Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 3í ' ÞORA GÍSLADÓTTIR -j- Þóra Gísladótt- ■ ir var fædd á Eskifirði 21. júli 1916. Hún lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Daníels- son, f. á Viðborði í Skaftafellssýslu 1881, bóndi á Kömbum í Reyðar- firði, síðar verka- maður í Keflavík, og Sigurbjörg Jónsdóttir, f. í Pap- ey 1885, uppalin á Rannveigar- stöðum í Alftafirði. Þóra var sjötta í röðinni af ellefu börnum þeirra. Hún fluttist til Keflavík- ur með foreldrum sínum 1936 og bjó þar síðan. 1938 giftist Þóra Ole Olsen, f. 8. mars 1908, sjómaður frá Toftum í Færeyjum, d. 13. júní 1979. Börn þeirra eru: 1) Ragnar, f. 10. des- ember 1940, búsett- ur á Hellissandi, maki Kristín Jóns- dótdr. Þau eiga fjögur börn. 2) Ra- kel, f. 17. janúar 1942, búsett í Stykk- ishólmi, maki Ágúst Sigurðsson, d. 8. mars 1993. Þau eiga fjögur börn. 3) Stella, f. 21. febrúar 1946, búsett í Kefla- vik, maki Birgir Ólafsson. Þau eiga tvö börn. 4) Jónína, f. 23. júlí 1952, búsett í Keflavík, maki Ásgeir Þórðarson, hennar börn eru fjögur. Útför Þóru fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. MEÐ þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja Þóru. Ég á vissulega eftir að sakna þess að geta ekki farið í heimsókn til henn- ar með Ragnheiði Rakel, langömmubarnið hennar, því þang- að var bæði gott og gaman að koma. Alltaf var tekið vel á móti okkur og það var svo notalegt að sitja og spjalla saman. Þóra átti þá dásamlegu gæfu að vera alltaf létt í lundu og hún kvartaði örsjaldan þrátt fyrir erfið veikindi en tók þeim með stillingu og styrk. Fyrsta langömmubarnið hennar, Ragnheiður Rakel, fæddist 1992 og var Þóra ánægð að fá eitt slíkt, enda löngu kominn tími til þess að hennar mati. Strax fyrsta daginn var hún komin til að sjá barnið þrátt fyrir að hún hafi verið veik og þótti mér mjög vænt um áð hún skyldi leggja þetta á sig. Ávallt síð- an hugsaði hún vel og fallega um Ragriheiði Rakel sem var lánsöm að hafa átt svo góða langömmu, þótt hún nyti hennar alltof stutt. Ég held að það sé ekki ofmælt að segja að Þóra hafi verið sönn og góð kona með hreint og óspilit hjarta. Pjölskyldan hefur misst mik- ið og ég vil votta elsku Rakel, Stellu, Jónínu Ragnari, barnabörnum og barnabarnabörnum mína innileg- ustu samúð. Guð gefi ykkur styrk. Ég veit, Þóra mín, að nú á ég einum vininum fleira hinum megin og hugga mig við að nú líði þér vel og sért laus við sársaukann. Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur. Kærleikurinn deyr aldrei. Þín, Ragnheiður. Okkur frændsystkinin langar til að minnast ömmu Þóru í nokkrum orðum. Á svona tíma rennur það upp fyrir okkur Tiversu mikið við höfum misst og minningarnar streyma fram í huga okkar. Amma okkar var ekki aðeins amma okkar heldur einnig stoð okkar og stytta sem afar gott var að leita til, enda vorum við ekki ein um að leita til hennar í sorg og í gleði, því marga vini átti hún er sóttu hana heim. Það var sama hvað bjátaði á, hún tók öllu með jafnaðargeði og gat ætíð gefið okkur góð ráð. Amma var sérstaklega skilningsrík og oft eins og hún hefði staðið i okkar sporum sjálf einhvern tímann á lífs- leiðinni. Fyrir okkur voru það mikil forréttindi að eiga hana ömmu að. Hún var laus við fordóma, ætíð hvetjandi og afar raunsæ, einnig var hún vel að sér í öllu því sem var að gerast í kringum hana, hvort sem það var eitthvað sem varðaði ijölskyldu hennar eða þjóðfélags- mál. Það var sama hvort það var körfubolti eða pólitík, hún hafði skoðanir á því og alltaf var hún tilbúin að taka þátt í því sem við vorum að gera. í hverri viku komum við innan úr Reykjavík til að njóta samveru- stunda með ömmu Þóru og það sýnir glöggt hversu gott okkur þótti að koma til hennar. í hvert sinn er við komum til ömmu dekraði hún við okkur, bauð okkur í mat eða í kaffi þar sem að amma bauð okkur uppá nýbakaða köku eða kleinur. í minningu okkar geymum við mynd af konu sem var einlæg og hlý. Kæra amma, þakka þér innilega fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman. Minningin um þig lifir í hjarta okkar. Agnar og Telma. Ein af þeim góðu konum sem ég kynntist þegar ég fór að vinna í fiski í Keflavík hf. var Þóra Gísla- dóttir, ég