Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KJÖR OG KOSTNAÐUR ALÞIN GISM ANN A Breytingum á greiðslum til þingmanna er yfirleitt tekið með tortryggni og stundum hefur verið ástæða til. Þær breytingar, sem gerðar voru skömmu fyrir frestun þinghalds í síðustu viku á kjörum ein- stakra embættismanna þingsins og kostnaðargreiðsl- um eru hins vegar eðlilegar og tímabærar. Þannig er það mikilvæg viðurkenning á stöðu Al- þingis, að forseti þingsins á nú að njóta sömu starfs- kjara og ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Lagaákvæðin þar um hljóta að verða túlkuð svo að þingforseti, sem æðsti maður og fulltrúi löggjafarsamkundunnar og einn af handhöfum forsetavalds í fjarveru forseta lýð- veldisins, njóti sömu kjara og virðingartákna og for- sætisráðherra, sem er æðsti maður framkvæmdavalds- ins. Þá er eðlilegt, að varaforsetar Alþingis og formenn þingnefnda og þingflokka njóti launauppbótar. Slíkt tíðkast víða í nágrannalöndum okkar og er ekki nema eðlilegt, miðað við þá ábyrgð, sem þessir þingmenn takast á hendur. Hlutverk formanna fastanefnda Al- þingis hefur til dæmis breytzt eftir sameiningu deilda þingsins og embætti nefndarformanna hefur mun meira pólitískt vægi en áður. Formenn þingnefnda geta verið miklir áhrifamenn í stjórnmálum eins og störfum þingsins er nú háttað. Það er sömuleiðis eðlilegt að tryggja þingmönnum viðunandi vinnuaðstöðu og aðstoð við upplýsingaöflun. Þingmenn þurfa að fylgjast með og eðlilegt, að Al- þingi greiði kostnað þeirra af blaða- og bókakaupum svo dæmi séu nefnd. Þrátt fyrir að kostnaður Alþingis vegna þessara liða kunni að aukast eitthvað með breyttum lögum, er ljóst að starfsaðstaða íslenzkra þingmanna er til muna lakari en starfssystkina þeirra í flestum Vestur-Evrópuríkjum. Það er fullkomlega óeðlilegt, að þingmenn, kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, búi við lakari starfsskilyrði en t.d. deildarstjórar í ráðu- neytum. Verði heimild í lögunum nýtt, um að greiða megi ýmsan kostnað með fastri greiðslu, hlýtur hins vegar sú eðlilega krafa að koma upp, að þingmenn sýni fram á, að þeim fjármunum hafi verið ráðstafað eins og til er ætlazt í lögunum. Reglur þær, sem forsætisnefnd Alþingis mun setja, hljóta að tryggja slíkt. í lögunum er tekið tillit til ýmissa breyttra að- stæðna, til dæmis þeirra, að margir þingmenn, sem búsettir eru utan Reykjavíkur, aka nú dag hvern á milli heimilis síns og þingstaðarins. Þá er einnig gert ráð fyrir því, að þingið greiði kostnað við ferðalög þingmanna um kjördæmi. Astæða er til að fagna afnámi þeirra fráleitu reglna, sem giltu um greiðslu húsnæðiskostnaðar alþingis- manna og kváðu á um að greiðsla færi eftir því hvar þeir skráðu lögheimili sitt, en ekki hvar þeir héldu heimili eða hefðu vinnuaðstöðu í raun. Þessar reglur buðu upp á misnotkun og er vel að þeim hefur verið breytt. Það má aldrei verða svo, að hæfir einstaklingar fáist ekki í framboð til Alþingis vegna þess, að þeir hafi ekki efni á því. Víða um lönd og þá ekki sízt í Bandaríkjunum er stjórnmálaþátttaka meira og meira bundin við efnamenn. Þingmennsku hér fylgir umtals- verður kostnaður vegna ferðalaga og af öðrum ástæð- um, sem er svo mikill, að venjulegir launamenn, sem sitja á þingi hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að standa undir þeim kostnaði. Þær umbætur, sem gerðar hafa verið með lögunum um þingfararkaup og þingfararkostnað, eru skref í átt til þess að bæta starfsskilyrði alþingismanna. Þar er þó umtalsvert starf óunnið, og ekki sízt undir þing- mönnum sjálfum komið hvernig tii tekst. Fjárhagsstaða Akureyrar 1990-94 1990 1991 1992 1993 1994 -696 S-ixX'Uöi: í milljónum kr. á verðlagi í árslok 1994 *öbb Fjárhagsstaða Garðabæjar 1990-94 1990 1991 1992 1993 1994 í milljónum kr. á verðlagi í árslok 1994 Fjárhagsstaða ísafjarðar 1990-94 1990 1991 1992 1993 1994 I -181 vj -257 ’238 -322 verðlagi í árslok 1994 Fjárhagsstaða Kópavogs 1990-94 1990 1991 1992 1993 1í Sveitarfélög rifa seglin Staða sveitarfélaga versnaði á síðasta ári og rekstrarkostnaður þeirra þrengir æ meir svigrúm til greiðslu skulda. Ragnhildur Sverrísdóttir kynnti sér fjárhagsstöðu nokk- urra sveitarfélaga og þær skýringar sem nefndar hafa verið. SKÝRT hefur verið frá því að fjárhagsstaða Reykjavíkur- borgar sé nú neikvæð um rúma 8,7 milljarða króna og að á síðasta ári hafi 96,4% af skatttekjum borgarinnar farið í rekstur málaflokka. Þegar