Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN ARNGRÍMSDÓTTIR + Guðrún Arn- grímsdóttir fæddist á Hellis- sandi 10. október 1901. Hún lést á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 12. júní sl. Foreldrar hennar voru Arn- grímur Bergmann Arngrimsson og Jóhanna Magnús- dóttir, oftast kennd við Landakot á Álftanesi. Guðrún var sú fjórða í röð- inni af sjö systkin- um. Hin hétu Guðjón, Sæmund- ur, Sólborg, Bryndís, Dagbjört og Jóhannes, en þau eru öll látin. Eftir lifir Kristján Odds- son fósturbróðir þeirra. Kjör- dóttir Guðrúnar var Randi Amgríms, en hún Iést fyrir fimm árum. Maki hennar var Gunnar Ólafsson sem einnig er látinn. Gunnar og Randi áttu fimm_ böm og þau heita Jóhanna, Ólafur, Gunnar, Karl og Tryggvi. Langömmubörnin eru orðin 11. Guð- rún bjó lengst af í Reykjavík, byggði á fimmta áratugn- um Marbakka á Álftanesi og bjó þar um skeið. Síðar bjó hún á Baldurs- götu 12, Reykjavík. Arið 1985 flyst Guðrún heim til dóttur sinnar, en var síðast á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur við Egilsgötu. Guðrún fór ung til Kaupmannahafnar þar sem hún lærði kjólasaum og vann síðan alla tíð með sinn eigin rekstur sem kjólameistari og tískufrömuður. Var með Saumastofu Guðrúnar, versl- unina Tískuna á Laugavegin- um og síðast verslunina Bezt, sem hún var oft kennd við. Guðrún var jarðsungin í kyrrþey að ósk sinni. ELSKU amma! Nú er biðin langa á enda og þú komin úr góðum hönd- um í betri. Núna líður þér vel. Eft- ir að ég kvaddi hann föður minn í hinsta sinn, blessuð sé minning hans. Brosið! sem hvíldi á vörum hans sagði mér að eitthvað gott, eitthvað yndislegt biði hans. Sá gamli var nú hálfhræddur við hið ókomna. Blærinn yfir brosi hans var sérstakur og er mér enn í fersku minni. Skilaboðin voru skýr, það var ekkert að óttast. Mamma hefur beðið hans með sínum yndisfasa eins og hennar var vani og nú ert þú komin til þeirra. Þjáningum þín- um er lokið, amma mína. Þegar mér var tilkynnt að nú værir þú farin; fór um mig skrýtin tilfínning. Léttir! ég veit það ekki. Ég vildi samt að ég hefði verið þér hjá og haldið í höndina á þér þegar þú kvaddir. Það er bara svo erfítt að ná í mig þar sem ég er í dag. Staður og stund skiptir heldur ekki máli. Ég fór inn í klefann minn, kveikti kertaljós og gleymdi stað og stund og bað guð um að taka þig í sínar hendur og lét hugann reika til þeirra tíma þegar þú varst og hést. Minningamar sem þú skil- ur eftir í hjarta mínu eru traustar, góðar og yndislegar. Mér þótti alltaf vænt um þegar þú baðst mig um að koma til þín á Baldursgötuna. I seinni tíð voru hlutirnir farnir að detta úr sam- hengi hjá þér; án þess þó að ég t Við tilkynnum kætum vinum andlát RUDOLF WEISSAUER málara og grafísks listamanns, f. 17. 5.1924, d. 31.5.1995. Christa Weissauer og fjölskylda, Alois-Wohlmuthstr. 13, D-81545 Miinchen. