Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ' TÆTA, EF >ETTA eR£KW| GKÁPU6UK." WERN16 HEFBKE>OþAP„HEOeA BG ERAJ ADfXþER BLOKID , HERKA Tommi og Jenni Smáfólk 1 DON'T KNOUJ..MAVBE 50ME FL0UIER5 DON'T LIKE Ég veit ekki... ef til vill líkar suraum blómum ekki að þau séu tínd... BRÉF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík 9 Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Magnúsabrandarinn er fúlasta alvara Frá Kristni Sigursveinssyni: ÞAÐ MÁ hafa gaman af klaufaskap og seinheppni fólks, sem góðlátlegu gríni, að ákveðnu marki og stund- um, kalla Hafnarfjarðarbrandara. En þegar afglöp, öfund, pólitískur vandræðagangur, slævð dómgreind og hefndarþorsti ení farin að skaða þúsundir einstaklinga í einu bæj- arfélagi, tekur brandarinn á sig al- varlegri mynd. Verk bæjarstjórnar- meirihlutans í Hafnarfirði, eru orðin að þjóðarharmleik. Þessi undarlega samsuða, lagði upp með fögur fyrirheit. Svo sem: „Siðvæðingu“, „hagræðingu", “sparnað", „menningu", „meiri at- vinnu“ „nýja stjómskipan" „bætta þjónustu" (án aukins kostnaðar) o.s.frv. Efndimar hafa hinsvegar verið nokkuð sérstakar, ef ekki und- arlegar i meira lagi. Nefnilega þær að gera alls ekkert, nema að leggja í einelti alla þá einstaklinga sem með einhverjum hætti tóku þátt í endurreisn bæjarins, eftir voðaverk „Isaidarinnar" svokölluðu, sem skildi Hafnarijörð eftir sem eyði- mörk. „Endurskoðunin", hefur reynst vera stöðugt niðurrif alls þess besta sem bærinn hefur haft upp á að bjóða undanfarin ár og þeim einstaklingum sem best hafa unnið að þessari endurreisn. Of- sóknir á hendur pólitískum and- stæðingum, svo sem eins og Guð- mundi Áma Stefánssyni, Ingvari Viktorssyni ofl. em kallaðar „sið- væðing". Hvílík öfugmæli! Stöðugar ásakanir, dylgjur, kæmmál, póli- tískar aftökur og brottrekstrar, hafa plagað Hafnarfjörð frá valdatöku þessara manna en em oftast kallað- ar „siðvæðing" eða „skipulagsbreyt- ingar“. Magnús Jón Árnason og Magnús Gunnarsson kæra jafnvel eigin flokksfélaga sbr. Jóhann G. Bergþórsson og eigin embættis- menn sbr. Þorstein Steinsson, fjár- málastjóra, sem dirfast að hafa ólík- ar skoðanir, en em svo alveg stein- hissa þegar fólk bregst við ósköpun- um og svarar fyrir sig! Þá hafa sið- væðingarefndirnar einnig falist í því að selja á gjafverði eignir bæjarins til sérstakra gæðinga sem hafa reynst meirhlutanum dyggir stuðn- ingsmenn í nomaveiðunum. Sem dæmi má nefna að glæsilegt stór- hýsi á Kirkjuvegi var nánast gefið leigupenna meirihlutans, þrátt fyrir að aðrir aðilar hefðu boðið miklu betur í húsið. Nýlegt afrek var t.d. að fyrirskipa Rafveitu Hafnarfjarð- ar að kaupa sjónvarpssendi!! fyrir margar milljónir króna vegna þess að „sérlegur, sjálfskipaður talsmað- ur alþýðunnar, lítilmagnans og rétt- ar einstaklingsins til að hafa skoð- ana- og málfrelsi", bæjarfulltrúinn Lúðvík Geirsson alþýðubandalgs- maður, fannst sanngjarnt, að hon- um og fyrirtæki hans, „Hafnfirskri fjölmiðlun" bæri sérstakur réttur til að njóta yfirburða og einokunar í fjölmiðlarekstri í Hafnarfírði!... Rétt er að minna á að Lúðvík hef- ur, jafnframt því að vera annar tveggja bæjarstjórnarfulltrúa Al- þýðubandalagsins í Hafnarfírði, ver- ið formaður „Siðanefndar Blaða- mannafélags íslands"! Hvernig sem er siðferðilega mögulegt að koma því heim og saman við ofangreindar staðreyndir. Bæjarfulltrúar meiri- hlutans hafa undanfarið leitað allra leiða til að kreista milljónir til viðbót- ar úr bæjarsjóði, fyrir „Einarsreit- inn“ svokallaða, í vasa eigendanna, þvert ofan í opinbert og fyrirliggj- andi mat á verðmæti þessa skika. Einhver verður jú að greiða fyrir hjónavígslu þessa ógæfusama hjóna- bands Ihalds og Komma. Því ekki bæjarbúar í Hafnarfirði? Eigandi skikans var jú einn vígsluvotta hjónabandsins. Hvergi á landinu hefur orðið meira atvinnuleysi en í Hafnarfírði, í valdatíð þessa ólánsama meirihluta og sér ekki fyrir endann á þeirri ógæfuþróun. Menningarmálin, sem settu svo mikinn og góðan svip á Hafnarfjörð, eru komin í rúst og hefðu nú fæstir trúað að nokkur maður með heila hugsun, væri reiðu- búinn að fórna þeim frábæra ár- angri, sem þar náðist, á altari póli- tísks ofstækis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um ruglið sem viðgengst und- ir merkjum meirihlutans í Hafn- arfírði. Vinnubrögð þessara manna eru í æpandi ósamræmi bæði við stefnu Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðubandalagsins. Þetta samstarf er krógi sem ég á ekki von á að nokkur stjómmálaflokkkur vilji gangast við. Við skulum, landsmenn góðir, taka höndum saman og hrista af okkur svona pólitíkusa. Hafnar- ijörður'og þjóðin eiga þetta einfald- lega ekki skilið. KRISTINN SIGURSVEINSSON, Hólabraut 3, Hafnarfirði. Ægivera í hjólbörum! Frá Lóu Konráðs: í MORGUN átti ég leið í „Perluna", eins og oft undanfama laugardaga. Þar mætti mér ömurleg sjón við innganginn í þessa glæsilegu bygg- ingu sem sameinar svo vel fyrri og nýrri tíma. Við blasti ógnarleg skmmskæling á okkar fagra, íslenzka búningi, sem hefur verið tákn um fegurð og menningu þjóðarinnar, einhver ægi- vera standandi á hjólbörum i skaut- búningi! Ekki veit ég, hver eða hveijir standa fyrir þessari hryggðarmynd, en þessir svokölluðu listamenn okk- ar bjóða upp á svo margt óskiljan- legt almenningi. Ég þykist hafa skopskyn og kann vel að meta snillinga eins og „Sig- mund“ og fleiri, en ef þetta á vera fyndið, þá fer það fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Höfundar þessa afskræmis ættu að taka sér eitthvað þarfara fyrir hendur. LÓA KONRÁÐS, verzlunarmaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt I Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.