var oft búin að sjá hana hér í Keflavík, ég vissi að hún var gift manni ættuðum frá Færeyjum sem ég hafði aldrei séð. Einn af starfsmönnum sem vann þá í frysti- andi og smitandi hlátri sem ég átti svo oft eftir að heyra síðan. Þóra var mjög traust og skemmtileg kona, hún var svo fljót að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum, það voru oft fjörugar umræður í kaffitímunum í frystihúsinu. Þarna unnu á sama tíma konur sem áttu eftir að koma mikið við sögu hjá Verkakvennafélagi Keflavíkur og Njarðvíkur, svo það var ekki nein tilviljun að umræðuefni var um verkalýðsmál, þjóðfélagsmál og fleira í þeim dúr og í umræðunni var oft búið að breyta þjóðfélaginu í fyrirmyndarríki, það var svo auð- velt að hrífast með og blanda sér í umræðumar. Þegar ég lit til baka finnst mér það svolítið merkilegt að á þessum vinnustað unnu á sama tíma fjórar konur sem allar áttu eftir að eiga það sameiginlegt að verða formenn Verkakvennafélagsins. Skömmu eftir að ég kynntist þessum konum var auglýstur aðalfundur í Verka- kvennafélaginu, við mættum flestar á fundinn, því nú átti að kjósa nýj- an formann. Þóra var valin til for- ystu þrátt fyrir mótmæli sín, en hún tók áskoruninni með þeim skilmál- um að hún yrði formaður aðeins í eitt ár sem og varð. Þóra vann alla tíð mjög vel fyrir sínar konur og var lengi í trúnaðarstörfum fyrir félagið. Eftir að Þóra lét af sem formaður tók Anna Pétursdóttir við formennsku 1968-1971. Þá tók við formennsku dóttir hennar Sigurrós Sæmundsdóttir 1971-1973 eða þar til þær mæðgur létust í hörmulegu bílslysi 3. apríl 1973. Þá tók við formennsku undirrituð og var for- maður þar til verkalýðsfélögin sam- einuðust 1989. Að taka við for- mennsku í svo stóru félagi var erf- itt. Þá var gott að leita til Þóru og fá góð ráð. Það var alltaf gaman að hitta Þóru. Hún hafði svo létta lund og hafði bætandi áhrif á alla sem henni kynntust. Ég þakka Þóru samfylgdina og votta börnum hennar og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðrún E. Ólafsdóttir. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, fósturmóður og amma, SIGRÍÐUR (DOLLA) SIGURÐARDÓTTIR, Espigerði 4, er látin. Friðrik L. Guðmundsson, Þórarinn Baldvinsson, Margreth Baldvinsson, Friðrik Óðinn Þórarinsson, Guðbjörg Friðriksdóttir, Gylfi Friðriksson. t Móðir mín, VALGERÐUR I. JÓNASDÓTTIR, Mikladalsvegi 2, Patreksfirði, lést í Vestmannaeyjum þann 18. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Bjargmundur Sigurjónsson. t FANNEY JÓNSDÓTTIR, Lönguhlið 5h, Akureyri, sem andaðist 16. júní sfðastliðinn, verður jarðsungin frá Glerár- kirkju, Akureyri, mánudaginn 26. júní kl. 13.30. Kristín Jónsdóttir, Sigurveig Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. Útför LAUFEYJAR K. BLÖNDAL fer fram frá Staðholtskirkju föstudaginn 23. júní kl. 14.00. Jarðsett verður að Hjarðarholti. Sigríður Þorvaldsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir og fjölskyldur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HILDE MARIA FREITAG PÁLSSON, Iðufelli 6, Reykjavík, sem lést á Kumbaravogi, Stokkseyri, 15. júní sl., verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 22. júní nk. kl. 13.30. Guöríður Pálsdóttir, Kristbjörn Þorkelsson, Halldór Pálsson, Hjörleifur Pálsson, Páll S. Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegustu þakkir til allra þeirra, er heiðruðu minningu elskulegrar móðursyStur minnar, frk. HALLDÓRU ÞORLÁKSDÓTTUR hjúkrunarkonu. Starfsfólki og vistmönnum Sunnuhlíðar eru færðar þakkir fyrir alúð og hlýhug. Gróa Sigfúsdóttir. t Alúðarþakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð' og hlý- hug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS S. JÓNSSONAR, Austurbyggð 17, Akureyri. Sérstakt þakklæti til starfsfólks handlækningadeildar Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar og starfsfólks dvalarheimilisins Hlíðar fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Björnsdóttir, Birgir Sigurðsson, Anna Björnsdóttir, Stefán Þorsteinsson, Þorsteinn Björnsson, Þóranna Óskarsdóttir, Jón Björnsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Björn Sigurbergsson, Aðalheiður Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.