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR H. BJARNASON fyrrv. simstöðvarstjóri, Holtsbúð 27, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 23. júní nk. kl. 13.30. Bryndis Bjarnason, Camilla Bjarnason, Garðar Sverrisson, Pétur Bjarnason, Herdís Gunnlaugsdóttir, Elísabet Bjarnason, Ingi B. Guðmundsson, Bryndís Bjarnason, Þórður J. Skúlason, Hildur Bjarnason, Jean Posocco, Hörður Bjarnason, Kristín Pálsdóttir og afabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og fósturfaðir, JÓNVIGFÚSSON skipstjóri, Hraunbæ 114, Reykjavfk, er lést í Landspítalanum miðvikudaginn 14. júní, verður jarðsunginn frá Nes- kirkju fimmtudaginn 22. júní kl. 15.00. Valgerður Sverrisdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sverrir Jónsson, Halldóra S. Sveinsdóttir. MINNINGAR gerði mér fulla grein fyrir því fýrr en ég hafði sett upp reykskynjar- ann. Ég get ekki annað en brosað í gegnum tárin þegar ég hugsa til þess tíma; þegar þú hringdir í mig nokkrum dögum síðar og sagðir við mig að reykskynjarinn virkaði ekki. „Ekkert mál, amma mín, ég kem,“ sagði ég. Þegar ég kom nokkrum klukkustundum síðar og spurði hvað væri að. „Það heyrist ekkert í þessu nýja tæki,“ sagðir þú. „Það er eðlilegt", sagði ég „það er enginn reykur og ekki sé ég neinn eld.“ Ég man alltaf eftir svipnum á þér og eftir smástund fórstu að hlægja og fussaðir „enginn eldur ekkert píp, meinarðu“. „Jaá, þannig virkar þetta ónýta tæki sem betur fer,“ sagði ég; Síðan hlógum við að öllu saman. Ég veit ennþá hvernig hlát- ur þinn hljómar. Hann var smit- andi, amma, það vita allir sem þig þekkja. Þú varst sérstök kona. Þannig man ég þig. Þessi grein á bara að vera stutt en ég gæti skrifað langa æviminn- ingu um það sem á daga okkar hefur drifið. Margir erfiðleikar hafa hent okkar íjölskyldu en við höfum alltaf náð að leysa þá með þeim boðskap sem okkur var kenndur í æsku af þér, mömmu og pabba. Ég vinn mikið út frá þeim boðskap í dag. Þegar ég skrifa þessa grein man ég eftir þvi þegar Gummi bróðir var sendur til íslands í þínar hend- ur. Skrýtið, hann er minn eini raun- verulegi bróðir í dag sem ég ber virðingu fyrir og Jóhanna systir hefur reynst mér vel, enda voru þau bæði undir þinni leiðsögn. Ég bið þig um að taka hina tvo, amma mín, undir þinn verndarvæng og láttu þeim fátt um fínnast um hið liðna; og huga að hinu komanda. Annars er Kalli nú alltaf jafnhugul- samur. Þegar ég var fertugur þá gaf hann mér litla bók í afmælis- gjöf sem hefur að geyma mörg góð vers. Eitt þeirra segir: Krefjast skaltu mikils af sjálfum þér; vænztu lítils af öðrum; Færra mun þá valda þér ama. Hann hefur eflaust verið að biðja mig um að taka tillit til sín á einn eða annan hátt; og það geri ég í dag, amma. Hann meinar vel sá litli, og hann sér líka um útför þína, og gerir eflaust með heiðri og sóma. Hann veitti mér þann heiður að fá að bera þig síðustu sporin. Ég man alltaf eftir því þegar þú varst að fara með versin þín í gamla daga og eflaust ertu með mér hér núna þegar ég skrifa þessi orð klukkan fjögur að nóttu og lætur mig fletta áfram í þessari góðu gjöf, og bend- ir mér á annað vers sem segir heil- margt um mig sjálfan: Takist þér ekki að una því að aðrir 'eru þér ólíkir, ertu víðs fjarri leið vizkunnar. Það er svo furðulegt, það er eins og einhver stýri lífi mínu í rétta átt í dag. Ég er farinn að viðurkenna fýrir sjálfum mér að ég er ekki fullkominn. Ég hef oft verið skammaður fyrir að segja mína meiningu, en ekki hjá þér, amma. Þú hafðir gaman af þvi, „en stund- um má kyrrt liggja", eins og það er orðað. Það var alltaf svo gott að fá að koma til þín. Það klikkaði aldrei. Alltaf varst þú með tilbúið ristað brauð og Spur cola. Stundum var