rætt er um fjárhagsstöðu sveitarfélags er átt við peningaeign þess að frádregnum öllum skuldum. Þessi reikningsskilaaðferð er viðhöfð þar sem hún sýnir þá stöðu, sem sveitarfélögin verða að taka mið af, enda gildir annað um þau en venju- leg fyrirtæki, því í flestum tilfellum getur sveitarfélag ekki losað um fé með sölu eigna sinna. Neikvæð staða Kópavogs 2,8 milljarðar Ef fyrst er litið á stöðuna í Kópa- vogi, þá er peningaeign sveitarfé- lagsins, að frádregnum öllum skuld- um, nú neikvæð um 2,8 milljarða króna, en á síðasta ári var sama tala 1,7 milljarðar. Það skal tekið fram, að þegar hér er vitnað til eldri talna eru þær framreiknaðar miðað við lánskjaravísitölu. Á fimm ára tímabili hefur staðan í Kópavogi 'versnað um 1,6 milljarða, því árið 1990 var hún neikvæð um 1.267 milljónir, árið 1991 neikvæð um 1.604 milljónir, árið 1992 nei- kvæð um 1.655 milljónir, árið 1993 nam hallinn 1.726 milljónum og í fyrra, eins og áður sagði, var staðan neikvæð um 2,8 milljarða. 81% af brúttóskatttekjum sveitarfélagsins fór í rekstur málaflokka, en hefur áður verið um 70-72%. Rekstur málaflokka 79% af skatttekjum Akureyrar Á Akureyri sýnir niðurstaða árs- reiknings nú rúmar 440 milljónir í mínus. Við fýrstu sýn gæti þar virst mikill bati, því í fýrra var fjárhags- staðan neikvæð um 696 milljónir, um 621 milljón árið 1992, 560 millj- ónir árið 1991 og 538 milljónir árið 1990. Skýringin á þessu er þó sú, að Akureyrarbær hefur nú stofnað sérstakt fyrirtæki, Húsnæðisskrif- stofu Akureyrar, um 130 leiguíbúðir bæjarins, en ef húsnæðislán vegna þeirra væru inni í tölunni fyrir síð- asta ár, líkt og þau voru árin á und- an, þá væri fjárhagsstaðan neikvæð um 866 milljónir og þar eru töluverð umskipti frá 1993. Rekstur málaflokka tók 79% af brúttóskatttekjum Akureyrar í fyrra, en 72-73% árin á undan. Garðabær í Garðabæ er fjárhagsstaðan nei- kvæð um 666 milljónir króna og hækkaði um 97% frá árinu 1993, þegar hún var neikvæð sem nam 338 milljónum. Það ár hafði orðið 106% hækkun frá 1992, þegar fjárhags- staðan var neikvæð um 164 milljón- ir. Árið 1991 var staðan 127 milljón- ir í mínus og árið 1990 205 milljónir. Þrátt fyrir neikvæða fjárhags- stöðu sem nemur 666 milljónum stendur Garðabær ágætlega að vígi og rekstur málaflokka sem hlutfall af skatttekjum var 71% á síðasta ári, 72% næstu ár þar á undan, en um 65% árin 1990 og 1991. Hlutfallið hækkar á Seltjarnarnesi Á Seltjarnarnesi var fjárhagsstað- an neikvæð sem nam 274 milljónum á síðasta ári, 244 milljónum árið 1993, 281 milljón árið 1992, 188 milljónum árið 1991 og 122 milljón- um árið 1990. Rekstur málaflokka sem hlutfall af skatttekjum var í fyrra 82%, en næstu þijú ár á undan um 72-73% og árið 1990 60%. Jákvæð umskipti á ísafirði Hjá ísafjarðarkaupstað er fjár- hagsstaðan neikvæð um tæpa 181 milljón króna. Þar hafa orðið jákvæð umskipti, því árið 1993 var hún nei- kvæð um 238 milljónir, 258 milljónir árið 1992, 323 árið 1991 og 370 árið 1990. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, bendir á að þrátt fyrir bættan hag bæjarsjóðs verði að líta til mikilla skuldbindinga bæjarins, t.d. vegna sorpbrennslu. Rekstur málaflokka tók í fyrra 69% af skatttekjum, 77% árið 1993, og á bilinu 62-65% næstu þijú ár á undan. Sparnaður ríkisins - útgjöld sveitarfélaga Til skýringar versnandi stöðu hef- ur borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nefnt að sparnaðarað- gerðir ríkisvaldsins hafi bitnað harkalega á sveitarfélögunum og benti hún m.a. á kostnað af margvís- legum úrræðum í atvinnumálum, aukinni íjárhagsaðstoð og annarri félagslegri þjónustu. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi tekur í sama streng og segir það ótrúlega skammsýni að ætla sveitarféiögunum að bjarga at- vinnuástandinu með því að flýta framkvæmdum eða skapa nokkur svokölluð átaksverkefni. Hann bend- ir á, að álögur, sem ríkisvaldið hafi velt yfir á sveitarfélög, geri ástandið enn verra. Þannig hefðu 78% af skatttekjum Kópavogsbæjar farið í rekstur málaflokka á síðasta ári, en ekki 81%, ef bærinn hefði ekki þurft að greiða í atvinnuleysistrygginga- sjóð. Þá hefði bærinn þurft að sjá miklu fleiri fyrir sumarstarfi en venjulega, eða 430 í stað 170. Þetta eigi við um fleiri sveitarfélög. Sigurður segir tal um atvinnuleysi ófijótt og ruglingslegt. „Það er ekki hægt að einblína á að sveitarfélögin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.