir á óperusýningu og borðar síðan nestið sitt í næstu laut í 1 Vi klst. löngu h’léi milli þátta og eftir sýningu. Önnur frú Kong „Ég útskrifaðist um páskana, fór eftir það heim til Islands og gifti mig og tók síðan við starf- inu í Glyndebourne stuttu síðar. Ég var ráðin til að byija með í svokallaða „understudy" deild og syng í óperukórnum og þess háttar en fékk svo tækifæri til að spreyta mig á sviðinu þegar ég söng aðalhlutverkið í nútima- óperunni „the second ms.Kong", eða önnur frú Kong, eftir Harri- son Birtwistle i forföllum aðal- söngkonunnar." Þóra sagði að þetta hefði verið frábært tæki- færi og nú væri bara að bíða og sjá hvaða verkefni fylgja í kjöl- farið, en sýningum á þessari óperu er lokið. Þóra verður í Glyndebourne út ágústmánuð en siðan fer hún með hóp frá óperunni í söng- ferðalag um England fram að jólum. Aðspurð sagðist Þóra ekki vita hvað tæki við eftir það. Hún og maður hennar, sem er að ljúka prófi á næsta ári frásama skóla og Þóra, ætla að vera á Englandi þar til hann útskrifast. „Annars er bara að bíða og sjá hvaða tækifæri gef- ast í óperuheiminum, í þeirri miklu samkeppni sem þar ríkir, ég ertilbúin að fara hvert þang- að sem gotttilboð býðst,“ sagði Þóra. Norræn brávallabirta TÓNLIST Hallgrímskirkja KIRKJULISTAHÁTÍÐ Otto Olsson: Te Deum; Requiem. Charlotte Nilson (S), Inger Blom (A), Lars Cleverman (Bar.), Anders Lorentzson (B). Gustav Vasa Óratór- íukórinn og hljómsveit úr Kgl. sænsku hirðhljómsveitinni u. stj. Anders Ohlsons, sunnudaginn 18. júní. ÞVÍ betur sem menn kynnast verkum stórmeistara tónsögunnar, því meira spennandi verða „smá- meistarar" nágrannalandanna. Eru það öfugmæli? Ekki ef menn heillast af leitinni að hinu óvænta. Það er ekki bara vegna mæli- stikunnar á ódauðleika hinna stærstu sem litlu spámennirnir veita; hvað eftir annað finnast hjá þeim tónsmíðar sem standa fylli- lega fyrir sínu. Það er gömul saga og ný, að tónskáld Norðurlanda meginlandsins hafa mjög viljað fara fyrir ofan garð og neðan hjá íslenzkum tónlistarunnendum. En þeir sem voru svo lánsamir að sækja lokatónleika Kirkjulistahá- tíðar í Hallgrímskirkju á sunnu- dagskvöldið var, munu nú hafa fengið smjörþefinn af téðri opin- berun, hafi hún þá ekki vitrast þeim fyrr, því Drottinsþakkargjörð (1910) og Sálumessa (1903) sænska tónskáldsins og organist- ans Ottos Olssons (1879-1964) reyndust vissulega hin áheyrileg- ustu tónverk. Nú skal ósagt látið, hversu frumleg þessi hálfgerðu æskuverk organistans í Gustav Vasa-kirkju Stokkhólmsborgar á fyrri hluta aldarinnar kunna að þykja nútíma- eyrum. í því sambandi er út af fyrir sig sorglegt, hversu lítið draup af kirkjuverkum frá penna kannski frumlegasta tónskálds Norðurlanda allra tíma: Carls Ni- elsens. Áhrifin frá franska orgel- skóla aldamótanna á Otto Olsson virtust t.a.m. nokkur. Lengd verk- anna var einnig í drýgra lagi; t.d. stóð sálumessan í rúma klukku- stund, og hefði tónskáldið í dag sennilega verið hvatt til að stytta verkið á nokkrum stöðum, enda munu nútímahlustendur eirðar- minni en aldamótakynslóðin. Engu að síður bar ritháttur beggja verka vott um óvenju gott vald á tónskáldskap hjá jafnung- um höfundi fyrir hljómsveit, orgel og kór. Stíllinn var að vísu íhalds- samur, jafnvel fyrir sinn tíma, en hin barokk-blendna síðrómantík Olssons gerði sig víðast hvar mjög vel, og ákveðinn torskilgreinanleg- ur ferskleiki meira en jafnaði ýms- ar „klissjur“ aftan úr öldum, svo að óundirbúið hefði verið í meira lagi örðugt að tímasetja verkin með heyrninni einni. Áberandi var uppbygging tónhendinga í se- kvenzum, sennilega ein forsendan fyrir lengd beggja verka, en inn á milli kom svo ávæningur af óvænt- um blæbrigðum, eins og t.d. af