brauðið kalt. En það var þarna. Veikindi þín voru farin að segja til sín, amma mín. Hvemig áttir þú að vita að ég kæmi ekki um leið og brauðið var ristað; en ég borð- aði það alltaf með bestu lyst. Þú gerðir þitt besta alveg þangað til að þú gast ekki meir, þú varst sterk, amma. Stundum koma ída niður, hún var yndisleg. Ég sakna jólanna með ykkur á Baldursgötunni, sem við áttum öll saman með góðu eplat- ertunni og öllu tilheyrandi. Á hveij- um jólum hugsa ég til þessa tíma og fer yfir farinn veg. Einu sinni eftir að pabbi dó, ég var skilinn við Stellu og bjó í Suðurhólunum, þá héldum við Gunni bróðir jólin einir alveg eins og þau voru í gamla daga, nema ég svindlaði aðeins á möndlugjöfinni, „það var ekki hægt annað't Þetta vom saklaus pjakka- strik. Ég fékk hana. Gunna var alveg sama, en sagði samt: „Þú svindlaðir bölvaður refurinn þinn.“ „Sannaðu það,“ sagði ég. Okkur leið vel á þessum jólum, amma mín, með okkar góðu minningar um þig, mömmu og pabba. Jóla- borðið skartaði þínum fallegu hlut- um, en eplatertuna vantaði. Eftir matinn lásum við á pakkana, einn var langur og rúnnaður, „hvað skyldi þetta vera?, sagði Gunni, „nú hrist’ann," sagði ég, það bubblaði í pakkanum. Svona pakka fékkst þú á hveijum jólum, amma mín. Gamli andinn var þama; við vorum nýbúnir að vera uppi á spítala hjá þér, eins og við vorum alltaf á jólun- um. Ég veit ekki hvort þú skynjað- ir okkur, jú ég held það; en undan- farin tvö ár hef ég ekki komist til þín. Það á sér eðlilegar skýringar. En hugur minn er hjá þér í dag og verður um framtíð alla. Mér líður vel, amma mín; ég veit að nú ert þú í góðum höndum. Ég kveð þig með þessum orðum: „Sá máttur sem gefur öllu líf er ástin.“ Hana gafst þú mér. Með henni byggi ég. Á henni læri ég; og með henni miðla ég. Ég og mínir bræður bemm þig, elsku amma, til þinnar hinstu hvild- ar með ást, stolti og virðingu. Ég bið þig fyrir kveðjur til mömmu og pabba. Segðu þeim að ég á bjarta framtíð fyrir höndum með yndislegri konu og bömum. Þau hafa kennt mér mikið undanfarin tvö ár. Ég fór loksins að hlusta. „Þetta kemur líka,“ var mamma vön að segja og klappaði kisunni. Ólafur Gunnarsson. Kæra amma mín á „Baldó“, eins og við systkinin kölluðum þig jafn- an. Nú sit ég hér á norskri gmnd meðan þú kvaddir þennan heim. Hugur minn hefur verið með þér hvern dag. Hvemig má öðruvísi vera, svo mikið sem þú gafst af þér, elsku amma mín. Þegar ég hugsa til þín og um líf þitt, fyllist ég gleði, þar sem ég á dugnaði þín- um og hugrekki að þakka tilveru mína. Minning mín um þinn tíma er mest frá flottu kjólunum sem þú hannaðir og saumaðir. Og minnist ég flottu Best-úlpunnar sem þú hannaðir og ég fékk frá þér sællar minningar. Og ekki gleymi ég ævin- týralegu húsinu þínu, Marbakka á Álftanesi. Margar myndir á ég frá þeim tíma. Þar var oft margt um manninn sem naut góðs af að sitja í blómaskálanum þínum svo ekki sé minnst á sundlaugina sem var í garðinum. Um þig væri hægt að skrifa heila bók. Það má með sanni segja, kæra amma, þú varst svo sannarlega kona langt á undan þinni samtíð. Og fyrir það og allt annað elskaði ég þ>g- Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði að nú væri hún amma mín farin sinn veg, var að nú kæmi ég heim til íslands til að fylgja þér til hvílu. En inni í mér var sem ein- hver vildi benda mér á aðra leið. Eins og þú, elsku amma, sem ekki fórst troðnar slóðir, tók ég ákvörðun að láta styrk þinn heldur flæða yfír mig á norskri grund, og nota síðan orkuna til að snúa lukkuhjóli fjöl- skyldunnar sem þú settir í gang á sínum tíma. Eins og þú mun ég nota tímann vel. Lífið hefur kennt mér að leiðir okkar liggja saman á ný- Þín dótturdóttir, Jóhanna Gunnarsdótir. + Björn Rúnars- son fæddist á Þverfelli í Lundar- reykjadal 30. nóv- ember 1975. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 11. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lundar- kirkju 19. júní. KVÖLDIÐ 30. nóvem- ber 1975 man ég eins og það hefði gerst í gær eða fyrradag. Þá bauð Rúnar okkur, nokkrum skóla- og vinnufélögum til sín á heimili sitt á Hvanneyri að samfagna fæðingu frumburðar síns og Ingu Helgu. Rúnar var hinn fyrsti úr þessum vinahópi að ná þeim áfanga á þroskabrautinni að eignast bam. Drengurinn hlaut við skím nafn- ið Bjöm, nafn móðurafa og langa- langafa Bjöms Sveinbjömssonar á ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Þverfelli. í fmm- bernsku flutti hann með foreldrum sínum, Rúnari Hálfdánarsyni og Ingu Helgu Bjöms- dóttur, frá Hvanneyri að Þverfelli í Lundar- reykjadal, þar sem þau reistu sinn bæ í túni foreldra hennar og hófu búskap í félagi við þau. Á Þverfelli óx Björn litli úr grasi, fallegur og sviphreinn drengur, við mikið ástríki for- eldra sinna og ekki var hann síður eftirlæti afa og ömmu, sem hann var svo lánsamur að njóta samvista við, nær daglega. Sex ára gamall eignaðist hann bróður sem var honum mjög kærkominn. Urðu bræðurnir mjög samrýndir þó ald- ursmunurinn væri nokkur. Hugur Björns stóð snemma til hvers konar véla og tækni, jafnt véla af þyngri gerðinni sem tölvu föður hans. Eftir grunnskólapróf frá Kleppjámsreykjaskóla hóf hann nám í vélvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi vorið 1994. Það sumar gerðist hann vinnuvéla- og vörubílstjóri hjá frænda sínum, Sigurði á Hellum í Bæjarsveit. Bjöm reyndist gætinn og traustur starfsmaður og góður vinnufélagi, með góða nærveru. Hinn 12. júní sl. bárust þau ótíð- indi að Björn væri fársjúkur og tví- sýnt um líf hans. Lífið laut í lægra haldi í þeirri baráttu og Björn lést að kvöldi þess dags á sjúkrahúsi í Reykjavík. Við slík óvænt sorgartíð- indi setur mann hljóðan. Ekki tjáir að spyija hvers vegna Björn Rún- arsson var hrifínn á brott á morgni lífsins, enginn getur gefíð svör við því. Hitt er Ijóst að hann skilur aðeins eftir góðar minningar hjá sínum nánustu og öðrum sem kynntust honum á stuttu æviskeiði. Ungmenni um tvítugsaldur hafa að jafnaði ekki markað sér rými í samfélaginu. Þess mátti vænta að uppmni og uppeldi Björns á Þver- felli hefði reynst honum haldgott veganesti í lífsbaráttunni og gert hann að góðum og nýtum Islend- ingi. En enginn flýr örlög sín, tími hans var markaður hér og nú. Nú þegar harmaský grúfa yfir heimilinu á Þverfelli, vil ég senda aðstandendum hans þar og annars staðar mínar innilegustu samúðar- kveðjur, með þeirri hughreystingu sem fínna má í orðum skáldsins frá Bólu í Blönduhlíð: Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. Haukur Júlíusson, Hvanneyri. BJÖRN RÚNARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.