ortódoxum rússneskum kirkjukór í lokin á Te Deum. í því verki mátti einnig heyra smá enduróm af Dvórák og dálæti hans á la, sjötta tóni dúrskalans, sem Deryck Cooke telur ígildi jafnvægis og vellíðunar. Bæði verkin voru falleg og virðuleg kirkjutónlist, er gat minnt á ensku biskupakirkjumúsík með þéttriðnum innslögum frá frönsk- um, þýzkum og slavneskum tón- listarheimi; áferðarfalleg og tær, þrátt fyrir þykkildislegan kórsatz. Dramatísku augnablikin voru einnig nokkur, t.d. var Sanctus í Requieminu með þeim herskáustu sem undirritaður hefur heyrt á þeim venjulega kyrrláta stað í lit- úrgíunni — ketilbumbur og lúðra- köll — og leiddi helzt hugann að upphafi Brávallaorrustu í dag- renningu. Því angurblíðara var niðurlag verksins, ljómað norrænni mið- sumarbirtu, og hefði þar eins mátt Mikið hallæri KVIKMYNPIR Saga bíó BRADY FJÖLSKYLDAN (THE BRADY BUNCH MOVIE) 0 Leikstjóri Betty Thomas. Handrits- höfundur Laurice Elewany. Tónlist- arval Steve Tyrell. Aðalleikendur Shelley Long, Gary Cole, Michael McKean. Bandarísk. Paramount 1995. BANDARÍKJAMENN eru um þessar mundir sólgnir í að gera kvikmyndir eftir gömlum sjón- varpsþáttum þó afraksturinn hafi verið upp og ofan. Nú er búið að dusta rykið af The Brady Bunch, vinsælum þáttum sem lifðu sitt fegursta á öndverðum áttunda ára- tugnum. Þeir fjölluðu um Brady fjölskylduna, ekkil og ekkju sem hófu sambúð, hvort með þrjú börn í eftirdragi. Hann með drengina, hún lagði til telpumar. Þetta voru meinlausir uppákomugamanþættir þar sem gert var góðlátlegt grín að vammlausu millistéttar fjöl- skyldulífi þar sem allir voru síbros- andi út að eyrum. Allt ósköp pent og settlegt, víðsfjarri stressi og stjórnleysi samtímans. Brady fjöl- skyldan er dæmigerð einsbrand- aramynd þar sem þessari hvítsk- rúbbuðu, tvítugu familíuímynd er grýtt inní tíunda áratuginn. Allt lagt uppúr hinu hallærislega yfir- bragði Bradyanna en það vantar mikið uappá að áhorfendur brosi nokkurntíma útí annað, hvað þá bæði munnvikin. Útkoman eitt allsheijarhallæri sem fær mann til að skima á klukkuna á fimm mín- útna fresti. Svo mikið er víst að ekki eykst hróður Shelley Long eftir þessa uppákomu, en hún leik- ur frú Brady. (Ef minnið svíkur ekki þá bregður leikkonunni sem fór með það hlutverk á skjánum, hér fyrir í hlutverki ömmunnar). Leikstjórnin er lífvana, handritið dáðlaus smáaurasúpa, leikurinn steingeldur. Útkoman einhver leið- inlegasta mynd ársins, þó ekki hafi vantað samkeppnina. Brady fjölskyldan tók smá fjörkipp í kvik- myndahúsum fyrstu dagana sem hún var sýnd vestan hafs, þar hafa verið á ferð gamlir kunningjar hennar frá sjónvarpstímunum. Það er eina sennilega skýringin á lífs- markinu. Sæbjörn Valdimarsson heyra fyrir sér texta Völuspár: Falla forsar/flýgr örn yfír/sá er á fjalli/fiska veiðir. Sænskir kórar eru nafntogaðir fyrir raddgæði, og Óratóríukór Gustavs Vasa stóð vel undir orð- spori, enda þótt einnig þar í Iandi virðist, líkt og hérlendis, vera hlut- fallslega betra framboð af kven- en karlaröddum. Einsöngvararnir stóðu sig einnig vel, en meðal þeirra vakti þó hin sérkennilega málmklingjandi altrödd Ingerar Bloms mesta eftirtekt; gat hún stundum minnt á einskonar dimma útgáfu af Gondulu Janowitz á vel- mektardögum. Stjórn Anders Ohlsons var ör- ugg og ekki sízt athygli verð fyrir gott vald hans á veikum styrk, þegar við átti. Beztu hliðar tón- verkanna nutu sín að fullnustu í gímaldi Hallgrímskirkju, enda auðheyrt, að Olsson samdi þau fyrir stórt hús og mikinn hljóm- burð. Þetta var reisulegt niðurlag á kirkjulistahátíð og veitti um leið kærkomna innsýn í tónmenningu bræðraþjóðar, sem lengi hefur leg- ið í þagnargildi. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.